Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 5

Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 B 5 MICHAEL Owen gerði þrennu þegar Newcastle heim- sótti West Ham á Upton Park og Alan Shearer gerði eitt í 4:2 sigri Newcastle. Shearer vantar nú aðeins eitt mark til að jafna met Jackie Milburn fyrir Newcastle. Leikurinn var nokkuð furðulegur og lokatölurnar gefa alls ekki rétta mynd af gangi mála því leikmenn West Ham voru mjög ágengir við mark Newcastle en Owen og Shearer nýttu sér öll mistök heimamanna og afgreiddu þá. „Ég get eiginlega ekkert kvartað yfir leik minna manna. Við vorum betri, fengum fleiri færi en Owen og Shearer létu okkur svo sannarlega gjalda mistaka okkar,“ sagði Alan Pardew, stjóri West Ham eftir leik- inn. „Þegar við verðum með fullskipað lið getum við búið til enn meira fyrir hann. Owen hefur verið sárt saknað þegar hann hefur ekki verið í liðinu. Hann gerði gæfu- muninn fyrir okkur í dag ásamt Shearer sem er enn mjög góður leikmaður,“ sagði Graeme Souness, stjóri Newcastle. Owen með þrennu gegn West Ham HENRI Camara sá um að afgreiða Hermann Hreið- arsson og félaga í Charlton á laugardaginn þegar hann gerði öll þrjú mörk nýliðanna í 3:0 sigri þeirra. Wigan hafði tapað fimm leikjum í röð í deildinni, en á laugardaginn kom Camara liðinu á rétta braut á nýjan leik. „Þetta var prófraun fyrir leikmenn mína eftir slakt gengi upp á síðkastið og ég er mjög ánægður með að við skyldum standast prófið enda hefur mikið verið rætt og ritað um gengi okkar síðustu vikurnar,“ sagði Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan eftir leikinn. Alan Curbishley, stjóri Charlton, var ekki eins ánægður með sitt lið. „Þetta voru skelfileg úrslit, jafn- vel þó svo við fengjum færi til að jafna eftir að þeir komust í 1:0. Varnarleikur okkar var með ólíkindum slakur og í raun hlægilegur. Við höfum reyndar talað um þetta síðustu vikurnar en nú verða að verða ein- hverjar breytingar hjá okkur. Ég mun breyta liðinu fyrir næsta leik enda er ég með nokkra leikmenn sem vilja ólmir komast í liðið,“ sagði Curbishlay. Camara kom Wigan á rétta braut  GRÉTAR Rafn Steinsson skoraði eitt mark, þriðja og síðasta mark Alkmaar, þegar liðið vann Waalvijk 3:0 í hollensku deildinni í gær. Grét- ar Rafn skoraði á 64. mínútu leiks- ins.  ÍVAR Ingimarsson lék allan leik- inn með Reading sem vann Millwall 2:0 um helgina í ensku 1. deildinni.  BRYNJAR Björn Gunnarsson var á varamannabekk Reading, en kom inn á þegar tíu mínútur voru til leiks- loka.  JÓHANNES Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Leicester þegar liðið vann Crew um helgina.  HANNES Þ. Sigurðsson var í byrjunarlði Stoke sem vann Luton 3:2. Honum var skipt útaf á 76. mín- útu.  RÚNAR Kristinsson var rekinn af velli á síðustu mínútu Íslendinga- slagsins í Belgíu um helgina. Loker- en var í heimsókn hjá Genk og fékk Rúnar sitt annað gula spjald í lokin þegar hann spyrnti knettinum í burtu eftir að dómarinn hafði dæmt. Leikurinn endaði með 2:2 jafntefli.  INDRIÐI Sigurðsson var í byrj- unarliði Genk, líkt og Rúnar hjá Lokeren, en Indriða var skipt útaf í hálfleik.  ROBERTO Soldano tryggði Real Madrid annað stigið þegar Ossasuna kom í heimsókn á Bernabau í gær. Soldano jafnaði leikinn eftir að gest- irnir, sem voru manni færri frá 14. mínútu, komust yfir fjórtán mínút- um fyrir leikslok. Alls var gula spjaldinu lyft tíu sinnum í leiknum og fengu heimamenn oftar að líta spjaldið en liðsmenn Ossasuna.  OLIVER Kahn, landsliðsmark- vörður Þýskalands í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við Bayern München til loka leiktíðar vorið 2008. Þá verður hann orðinn 39 ára gamall. Kahn kom til Bayern München fyrir 11 árum frá Karls- ruher SC og hefur leikið 468 leiki í 1. deild þýsku knattspyrnunnar og auk þess spilað 83 landsleiki. Þá eru ótaldir allir leikirnir sem hann hefur tekið þátt í á Evrópumótum fé- lagsliða. Reiknað er með að Kahn hætti með landsliðinu eftir HM næsta sumar.  KÖLN rak í gær Uwe Rapolder, þjálfara, en liðið tapaði í fyrradag, 3:2, fyrir Arminia Bielefeld. Liðið hefur ekki unnið í undanförnum 12 leikjum og er nú í fallhættu í þýsku 1. deildinni, er í 16. sæti af 18 liðum. Andreas Rettig, framkvæmdastjóri Köln, hætti einnig eftir leikinn við Bielefeld.  OLIVER Bierhoff hefur fram- lengt samning sinn við þýska knatt- spyrnusambandið um að vera fram- kvæmdastjóri landsliðsins fram yfir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010. FÓLK Ruud van Nistelrooy kom Unitedyfir á 10. mínútu og Wayne Rooney jók muninn á 51. mínútu en Manchester réð gjörsamlega gangi mála í leiknum og hefðu mörkin allt eins getað orðið fleiri. Park átti til dæmis gott skot í stöngina skömmu áður en Nistelrooy kom United yfir og Hollendingurinn átti glæsilega bakfallsspyrnu sem Thomas Sören- sen varði glæsilega. Milan Baros fékk besta færi Villa en skaut í þver- slána. „Mér fannst Rooney og Nistelrooy leika mjög vel í dag, enda eru þeir frábærir leikmenn báðir tveir og ná mjög vel saman þessa dagana,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United, eftir leikinn. Hann sagðist ánægður með hvern- ig leikmenn hefðu brugðist við því að falla úr Evrópukeppninni á dögun- um. „Það er annað hvort að duga eða drepast eftir svona áfall og leikmenn mínir dugðu. Nú verðum við bara að halda áfram að vinna okkar leiki og vona að Chelsea misstígi sig,“ sagði Ferguson. Með sigrinum heldur United öðru sætinu í deildinni, en Villa er enn með 17 stig í neðri hlutanum. „Við verðum að leika betur næstu vikurn- ar en hins vegar er það kostur að við munum ekki leika við lið eins og Manchester United í hverri viku,“ sagði O’Leary. Man. United yfirspilaði Aston Villa „VIÐ vorum einfaldlega yfirspil- aðir af liði með fullt af leik- mönnum á heimsmælikvarða,“ sagði David O’Lary, knatt- spyrnustjóri Aston Villa eftir að hans menn töpuðu 2:0 á heima- velli fyrir Manchester United. Reuters Ruud Van Nistelrooy fagnar marki sínu fyrir United á Villa Park.Arsene Wenger og Jose Mourinho fylgjast með leik sinna manna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.