Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 2

Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 2
HANDKNATTLEIKUR 2 B MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins MAGDEBURG, sem Alfreð Gísla- son þjálfar, batt endi á sig- urgöngu Gummersbach í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar það vann stórsigur, 38:28, á heimavelli í leik þar sem Gumm- ersbach átti alltaf á brattann að sækja, m.a. 17:13, í hálfleik. Gummersbach hafði unnið tólf leiki í deildinni í vetur og gert í tvígang jafntefli en í fimmtánda leiknum urðu leikmenn liðsins að bíta í það súra epli að tapa og sjá um leið af efsta sætinu í hendur Kiel. Leikurinn fór fram í Börder- landhalle í Magdeburg að við- stöddum 7.500 áhorfendum sem skemmtu sér hið besta. Alfreð Gíslason sagði eftir leikinn að sigurinn hafi verið afar mik- ilvægur fyrir liðið og stuðnings- menn þess. Velimir Kljaic, þjálfari Gummersbach, sagði vörn liðs- ins hafa götótta eins og sviss- neskur ostur. Sigfús Sigurðsson skoraði fjög- ur marka Magdeburg en Arnór Atlason komst ekki á blað. Guð- jón Valur Sigurðsson var marka- hæstur hjá Gummersbach ásamt Kyung Shin Yoon, þeir gerðu sjö mörk hvor. Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk og var auk þess sýnt rauða spjaldið á 58. mínútu þegar hann var rekinn af leikvelli í þriðja sinn. Magdeburg er í 4. sæti deildarinnar, sem fyrr, með 22 stig. Gummersbach er í þriðja sæti með 26 stig, tveimur stigum á eftir meisturum Kiel sem hefur 28 stig eftir sigur á Lemgo, 34:36, á heimavelli Lemgo að við- stöddum 5.100 áhorfendum en uppselt var í nýju keppnishöll Lemgo. Ásgeir Örn Hallgrímsson lék með Lemgo en skoraði ekki. Logi Geirsson er sem kunnugt er meiddur á nýjan leik. Flensburg komst upp í annað sætið með 27 stig eftir sigur á Kronau/Östringen í miklum mar- kaleik á heimavelli í gær, 43:40. Magdeburg varð fyrsta liðið til þess að vinna Gummersbach á leiktíðinni  EINAR Hólmgeirsson skoraði sex mörk og Alexander Petersson þrjú þegar lið þeirra Grosswall- stadt lagði Düsseldorf, 30:24, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laugardag.  GYLFI Gylfason og samherjar hans í Wilhelmshavener unnu kærkominn sigur á Göppingen á heimavelli, 28:27. Gylfi skoraði þrjú mörk í leiknum en Jaliesky Garcia lánaðist ekki að skora fyrir Göppingen. Með sigrinum lyftist Wilhelmshavener upp í 15. sætið af 18 liðum.  SNORRI Steinn Guðjónsson skoraði þrjú mörk þegar lið hans GWD Minden tapaði enn einum leiknum, nú 35:28, fyrir Nordhorn á heimavelli Nordhorn. GWD Minden er fallið niður í 16. sæti.  TUS N-Lübbecke, lið Þóris Ólafssonar, tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Melsungen, 29:31. Þórir skoraði eitt mark.  RÓBERT Sighvatsson skoraði tvö mörk fyrir Wetzlar er liðið steinlá fyrir Pfullingen, sem er í næst neðsta sæti, 35:26. Wetzlar er í 14. sæti.  ÓLAFUR Stefánsson lék ekki með Ciudad Real þegar liðið vann Altea, 34:27, í spænsku 1. deildinni í handknattleik á laugardag. Ciud- ad Real er í þriðja sæti deild- arinnar með 24 stig að loknum 14 leikjum.  EINAR Örn Jónsson skoraði fimm mörk, þar af þrjú úr víta- kasti þegar Torrevieja náði jafn- tefli við Arrate, 25:25, á útivelli. Torrevieja er í 13. sæti spænsku 1. deildarinnar af 16 liðum með 10 stig.  