Tíminn - 23.02.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.02.1971, Blaðsíða 2
TÍMINN * / i i mBSmninB ISTUTTU MÁU Alltaf uppselt á Kláusana Alltaf er uppselt á Litla Kláus óg Stóra Kláus í Þjóö leiírÁjismu. Aðgöiiigumiðar fyr ir hvérja sýningu hafa selzt upp á 1—2 klukkustundum. í ‘þes'sari vjku verðá þrjár sýn ingar á iejknum. Aukasýning verður ‘n. k. .miðvikudag þann 24. febr., sem er öskudagurinn, þann (jag'ejga hörn frí í skól unum. Á þessurn fyrsta mán- uði. sem leikurinn er sýndur verða alls 11 sýningar á leikn um. Kaupir síld eystra tii niðursuðu SB—Reykjavík, fimmtudag. Með síðustu ferð Heklu til Akureyrar komu 25 1. af fros- inni suðúrlandsbeitusíld, sem K. íóqsson & Co. hefur keypt frá Fáskruc'sfirði. Síldin verður spðin niður í smjörsíld. Uim 100 manns hafa unnið í Niður suðuverksmiðjunni síðan seint í haust, en nú er farið a& dofna yfir vegna síldarleysis. Síðan úm 'míðjan nóvember hafa verið soðnar niður sardín ur og hefur smásíldin veiðzt í Eyjafirði og vei&i verið bara sæmileg. Undanfarið hefur veð urfar og íshrafl hamlað veiðun um. Jafnframt hafa verið soðn ar niður fiskbollur, grænmeti og svið. Verksmiðjan hefur undanfar in ár keypt nokkuð af suður- landssíld í smjörsíld, aðallega frá suðurnesjum og Rvík. Þess ar 24 1. frá Fáskrúðsfirði end- ast eitthvað fram eftir til a& skapa verkefni í verksmiðjunni, en síðan er ekki ákveðið, hvað tekið verður fyrir. Vorkaupstefnan 11. til 14. marz FB-Reykjavík, mánudag. Vorkaupstefnan. íslenzkur fatnaður, ver&ur haldin í Laug ardalshöllinni 11. — 14. marz næst komandi. Félag íslenzkra i'c'nrekenda gengst fyrir kaup stefnu þessari, en hún er sú s.iötta í röðinni. Náðst hefur samkomulag við FÍ og hótel í tt'éýk.javik um 25% áfslátt á fargjöldum og gistirými fyrir þá innikaupastjóra, sem sækja vorkaupsteínuna 1971. Fuilltrú um allra klœðaverzlana í Fær eyjum hefur verið boðið á stefnuna, og er það von þeirra, sem að henni standa, a&' þeir fjölmenni. Fiimmtiidaginn 11. marz og síðasta dag kaupstefn unnar, sunnudaginn 14. marz verða sérstakar tízkusýningar að Hótel Bong á vegum káúp stefnunnar. Verða þær tízku sýningar opnar fyrir almenning. Ekki nemandi í VÍ Vegna ummæla dagblaðsins Tímans síðastJiðinn sunnudag um atburð þann, er átti sér stað á Nemendamóti V. í. mið vikudáginn 17. febr., viljúm vér taka fram, að maður sá, er veitti dr. Jóni Gíslasyni, skóla stjóra, andlitshögg það, sem hann hlaut, er ekki nemandi í Verzlunarskólanum. Nemendafélag Verzlunarskóla fslands. -★-★- Kyndilmessa Vilborgar Dagbjartsdóttur FB-Reykjav£k, fimmtudag. Blaðinu hefur borizt Ijóða bókin Kyndilmessa eftir Vil- borgu Dagbjartsdóttur, sem Helgafell gefur út. Bókin skipt ist í fjóra kafla, sem bera yfir skriftina Kyndilmessa, Skamm degisljóð, Önnur ljóð, og að lok um eru allmörg þýdd ljóð. Um heiti bókarinnar segir höfundur m. a. á bókarkápu: „Heima á Hjalla á Vestdals- eyri var kyndilmessa sólarhátíð og þann dag drukkið sól- arkaffi, því blessuð sólin sneri aftur eftir langa fjarveru. Hún kom fyrst að Fossi, sem stéð „hænufeti" ofar í hlí&- inni, en daginn eftir. á sjálfa kyndilmessu, skein hún ná- kvæmlega tvær mínútur á hús ið heima. Þá stóð öll fjölskyld an á tröppunum böðuð í sól- skini, en síðan var opið hús og Vestdalseyringar fengu kaffi og sólarlummur." Kyndilmessa er 70 síður, og er bókin tileinkú& bræðrum höf undarins, Jóhanni, Guðmundi og Friðfinni. Áðurútkomnar bækur eftir Vilborgu eru Alli Nalli. Lauf ið é trjánum, Sögur af Alla Nalla og Dvergliljur. Bridge-keppni lokið S.l. miðvikudagskvöld lauk „Boston WeSlvale“ á togveiðar í maí SJ—Reykjavík, fimmtudag. Togarinn Boston Wellvale, sem strandaði við Arnarnes í austanverðum Skutulsfirði um jólin 1966, er nú kominn til viðgerðar í slippstöðina hér í Reykjavík. Byrjað er að gera við botnsfcemmdir, en búizt er við að beildarviðgerð taki um 8—10 vikur. Landsmiðjan og Slippfélagið annast viðgerðirn ar. Skipinu er ætlað að fara á togveiðar, og vonast eigendur þess, Stálskip h. f. í Hafnar- firði, til að togarinn geti farið á miðin í maíménuði n. k. Guðmundur Marselíusson á ísafirði keypti togarann á strandstað á 15.000 krónur 1967 og kom honum til ísa- fjarðar. en lét efcki verða af viðgerðum. í sumar keyptu Ágúst Siigurðsson, skipaverk- fræðingur, ásamt fleiri togar ann og dró Goðinn skipið til Hafnarfjarðar í sumar. Að sögn Ágústs hefur dregizt að hefja viðgérðir á togaranum og hefur hann legið í Hafnarfjarð arhöfn. Vitaskipið Magni dró Boston Wellvale síðan til Reykjavíkur í fyrradag. Að lókinni viðgerð tefciir við niður setining á tækjum og prófanir, og vonast eigendur til’að skip ið verði sjófært í maí. hinni árlegu sveitakeppni í br’idge hjá Bridgefélaginu Ás- unum í Kópavogi. 