Morgunblaðið - 19.12.2005, Side 4
ÍÞRÓTTIR
4 B MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
BRASILÍSKA liðið Sao Paulo vann
Liverpool 1:0 í úrslitum HM félags-
liða í gær og var þetta fyrsta mark-
ið sem Liverpool fær á sig síðan í
október. Liverpool var miklu betra
liðið í leiknum, en náði ekki að
skora þrátt fyrir aragrúa af góðum
tækifærum til þess.
Eina mark leiksins gerði Carlos
Mineiro á 27. mínútu leiksins, en þá
hafði Liverpool leikið í 1.016 mín-
útur án þess að fá á sig mark.
Þrjú mörk voru dæmd af Liver-
pool vegna rangstöðu, leikmenn
liðsins skutu tvisvar í þverslána og
fengu nægilega mörg marktæki-
færi til að vinna tvi leiki, eins og
enskur blaðamaður orðaði það.
Rafael Benítez gerði breytingar
á liði Liverpool, setti þá John Arne
Riise og Peter Crouch á bekkinn
fyrir Harry Kewell og Fernando
Morientes.
Benítez var allt annað en ánægð-
ur með dómara leiksins og vildi til
dæmis að einn leikmaður Sao Paulo
yrði rekinn af velli fyrir að brjóta á
Steven Gerrard. „Ef leikmaður get-
ur ekki náð til boltans en brýtur á
mótherjanum þá er það rautt
spjald. Ég skil ekki hvers vegna það
var ekki notað í dag,“ sagði Benítez
eftir leikinn. Eins var hann ósáttur
við að þrjú mörk voru dæmd af.
„Skallamarkið hans Luis Garcia var
löglegt en aðstoðardómarinn lyfti
flaggi sínu – löngu eftir að boltinn
var kominn í netið. Mér fannst hann
furðulega seinn að dæma“ sagði
Spánverjinn.
JÓN Arnór Stefánsson gerði tvö
stig þegar Carpisa Napoli tapaði fyr-
ir Snaidero Cucine 94:90 í Udinese.
Hann var í byrjunarliðinu og lék í 21
mínútu. Liðið er enn í öðru sæti
ítölsku deildarinnar.
HLYNUR Bæringsson gerði 15
stig þegar Woon!Aris vann Den
Helder 86:84 á útivelli. Þetta var ann-
ar sigur liðsins og með honum komst
liðið úr neðsta sæti hollensku deild-
arinnar. Sigurður Þorvaldsson gerði
7 stig í leiknum.
LOGI Gunnarsson og félagar í
Bayreuth töpuðu 90:96 fyrir Kaisers-
lautern í þýsku 2. deildinni á föstu-
daginn. Bayreuth er í 5. sæti deild-
arinnar en Kaiserslautern í því
þriðja.
JAKOB Sigurðsson gerði tvö stig
þegar Leverkusen tapaði 91:89 fyrir
Bremerhaven í gær. Jakob lék í tíu
mínútur. Leverkusen er í 14. sæti af
16. liðum en Bremerhaven í þriðja
sæti.
ALDA Leif Jónsdóttir gerði 16
stig þegar lið hennar, Yellow Bikes
vann DAS 94:57 í hollensku úrvals-
deildinni um helgina.
KRISTINN Óskarsson, körfu-
knattleiksdómari úr Keflavík,
dæmdi um helgina sinn 400. leik í Úr-
valsdeild þegar hann var við stjórn-
völinn í leik Grindvíkinga og Skalla-
gríms á laugardaginn. Kristinn er
annar íslenski dómarinn sem hefur
náð þessum áfanga en nafni hans Al-
bertsson dæmdi 432 leiki í deildinni
áður en hann hætti.
YNGVI Gunnlaugsson hefur verið
ráðinn þjálfari körfuboltalandsliðsins
skipuðu 16 ára stúlkum og yngri.
Liðið tekur þátt í Norðurlanda-
mótinu og Evrópukeppninni næsta
sumar.
KR-INGAR hafa síðustu vikurnar
staðið fyrir söfnun til handa ekkju
Anatolij Kovtoun, fyrrum leikmanns
körfuknattleiksliðs félagsins, en
hann varð bráðkvaddur snemma árs-
ins aðeins 44 ára gamall. Söfnunin
gekk vel og í síðustu viku afhenti
Guðrún S. Þorgeirsdóttir, sendi-
ráðsfulltrúi í sendiráði Íslands í
Moskvu, Natalyu, ekkju hans 3.047
dollara, en það jafngildir eins og hálfs
árs launum ekkjunnar. Á heimasíðu
KR kemur fram að Natalya hafi verið
mjög þakklát og undrandi.
ÞAÐ var í mörg horn að líta hjá
dómara leiks Racing Santander og
Málaga í spænsku 1. deildinni í
knattspyrnu. Alls voru fimm leik-
menn reknir af leikvelli og sex leik-
menn fengu að líta rauða spjaldið,
þar af voru aðeins tveir þeirra seinna
reknir í bað. Þrír leikmenn Santand-
er sáu rauða spjaldið. Þetta er þó
ekki met á Spáni því sex leikmönnum
var vísað út af í leik RCD Espanyol
og Barcelona fyrir rúmum tveimur
árum.
FÓLK ÞAÐ má með sanni segja aðþað hafi verið markaregn á
Englandi um helgina. Níu leik-
ir voru þá í úrvalsdeildinni og
lauk aðeins einum þeirra með
jafntefli. Það var leikur
Middlesbrough og Tottenham
en þar skoraði hvort lið um sig
þrjú mörk. James Morrison,
sóknarmaður Boro, kom tals-
vert við sögu því hann gerði
annað mark liðsins og kom
sínum mönnum þar með í 2:1.
