Morgunblaðið - 19.12.2005, Side 3

Morgunblaðið - 19.12.2005, Side 3
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 B 3 þeir sömu og Viggó tefldi fram á HM í Túnis – Birkir Ívar Guðmundsson, 29 ára, Hreiðar Levý Guðmundsson, 25 ára, og Roland Valur Eradze, 34 ára. Þeir hafa ekki mikla reynslu á stórmótum, en Birkir Ívar hefur ver- ið að sækja í sig veðrið að undan- förnu. VINSTRA HORN BOGDAN: Guðmundur Þórður Guðmundsson og Jakob Sigurðsson. ÞORBJÖRN: Gústaf Bjarnason og Konráð Olavson. GUÐMUNDUR ÞÓRÐUR: Gústaf Bjarnason og Guðjón Valur Sigurðsson, sem er mjög öflugur hornamaður, sem getur brugðið sér í skyttuhlutverk. VIGGÓ: Guðjón Valur Sigurðsson, 26 ára, hefur komið geysilega sterkur til leiks með Gummersbach í vetur – fljótur og skorar mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum. Er talinn einn besti leikmaður þýsku deildarkeppn- innar í dag. LÍNA BOGDAN: Þorgils Óttar Mathie- sen, sem var í hópi bestu línumanna heims og valinn til að leika með heimsliði. ÞORBJÖRN: Geir Sveinsson, sem var einnig í hópi bestu línumanna heims og valinn lið HM 1995. GUÐMUNDUR ÞÓRÐUR: Sigfús Sigurðsson og Róbert Sighvatsson, mjög traustir línumenn. VIGGÓ: Róbert Gunnarsson, 24 ára, sem er geysilega öflugur línu- maður, sem var markakóngur í dönsku deildarkeppninni sl. keppnis- tímabil og hefur leikið vel með Gum- mersbach í vetur. Sigfús Sigurðsson, Magdeburg, 30 ára, er að koma afar sterkur upp á ný, eftir meiðsli.Vignir Svavarsson, 24 ára, Skjern. HÆGRA HORN BOGDAN: Valdimar Grímsson, sem var valinn sex sinnum til að leika með heimsliðinu og var valinn í lið HM 1997 í Japan. Bjarki Sigurðsson, sem var einnig valinn í heimslið og í lið HM 1993 í Svíþjóð. Tveir frábærir hornamenn. ÞORBJÖRN: Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson. GUÐMUNDUR ÞÓRÐUR: Einar Örn Jónsson. VIGGÓ: Alexander Petersson, 25 ára, Grosswallstadt, hefur leikið vel með liðinu í vetur og getur brugðið sér í skyttuhlutverk þegar við á. Þór- ir Ólafsson, 26 ára, N.-Lübbecke. VINSTRI SKYTTA BOGDAN: Alfreð Gíslason, sem var leikmaður á heimsmælikvarða og valinn leikmaður B-keppninnar í Frakklandi 1989, Atli Hilmarsson, Júlíus Jónasson og Héðinn Gilss- son. ÞORBJÖRN: Sigurður Bjarnason, Julian Róbert Duranona, Júlíus Gunnarsson og Patrekur Jóhannes- son. GUÐMUNDUR ÞÓRÐUR: Sigurð- ur Bjarnason og Dagur Sigurðsson. VIGGÓ: Jaliesky Garcia Padron, Göppingen, 30 ára, Arnór Atlason, Magdeburg, 21 árs og Sigurður Eggertsson, Val, 23 ára. Garcia er afar einhæfur leikmaður, en skytta ágæt. Arnór hefur verið að koma mikið til að undanförnu – eftir að hann fékk að spreyta sig meira með Magde- burg, sem leikstjórnandi og vinstri hornamaður. Sigurður er óreyndur. LEIKSTJÓRN BOGDAN: Sigurður Gunnarsson og Páll Ólafsson, sem vann sér það orð að vera fjölhæfasti leikmaður Þýskalands er hann lék þar. ÞORBJÖRN: Patrekur Jóhannes- son og Dagur Sigurðsson. GUÐMUNDUR ÞÓRÐUR: Pat- rekur Jóhannesson, Dagur Sigurðs- son, Aron Kristjánsson og Snorri Steinn Guðjónsson. VIGGÓ: Snorri Steinn Guðjóns- son, 24 ára, og Ólafur Stefánsson, Ciudad Real, 