HANNES Jón Jónsson var markahæstur hjá Ajax með sjö mörk en það nægði ekki því Ajax steinlá fyrir GOG, 43:27, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Gísli Kristjánsson skoraði ekki fyrir Ajax í leiknum en liðið er næst neðst í deildinni.  FANNAR Þorbjörnsson náði ekki að skora fyrir Fredericia þegar liðið tapaði á útivelli fyrir Tvis Holstebro, 24:21, í dönsku úr- valsdeildinni. Fredericia er í 11. sæti deildarinnar.  DAGUR Sigurðsson skoraði tvö mörk þegar liðið sem hann þjálfar, Bregenz burstaði Tulln, 38.24, í austurrísku 1. deildinni í hand- knattleik. Bregenz. Nú þegar gert hefur verið hlé á deildarkeppninni í Austurríki fram til 4. febrúar þá hefur Bregenz átta stiga forskot í efsta sæti deildarinnar með 30 stig að loknum 16 leikjum. FÓLK Á landslið Íslands eftir að veraeins sterkt og liðið sem fagnaði sigri í B-keppninni í Frakklandi 1989 undir stjórn Pólverjans Bogdans Kowalczyk? Á það eftir að ná sömu hæðum og landsliðið sem varð í fimmta sæti í heimsmeistarakeppn- inni í Kumamoto í Japan 1997 undir stjórn Þorbjarnar Jenssonar? Ungt lið sem margir spáðu miklum frama, en því miður náði það aldrei að sanna sig eftir það – frekar en „gullliðið“ frá París 1989. Getur landsliðið náð fjórða sætinu á Evrópumótinu í Sviss, eins og það gerði undir stjórn Guðmundar Þórð- ar Guðmundssonar á EM í Svíþjóð 2002? Já, það á liðið að geta. Ástæðan? Jú, sami hjartslátturinn slær núna hjá landsliðinu og fyrir EM í Svíþjóð. Þá léku allir þeir leikmenn sem voru í Þýskalandi afar vel með liðum sínum fyrir Svíþjóðarferðina – nákvæmlega eins og er að gerast í dag. Þegar leik- menn leika vel með liðum sínum, líð- ur þeim vel og eru tilbúnir að gefa meira frá sér í leikjum með landslið- inu. Ofan á þetta bætist – að svo virðist sem sami léttleikinn sé fyrir hendi nú í landsliðshópnum og var hjá lands- liðinu í Kumamoto 1997 – léttleiki sem fleytti landsliðinu langt. Leik- menn léku þá við hvurn sinn fingur á leikvellinum og síðan fóru þeir á kost- um í korokke-keppni í langferðabif- reið sinni aftur heim á hótel að leik loknum. Sungu hvern slagarann á fætur öðrum við mikinn fögnuð. And- rúmsloftið var eins og best var á kos- ið þá og nú ræður léttleikinn einnig ríkjum. Það hefur mikið að segja í harðri keppni eins og EM er. Það er gaman að velta nú fyrir sér hvaða leikmönnum Bogdan hafði úr að moða í hverri stöðu. Bera þá saman við leikmenn Þorbjarnar á HM í Kumamoto og síðan þá leikmenn sem Guðmundur Þórður Guðmundsson tefldi fram í Svíþjóð – og leikmenn Viggós Sigurðssonar, sem eru á leið- inni á EM í Sviss. Þess má geta að svipuð þróun var á landsliðinu undir stjórn Guðmundar Þórðar, og Bogdans og Þorbjarnar. Eftir að liðið varð í fjórða sæti á Evr- ópumóti landsliða 2002 fór að fjara undan því og ekki náðist að fylgja ár- angrinum á EM eftir, frekar en í Par- ís 1989 og Kumamoto 1997. Vangaveltur um styrkleika Við skulum renna aðeins yfir landsliðin sem Bogdan, Þorbjörn og Guðmundur Þórður stjórnuðu. Það eru ekki allir leikmennirnir nefndir til sögunnar, sem þeir félagar notuðu – aðeins þeir leikmenn sem þjálfar- arnir treystu mest á og byggðu lið sín í kringum. Við munum gefa leikmannahópun- um einkunn og velta fyrir okkur hverri stöðu á vellinum. Við munum eingöngu spá í sóknarhliðina á ís- lenska liðinu og metum markverðina. Varnarleikurinn verður að bíða. Einkunnagjöfin er eins og gefin er í sambandi við knattspyrnuna í efstu deild