Morgunblaðið - 19.12.2005, Side 8
LIÐ ÍBV hefur heldur betur hrist
af sér slenið þegar á hefur liðið
keppni í DHL-deild karla og nú
þegar flautað hefur verið til jóla-
leyfis hjá því eins og flestum öðr-
um liðum deildarinnar þá hefur
ÍBV náð 7. sætinu. Sætur sigur,
32:28, á ÍR í íþróttahúsinu í
Austurbergi á laugardaginn
tryggði þá stöðu. Að sama skapi
hefur heldur betur sigið á ógæfu-
hliðina hjá ÍR-ingum upp á síð-
kastið en þetta var sjötti tapleikur
liðsins í röð. ÍR situr þar með í 11.
sæti og ljóst að leikmenn verða að
bíta í skjaldarrendur í síðari hluta
mótsins til þess að tryggja sér eitt
sætanna átta sem er ávísun á þátt-
tökurétt í 1. deild á næsta vetri.
Staðan í hálfleik var 14:15, ÍBV
í vil sem lenti undir í byrjun síðari
hálfleiks.
Mladen Cacic fór á kostum hjá
ÍBV gegn ÍR, skoraði meira en
helming marka liðsins eða 17.
Ólafur Víðir Ólafsson skoraði
átta. Björgvin Gústavsson varði
vel í marki Eyjaliðsins, um 20
skot.
Hafsteinn Ingason skoraði 9
mörk fyrir ÍR og Ólafur Sigur-
jónsson 5 og Björgvin Hólmgeirs-
son, bróðir Einars landsliðsmanns
hjá Grosswallstadt, skoraði fjögur
mörk.
Cacic fór
á kostum
FYLKIR endurheimti fjórða sætið
í DHL-deild karla af KA með
öruggum sigri á Víkingi/Fjölni,
25:32, í Grafarvogi á laugardag
þar sem heimamenn áttu aldrei
raunhæfa möguleika á sigri. Arn-
ar Jón Agnarsson var markahæst-
ur hjá Fylki með 11 mörk og næst-
ir voru Arnar Sæþórsson 6 mörk
og Guðlaugur Arnarsson með 5
mörk.
Björn Guðmundsson gerði fimm
mörk fyrir Víking/Fjölni og
Brjánn Bjarnason og Sverrir Her-
mannsson skoruðu fjórum sinnum
hvor. Víkingur/Fjölnir er í neðsta
sæti deildarinnar með 5 stig eftir
fjórtán leiki og ljóst að þetta unga
lið mun eiga erfiða leiki fram-
undan þegar keppni hefst á ný
snemma í febrúar að loknu
Evrópumeistaramótinu í Sviss.
Fylkir
endurheimti
fjórða sætið
AFTURELDING tapaði öðrum
leik sínum í röð þegar liðið tók á
móti FH að Varmá á laugardag,
26:32. Þar með hefndu FH-ingar
fyrir naumt tap fyrir Mosfell-
ingum í fyrstu umferð mótsins og
komust um leið upp í 10. sætið,
hafa 11 stig. Greinilegt er að lið
Aftureldingar saknar sárt eins af
sínum bestu leikmönnum, Ernis
Hrafns Arnarsonar, sem misst hef-
ur af tveimur síðustu leikjum sök-
um veikinda. Hann verður vænt-
anlega mættur í slaginn á ný í
febrúar þegar endasprettur deild-
arinnar hefst og Afturelding
freistar þess að ná markmiði sínu
um að ná einu af átta efstu sæt-
unum.
Afturelding er í 8. sæti sem
stendur með 12 stig eftir 14 leiki
en HK á möguleika á að komast
upp fyrir takist því að vinna Ís-
landsmeistara Hauka á miðviku-
dag í síðasta leik Íslandsmótsins á
þessu ári. Að sama skapi geta
Haukar með sigri komist upp að
hlið Vals í öðru sæti með því að
vinna og hreppa bæði stigin.
FH-ingar
komu fram
hefndum
„ÞETTA var frábær leikur hjá okk-
ur og ég held að þessi sigur hafi
verið fyllilega verðskuldaður. Það
er auðvitað alveg frábært að ná að
landa sigri hér á heimavelli Íslands-
meistara síðustu þriggja ára og
þeir verða varla sætari sigrarnir.
Ég er mjög ánægður með liðsheild-
ina þó ég verði auðvitað að nefna
sérstaklega þátt Magnúsar í mark-
inu en hann var alveg frábær. Þá er
ég sérstaklega ánægður með að
hafa náð að halda fullum dampi út
allan leiktímann en það hefur loðað
nokkuð við okkur í vetur að missa
niður vænlega stöðu og nú er að
halda áfram á þessari braut,“ sagði
Guðmundur Þórður Guðmundsson,
þjálfari Fram.
Mikið leikjaálag
Páll Ólafsson, þjálfari Hauka,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
leik loknum mikið leikjaálag að
undanförnu hafa sett mark sitt á
leikmenn hans.
„Þegar síga tók á seinni hlutann í
leiknum kemur berlega í ljós að við
höfum verið í erfiðu prógrammi og
það kom að þessu sinni í bakið á
okkur. Ég var að vona að við mynd-
um hökta í gegnum þetta á loka-
kaflanum en því miður gekk það
ekki eftir. Mér fannst munurinn í
lokin reyndar vera full mikill miðað
við gang leiksins lengstum en hins
vegar var þessi leikur eflaust
skemmtilegur á að horfa og ágætis
auglýsing fyrir handboltann. Það
verður síðan auðvitað að segjast að
Framararnir voru einfaldlega
frískari en við og unnu sanngjarnan
sigur enda með mjög gott lið,“
sagði Páll.