32 ára. Snorri Steinn hefur náð sjálfstraustinu á ný eftir að hann hóf að leika með Minden. Ólafur er í nýju hlutverki, sem hann getur skilað vel, eins og hann gerði á móti í Póllandi fyrir stuttu. HÆGRI SKYTTA BOGDAN: Kristján Arason, sem var valinn til að leika með heimsliði og útnefndur í hóp bestu handknatt- leiksmanna heims hjá alþjóða hand- knattleikssambandinu, IHF, og Sig- urður Sveinsson. Tveir af litríkustu handknattleiksmönnum Íslands. ÞORBJÖRN: Ólafur Stefánsson, sem var tvö ár í röð valinn handknatt- leiksmaður Þýskalands. Einn besti leikmaður heims. GUÐMUNDUR ÞÓRÐUR: Ólafur Stefánsson, sem var valinn í lið EM í Svíþjóð 2002. VIGGÓ: Einar Hólmgeirsson, 23 ára, Grosswallstadt, hefur heldur betur verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og er ein öflugusta skytta Þýskalands – geysilega skot- fastur. Ólafur kemur til með að leysa hann af hólmi þegar við á og þá er Alexand- er Petersson einnig tilbúinn til þess. Viggó á eftir að bæta við sextánda leikmanninum í hóp sinn fyrir HM og mun hann ekki taka ákvörðun um hvaða leikmaður það er fyrr en um áramót. Miklar líkur eru taldar á að það verði Baldvin Þorsteinsson, horna- maður úr Val. Fjórir landsleikir fyrir EM Landsliðið kemur saman til æfinga 5. janúar og síðan leikur það tvo landsleiki í Noregi fyrir EM – gegn Katar og Noregi. Ef landsliðið tapar þeim leikjum ekki, jafnar Viggó met Þorbjarnar Jenssonar, sem stjórnaði landslið- inu í fimmtán leikjum í röð án taps 1996. Eftir leikina í Noregi koma Frakk- ar í heimsókn og leika tvo landsleiki. Landsliðið heldur síðan til Austurríki viku fyrir EM og verður þar í æf- ingabúðum áður en það heldur til Sviss. Fyrsti leikur Íslands á EM verður gegn Serbíu-Svartfjallalandi í C-riðli fimmtudaginn 26. janúar, síðan gegn Dönum föstudaginn 27. janúar og Ungverjum sunnudaginn 29. janúar. Þrjú efstu liðin í riðlinum komast áfram og leika í milliriðli með þremur efstu liðunum í D-riðli – Króatíu, Rússlandi, Portúgal eða Noregi. Morgunblaðið/Sverrir Birkir Ívar Guðmundsson verður aðalmarkvörður íslenska landsliðsins í Sviss. Hann hefur náð að byggja upp sjálftraust sitt að undanförnu og er tilbúinn í slaginn á EM. Morgunblaðið/Árni Torfason Einar Hólmgeirsson hefur leikið mjög vel með landsliðinu að undanförnu og einnig með liði sínu Grosswallstadt í Þýskalandi. Hér er hann í landsleik gegn Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni.  HRAFNHILDUR Skúladóttir var með þrjú mörk þegar lið hennar, SK Aarhus, vann stórsigur á útivelli á Sindal, 43:25, í næstefstu deild danska handknattleiksins á laugar- dag. Þetta var síðasti leikur SK Aar- hus fyrir jólaleyfi en liðið er með tveggja stiga forystu á toppi deild- arinnar.  BJARNI Fritzson var í liði Créteil en náði ekki að skora þegar liðið vann mikilvægan sigur á Pontault, 18:23, á útivelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Eftir tvo sigurleiki í röð er Créteil komið upp í 8. sæti af 14 liðum.  RAGNAR Óskarsson er kominn á ferðina á nýjan leik eftir að hafa ver- ið frá keppni um mánaðarskeið vegna meiðsla í öxl. Ragnar skoraði fjögur mörk fyrir Ivry þegar liðið vann Villefranche, 29:34, á útivelli. Ivry er í 5. sæti frönsku 1. deildar- innar.  