Morgunblaðið - 22.12.2005, Síða 59

Morgunblaðið - 22.12.2005, Síða 59
Jólamyndin 2005 Upplifðu ástina og kærleikann Hún er að fara að hitta foreldra hans …hitta bróður hans …og hitta jafnoka sinn Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna 400 KR Í BÍÓ* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sími 551 9000 Miða sala opn ar kl. 17.15 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 Alls ekki fyrir viðkvæma hversu langt myndir þú ganga til að halda lífi ...ÞAÐ GERÐIST Á AÐFANGA- DAGSKVÖLD Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 hversu langt myndir þú ganga langt til að halda lífi? Alls ekki fyrir viðkvæma 553 2075Bara lúxus ☎ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 12 ára fór beint á toppinn í bandaríkjunum Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 STRANGLEGA B.i. 16 ára Sara Jessica Parker tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIKSTJÓRANUM PETER JACKSON „King Kong er án efa ein magnaðasta kvikmyn- daupplifun ársins. “ Topp5.is / V.J.V. E.P.Ó. / kvikmyndir.com  S.U.S. / XFM 91,9 V.J.V. / topp5.is  S.V. / Mbl.  A.B. / Blaðið Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16ára KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! ...ÞAÐ GERÐIST Á AÐFANGA- DAGSKVÖLD HÆTTULEGIR ÞJÓFAR Á HÁLUM ÍS! BAD SANTA JÓLAMYND Í ANDA Ó.Ö.H / DV KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! Ó.Ö.H / DV  Ó.H.T / RÁS 2 „The Family Stone er bráðfyndin en ljúfsár gamanmynd“ M.M.J. / Kvikmyndir.com  Topp5.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 59 Laugavegi 54, sími 552 5201 Póstsendum Flott jólagjöf Leðurjakkar áður 14.990 nú 9.990 Litir: Svartur, dökkbrúnn og koníaksbrúnn. Stærðir: 34-46 Ný sending – takmarkað magn ÞRÁTT fyrir allar framfarirnar sem orðið hafa á síðustu öld hvað snertir tækni og öryggisbúnað um borð í flotanum, síaukna stærð og afl skipa, er sjómennskan ætíð hættuleg og ströndin við- sjárverð sem jafnan fyrr. Það er með ólíkindum að sjá eitt glæsilegasta og best búna skip fisk- veiðiflotans, Baldvin Þorsteinsson EA, þrjú þús- und tonna ferlíki, að verðmæti um tvo milljarða króna, byltast um bjargarlaust í brotsjóunum við Skarðsfjöru fyrir um það bil hálfu öðru ári. Myndin þeirra Hauks og Páls, Útkall Rauður – Strandið á sandinum er áminning um að sjómenn geta aldrei orðið fullkomlega öruggir um sig og björgunarsveitirnar allt í kringum landið þurfa jafnan að vera viðbúnar váboðanum Útkall Rauð- ur, sem merkir að mannslíf eru í hættu. Ekki síst minnir hún okkur á að enn byggja þetta land menn sem sækja sjó og eru sem fyrr undirstaðan fyrir tilveru okkar í miðju kauphallarmanginu. Menn sem kunna til verka þegar á reynir, manns- líf og mikil veraldleg verðmæti eru í húfi. Það er stórkostleg sjón að sjá hvernig björg- unarsveitin í Vík tekur á vandanum í samvinnu við útgerðarmenn skipsins þegar flaggskipið þeirra situr hjálparvana fyrir náttúruöflunum, á einum varasamasta kafla íslensku strandlengj- unnar. Suðurströndin hefur löngum verið mis- kunnarlaus lokaáfangi fjölda skipa og hoggið stórt skarð í raðir sjómanna í gegnum tíðina. Í þetta skipti var hún sigruð, stærð skipsins, sand- urinn og hárrétt viðbrögð björgunarmanna gerði að verkum að þetta strand endaði giftusamlega og togarinn náðist út á áttunda degi. Haukur og Páll komu á strandstaðinn fljótlega eftir atburðinn og náðu að festa á filmu viðbrögð manna í landi, fumlausa og markvissa vinnu þeirra sem að komu og unnu ósvikið afreksverk. Snillingarnir á björgunarþyrlunni voru ekki höndum seinni að flytja mannskapinn í land, fyrr en varði sat skipið mannlaust í brimgarðinum við ströndina. Það var átakanleg sjón að sjá þetta stolta og glæsta skip upplýst og yfirgefið í hafrót- inu. Allir voru sammála um að það gat hreinlega ekki gengið! Öflugum dráttarköðlum var flogið í skyndi til landsins og eftir mislukkaðar