Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.12.2005, Blaðsíða 59
Jólamyndin 2005 Upplifðu ástina og kærleikann Hún er að fara að hitta foreldra hans …hitta bróður hans …og hitta jafnoka sinn Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna 400 KR Í BÍÓ* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sími 551 9000 Miða sala opn ar kl. 17.15 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 Alls ekki fyrir viðkvæma hversu langt myndir þú ganga til að halda lífi ...ÞAÐ GERÐIST Á AÐFANGA- DAGSKVÖLD Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 hversu langt myndir þú ganga langt til að halda lífi? Alls ekki fyrir viðkvæma 553 2075Bara lúxus ☎ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 12 ára fór beint á toppinn í bandaríkjunum Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 STRANGLEGA B.i. 16 ára Sara Jessica Parker tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIKSTJÓRANUM PETER JACKSON „King Kong er án efa ein magnaðasta kvikmyn- daupplifun ársins. “ Topp5.is / V.J.V. E.P.Ó. / kvikmyndir.com  S.U.S. / XFM 91,9 V.J.V. / topp5.is  S.V. / Mbl.  A.B. / Blaðið Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16ára KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! ...ÞAÐ GERÐIST Á AÐFANGA- DAGSKVÖLD HÆTTULEGIR ÞJÓFAR Á HÁLUM ÍS! BAD SANTA JÓLAMYND Í ANDA Ó.Ö.H / DV KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! Ó.Ö.H / DV  Ó.H.T / RÁS 2 „The Family Stone er bráðfyndin en ljúfsár gamanmynd“ M.M.J. / Kvikmyndir.com  Topp5.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2005 59 Laugavegi 54, sími 552 5201 Póstsendum Flott jólagjöf Leðurjakkar áður 14.990 nú 9.990 Litir: Svartur, dökkbrúnn og koníaksbrúnn. Stærðir: 34-46 Ný sending – takmarkað magn ÞRÁTT fyrir allar framfarirnar sem orðið hafa á síðustu öld hvað snertir tækni og öryggisbúnað um borð í flotanum, síaukna stærð og afl skipa, er sjómennskan ætíð hættuleg og ströndin við- sjárverð sem jafnan fyrr. Það er með ólíkindum að sjá eitt glæsilegasta og best búna skip fisk- veiðiflotans, Baldvin Þorsteinsson EA, þrjú þús- und tonna ferlíki, að verðmæti um tvo milljarða króna, byltast um bjargarlaust í brotsjóunum við Skarðsfjöru fyrir um það bil hálfu öðru ári. Myndin þeirra Hauks og Páls, Útkall Rauður – Strandið á sandinum er áminning um að sjómenn geta aldrei orðið fullkomlega öruggir um sig og björgunarsveitirnar allt í kringum landið þurfa jafnan að vera viðbúnar váboðanum Útkall Rauð- ur, sem merkir að mannslíf eru í hættu. Ekki síst minnir hún okkur á að enn byggja þetta land menn sem sækja sjó og eru sem fyrr undirstaðan fyrir tilveru okkar í miðju kauphallarmanginu. Menn sem kunna til verka þegar á reynir, manns- líf og mikil veraldleg verðmæti eru í húfi. Það er stórkostleg sjón að sjá hvernig björg- unarsveitin í Vík tekur á vandanum í samvinnu við útgerðarmenn skipsins þegar flaggskipið þeirra situr hjálparvana fyrir náttúruöflunum, á einum varasamasta kafla íslensku strandlengj- unnar. Suðurströndin hefur löngum verið mis- kunnarlaus lokaáfangi fjölda skipa og hoggið stórt skarð í raðir sjómanna í gegnum tíðina. Í þetta skipti var hún sigruð, stærð skipsins, sand- urinn og hárrétt viðbrögð björgunarmanna gerði að verkum að þetta strand endaði giftusamlega og togarinn náðist út á áttunda degi. Haukur og Páll komu á strandstaðinn fljótlega eftir atburðinn og náðu að festa á filmu viðbrögð manna í landi, fumlausa og markvissa vinnu þeirra sem að komu og unnu ósvikið afreksverk. Snillingarnir á björgunarþyrlunni voru ekki höndum seinni að flytja mannskapinn í land, fyrr en varði sat skipið mannlaust í brimgarðinum við ströndina. Það var átakanleg sjón að sjá þetta stolta og glæsta skip upplýst og yfirgefið í hafrót- inu. Allir voru sammála um að það gat hreinlega ekki gengið! Öflugum dráttarköðlum var flogið í skyndi til landsins og eftir mislukkaðar