Tíminn - 16.02.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.02.1971, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. febrúar 1971 TÍMINN 9 & mmm Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN B'ramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Jón Helgason. Lndriði G Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Rit stjórnarskrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- stofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300. Askriftargjald kr 195,00 á mánuði innanlands. í iausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. Þetta er ekki hægt Þótt ýmis nýmæli sé að finna í skattalagafrumvarpi því, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, ber tvö atriði hæst. Þessi atriði eru: !• Að bætt sé stórlega aSstaða hlutabréfaeigenda frá því, sem nú er. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir því, að fyrirtækin auki stórlega arðgreiðslur og hætti þess vegna að hafa sérstakan varasjóð. í öðru lagi á að gera arð af hlutabréfaeign skattfrjálsan að verulegu marki, þ.e. 30 þús. kr. hjá einstaklingi, 60 þús. kr. hjá hjónum og 15 þús. kr. hjá barni innan 16 árp aldurs. 2. Að skattvísitalan, sem ríkisstjórnin ákvað um ára- mótin, verði lögfest sem grundvöllur nýrrar skattvísi- tölu. Skattvísitalan, sem ríkisstjórnin ákvað um áramót- in, er 168 stig, en hefði átt að verða 196 stig, ef fylgt hefði verið framfærsluvísitölu og meðaltal ársins 1964, sem skattstigar núgildandi laga miðast við, lagt til grund- vallar. Með skattafrumvarpi ríkisstjórnarinnar á að ræna þessum 28 stigum endanlega af launþegum. í reynd þýðir þetta, að lágtekjumenn verða skattlagðir eins og hátekjumenn, og láglaunafólk verður að greiða 39—57% í skatt af þeim kauphækkunum, sem það fékk á síðastl. ári og tæplega nægja til að mæta kjaraskerðingu undan- farinna ára. Þessi tvö höfuðatriði skattafrumvarpsins lýsa glöggt afstöðu ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma og hún hyggst ræna skattþega 28 stiga hækkun á skattavísitölunni, ætl- ar hún að veita fjáraflamönnum stóraukin hlunnindi! Vel má vera, að rétt sé að bæta eitthvað hlut hluta- bréfaeigenda, þegar fjármálalegar aðstæður leyfa. En það er ekki hægt að gera það á sama tíma og þrengt er að láglaunafólki með þvi að svipta það 28 stiga hækk- un á skattvísitölunni og þyngja tekjuskatt og útsvar stór- lega á þann hátt. Slíkt væri hreint ranglæti. Ríkisstjórn- in verður því að hætta við þessar fyrirætlanir. Þetta er ekki hægt. Breyttur flokkur Sú var tíðin, að Alþýðuflokkurinn bar hag láglauna- fólks sérstaklega fyrir brjósti. Það var á þeim tíma, þegar Jón Baldvinsson, Sigurjón Á. Ólafsson, Héðinn Valdimarsson, Haraldur Guðmundsson og Stefán Jóhann Stefánsson voru forustumenn flokksins. Hinir nýju for- ingjar flokksins, Gylfi Þ. Gíslason og Eggert Þorsteins- son, hafa látið sem þeir fylgdu þessari stefnu. Fyrir haustkosningarnar 1959 var það t.d. aðalloforð þeirra, að almennar launatekjur skyldu undanþegnar skatti. Þetta loforð féll mörgum vel í geð og Alþýðuflokkurinn fékk stóraukið fylgi. Fyrir atbeina Emils Jónssonar var nokkurt tillit tekið til þeirra loforða við setningu skatta- laganna 1961 og 1964. En eftir að Gylfi og Eggert tóku vib íTirustu Alþýðuflokksins, hefur þetta alveg gleymzt. Skattvísitalan hefur síðan 1968 verið stórfölsuð lágtekju- fólki í óhag. Það er kórónan á því verki, að í skattafrv. rikisstjómarmnar er lagt til að ræna láglaunafólk 28 skattvísitölustieum á sama tíma og skattfríðindi hluta- bréfaeigenda verða stóraukin. Þetta myndu Jón Bald- vinsson og Stefán Jóhann hafa talið algert ranglæti. í samræmi við það, sem er greint að framan. hefur kaupmáttur ellilífevris og annarra tryggingabóta minnk- að síðan 1967, eða eftir að Gylfi og Eggert tóku við aðal- forustu Alþýðuflokksins. Undir forustu þeirra er Alþýðuflokkurinn orðinn allt annar flokkur en hann áður var. Þ.