Það var mjög góð stemning á Ás-völlum og var það aðallega fyrir
tilstilli stuðningsmanna Framara
sem létu vel í sér heyra allan tímann.
Haukamenn og -konur gerðu sitt en
voru að þessu sinni yfirgnæfðir af
gestunum.
Íslandsmeistarar Hauka voru
sterkari framan af leik og voru einu
til tveimur mörkum yfir fram undir
miðjan fyrri hálfleikinn og gerðu þá
gott betur og náðu tvisvar sinnum
þriggja marka forskoti. Á síðustu tíu
mínútum hálfleiksins efldust Fram-
arar og þegar flautað var til leikhlés
höfðu þeir náð að jafna metin og
stóðu leikar þá 15:15.
Þeir voru síðan ekki lengi að hrifsa
til sín undirtökin í síðari hálfleik og
voru komnir með tveggja marka for-
skot, 17:19, eftir nokkurra mínútna
leik. Þá var greinilegt að Arnari Pét-
urssyni, leikmanni Hauka, leiddist
þófið og skoraði hann þrjú mörk í röð
og hreif sína menn með sér. Þeir
náðu líka forskotinu aftur en það
varð þó aldrei meira en eitt mark.
Þegar líða tók á seinni hálfleikinn
var það augljóst að þróttur Hauk-
anna fór þverrandi en hins vegar var
eins og hann ykist smám saman hjá
Frömurum.
Hægt og bítandi náðu þeir afger-
andi tökum á leiknum og var það
helst að þakka frábærri vörn og
magnaðri markvörslu Magnúsar Er-
lendssonar. Öll ákvarðanataka
Haukanna í sóknarleiknum fór
versnandi og á lokakaflanum var líkt
og liðið væri þrotið afli og Framar-
arnir hreinlega völtuðu yfir þá og
fögnuðu verðskulduðum og glæsileg-
um sigri.
Vörn og markvarsla Fram
reið baggamuninn
Ekki er ólíklegt að erfitt leikjapró-
gramm Haukanna að undanförnu
hafi verið ástæðan fyrir hruni þess í
síðari hálfleik en hins vegar er und-
irritaður frekar á því að varnarleikur
og markvarsla Framara hafi einfald-
lega riðið baggamuninn og leikmenn
liðsins voru bæði baráttuglaðari og
viljugri en leikmenn Íslandsmeistar-
anna.
Guðmundur Guðmundsson, þjálf-
ari Fram, er klárlega á réttri leið
með þetta lið. Í því er að finna blöndu
af eldri og reyndari mönnum og ung-
um og mjög efnilegum strákum.
Vörnin er virkilega að gera sig og þá
hefur liðið innan sinnan raða tvo
toppmarkmenn, þá Egidijus Petk-
evicius og Magnús Erlendsson. Sá
fyrrnefndi hóf leikinn en fann sig
ekkert sérstaklega og því kom
Magnús til skjalanna eftir rétt rúm-
lega tíu mínútna leik og varði hreint
frábærlega. Annars var það liðs-
heildin sem var að gera sig hjá
Frömurum.
Haukar voru lengstum í þessum
leik að spila prýðisgóðan handbolta
en eins og áður sagði var líkt og út-
hald liðsins væri ekki nægjanlega
mikið og lokakafla þessa leiks vilja
þeir Haukamenn líklega gleyma sem
fyrst.
Lykilmenn þurfa að skila meiru
Birkir Ívar Guðmundsson var frá-
bær í markinu líkt og í undanförnum
leikjum og hélt sínu striki og gott
betur en það út allan leiktímann, öf-
ugt við liðsfélaga sína. Án þess að
undirritaður vilji endilega vera að
benda á einhvern sökudólg í Hauka-
liðinu þá verður þó að minnast á
frammistöðu Árna Þórs Sigtryggs-
sonar. Hann skoraði vissulega 5
mörk en flest af þeim flokkast undir
heppnismörk og í það heila lék piltur
afar illa; tók slæmar ákvarðanir
trekk í trekk og Haukar verða hrein-
lega að fá mun betri leik af hans
hálfu.
Þá var nokkuð undarleg ráðstöfun
sú hjá Haukum að láta Halldór Ing-
ólfsson ekki spila meira og hreinlega
leyfa Árna Þór að verma vara-
mannabekkinn því hann var síður en
svo að hafa góð áhrif á leik Hauka.
Þessi piltur getur svo miklu, miklu
betur. Þá var Eyjamaðurinn sterki á
línunni, Kári Kristján Kristjánsson,
týndur og tröllum gefinn mestallan
leiktímann og Andri Stefan hefur
oftast verið ákveðnari og atkvæða-
meiri. Arnar Pétursson var bestur
útileikmanna Haukanna og er að
verða sterkari og sterkari með
hverjum leik, Samúel Ívar Árnason
átti síðan ágæta spretti.
Morgunblaðið/Kristinn
Arnar Pétursson var markahæsti leikmaður Hauka gegn Fram, skoraði sex mörk.
Fræknir Framarar
fögnuðu í Firðinum
FRAMARAR gerðu sér lítið fyrir og báru sigurorð af Íslandsmeist-
urum Hauka í DHL-deild karla í handknattleik á Ásvöllum síðdegis á
laugardaginn. Lokatölur urðu 26:33 í mjög góðum og skemmti-
legum leik þar sem finna mátti flest það sem prýða má góðan hand-
knattleik; fínan varnarleik, góða markvörslu og lagleg sóknartilþrif.
Með sigrinum endurheimtu Framarar toppsætið og eru með 22 stig
eftir 14 leiki en Haukar eru í þriðja sæti með 19 stig eftir 13 leiki.
Eftir Svan Má Snorrason
„Frábær
leikur hjá
okkur“