Tíminn - 03.02.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.02.1971, Blaðsíða 13
MBBV2KUDAGUR 3. febrúar 1971 ÍÞRÓTTIR rÍMINN í‘* ■ - • mmmm 13 Fyrri umferð lýkur í kvöld Klp-Reykjavík. Tveir leikir verða leiknir i 1. deildarkeppninni í handknattleik í kvöld, og einn leikur fer fram i 2. deild. Leikirnir í 1. deild eru nilli ÉR og FH, en það er síðasti (eikurinn í fyrri umferð mótsins, >g milli Vals og Fram, og er það iyrsti leikur síðari umferðarinn- ar. Báðir þessir leiiklr em tnjög mikilvægir fyrir liðin, sem taka fcátt í þeim, sérstaklega þó siðari leiku'rinn, því að ef Fram tapar hon um, etru möguleikarnir á aó blanda sér í baráttuna um efsta sætið orðnir hverfandi litlir fyrir félag ið, og Valsmenn mega ekki við því að missa stig. Valur sigraði Fram í fyrri umferðinni með 15 mörkum gegn 13, og var sá leikur mjög jaf.n og skemmtilegur. Leikur FH og ÍR getur farið á báða vegiu, en trúlega fær FH bæó'i stigin því liðið er nú í mjög góðri æfingu um þessar mundir og stendur vel að vígi. Keppnin hefst kl. 19,45, með leik KR og Þróttar í 2. deild og má þar búast við jöfnum og skemmtilegum leik. Staðan í 1. deild er nú þessi: ★ 401 92:78 8 3 1 0 77:70 7 212 87:89 5 203 84:86 4 1 1 2 77:82 3 0 1 4 87:99 1 2. deild karla: KA vann Þrótt með 7 mörkum klp—Reykjavík. Þrír leikir fóru fram í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik karla um helgina. Þróttur heim- sótti Akurcyri og kom sér þaðan með 2 stig með sigri yfir Þór, en varð að skilja 2 stig eftir hjá KA. Og KR náði naumlega 2 stigum í leiknum við Breiðablik. Að sögn fréttaritara okkar á Akureyri, lá þegar ljóst fyrir í leik KA og Þróttar hver mundi sigra. KA tók þegar forustu og hafði 3 til 6 mörk yfir aL'an tíman, og í leikslok var munurinn orðin 7 mörk 24:17- Gísli Blöndal, var að vanda at- kvaeðamestur í KA-liðinu, en hann skoraði' 14 mörk í leiknum, þrátt fyrir að hann væri undir strangri gæslu. Hjá Þrótti var Ha.ldór Bragason beztur. Leifeur Þróttar o.g Þórs á lauigar- daginn, var jafn oig spemnandi frá upphafi til enda. Munaði aldrei miklu þar til undir lokin, að Þrótt- arnir komast 3 mörkum yfir og sigruðu þeir í leiknum 22:19, sem voru nokkuð sanngjörn úrslit því þeir voru heldur öruggari. KR-ingar áttu í mik.'um vand- ræðum með Breiðablik í íþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi. Komust Breiðabliksmenn yfir í byrjun 6:2 o? 7:3, en KR-ingum tókst að jafna fyrir hálfleik 9:9. I síðari hálfleik var leikurinn mjög jafn, og skipt- ust liðin á að hafa yfir. Þegar 2 mín. voru til ,’eiksloka var staðan 16:15 KR-ingum í vil, en þá tókst þeim að bæta við 2 mörkum og sigra 18:16. Valur 5 FH 4 Fram 5 Haufcax 5 ÍR 4 Vikingur 5 •7 Hvað tefur uppsetningu skíðalyftanna? Þúsundir Reykvíkinga brugðu sér á skíði um síðustu helg.i, enda var ákjósanlegt veður og skíðafæri allgott. Þrátt fyrir, að fólk hafi unað sér vel í tæru fjallaloftinu við góðan og hollan leik, söknuðu margir þess, að ekki bólar enn á skíða Iyftunum margumtöluðu, 6em munu þó vera komnar til lands ins fyrir löngu. Væri fróðlegt að fá upplýs ingar um það hjá íþróttafull- trúa Reykjavíkurbörgar hvað standi í vegi fyrir því, að lyft urnar séu settar upp. Tæplega getur verið, að afráðið sé að bíða með uppsetningu þeirra fram til vors, þegar snjóa tek ur að leysa og skíðafólk hefur ekki Icngur þörf fyrir skíða lyftur? Vonandi verður sami skrípa Ieikurinn og með fljóðlýsingu Melavallarins ekki endurtek- inn. Ljósin vig Melavöll hafa ekki verið sett upp enn þá — og verða tæplega, úr þessu, sett upp fyrr en næsta sum ar, þegar dagsbirtan er orðin það mikil, að ekki er þörf á flóðljósum. — alf. ENSKA KNATTSPYRNAN: ENN TAPAR ARSENAL Leeds sigraði Manch. City, og hefur því fimm stiga forskot. Þrátt fyrir að Liverpool léki án fjöguiTa beztu leikmanna sinna tókst liðinu að vinna verðskuldað an