Morgunblaðið - 19.12.2005, Side 7
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 B 7
HAUKASTÚLKUR gefa ekk-
ert eftir í baráttunni um Ís-
landsmeistaratitilinn í körfu-
knattleik kvenna. Í gær tóku
þær á móti Stúdínum í Hafn-
arfirði og hafi einhverjir bú-
ist við að þar yrði um spenn-
andi leik að ræða, skjátlaðist
þeim hinum sama hrapal-
lega. Haukar unnu með 39
stiga mun, 89:50. Þar með
hrepptu Haukar efsta sætið
á ný með 18 stig en Grinda-
vík kemur þar strax á eftir
með 16, Keflavík er með 12
stig og ÍS sem fyrr tíu stig.
Leikurinn varð aldrei
spennandi því Haukar tóku
strax forystu og Stúdínur
gerðu mest 14 stig í einum
leikhluta. Byrjuðu á 13 stig-
um í fyrsta hluta en þá
gerðu Haukar 21 stig og
munurinn því átta stig. Í
næsta gerði ÍS 14 en Haukar
20 en í þriðja hluta gerði ÍS
10 stig á meðan Haukar
gerðu 25 stig.
Kesha Tardy var stigahæst
Hauka með 28 stig og Hel-
ena Sverrisdóttir, sem var
besti maður vallarins, gerði
21 stig. Hjá ÍS var Signý
Hermannsdóttir atkvæða-
mest með 14 stig.
Haukar
aftur á
toppinn
ÚRSLIT
Staðan:
Juventus 16 14 1 1 36:9 43
Inter Mílanó 16 11 2 3 32:13 35
AC Milan 16 11 1 4 36:18 34
Fiorentina 16 10 3 3 31:17 33
Livorno 16 9 4 3 19:14 31
Chievo Verona 16 7 6 3 20:15 27
Sampdoria 16 7 4 5 27:21 25
Lazio 16 6 5 5 21:22 23
Palermo 16 5 7 4 24:24 22
Roma 16 5 6 5 23:20 21
Udinese 16 6 2 8 16:23 20
Siena 16 5 4 7 23:28 19
Empoli 16 5 3 8 18:24 18
Reggina 16 5 2 9 16:25 17
Ascoli 16 2 8 6 15:20 14
Messina 16 2 6 8 13:24 12
Cagliari 16 2 6 8 14:27 12
Parma 16 2 5 9 15:28 11
Treviso 16 2 5 9 10:23 11
Lecce 16 3 2 11 14:28 11
Belgía
Zulte-Waregem - Gent..............................1:2
La Louviere - Anderlecht.........................0:0
Lierse - Standard ......................................0:2
Moeskroen - Club Brugge........................0:1
Cercle Brugge - Westerlo ........................2:2
Brussel - Beveren......................................3:1
Gengk - Lokeren .......................................2:2
Beerschot - Charleroi ...............................0:1
Roeselare - Sint-Trudien..........................1:1
Staðan:
Standard 17 11 2 4 28:17 35
Anderlecht 17 10 5 2 40:17 35
Club Brugge 18 10 5 3 28:17 35
Westeerlo 18 9 5 4 27:14 32
Genk 18 8 7 3 31:21 31
Zulte-Waregem 18 9 3 6 34:28 30
Lokeren 18 8 5 5 27:25 29
Brussel 18 7 7 4 23:17 28
Gent 18 7 4 7 22:23 25
Roeselare 18 6 5 7 29:23 23
Cercle Brugge 18 6 3 9 23:29 21
Charleroi 18 5 6 7 18:24 21
Beveren 18 6 1 11 23:30 19
Moeskroen 18 6 1 11 25:32 19
Germinal 18 5 3 10 22:33 18
La Louviere 17 4 5 8 17:32 17
St. Truiden 18 4 3 11 18:29 15
Lierse 17 1 6 10 7:31 9
Holland
Alkmaar – Waalwijk .................................3:0
Breda – Ajax ..............................................0:2
Groningen – Nijmegen .............................3:0
Heracles – Utrecht....................................1:1
Den Haag – Feyenoord ............................2:1
Heerenveen – Twente...............................3:1
PSV – Willem II ........................................4:1
Roosendaal – Roda....................................0:2
Sparta – Vitesse ........................................1:0
Staðan:
Alkmaar 16 12 2 2 44:15 38
PSV 16 12 2 2 34:11 38