Síðar í leiknum fékk hann
spark í höfuðið innan vítateigs
Tottenham og steinrotaðist.
Hann var borinn til búnings-
herbergis þar sem hann rank-
aði fljótlega úr rotinu.
Í leikjunum níu í úrvals-
deildinni um helgina voru
gerð 32 mörk sem þýðir að
3,55 mörk voru gerð að með-
altali í leikjum helgarinnar.
Tveir leikmenn gerðu þrennu,
Michael Owen fyrir Newcastle
og Henri Camara fyrir Wigan.
Það er alltaf frábært að leika viðArsenal og við lékum vel í dag
og verðum bara að halda því áfram,“
sagði Arjen Robben sem gerði fyrra
mark Chelsea í gær. „Núna sýndum
við öllum hér í Englandi af hverju við
eru í efsta sæti deildarinnar. Við lék-
um síðustu tvo leiki ekki vel, en í dag
vorum við góðir,“ bætti hann við.
Leikur liðanna í gær var fjörugur.
Didier Drogba var við það að komast
í fínt færi en Jens Lehman, mark-
vörður Arsenal, togaði hann niður án
þess að dómarinn dæmdi. Skömmu
síðar skoraði Robin van Persie full-
komlega löglegt mark, en aðstoðar-
dómarinn sá ástæðu til að veifa rang-
stöðu og markið var dæmt ólöglegt.
Chelsea var mun líklegra framan
af leik til að skora en það voru samt
heimamenn í Arsenal sem fengu fær-
in. Thierry Henry átti skot í stöngina
og eftir þessa atlögu að marki
Chelsea settu þeir bláklæddu fyrir
allan leka, þéttu vörnina gríðarlega
og áttu leikmenn Arsenal í hinum
mestu vandræðum að skapa sér
marktækifæri.
Robben skoraði síðan fyrir
Chelsea á 38. mínútu, fékk fína
stungusendingu upp vinstri væng-
inn, geystist fram úr bakverði Ars-
enal og inn í vítateiginn og skoraði
með fínu skoti í hornið fjær, stöngin
inn.
Síðara markið, sem Joe Cole
gerði, kom af hægri vængnum.
Lauren fékk boltann á miðjum eigin
vallarhelmingi, missti hann klaufa-
lega til Cole sem óð inn að vítateign-
um, lék á einn varnarmann og sendi
knöttinn með jörðinni framhjá Leh-
mann í stöngina og inn.
Engar áhyggjur af Arsenal
Chelsea er nú 20 stigum á undan
Arsenal og möguleikar manna
Wenger á titli því litlir sem engir.
Jose Morinho, stjóri Chelsea, segir
að nú beini hann athyglinni bara að
Manchester United og Liverpool.
„Bilið milli okkar nú orðið er mjög
stórt og því óþarfi að hafa áhyggjur
af Arsenal. Bilið milli okkar og Unit-
ed og Liverpool þýðir að jafntefli
hefði verið óhentugt fyrir okkur og
því urðum við að stefna að sigri hér í
dag,“ sagði Morinho eftir sigurinn.
Hann var ánægður með leik Hol-
lendingsins unga, Arjen Robben, á
vinstri vængnum. „Hann átti stóran
þátt í sigri okkar í dag. Hann hefur
verið mjög þreyttur eftir þrjá síð-
ustu leiki okkar en við fengum viku á
milli leikja núna og það dugði til að
ná honum ferskum í þennan leik.
Annars var ég mjög ánægður með
allt liðið hjá mér í dag og við settum
þrýsting á Arsenal án þess að senda
boltann nokkru sinni til baka á vell-
inum og ég held það hafi komið Ars-
enal á óvart. Þegar United vann
Aston Villa á laugardaginn varð ég
enn sannfærðari um að við yrðum að
vinna og leikmennirnir voru það
greinilega líka,“ saðgi Morinho.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal,
var vonsvikinn eftir leikinn, en taldi
að mark van Persie hefði átt að
standa, en þegar hann skoraði var
staðan 0:0. „Fyrsta markið í hverjum
leik er alltaf mjög mikilvægt og í
þessu tilfelli var ákvörðun dómarans
röng. Þetta var fullkomlega löglegt
mark og ég er viss um að ef það hefði
fengið að standa hefði það breytt
leiknum,“ sagði Wenger eftir leikinn.
„Eftir að Chelsea náði að skora
þéttu þeir vörn sína mjög og það var
virkilega erfitt að komast í gegnum
þétta miðjuna hjá þeim,“ sagði Ar-
sene Wenger.
Eiður Smári Guðjohnsen sat á
varamannabekk Chelsea.
Reuters
Arjen Robben skorar hér fyrra mark Chelsea á Highbury eftir að hafa komist fram hjá varnar-
mönnum Arsenal. Jens Lemann, markvörður Arsenal, kemur engum vörnum við skoti Robben.
Arsenal er út
úr myndinni
CHELSEA endurheimti níu stiga forystu sína í ensku deildinni í gær
þegar liðið lagði Arsenal 2:0 á Highbury. Þar með batt Chelsea endi
á sigurgöngu Arsenal á heimavelli sínum en þar hafði liðið sigrað í
þrettán leikjum í röð, tapaði síðast þar 1. febrúar fyrir United, 4:2.
Chelsea hefur nú náð góðum tökum á Arsenal og hefur ekki tapað
fyrir liðinu í síðustu sjö leikjum. Chelsea vann Arsenal einnig í fyrri
leik liðanna í deildinni í haust en það eru 35 ár síðan Chelsea hefur
leikið þann leik.
Marka-
regn
Leikmenn Sao Paulo
skoruðu hjá Liverpool