sigur yfir Arsenal 2:0 ,en við það jókst forysta Leeds, sem sigr ,aði Manch. City, í 5 stigi Vegna vcfðurs þurfti að fresta 13 leikjum í Englandi, þar af 2 í 1. dcild. Livci-pool, með fyrirliðann Tommy Smith í broddi fylkingar, sýndi prýðisleik gegn Arsenal á heimavelli sínum, Anfield, að vio stöddum 43 þúsund 847 áhorfend um. Þegar þrjár og hálf mínúta var liðin skoraði John Toshack fynra mark Liverpool, eftir send ingu Brian Hall. Það sem eftir var hálfleiksins var Liverpool meira í sókn og varði Bob Wil son í marki Arsenal oft frábær lega vel. Á 51. mín. leifesins skor aði Tommy Smith, fyrirliði, sem lék sinn 250. leik með Liverpool, fallegt mark, eftir að Emlyn Hughes hafði rúllað knettinum til hans úr frísparki. Eins og fyrr segir vantaði fjóra af beztu mönn um Liverpool — þá Alun Evans, Bobby Graham, Alec Lindsey og Peteæ Thompson, en þeir eru all- ir á sjúkralista. Auk þess lék Ian Callaghan ekkii með, en hiann komst ekki í liðið — fyrsta skipti í 11 ár. Lítum þá á úrslitin í 1. deild: Burnley — Newcastle 1:1 Chelsea — WBA 4:1 Coventry — West Ham frestað Derby — Noitth. For. frestað Huddersfield — Manch. Utd. 1:2 Ipswich — BlackpO'Ol 2:1 Liverpool — Arsenal 2:0 Manch. Oity — Leeds 0:2 Southampton — Stoke 2:1 Tottenham — Everton 2:1 Wolves — C. Palace 2:1 Mikil átök virðast hafa átt sér stað í leik Mandh. City og Leeds — a.m.fe. ef dæma má eftir því að fjórir leikmenn meiddust, allir enskir latndsliðsmeina — Colin Bell og Francis Lee, Manch. City Oig Terry Cooper oig Allain Clarke, Leeds — en auk þess nefbrotn- aði Jackie Charlton. Eftir 14. mín leik skoraði Allan Clarke fyrir Leeds og 12. mín. síðar bætti J. Oharlton öðru við með skalla. Enn einn ensfei landsliðsmaður inn, Brian Labone, Everton slas aðist það illa á laugardag, að flytja þurfti hann á sjúkrahús. Hann, ásamt hinurp fjórum, voru allir í 16 manna hópnum, sem velja átti úr enska landsliðið gegn Möltu í kvöld. Eftir að Sir Alf Ramsey hafði séð til Martin Chivers í leik Tottenham og Ever ton, var hamn, áisamt Roy Mc Far- land, Derby, valinn til að fylla skarð hinna slösuðu í enska hópn um. Chivers var maður leiksins og skoraði annað mark Tottenham eftir fríspark Martin Peters. Joe Royle jafnaði fyrir Everton rétt fyrir hlé — en Alan Gilzean skor aði sigurmarkið í byrjun síðari hálfleiks. Leikur þessi var einnig nokkurs konar keppni milli Alan Mullery, fyrirliða Tottenham, og Alan Ball, fyrirliða Evcrton, um Framhald á bis. 12. Spámaður okkar að þessu sinni er hinn góðkunni milliríkjadóm ari í knattspymu, og fyrrum leik maður með KR, Guðmundur Har aldsson. Hann er mikill áhugamaður um alla knattspyrnu, og þá sérstaklega í Englandi, en hann æfði þar fyr ir nokkrum árum með 1. deildar liðinu Coventry, og er því að sjálf sögðu „Coventrj’-aðdáandi". Spá Guðmundar á getraunaseðli nr. 5 er þessi: Lettdr 6. febrúar 1971 1 X 2 Arsensl — Manch. City 1 Blackpool — Wolves t Crystal P. — Ipswieh X Everton — Huddersfield i Leeds — Liverpool t Man. Utd. — Tottenham X Neweastle — Chetsea 1 Nott’m Par.—South’pton £ Btoke — Coventiry >< WJA. Bumksy t West Ham — Derby X Leieester -— Huil & Guðmundur Haraldsson 3:3 Á AKRANESI Landsliðið í knattspymu lék æfingaleik við íslandsmcistai-ana Akranes á Akranesi á sunnudag- in. Leiknum lauk með jafntefli 3:3, og skoraði landsliðið jöfn- unarmarWð þegar aðeins * 1 mín. var til leiksloka. í hálfleik hafði ÍA yfir 1:0 og komst í 3:1 í síðari hálfleik. Landsliðið var þannig skipað í þessum ,’eik: Þorbergur Atlason, 'óhannes Atlason, Einar Gunnars- son, Guðni Kjartansson, Róbert Eyjólfsson, Halldór Björnsson, Eyleifur Hafsteinsson, Jón Ólafur Jónsson, Guðmundur Þórðarson, Ingi Björn Albertsson og Ásgeir Elíasson. ÚR OG SKARTGRIPÍR- KORNELÍUS JONSSON SKÖIAVÖRÐUSTÍG 8 BANKASTRÆTI6 ^^18588*18600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.