Feyenoord 16 11 2 3 41:18 35
Ajax 16 8 3 5 25:14 27
Nijmegen 16 8 3 5 17:16 27
Waalwijk 16 8 2 6 31:30 26
Groningen 16 8 2 6 19:18 26
Heerenveen 16 7 4 5 32:26 25
Utrecht 16 7 4 5 20:17 25
Vitesse 16 7 2 7 27:24 23
Roda 16 6 1 9 23:31 19
Breda 16 5 4 7 19:27 19
Den Haag 16 5 3 8 18:26 18
Twente 16 5 2 9 17:20 17
Heracles 16 4 4 8 16:32 16
Sparta 16 4 3 9 15:24 15
Willem II 16 2 3 11 15:33 9
Roosendaal 16 0 4 12 8:39 4
Frakkland
Lens – Le Mans.........................................2:0
Mónakó – Toulouse ...................................1:0
Auxerre – Nancy .......................................0:1
Bordeaux – Nantes ...................................0:0
Metz – Nice ................................................1:0
Rennes – St. Etienne ................................0:1
Strasbourg – Marseille .............................0:1
Troyes – Sochaux ......................................2:1
Ajaccio – París SG.....................................1:1
Lyon – Lille................................................1:3
Staðan:
Lyon 19 13 5 1 30:13 44
Lens 19 8 10 1 30:14 34
Bordeaux 19 8 8 3 17:11 32
Auxerre 19 10 2 7 26:21 32
Mónakó 19 9 4 6 19:13 31
París SG 19 9 4 6 23:18 31
Marseille 19 9 4 6 21:21 31
Lille 19 8 6 5 26:15 30
St. Etienne 19 7 8 4 18:12 29
Le Mans 19 7 4 8 17:16 25
Rennes 19 8 1 10 21:33 25
Nancy 19 7 3 9 20:16 24
Troyes 19 6 6 7 17:21 24
Nantes 19 6 5 8 18:20 23
Sochaux 19 5 6 8 12:18 21
Nice 19 4 8 7 12:17 20
Toulouse 19 5 4 10 16:24 19
Ajaccio 19 2 8 9 10:22 14
Metz 19 2 8 9 11:27 14
Strasbourg 19 1 8 10 10:22 11
HM félagsliða í Japan
Úrslitaleikur:
Liverpool – Sao Paulo..............................0:1
- Mineiro 27.
Úrslit um 3. sæti:
Deportivo Saprissa – Al Ittihad..............3:2
Alvaro Saborio 11., 85. (víti), Ronald Gomez
89. - Mohamed Kallon 28., Joseph Desire
Job 53. (víti). Rautt spjald: Hamad Al Mon-
tashari 87. (Al Ittihad).
Úrslit um 5. sæti:
Sydney FC – Al Ahly ................................2:1
Dwight Yorke 35., David Carney 66.- Emad
Motab 45.
Það leit ekki út fyrir að Grinda-víkurstúlkur ætluðu að vera
með í leiknum í byrjun. Keflavík náði
10 stiga forustu snemma leiks og
andleysi virtist einkenna leik
Grindavíkur. Gestirnir höfðu forustu
í hálfleik, 37 gegn 34 stigum Grinda-
víkurstúlkna. Meiri hraði kom í leik-
inn í síðari hálfleik og Grindavíkurs-
túlkur fóru í svæðisvörn. Við þessa
breytingu misstu Keflavíkurstúlkur
frumkvæðið í leiknum auk þess sem
þær lentu í villuvandræðum við að
glíma við besta mann vallarins,
Jericu Watson. Heimastúlkur sigu
fram úr í lokaleikhlutanum og sigr-
uðu nokkuð sannfærandi.
Bestar í liði Grindavíkur voru
Jerica Watson, Jovana Stefánsdóttir
og þá átti Alma Rut Garðarsdóttir
fína rispu í síðasta leikhluta. Hjá
Keflavík voru þær María Ben Er-
lingsdóttir og Bryndís Guðmunds-
dóttir bestar.
„Vítanýting okkar var döpur í
þessum leik, eiginlega upp og ofan.
Jólabragur á þessu hjá okkur í fyrri
hálfleik en svo kom þetta. Við þessar
taktísku breytingar á vörninni úr
maður á mann, í svæði, þá breyttist
leikurinn. Frábær karakter hjá lið-
inu. Svo steig Alma Rut upp þegar á
þurfti að halda,“ sagði Unndór Sig-
urðsson, þjálfari Grindavíkur eftir
leikinn.