tilraunir íslenskra skipa var kraftmikill, norskur dráttarbátur kallaður á staðinn á undraskömmum tíma. En róparnir slitnuðu eins og tvinni en áfram var haldið uns sigur yfir Ægi konungi vannst í ann- arri tilraun á áttunda degi. Það er erfitt að lýsa þeiri ósviknu gleðistemningu sem grípur fólkið á ströndinni þegar björninn er unninn og Baldvin Þorsteinsson skríður hægt en örugglega út á rúmsjó á nýjan leik. Tilfinningin er ekki ólík því að tígulegu dýri merkurinnar sé sleppt úr búri sínu og gefið frelsi. Og það sem skipti mestu máli, í þetta skipti var fórnarkostnaðurinn óverulegur þrátt fyrir allt – því enginn skaði varð á mönnum. Í annarri tilraun á áttunda degi SJÓNVARP RÚV Heimildarmynd eftir Hauk Hauksson og Pál Bene- diktsson. Dagskrárgerð: Haukur Hauksson. Handrit: Páll Benediktsson. Þulur: Guðjón Einarsson. Hljóð- upptaka: Arnar Þórisson. Hátt og snjallt ehf/RUV. Sjónvarpið 18. des. 2005. Ísland 2005. Útkall Rauður – Strandið á sandinum „Myndin þeirra Hauks og Páls, Útkall Rauður – Strandið á sandinum, er áminning um að sjó- menn geta aldrei orðið fullkomlega öruggir um sig og björgunarsveitirnar allt í kringum landið þurfa jafnan að vera viðbúnar,“ segir m.a. í umsögn.Sæbjörn Valdimarsson MIKIL og þung undiralda söng- yrkja (singer/ songwriter) hóf að rísa fyrir rúmum áratug eftir að hún hafði, að því er virtist, fjarað alger- lega út á áttunda áratug síðustu ald- ar. Segja má að þessi alda hafi fyrst risið aftur upp á yfirborðið með til- komu tónlistarmannsins Beck Han- sen sem tókst að færa þessa sönglist nær nútímalegri tónlistarstraumum um miðjan tíunda áratug síðustu ald- ar en í kjölfar annarra söngyrkja á borð við Will Oldham (Palace Broth- ers, Bonnie „Prince“ Billy), sem kusu að fara mun persónulegri leið í sínum verkum, reis önnur alda söng- yrkja sem kenndu sig (eða voru kenndir við) alternative-country tón- listarstefnuna. Þar var einfaldleiki og stílsnilli kántrítónlistarinnar end- urvakin af ungum tónlistarmönnum sem höfðu þörf fyrir að tjá sig á mjög persónulegan og ljóðrænan hátt um hlutskipti mannsins í veröldinni. Önnur sóló-plata Þóris Anarchists Are Hopeless Romantics er á marg- an hátt skilgetið afkvæmi beggja þessara stefna; hinnar póst- módernísku hentistefnu-tónlistar Becks og svo hinnar einlægu stefnu alt-kántrísins. Textar Þóris eru sum- ir átakanlega hreinskilnir og per- sónulegir en undir niðri er einnig að finna sótsvartan húmor sem prýðir alla alvöru póstmódernista. Og tón- listin er á svipuðum nótum; persónu- leg og hreinskilin en á engan hátt einstrengingsleg. Í „Nupur Lala“ finnur maður keim af Neil Young, í „Gimmie, Gimmie, Gimmie“ má heyra áhrif frá lo fi böndum á borð við Pavement og í bakgrunni má svo greina „syntha“-hljóð – a la Dr. Dre. Violent Femmes er önnur sveit sem kemur upp í hugann þegar Þórir er annars vegar en þá verður líka að hafa í huga að Þórir hefur lengi verið viðriðinn harðkjarnatónlistina þar sem pönkið verður að teljast ákveð- inn grunnur. Svona er hægt að halda lengi áfram þegar hvert og eitt lag er greint en það sem Þóri tekst bet- ur en mörgum öðrum er að láta þess- ar stefnur renna saman í heildstæð lög og það sem meira er, í heildstæða plötu sem vex með hverri hlustun. Með Anarchists are Hopeless Romantics tekst Þóri að festa sig í sessi sem einn efnilegasti söngyrki landsins. Á næstu plötu ætti hann að stefna að því að verða sá besti. Einlægur söngyrki TÓNLIST Geisladiskar Öll lög eftir Þóri G. Jónsson sem einnig spilar á flest hljóðfæri. Ólafur Arnalds leikur á trommur og píanó. Upptökur fóru fram víðsvegar um Reykjavík og voru í höndum Þóris G. og Ólafs Arnalds. Guð- mundur Kristinn Jónsson hljóðblandaði en tónjöfnun fór fram í Exchange. 12 tón- ar gefur út. My Summer as a Salvation Soldier – Anarchists are Hopeless Romantics  Höskuldur Ólafsson Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.