Tíminn - 03.02.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.02.1971, Blaðsíða 16
FUF í Reykjavík samþykkti ítarlega verkalýðs- ályktun EJ-Reykjavík, þriðjudag. Félag ungra Framsóknarmann^i í Reykjavík hélt verkalyðsráð- stefnu um helgina, og var í lok hennar samþykkt ítarleg ályktun, sem birt er á bla'ðsíðu 6. Ráðstefnan hófst kl. 2 á laugiar- dag í Glaumbæ, oig setti Elías Sn. Jónsson, fonmaður FUF í Reykja- vík, ráðstefnuna, en forseti hemm- ar var Atli Freyr Gaðmundsson, og ritari Brandur Gíslason. Fluttar voru tvæx framsöguræð Ur í upphafi: Elías Jónson fjal- aði um sögu ög markmið vertka- lýðshreyfioigarinnar, en Baidur Óskarsson um stöðu verkalýðs- hreyfiagarinmar á íslandi í dag. Síðan voru atoemniar umræður, og stóðu þær til kl. 19,00. Fluttar voru 20 ræður, en auk frummæl- emdia töluðu Ólafur Ragnar Gríms- son, Pétur Hafstein, Tómas Karls- son, Jóm D. Guðmumidsson, Brand- ur Gíslason, Sigurgeir Bóasson, Kolbeinn Sigurbjörmson, Örn Gísla son, Eimar Ágústsson og Svedan Gamalíelsson. Ráðstefbiam hófst að nýju kl. 2 á sunnudag með framsöguerindi Þórarins Þórarinssonar uim Fram sóknarflokkinm Oig verkalýðshreyf imguma. Síðan flutti Baldur Óskars- son framsögu fyrir drögum að ályktun ráðstefmunmar, sem vinnu nefnd, er kosim var fyrri dag ráð- stefnunnar, lagðd fram, en í mefnd inmi voru auk framsögumanns, Brandur Gíslason, Friðgeir Björns som, Ólafur Ragnar Grímsson og Elias Sn. Jómsson. Siðiam urðu almenar umræður oe í lok þeirra, s'kömmu fyrir kl. 20, var álykitum fundarins. með áorðnum breytiogum, saimiþykkf Framh. á 14. Islenzki hafarnarstofninn á í vök að verjast , SEX ARNARUNGAR KOMUST UPP SL. ÁR PB—Reykjavík, þriðjudag. Sex arnarungar komust upp úr fimm hreiðrum á sfðasta ári, en auk þess er vitað um 19 hjón, sem héldu sig við vavp svæði og af þcim gerðu 11 til- raun til varps, sem misfórst af ýmsum orsökum, að því er seg ir í frétt frá Fuglaverndarfé- lagi íslands, en félagið og Nátt úrufræðistofnunin hafa haft nákvæmt eftirlit með hafarnar- stofninum síðastliðið ár, eins og undanfarið. Reynzlan hefur sýnt að haf örninn er með viðkvæmustu varpfuglum íslands. Varp heppnast því aðeins að fuglinn verði ekki fyrir neinu ónæði og að alls ekki sé komið inn á varpsvæðiö fyrr en í júlí mán uð, en þá fer ef tirlit fram. Á íslandi er nú 51 fullorðinn örn, 10 ungir ernir auk þeirra 6 sem upp komust 1970, tal- an er því alls 66 ernir. Síðan 1964 hafa komizt upp 70 arnaruntgar, flestir 1967, þá 17. Dr. Fionur Guðmundsson, for stöðumaður Dýrafræðideildar Náttúrufræðistofnunarinnar, hef ur lokiið ítarlegæi sikýrslu um dauða erni, sem borizt hafa sío'an 1940. Það ár voru á safninu 2 ern ir, sem báðir voru skotnir 1897, annair upp í Mosfellssveit, hinn við Klöpp í Reykjavík og keypti safnið þá á fimm krón ur hvorn. Frá 1940 til 1970 hafa borizt 25 arnarthræ. Um öruggar dánarorsakir er þetta að segja: 1 drapst í umferðar slysi, 1 flaug á háspennulínu, 1 flaug á símalínu, 5 fundust dauðir við eitrað hræ. 1 var skotinn. Var hann sendur til Bretlands til rannsóknar þar eð hann var nýdauður er hann kom á