Grindavík vann Keflavík
KEFLAVÍKURSTÚLKUR voru
með frumkvæðið lengi vel þegar
þær sóttu Grindvíkinga heim á
laugardag, en í síðasta leikhlut-
anum náðu Grindvíkingar undir-
tökunum og sigruðu nágranna
sína úr Keflavík 89:83.
Eftir Garðar P. Vignisson
Liðsmenn Skallagríms komuákveðnir til leiks og spiluðu vel í
byrjun. Grindvíkingar voru aldrei
langt undan en frumkvæðið var í
höndum Skallagríms. Fín hittni
gestanna virtist koma Grindvíking-
um á óvart og fengu þeir frí skot
hvað eftir annað. Skallagrímur hafði
nokkuð sannfærandi forystu í leik-
hléi, 49:38.
Grindvíkingar héldu áfram að elta
í seinni hálfleik og þegar besti maður
þeirra, Jeramiah Johnson, fékk sína
5. villu þegar rúmar þrjár mínútur
voru til loka leiks virtist enn dökkna
útlitið enda heimamenn undir, 78:79.
Grindvíkingar hrukku þá í gang
og náðu að læðast fram úr á loka-
sprettinum og lönduðu tveimur dýr-
mætum stigum. Leiknum lauk eins
og áður sagði með 92:89 sigri
Grindavíkur.
Bestir í liði heimamanna voru þeir
Jeramiah Johnson og Páll Axel Vil-
bergsson. Hjá Skallagrími voru þeir
Jovan Zdravevski og Pétur Sigurðs-
son bestir.
„Þetta hafðist, en ég verð að hrósa
Borgnesingum. Þeir voru að spila
vel, fullir af sjálfstrausti. Við sýnd-
um karakter að koma alltaf til baka í
leiknum. Leikurinn var sá slakasti af
okkar hálfu í nokkurn tíma en þó tvö
stig,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson,
þjálfari Grindvíkinga.
Lokaspretturinn
dugði Grindvíkingum
GRINDVÍKINGAR mörðu sigur á
gestunum úr Borgarnesi á
laugardaginn. Eftir að Skalla-
grímur hafði haft frumkvæðið
lengstum í leiknum læddust
heimamenn fram úr á síðustu
mínútunum og sigruðu 92:89.
Eftir Garðar P. Vignisson
RÚSSAR urðu í gær heimsmeist-
arar í handknattleik kvenna eftir
öruggan sigur á Rúmenum, 28:23, í
úrslitaleik í St. Pétursborg í Rúss-
landi að viðstöddum 10.000 áhorf-
endum. Þetta var eini leikurinn í
mótinu þar sem aðsókn þótti við-
unandi.
Rússneska liðið var fimm mörk-
um yfir í hálfleik, 17:12. Rúmenar
fá þar með silfurverðlaun eftir að
hafa komið á óvart með góðri
frammistöðu í mótinu. Ungverjar
hlutu bronsverðlaun eftir að hafa
lagt Ólympíumeistara Dana, 27:24.
Rússar voru mikið mun sterkari
í úrslitaleiknum og voru með
örugga forystu allan leikinn. Engu
breytti þótt liðið væri um tíma í
þrígang manni og tveim færri
snemma í síðari hálfleik þá varð
það ekki vatn á myllu rúmenska
liðsins. Sóknarleikur liðsins var
aldrei viðunandi þannig að það
gæti ógnað rússneska liðinu sem í
gær varð heimsmeistari í annað
sinn eftir að Sovétríkin liðuðust í
sundur. Rússar hömpuðu einnig
gullverðlaunum á HM fyrir fjórum
árum.
Sigurlið síðasta heimsmeistara-
móts, Frakkland, náði sér aldrei á
strik í mótinu, og hafnaði í 12. sæti.
Norðmenn urðu fyrir sárum von-
brigðum með sitt lið en það hafnaði
í 9. sæti en skömmu fyrir mótið
léku Norðmenn afar vel og urðu
m.a. heimsbikarmeistarar í síðasta
mánuði.
Hollendingar komu á óvart og
hlutu 5. sætið eftir góðan sigur á
Þjóðverjum, 28:26. Brasilía varð í
sjöunda sæti, vann Suður-Kóreu
með einu marki, 28:27.
Reuters
Leikmenn rússneska landsliðsins fagna sigrinum á heimsmeistaramótinu eftir að hafa lagt Rúm-
ena í úrslitaleik, 28:23, í St. Pétursborg í gær. Ungverjar höfnuðu í þriðja sæti og fengu brons.
Rússar
heims-
meistarar í
annað sinn