Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 1
2005  MÁNUDAGUR 19. DESEMBER BLAÐ B STRÁKARNIR HANS VIGGÓS HAFA ÞROSKAST / B2 „ÁN Waynes Rooney væri lið Manchester Unit- ed sennilega ekki nema miðlungslið,“ segir Pet- er Schmeichel, fyrrverandi markvörður liðsins, í harðri gagnrýni sinni á liðið í samtali við Mail on Sunday í gær. „Séð úr fjarlægð sýnist mér leikmenn Manchester United hafa meiri áhuga á bílum og hver þeirra eigi stærsta demantinn, en frammistöðunni á leikvellinum,“ segir Schmeichel ennfremur og segir liðið hafa misst mikið þegar Roy Keane reri á önnur mið. „Það vantar allan karakter í hópinn eftir að Keane yfirgaf liðið. Eini leikmaðurinn sem eitt- hvað kveður að og hefur einhvern persónuleika að geyma er Rooney. Án hans væri Manchester- liðið ekki upp á marga fiska,“ sagði Schmeichel sem var meðal þeirra manna sem settu hvað sterkastan svip á Manchester United liðið þeg- ar það var upp á sitt besta á síðasta áratug. Schmeichel sendir tóninn B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A BJÖRGVIN Björgvinsson, skíða- kappi frá Dalvík, sigraði í svigi á móti sem fram fór í Rogla í Slóven- íu á laugardaginn. Þetta var FIS- mót og styrkleiki þess var 14 en FIS mót gerast ekki sterkari en 9, þannig að um nokkuð sterkt mót var að ræða og þetta því sterkasta mót sem Björgvin hefur sigrað á erlendis. Kristinn Ingi Valson keppti einnig í mótinu en tókst ekki að ljúka fyrri ferðinni. Björgvin átti fína fyrri ferð og var með forystu eftir hana, 41,93 sekúndur. Hann náði að halda for- ystunni og lauk ferðunum tveimur á 1 mínútu, 25,30 sekúndum. Mikkel Björge frá Noregi var ann- ar, 0,54 sekúndum á eftir og í þriðja sæti varð Slóveninn Gasper Markic. Brunkeppni kvenna stöðvuð Dagný Linda Kristjánsdóttir átti að keppa í bruni í heimsbikarnum í Val d’Isere í Frakklandi á laugar- daginn en keppnin var stöðvuð vegna þess hversu slæmt veður var á keppnisstað. Þá höfðu 47 kepp- endur af 60 farið niður brekkuna en ekki var komið að Dagnýju. Dagný Linda keppti hins vegar í risasvigi í Frakklandi í gær og end- aði þar í 58. sæti, 3,93 sekúndum á eftir Michaelu Dorfmeistar sem sigraði í keppninni. Þetta var fyrsta risasvigsmót Danýjar Lindu í tvö ár. Björgvin vann í Slóveníu Við mættum Makedóníu tvisvarsinnum fyrir rúmum tveimur árum og töpuðum þá stórt, en miðað við önnur úrslit í því móti þá tel ég að við höfum átt frekar slaka leiki þá. Úr því að við gátum unnið Rúmeníu fyrir tveimur árum, lið sem nú lék til úrslita á heimsmeistaramótinu, þá hljótum við að eiga möguleika á að vinna Makedóníu,“ sagði Stefán. Makedónía tók þátt í heimsmeist- aramótinu sem lauk í St. Pétursborg í gær en komst ekki upp úr riðla- keppninni þar sem liðið lék ásamt Rúmenum, Úkraínu, Frakklandi, Argentínu og Kamerún. Makedónía vann Argentínu og Kamerún, gerði jafntefli við Úkraínu en tapaði fyrir Frökkum og Rúmenum. „Leikstjórnandi og línumaður Makedóníu eru afar sterkir leik- menn en talsvert farnir að eldast og ég er að vonast til að þeir fari að leggja skóna á hilluna. Verði þeir ekki með þá veikist Makedóníuliðið talsvert.“ Stefán segir að munurinn á bestu kvennaliðunum og þeim lakari sé alltaf að minnka. „Sem dæmi má nefna að við höfum leikið fjóra leiki við Hollendinga á þessu ári og tapað með tveimur til þremur mörkum í hvert skipti. Nú voru Hollendingar að hafna í fimmta sæti á heimsmeist- aramótinu. Það sýnir meðal annars að munurinn er að minnka, að mínu mati. „Það er ljóst að það verður erf- itt að vinna Makedóníu en ég tel okk- ur eiga möguleika á því. En til þess verðum við að leika vel og eiga kost á því að stilla upp okkar sterkasta liði. Takist það er allt hægt,“ segir Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari Íslands í kvennahandknattleik í samtali við Morgunblaðið. Aðrir leikir í undankeppni EM: Króatía - Portúgal Frakkland - Tyrkland Slóvenía - Búlgaría Litháen - Pólland Úkraína - Slóvakía Austurríki - Ítalía Holland - Hvíta-Rússland Rúmenía - Serbía/Svartfjallaland Spánn - Tékkland Ísland mætir Makedóníu í tveimur leikjum um sæti á EM kvenna í Svíþjóð „Eigum góða möguleika“ „ÉG tel okkur eiga góða möguleika gegn Makedóníu, en til þess verður liðið að leika vel,“ sagði Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, þegar ljóst varð í gærmorgun að íslenska landsliðið leikur við Makedóníu tvo leiki í vor um sæti á Evrópu- mótinu í Svíþjóð í desember á næsta ári. Fyrri leikurinn verður hér á landi 27. eða 28. maí og hinn síðari ytra viku síðar. „Helsti ókostur- inn við Makedóníu er að liðið á feikisterkan heimavöll,“ sagði Stefán enn fremur. Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is MARKAMET var sett í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær þeg- ar skoruð voru 83 mörk í leik Flens- burg og Kronau/Östringen í Campushalle í Flensburg. Heima- menn höfðu betur, 43:40. Fyrra markamet var sett í viður- eign Flensburg og Wallau Massen- heim fyrir nærri þremur árum en þá voru skoruð 80 mörk í fjögurra marka sigri Flensburg. Með sigrinum komst Flensburg í annað sæti deildarinnar með 27 stig að loknum 15 leikjum, eru stigi á eftir Kiel en með stigi meira en Gummersbach sem á laugardaginn tapaði sínum fyrsta leik á keppnis- tímabilinu í heimsókn sinni til læri- sveina Alfreðs Gíslasonar í Magde- burg, 38:28. Magdeburg er í fjórða sæti með 22 stig. Markamet í Þýskalandi ■ Magdeburg / B2 AP Leikmenn Chelsea höfðu enn einu sinni ástæðu til að fagna þegar þeir lögðu Arsenal á Highbury í gær, 2:0. Hér fagna Paulo Ferreira, John Terry, Arjen Robben og Didier Drogba seinna markinu sem Joe Cole skoraði en hann leynist í þvögunni. / B4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.