Þ. HELGI BERGS: Stærsta málið ÚtfærsBa faskveiðimarka þolir ekki bið Það er söguleg staðreynd, að frá fyrstu tíð og allt fram til síðustu aldamóta hafði ísland viðáttumeiri landhelgi en nú og lengst af meiri en 16 sjó- mílur. Á seinni hluta 19. aldar framkvæmdu Danir þó að eins löggæzlu á fjögurra mílna belti, og árið 1901 gerðu þeir saimning við Breta um, að landhelgin við ísland skyldi teljast 3 sjómílur- Þessum samningi sögðum við upp strax og hægt var, og gekk hann úr gildi 1951. Árið 1948 voru sett lögin um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins. Var þar með slegifl fastri þeirri kenningu að strandríki væri rótt og skylt að taka sér þá lögsögu á land- grunni sínu, sem nauðsynleg væri til að tryggja eðlilega nýt ingu fiskstofnanna við landið. Á þessari kenningu hafa síðan allar aðgerðir til útfærslu fisk- veiðiiögsögunnar verið byggðar. Þær hafa verið gerðar með reglugerðum á grundvelli þess- ara laga frá 1948. Fyrsta útfærslan var fram- kvæmd vorið 1950 og var fólgin í því, að landhelgin fyrir Norð- urlandi varð 4 mílur, en vorið 1952 var gefin út ný regiugerð um 4 sjómílna landhelgi um- hverfis allt landið. Loks var það svo 1. septem- ber 1958 að í gildi gekk reglu- gerðin um 12 mílna fiskveiði- lögsögu. Bretar neituðu að virða hana og svöruðu með þvf að veita brezkum veiðiþjófum her- skipavernd. Skapaðist um hríð mjög hættulegt og alvarlegt ástand á miðunum, en aimenn ingsálitið í heiminum var okk- ur hliðhollt, og Bretar heykt- ust brátt á ofbeldinu. En snemma árs ’61 gerði svo ríkis- stjórnin samning við Breta og síðar einnig Þjóðverja, sem keypti þá til að viðurkenna 12 mflurnar með því að veita þeim þriggja ára undanþágu til veiða innan þeirra og því sem verra var, að við féllumst á að til- kynna þeim með 6 mánaða fyr- irvara, ef við hyggðum á nýjar útfærslur og samþvkktum, að alþjóðadómstólinn í Haagskæri úr, ef ágreiningur yrði. Með því var í raun og veru fallið frá landgrunnskenningunni, því í henni fólst, að við hefðum rétt til lögsögu á landgrunninu, en nú skyldi Haag skera úr því- En dómstóllinn hafði ekki og hefur ekki neinar fastar reglur að fara eftir. Hugmyndir þjóð- anna um stærð landhelgi og fiskveiðilögsögu eru mjög mis- munandi og síbreytilegar. Und- anfarið hefur þróunin gengið í þá átt, að stækka þessi svæði. Ríkin í Suður-Ameríku hafa nú Helgi Bergs 200 mflna landhelgi. Það er líka algengt, einkum í Asíu og Afr- íku, að þjóðirnar hafa tiltölu- lega þrönga landhelgi, en víð- áttumeiri lögsögu til fiskveiða og friðunaraðgerða. Þannig hafa Indland, Pakistan og Ceylon fiskveiðilögsögu á 100 mflna belti utan eiginlegrar landhelgi, og mörg fleiri dæmi mætti nefna. Þá er þess einnig að geta að almennt er viðurkenndur rétt- ur ríkja til lögsögu yfir botnin- um á öllu landgrunninu, og er þá landgrunnið skilgreint sem botninn út að 200 metra dýpt- arlínu eða lengra, ef tæknilega fært sé að nýta botninn. Af þessu leiðir, að með síaukinni tækni er landgrunnið alltaf að færast út, og nú er talið að hægt sé að nýta botninn allt út á 600 metra dýpi. En þar sem þetta er breytilegt og á reiki, vex þeirri skoðun fylgi á al- þjóða vettvangi. að