Tíminn - 03.02.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.02.1971, Blaðsíða 1
Leitin að höfundi „æviminninga" Nikita Krustjoff heldur áfram Krustjoff samþykkti brottför Askenazy KJ—Reykjavík, þriðjudag. — Ef Krústjeff hefði verið sá heimskingi og þaff fífl, eins og fram kemur í bókinni, þá gæti maður hugsað sér að hann hefði skrifað hana. En það er hann ekki — og hann hefur ekki skrifað bókina“, segir Vic tor Zorza fréttaskýrandi f brezka blaðinu The Guardian. í grein í sænska blaðinu Dag ens Nyheter um endurminning ar Krustjeffs, er sagt að Zorza hafi m. a. farið til Reykjavíkur, vegna rannsóknar á endui-minningunum, en í sím tali vifi Tímann í dag, kvað hann það ekki rétt vera, en hins vegar hefði hann hringt hingað, og ætlað að hafa tal af Azkenazy píanóieikara, vegna ummæla um hann í endurminningum Krustjoffs. Zorza sagði blaðamanni Tím ans í dag, að sagt væri í bók inni aó' Krustjoff hefði sam- þykkt brottför Azkenazys frá Sovétríkjunum, og það var það atriði, sem hann ætlaði að fá staðfest hjá píanóleikaranum. Zorza sagðj að Azkenazy hefði ekki verið í Reykjavík þegar hann hringdi, en hann hefði fengio' staðfestingu hans á því, að þetta væri rétt, sem sagt er í bókinni. Mun hér vera rætt um það atvik, þegar kyrr setja átti Askenazy í Sovétríkj unum, en hann mun hafa farið á fund æðstu manna, og beðið um fararleyfi. Þetta var í tíð Krustjoffs, og hann hefur sem sagt gefið Askenazy fararleyfi. Krustjoff Zorza sagði blaðamanni Tím ans, aó' hann væri búinn að skrifa 6 greinar um bókina í The Guardian, og væri hver þeirra 3000 orð. Hann sagði að Askenazy það væri dálítið erfitt ag gera grein fyrir endurminningunum í stuttu símtali, en hann væri sannfærður um að endurmiim Framh. á 14. síðu. Við komu Filipusar prlns til KefiavíkurflugvaHar í gærdag. F.v. flugforingi í fylgd með prinsinum, þá Pétur Eggerz, brezki sendiherrann, aðmíráll- inn á KeflavíkurflugveMi og prinsinn. (Timamynd Gunnar) Þjóðhátíðarnefnd 1974 auglýsir samkeppni NÆRRI HÁLF MILLJÓN BOÐIN I VERÐLAUN FB-Reykjavík, þriðjudag. Þjóðhátíðarnefnd 1974 hefur ákveðið að efna til þrenns konar samkeppni, og er heild- arupphæð verðlauna 485 þúsund krónur. Verður keppt um hátíðarljóð eða Ijóðaflokk, hljóm sveitarverk og að lokum merki og veggskildi. Skilafrestur í Ijóða- og hljómsveitarsam- keppninni er til 1. marz 1973, en tillögum að merki og veggskjöldum skal skila fyrir 1. nóvember næstkomandi. Filipus er oröinn tíður gestur hér KJ—Reykjavík, þriðjudag Filipus prins, drottningarmað ur, fer að verða hagvanur á Keflavíkurflugvelli, þvi við- komum hans þar fjölgar stöð- ugt, þótt þær séu á hinn bóg inn ekki langar í hvert sinn. I dag lenti prinsinn á Keflavík urflugvelli, á leig sinni til Syðri-Straumfjarðar í Græn- landi, en þaðan liggur leiðin svo til Kanada. Samkvæmt fyrstu áætlun átti prinsirm að lenda á Keflaví'kur flugvelii um klukkan hálf þrjú en hann lenti klukkan rúmlega hálf fjögur. Flugvélin, sem prinsinn ferðast í, mun vera einkaflugvél hans, en hún ber merki hirðarinnar, en áhöfnin er úr Konunglega brezka flug- hemum. Flugvélin er tveggja hreyfla af tgerðinni Andover og eftir útlitinu að dæma, er við haldið á henni ekki sparað. All ur skrokkur vélarinnar, svo og skrúfublöð sem annaö', er spegilfægt, og hvar sem á vél ina er litið gljáir hún. Það var enginn rauður dreg ill eða lúðrasveit til heiðurs prinsinum, enda ekki um opin bera heimsókn að ræða, held ur aðeins stutta viðdvöl. Af fslands háflu tóku á móti prinsinum Pétur Eggerz, amb- assador, sió'ameistari í utanrík isráðuneytinu, brezki sendi- herrann á íslandi, og aðmíráll inn á Keflavikurflugvelli, en það voru menn hans sem önn- uðust móttöku vélarinnar, og alla fyrirgreiðslu. Eftjr að menn höfðu heilsazt við vélina, var stigið upp í bifreiðar, og haldið til húsakynna aólmíráls ins, þar sem prinsinn fékk hressingu, fyrir flugið til Græn lands. Framhald á bls lt Verðlaun fyrir bezta ljóðið að mati dómnefndar er að upphæð 150 þúsund fcrónur. Dómmefnd skipa A.nd'rés Björmsson, útvarps- stjóni, dr. Eínar Ólaíur Sveinsson, prófessor, Kristján Karlsson, bók- menntafræðiingur, dr. Steiingrímur J. Þorsteinsson, prófe&sor og Sveinn Skorri Höskuldsson, próf- essor. Telji dómmefnd ekkert þeirra verka, sem berasit, verð- launahæft, felliur verðlaunaveit- imgin niður. Tónverk það, sem saimkeppnd verður um, skal vera bljómsveit- arverk, og á flutningrar þess eigi að taka skemur en hálfa kluktou- stund. Verðlaum fyrir bezta tón- verkið að áliti dómnefndar er að upphæð 200 þúsund krónur. Giidir um þessa keppni sama regla og um ljóðakeppnima, að telji dám- nefnd ekkert þeirra verka, sem berast, verðlaunahæft, feliur verð launaveiting niður. Dómnefnd skipa dr. Páll fsóifs- son, Árni Kristjánss., pfanóleilkari, Framhald á bls. 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.