safnió'. Hafði hann verið skotinn með riffli cal. 22. Hafði kúlan farið gegnum kvið arhol fuglsins og valdið mikl um innvortis blæðingum frá lifrinni. Það vakti athygli að minna magn var af skordýra- eitri í fuglinum, heldur en í nokkrum þeirra ránfugla, sem rannsakaðir hafa verið hjá brezka Náittúruverndarrá'ðinu. Sá, sem ber ábyrgó' á dauða þessa fugls er ófundinn. Málið var rannsakað af viðkomandi sýslumanni, en örninn fannst við alfaraleið. Líklegar dánar orsakir: 4 hreiðurungar dráp ust af vosbúð vegna truflana af mannavöldum. 1 lenti í olíu eða grút í fjöru, 1 var líklega skotinn. Erfitt var að greina dauðaorsök hinna, þar eð oft varum sjórekin hræ aó' ræða eða langt um liðið síðan fugl inn drapst. Af 20 fuglum er aldursgreining þessi: 8 kyn- þroska fullorðnir. 6 ungir ókyn þroska, en eldri en 1 árs. 5 ungfuglar á fyrsta ári. 1 ógreindur. Auk þess er vitað um 1 full orðinn örn, scm fórst í dýra boga, en hræið týndist. 2 fugl um var hinsvegar bjargað ó- sködduðum úr boga. Næstu áratugi verður reynt eftir megimi að hefta alia um- ferð um varpsvæði araa og það opinhera má ekki leyfa útburð eiturs af neinni tegund, en að- eins með ströngustu friðunar aðgerðum mun hafarnarstofnin um takast ag komast úr þeirri lægð, sem hann hefur veriS í, síðan eitrunarherferð var hafin gegn honum á árunum 1880 til 1910 eða reyndar til 1964. Fréttatilkynning. LETTUR VETUR BÆTIR ST0RLEGA ÚR LÉLEGUM HEYFENG í HAUST OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Fé hefur vcrið létt á fóðrunum alls staðar á landinu nema á norðvesturhorninu, þar hefur ver ið harður vetur. Það er að segja norðan ísafjarðardjúps og í mest allri Strandasýslu, eða í norðan- verðri sýslunni. Strandamenn bjuggu illa að heyjum í haust, en þcim var útvegað hey og nú er verið að flytja hey norður. Annars staðar á landinu hefur verið frábærlega gott til beitar í vetur, sagði Gísli Kristjánsson hjá Búnaðarfélaginu i dag. Ef vet urinn verður jafwmiildur emn um tímia, sitanda vonir til að það fari miklu betur en á horfði. Hey fengur var lítill s. 1. haust. Þeim bændum, sem minnst gátu aflað af heyjum var útvegað mikið, en þaó' á kostnafj þess að þeir sömu sem seldu og höfðu bústofn, urðu að kaupa annað fóður. Eftirtekj- an á jörðunum var óvenju rýr. En það va-r afbragðs fóður yfir leitt, þótt það væri lítifs aó' vöxt um. Þrátt fyrir góðan vetur og mikla útibeit eru til menn í mörgum Apollo 14. á leið til tunglsins: „Ganga“ yfir ef tenging mistekst á ný NTB-Houston, þriðjudag. Apollo 14. hefur í dag haldið áfram ferð sinni til tunglsins, án þess að nokkuð sérstakt bæri til tíðinda. Geimfararnir þrír tóku sér 10 tíma hvíld og cr það í síðasta sinn, sem þeir fá að hvíla sig almennilega, áður en undir- búningur tungllendingarinnar á föstudag, hefst. Talið er, að ísing á tengilásum hafi valdið erfiðleik- unum vi'ð tenginguna um miðnætti í fyrrakvöld. Eftir áætlunin-ni eiiga þeir Shephard, Roosa og Mitchell að yfirfara stjórntæki geiimfarsins í ciótt og undiirbúa síðan þriðju stefnuleiðréttinguua, sem gerð Aðeins einn togari enn úti OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Ekkert þokar í samkomulagsátt i togaradeilunni. Síðasti samni fundur deiluaðila var s.l. föstudag, síðan hafa fufltrúar yfirmanna á togurunum og togaraeigenda ekki talazt við og enginn sáttafumdur ?r boðaður. Nú eru allir togararnir komnir til hafnar nema einrn. í morgun kom Úranus til Reykjavíkur og eru þá 21 togari bundinn við bry"~ju. Togarinn Narfi er með frystan fisk og er nú á leið til Englands að selja aflann þar. Er aflur afli Narfa frystur um borð og þarf skipið ekki að koma til hafnar milli siglinga til útlanda. verður í fyrramálið, ef niarjðsyn krefur. Ástæðan til tengingarerfiðleik- anma er ekiki enn komin á hreint, en síðan loks tókst að temgja ferj- una við stjórnfarið, hefur allt verið í laigi. Möguleiki er, að ísing hafi getað sezt á tengilásamna miilli stjórnfarsins og tumglferjunmiar, Antares. Hver sem orsökim anmars hefur verið, telja sérfræðingar, að vandræðim séu liðim hjá. Tengiút- búniaðurinm eigi að vdrka, þegar Antares kemur aftur til stjórm- farsins, eftir dvölina á tumglinu. Ef búniaðurinn skyldi hiins vegar bregðast afltur, mumiu tumglfararn- ir Mitchell og Shephard klifra út úr Antares og bókstaflega ganga yfir að stjórnfarinu. Síðam á RoOsa að dæia súrefnimu úr stjórnfarinu og opna siðan fyrir félögum sín- um o,g fylila síðan stjórnfarið aftur Framh. á 14. síðu. sveitum sem eru illa settir, nema að veðráttan verði jafn hagstæð áfram og fari að vora með hækk andi sól. Þeir mánuðir sem liðnir eru af vetrmum hafa létt stórlega undir, því heyjaforó'inn var af- skaplega lítill í haust. VERKFALL Á BÁTA- FLOTANUM? OO—Reykjavík, þriðjudag. Félög yfirmanna á bátaflotan. um láta nú fara fram atkvæða- greiðslu um verkfallsheimild. Satn komulagið sem gert var í desem bermánuði var fellt í félögunum meó' 40 atkvæða mun. Þeim samn ingum hefur ekki verið hreyft síð an._ Á morgun munu starfsmenn Farmanna- og fiskimannasam- bandsins halda fund með yfir- mönnum á togurum og bátum á Akureyri og skýra frá hvernig málin standa. Atkvæðagreiðsla yfirmanna á bátunum hófst í gær og mun standa í þrjá daga. í félögunt und irmanna á bátunum fara nú fram athuganir á, til hvaða ráða þeir muni grípa. SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ TRYGGJA SÉR MIÐA Þorrablót Frarasóknarfélags Reykjavíkur ER ANNAÐ KVÖLD í FRAMSÓKNARHÚSINU. Á morgun, fimmtudag, efnir Framsóknarfélag Rvíkur til Þorrablóts i Framsóknarhúsinu við Fríkirkjuveg. Hefst það kl. 19.30 með sameiginlegum þorra mat. Ólafur Jóhannesson for tnaður Framsóknarflokksins, flytur ávarp. Ríó-tríó skemmtir með þjóðlagasöng, Hjálmar Gíslason flytur gamanþátt og og Baldvin Halldórsson lcs draugasögur. Einnig mun Egill Bjarnason stjórna almennum söng. HVAÐ GERIST KLUKKAN 12? Dans verður stiginn fram eftir nóttu, og leikur hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar frá Selfossi. Verð aðgöngumiða verður mjög í hóf stillt. — Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér aðgöngumiða í síma 24480 og á skrifstofu Fram- sóknarflokksins, Hringbraut 30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.