skilgreina beri landgrunnið, sem fjarlægð frá landi t.d. 150—200 mflur. Þá vex þeirri skoðun einnig fylgi, að fáránlegt sé að skilja þannig millj botnsins og hafsins yfir honum, að ríkin ráði yfir botninum en ekki hafinu, og er það auðvitað mjög til fram- dráttar okkar málstað. Eins og sést á því, hve ólfk- ar reglur hinna ýmsu ríkja eru, eru engar bindandi alþjóðaregl- ur til um víðáttu landhelgi og fiskveiðilögsögu Alþjóðadóm- stóll, sem fengi slíkt mál til meðferðar, yrði því væntan- lega að dæma eftir því, sem hann teldi almennasta venju. En sú viðmiðun er sífellt að breytant vegna þess að ein- stök ríki eða ríkjahópar taka sér aukinn rétt og vinna þeim aukna rétti hefð. Flestar eða allar þjóðir búa í þessu efni við reglur, sem þær hafa ákveðið sjálfar, einhliða- Þannig munu margir telja, að alþjóðadómstóll hefði aðeins fallizt á fjögurra mílna landhelgi 1958, en telja má víst, að nú yrði fallizt á 12 mflur. Nú er ákveðið, að Sam- einuðu þjóðirnar gangist fyrir ráðstefnu um réttarreglur á hafinu, sem vonazt er til að geti orðið árið 1973. Þess er vart að vænta, að þar skapist einhver almenn regla, sem allir geti sætt sig við, en margt bend ir til þess, að þar muni koma fram mjög ákveðið fylgi við stóra landhelgi frá nægilega mörgum rikjuim til þess að það geti haft áhrif á mat alþjóða- dómstóls í framtíðinni. Þó er því mjög valt að treysta, og auk þess getur ráðstefnan dreg- izt vegna tímafreks undirbún- ings. Og við höfum ekki tíma til að bíða eftir því. Við getum ekki dregið það mikið lengur að gera ráðstafanir til verndar fiskstofnunum og til að tryggja okkur aukinn lilut af þeim. Bretar hafa boðað, að sókn þeirra á íslandsmið verði 50% meiri 1971 en 1969 og fleiri þjóðir munu hugsa til aukinnar sóknar hingað. Hér eiguim við lífshagsmuni í veði. Taka verð- nr upp þráðinn, þar sem sleppti 1961, lýsa yfir stuðningi fslands við rúma skilgreiningu (150— 200 míhir) á hnstakinn land- grunn og þá skoðun, að sömu refflur hljóti að gilda um yfir- ráð yfir hafsbotninum og sjón- um yfir honum. Þá verðum við að ítreka yfirlýsingar okkar um fullan og óskoraðan rétt okkar til hagnýtingar auðl5nda sjávar* ins á landgmnninu. Síðan verð- um við að ráðast í úfærslu fisk veiðimarkanna. En þá rekum við okkur á ákvæði samningsinsins frá 1961. V5ð höfum skuldhundið okkur til að hlvða úrsk. alþjóðadóm- stóls. einir allra þjóða. ef Bret ar eða Þjóðverjar krefjast bess. Og bað ffetur tekið mörg ár að fá albjóðadÓTnstól til að viður- kenna útfærslu. sem almennings álitið í lieiminum viðurkenndi strax. Þessu er ekki hægt að una. Því barf að iosna við brezka fjötnrinn og það st.rax. Þetta er stærsta mál þjóðar- innar í dag. ÞRIÐJUDAGSGREININ Helgi Bergs. rnmkks* RÆÐIR ORYGGISMÁL EVRÖPU Dagana 10. og 11. febrúar 1971 var í Reykjavík Ralph Enckel! ambassador Finnlands hjá Fram- fara- og efnahagsstofnuninni í Paris. Hann hefur frá bví í febrú ar 1970 haft það h'utverk á vegum ríkisstjórnar Finnlands að ferð- ast um og ræcía öryggismál Evr- ópu við ríkisstjórnir Evrópu- landa og Bandaríkja Ameríku og Kanada. Enckell hefur átt viðræður við forsætisráðherra, utanríki-ráð- herra, nokkra þingmenn og starfs- menn utaníkisráðuneytisins um viðleitni finnsku rikisstjórnarinn- ar til atf koma á ráðstefnu um öryggi og samvinnu Evrópuríkja. Af íslands hálfu hefur verið látin í ljós jákvæð afstaða að því er varðar slíka ráðstefnu og aðgerðir Finnlands í þessu máli. Utanríkisrfyuneytið, Reykjavík. 12. febrúar 1971.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.