karla. Eitt M þýðir góður, tvö M mjög góður og þrjú M frábær. Við gefum ekki einstökum leikmönnum einkunn sérstaklega, heldur fá stöður á vellinum einkunn. Eins og sést hér á korti á síðunni, fékk hægra hornið þrjú M þegar Bogdan var með lands- liðið, einnig þegar Þorbjörn var með liðið, en eitt M þegar Guðmundur Þórður er með landsliðið og tvö M undir stjórn Viggós. Þegar M-in eru lögð saman úr stöð- unum sjö á vellinum, eins og sést á kortinu, kemur fram að við teljum að landsliðin sem Bogdan og Þorbjörn stjórnuðu, séu mun sterkari en liðin sem Guðmundur Þórður stjórnaði. Viggó er nú með landslið í höndunum sem er komið í sama gæðaflokk og þeir Bogdan og Þorbjörn voru með. Lið Bogdans fær meðaltalið 2,4 M fyrir hverja stöðu, lið Þorbjarnar 2,1 M að meðaltali, Guðmundar Þórður 1,6 M og liðið sem Viggó mun tefla fram á EM í Sviss fær 2,1 M að með- altali fyrir hverja stöðu. Við skulum nú renna yfir stöðurn- ar á vellinum og hvaða lykilleikmönn- um þjálfararnir tefldu fram og Viggó teflir nú fram. MARKVERÐIR BOGDAN: Einar Þorvarðarson var aðalmarkvörður og var hann tal- inn vera í hópi bestu markvarða heims. Fyrsti markvörður Íslands sem lék leik eftir leik af sömu getu. ÞORBJÖRN: Guðmundur Hrafn- kelsson var markvörður númer eitt, Bergsveinn Bergsveinsson leysti hann oft af hólmi. Þeir gátu báðir var- ið vel, en duttu þess á milli niður á plan meðalmennskunnar. GUÐMUNDUR ÞÓRÐUR: Guð- mundur Hrafnkelsson var aðalmark- vörður hans, en hann var byrjaður að dala – gekk illa að ná sér á strik og munaði kannski mestu um að hann var ekki fastur leikmaður með liðum sínum á Ítalíu og Þýskalandi. VIGGÓ: Þrír markverðir hafa ver- ið kallaðir til sögunnar og eru það Íslenska landsliðið í handknattleik, sem tekur þátt í Evrópukeppni landsliða í Sviss, er á góðu róli Strákarnir hans Viggós hafa þroskast GREINILEGT er að styrkur landsliðsins í handknattleik er nú mun meiri en þegar Viggó Sigurðsson tók við liðinu fyrir rúmu ári og gerði þá þegar miklar breytingar á því – kom með kynslóðaskipti. Ungu leik- mennirnir sem hann kallaði til að leika aðalhlutverk á heimsmeistaramótinu í Túnis hafa þroskast mik- ið síðan og fengið mikla reynslu með landsliðinu og liðum sínum í Þýskalandi og víðar. Hver er styrkur íslenska landsliðsins fyrir Evrópukeppni landsliða, sem hefst í Sviss 26. janúar? er spurning sem margir velta fyrir sér. Rétt svar fæst ekki fyrr en í byrjun febrúar, eða eftir rúman einn og hálfan mánuð. Eftir Sigmund Ó. Steinarsson sos@mbl.is                                        !            "       #        $          $                 %        &'          &'   TVEIR íslenskir handknattleiks- menn eru á meðal tíu markahæstu í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Guðjón Valur Sigurðsson, horna- maður Gummersbach, er sem fyrr í efsta sæti. Hann hefur skorað 122 mörk í 15 leikjum, sex mörkum fleiri en Andrej Kurtchev hjá Con- cordia. Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjóri GWD Minden, er í 9. sæti með 91 mark. Hann er jafn Suður- Kóreumanninum Kyung-Shin Yoon, hjá Gummersbach. Einar Hólmgeirsson, stórskytta hjá Grosswallstadt er í 23. sæti með 73 mörk og Alexander Petersson er 26. markahæsti leikmaður deild- arinnar með 72 mörk. Einar hefur ekkert skorað úr vítakasti. Guðjón skorar mest

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.