tilraunir íslenskra skipa var kraftmikill, norskur dráttarbátur kallaður á staðinn á undraskömmum tíma. En róparnir slitnuðu eins og tvinni en áfram var haldið uns sigur yfir Ægi konungi vannst í ann- arri tilraun á áttunda degi. Það er erfitt að lýsa þeiri ósviknu gleðistemningu sem grípur fólkið á ströndinni þegar björninn er unninn og Baldvin Þorsteinsson skríður hægt en örugglega út á rúmsjó á nýjan leik. Tilfinningin er ekki ólík því að tígulegu dýri merkurinnar sé sleppt úr búri sínu og gefið frelsi. Og það sem skipti mestu máli, í þetta skipti var fórnarkostnaðurinn óverulegur þrátt fyrir allt – því enginn skaði varð á mönnum. Í annarri tilraun á áttunda degi SJÓNVARP RÚV Heimildarmynd eftir Hauk Hauksson og Pál Bene- diktsson. Dagskrárgerð: Haukur Hauksson. Handrit: Páll Benediktsson. Þulur: Guðjón Einarsson. Hljóð- upptaka: Arnar Þórisson. Hátt og snjallt ehf/RUV. Sjónvarpið 18. des. 2005. Ísland 2005. Útkall Rauður – Strandið á sandinum „Myndin þeirra Hauks og Páls, Útkall Rauður – Strandið á sandinum, er áminning um að sjó- menn geta aldrei orðið fullkomlega öruggir um sig og björgunarsveitirnar allt í kringum landið þurfa jafnan að vera viðbúnar,“ segir m.a. í umsögn.Sæbjörn Valdimarsson MIKIL og þung undiralda söng- yrkja (singer/ songwriter) hóf að rísa fyrir rúmum áratug eftir að hún hafði, að því er virtist, fjarað alger- lega út á áttunda áratug síðustu ald- ar. Segja má að þessi alda hafi fyrst risið aftur upp á yfirborðið með til- komu tónlistarmannsins Beck Han- sen sem tókst að færa þessa sönglist nær nútímalegri tónlistarstraumum um miðjan tíunda áratug síðustu ald- ar en í kjölfar annarra söngyrkja á borð við Will Oldham (Palace Broth- ers, Bonnie „Prince“ Billy), sem kusu að fara mun persónulegri leið í sínum verkum, reis önnur alda söng- yrkja sem kenndu sig (eða voru kenndir við) alternative-country tón- listarstefnuna. Þar var einfaldleiki og stílsnilli kántrítónlistarinnar end- urvakin af ungum tónlistarmönnum sem höfðu þörf fyrir að tjá sig á mjög persónulegan og ljóðrænan hátt um hlutskipti mannsins í veröldinni. Önnur sóló-plata Þóris Anarchists Are Hopeless Romantics er á marg- an hátt skilgetið afkvæmi beggja þessara stefna; hinnar póst- módernísku hentistefnu-tónlistar Becks og svo hinnar einlægu stefnu alt-kántrísins. Textar Þóris eru sum- ir átakanlega hreinskilnir og per- sónulegir en undir niðri er einnig að finna sótsvartan húmor sem prýðir alla alvöru póstmódernista. Og tón- listin er á svipuðum nótum; persónu- leg og hreinskilin en á engan hátt einstrengingsleg. Í „Nupur Lala“ finnur maður keim af Neil Young, í „Gimmie, Gimmie, Gimmie“ má heyra áhrif frá lo fi böndum á borð við Pavement og í bakgrunni má svo greina „syntha“-hljóð – a la Dr. Dre. Violent Femmes er önnur sveit sem kemur upp í hugann þegar Þórir er annars vegar en þá verður líka að hafa í huga að Þórir hefur lengi verið viðriðinn harðkjarnatónlistina þar sem pönkið verður að teljast ákveð- inn grunnur. Svona er hægt að halda lengi áfram þegar hvert og eitt lag er greint en það sem Þóri tekst bet- ur en mörgum öðrum er að láta þess- ar stefnur renna saman í heildstæð lög og það sem meira er, í heildstæða plötu sem vex með hverri hlustun. Með Anarchists are Hopeless Romantics tekst Þóri að festa sig í sessi sem einn efnilegasti söngyrki landsins. Á næstu plötu ætti hann að stefna að því að verða sá besti. Einlægur söngyrki TÓNLIST Geisladiskar Öll lög eftir Þóri G. Jónsson sem einnig spilar á flest hljóðfæri. Ólafur Arnalds leikur á trommur og píanó. Upptökur fóru fram víðsvegar um Reykjavík og voru í höndum Þóris G. og Ólafs Arnalds. Guð- mundur Kristinn Jónsson hljóðblandaði en tónjöfnun fór fram í Exchange. 12 tón- ar gefur út. My Summer as a Salvation Soldier – Anarchists are Hopeless Romantics  Höskuldur Ólafsson Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.