13 sveitir tóku þátt í keppninni, en röð efstu sveita er þannig: 1. sveit Árna Jakobssonar 211 2 sveit Páls Hjaltasonar 195 3. ' sveit Hermanns Láruss. 178 4. sveit Garðars Þórðarss. 159 5. sveit Odds A. Sigurjónss 159 Miðwkudaginn 24. febrúar n. k. kí. 21.00 hefst barómeter- keppn' félagsins í Víghólaskóla. Þátttaka tilkynnist í síma 40- 346 og 40901. í gíliöggu erindi, sem Sigurður Blöndal flutti í útvarpið, og frægt er orðið, var .sýnt í ljósu máli, að fólfcið úti á l'an'dsibyggðinnd skilar líka sínurn arði í þjóðarbúið. Þetta eru svo sem engin ný sannindi, og maxgur hefur haldið þessu frarn áð- ur, en Sigurði B'löndal tókst að nefna svo Ijós dæmi máli sínu til sömnumar, að aililir sfciidu. Til við- bótar vann hann sér svo til ágæt is aö fá á sig kgeru, en útvarpsráð varð að biðja afsökunar á orðum hans um lögfræðinga. Um þann þátt málsins sá þó ekfci útvarpsráð heldur meiðyrðalöggjöfin, sem leyf ir situndum ekki. að menn hafi skoð anir, séu þær ógætiiega orðaðar. Eriudi sem þetta er flutt á ábyrgð útvarpsráðs, og þess vegna verður það að tafca til máls, þegar út af bregður. Aður hefur þess verið get ið hér, að útvarpið sléttaði yfir allt, unz eftir stæði hið fínpússaða efni sem epgujn kæipi við og eng- an snerti. Erindi Sigurðar Blöndal var dæmi um það, að enn fara menn efcki erindisleysu í útvarp, þótt illa ganigi að endurlifga forna frægð þéttar eins og þess er nefn- ist „Um daginn og veginn". Þetta frávik afsannar þó efciki að enn sibortir mikið á að menn hafi skoð- anir í útvarpi. Gott ef það er ekfci tímanna tákn að víkja sér undan I að hafa skoðanir. Enda eru alltaf nógir til að ráðast gegn þeim, og það kostar fyrirhöfn, og menn kannsfci veigrar sér við að svara. Falleg nöfn á skoðanakúgun. A ýmsum tímum hafa verið uppi falleg nöfn á skoðanafcúgun. Hún hefur borið heitið til vemdaT rík- inu eða til styrktar flokknum. al- veg eftir þvi í hvaða landi henni er beifct. Lögfræðingur sem tólagaði undan orðum Sigurðar Blöndal hef- ur eflaust þekkt vel til meiðyrða- loggjafarinnar og jafnvel haft spurn ir af hinum hástemdu nafngiftum. Það hefur styrfct hann í trúnni gegn ósómanum. Aliþekkt er hin ríka félagsilega ofbeldishneigð, sem lýsir sér í ailskonar yfirlýsingum, undir því yfirskini að verið sé að færa ranga málsmeðferð til betri vegar. Þar kemur sannleikurinn sdzt til ;reina, heldur það viðhorf að með röksemdafærslu og upptalningu aukaatriða megi gera aHa vöru góða, Margir eru listamenn í þess- ari grein ósailninda. Við íslending- ar erum kannski börn í þeim leik. En heil riki hafa verið reist á grunni hans, og af þeim hefur mátt læra ýmisleg’t haldgott í rangindum Svarthöfði. ÞRIÐJUDAGUR 23. febrúar 1971 Sólness .. N. k. miðvikudag þann 24. feþrú ar verður Sólness þyggingameistari sýndur í 15. skiptið í Þjóðleifchús inu, en sem kunnugt er fara leifc ararnir Rúrik Haraldsson og Kristbjörg Kjeld með aðalhlut- verkin, en Gísli Halldórsson er leifcstjóri. Það þykir jafnan mikill viðburöur þegar leikrit Ibsens eru sýnd á leiksviði. Sólness er eitt af síðustu leikritunum, sem hann skrifaði, og í tölu þeirra stórbrotnustu. Myndin er af Rúrilc og Margréti Guðmundsdóttur í hlutverfcum sín um. Samþykkt ákvæði um mengunarvarnir EB—Reykjavík, föstudag. Á fundi í borgarstjórn í gær var samþykkt tillaga frá Elínu Pálmadóttur og breytingartil- lagá’ frá Sigurjóni' Péturssyni. þess efnis aö ákvæði um skyld ur iðnfyrirtækja varðandi varn ir gegn mengun verði tekin upp í heilbrigðissamþykkt Reykja víkurhorgar. Skákkeppnin Svart: Taflfélag Akureyrar: Jóhann Snorrason og Margeir Steingrímsson. vaoaaáOH A 8CD&FGH Hvítt: Taflfélag Reykjavíkur: Gunnar Gunnarsson og Trausti Björnsson. 21. leikur livíts: IldlxHgl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.