HEIÐMAR Felixson og félagar hans hjá Burgdorf töpuðu 29:28, fyr- ir TV Emsdetten í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknatt- leik á laugardag. Nú tekur við mán- aðarhlé frá leikjum hjá Burgdorf sem er í 8. sæti deildarinnar en það er á fyrsta ári í henni, kom upp úr 3. deild í vor. Heiðmar skoraði 5 mörk gegn Emsdetten og Robertas Pauzoulis, fyrrverandi leikmaður Selfoss, Fram og Hauka, skoraði 6 mörk.  DRÖFN Sæmundsdóttir og sam- herjar hennar hjá FA Göppingen töpuðu 28.26, á útivelli fyrir TV Nell- ingen í suðurhluta þýsku 2. deildar- innar í handknattleik. Göppingen er í 8. sæti með 14 stig eftir 12 leiki.  STURLA Ásgeirsson skoraði þrjú mörk þegar Århus GF vann Skjern, 36:35, í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Skjern, sem er undir stjórn Arons Kristjánssonar, er áfram í 5. sæti deildarinnar með 18 stig að loknum 14 leikjum, sex stigum á eftir GOG sem er í efsta sæti. Århus GF er í sjötta sæti með 14 stig að loknum 14 leikjum.  VIGNIR Svavarsson gerði þrjú marka Skjern í leiknum en Vilhjálm- ur Halldórsson og Jón Jóhannsson tókst ekki að skora. Vilhjálmur var í þrígang rekinn af leikvelli.  SIGURÐUR Ari Stefánsson var markahæstur hjá Elverum með 6 mörk þegar liðið tapaði í gær fyrir Sandefjord, 28.24, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. El- verum er í 6. sæti með 11 stig eftir 11 leiki, en tólf lið eru í deildinni.  EKKERT lát er á sigurgöngu Halldórs Jóhanns Sigfússonar og samherja hans hjá Tusem Essen í 3. deild þýska handknattleiksins. Á laugardag vann liðið sinn sextánda leik í deildinni þegar það lagði Soest- er TV, 46.33. FÓLK HASSAN Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd heimsmeist- aramótsins í handknattleik kvenna sem lauk í St. Pétursborg í gær. Moustafa hefur tekið undir gagn- rýnina en skrifar hana ekki á reikn- ing IHF heldur eigi rússneskir móts- haldarar skömmina. Þeim hafi ekki tekist að markaðssetja mótið og m.a. hafi miðaverð verið allt of hátt. Moustafa segir að mestu vonbrigðin séu hversu léleg aðsókn hafi verið á leiki mótsins en fyrir úrslitaleikina í gær höfðu 679 áhorfendur mætt að jafnaði á hvern leik. „Því miður þá er handknattleikur ekki á meðal 20 vinsælustu íþrótta- greina í Rússlandi og þar af leiðandi þarf öflugt markaðsstarf til þess að fá fólk á leiki,“ segir Moustafa m.a. Íshokkí og knattspyrna eiga hug íbúa St. Pétursborgar. Moustafa segir það til merkis um slakt kynningarstarf Rússanna að þeim hafi m.a. hvorki tekist að fá borgarstjóra né varaborgarstjóra til þess að mæta á leiki keppninnar. Hvað þá háttsettari menn í landinu. „Hvarvetna sem heimsmeistaramót í handknattleik er haldið hafa þjóð- höfðingjar þeirra landa sem mótið er haldið mætt á leiki. Í St. Péturs- borg var áhuginn svo lítill að það sást ekki einu sinni auglýsingaskilti upp við götur, hvað þá meira,“ segir Moustafa. Moustafa segir Rússa hafa brugðist á HM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.