Tíminn - 23.02.1971, Side 6

Tíminn - 23.02.1971, Side 6
TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 23. febrúar 1971 1 ÞBNGFRÉTTIR Ólafur Jóhannesson í þingræðu í gær: Viöskiptamálaráðuneytiö verði sameinað utanríkisráðuneytinu — Utanríkismálanefnd Alþingis fari með yfirstjórn utanríkis- mála ásamt utanríkisráðuneytinu •/////' y,»//ý-'',/''''///%//£///>//- / SíB—Reykjavík, mánudag. Frumvarp um breytingu á lög um um utanríkisþjónustu íslands, var í dag til 1. umræðu í efri deild Alþingis. Mælti Emil Jóns on utanríkisráðherra fyrir frum varpinu, en auk hans tók til máls Olafur Jóhannesson. Vakti hann m. a. á því athygli, að sú væri skoðun sín, að viðskiptamálaráðuneytið ætti að sameinast utanríkisráðu- neytinu, og að yfirstjórn utanríkis i íálanna ætti ekki eingöngu að era í höndum utahríkisráðuneyt- isins og utanríkismálanefndar Al- þingis. Þá gerði Ólafur Jóhannes- : on og grein fyrir afstöðu sinni til fleiri þátta utanríkisþjónustu lands ins- Ólafur Jóhannesson sagði m. a. ,ð 1968 hefði verið lögð fyrir Al- þingi tillaga þess efnis. að gera utanríkisþjónustuna ódýrari og hagkvæmari en hún væri nú, og hefði sú tillaga verið samþykkt, Kvaðst Ólafur sakna þess, að í því frumvarpi, sem nú væri til umræðu, vœri ekki að því stefnt, em lagt hefcíi verið til í frá 'reindri þingsglyktunartillögu. 'lins vegar væri ástæða til að ■ninna á það, að þótt stundum væri um það talað að starfsmenn utan TÍkisþjónustunnar væru vel launað ir hefOu þeir mun lægri laun en erlendir starfsfélagar þeirra, t. d. hefðu þeir % lægri laun en starfsmenn norsku utanríkisþjón ustunnar. En aðalatriðið væri að gera utanríkisþjónustuna haig- kvæma. Utanríkismálanefnd fól fimm nönnum að athuga frumvarpið. Vttu sæti í nefndinni Birgir Kjar ;m, sem var formáður hennar, Ólafur Jóhannesson, Gils Guð nundsson, Benedikt Gröndal og ?étur Thorsteinsson. Eru þing- nennirnir í nefhdinni allir í utan •íkismálanefnd Alþingis, en áskilja sér rétt til að hafa ó- bundndar hendur um breytingartil ögur við frumvarpið. Sagði Ólaf ur, að nefndarmenn hefðu skiptar sköðanir um málið og því hefði niðurstaðan orðið sú, að þeir hefðu réttttil þess að flytja breyt ingartillögur. _ Þá gerði Ólafur athugasemdir við nokfcur atriði frumvarpsins, og sagði að höfuðviðfangsefni utan Samþykktu í gær frumv. um fyrir- framgreiðsluna EB—Reykjavík, mánudag. í dag var samþykkt scm lög frá Alþingi, frumvarp ríkisstjórn ariunar um fyrirframgreiðslu opin berra gjalda, en samkvæmt því má á fyrri hluta þessa árs inn- heimta 60% af gjöldunum miðað við síðasta ár. Ólafur Jóhannesson. rfldsráðuneytisins ætti að vera við- skiptamálin og þess vegna ætti eðlilega að leggja viðskiptamála ráðuneytið niðiir í þeirri mynd, sem það væri nú og sameina það utanríkisráðuneytinu. í 3 gr. frumvarpsins segði að yfirstjórn utanríkismálanna ætti að vera hjá utanrfldsráðuneytinu. Væri eðlilegra, að Alþingi sjálft hefði íhlutun í utanríkismálium, þannig ,að yfirstjóm þeirra mála væri einnig undir stjórn utanrík- ismálanefndar Alþingis. f 4 gr. frumvarpsins væri ákvæííí þess efnis. að ákveðið skyldi með forsetaúrskuröi, á hvaða stöðum skyldi hafa sendi ráð. Sagði Ólafur að (þetta frum varp væri til bóta, enda væri það nú rflrisstjómin sem ákvæM stað setningu sendiráða. Hins vegar væri eðlilegast að fengið yrði samþykflri utanrík '1 anefndar, áður en nýtt senau, yrði sett á stofn. Þá sagöi Ólafur að 11 gr. frum varpsins þyrfti athugunar við, en þar stæði, að heimilt væri að ráða menn í utanríkisþjónustuna um tiltekinn tíma til að gegna sér- stökum störfum, t. d. viðsikipta fulltrúa, er skyldu vinna að mark aðsleit fyrir íslenzkar afurðir og greiða á annan hátt fyrir viðskipt um við aðrar þjóðir. — Ólafur sagði að skoðun sín væri sú, aö ekki væri ráðlegt að ráða þessa fulltrúa með sama hætti og aðra. Hér yrði um menn að ræða sem sérstakra hagsmuna hefðu að gæta og færi því betur á því, að þeir yrðu fulltrúar ákveðinna fyrir- tækja og-atvinnugreina; ” Ennfremur gerði Ólafur athuga semd við 13 gr. frv. þar sem lagt er til, að heimilt ver&i að fela embættismanni utanríkisráðuneyt isins að vera sérstalcur eftirlits- maður sendiráða og ræðisskrif- stofa, og skuli hann fylgjast með rekstri þeirra og sjá um að þar sé gætt fyllstu hagkvæmni og sparnaöar. Lagði Ólafur áherzlu á, að það yrði sjálfstæður maður, sem það verk ynni, þannig að hann ætti ekki hagsmuna að gæta í sambandi við málefni þau, er hann kæmi til með að endur skoða. Fylgjandi frv. um ráðstafanir í sjávarútvegi EB—Reykjavík, mánudag. 72 sjómenn og útgerðarmenn á Hellissandi, Rifi á Snæfellsnesi og í Grundarfirði hafa sent Al- þingi bréf þar sem lýst er fullum stuðningi við framkomið frum- varp um breytingar á lögum nr. 79 frá 1968, um ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytts gengis ísL krónunnar. — Við lítum svo á, segja sjó- og útgerðarmennirnir, — að meö samþykkt nefndra laga hafi við- skiptaerfiðleikar þjóðarinnar ver ið færðir á herðar sjómanna og útvegsmanna og þessar stéttir ein ar veriö látnar standa undir þeim erfiðieikum. Með lagasetningunni var gerð tilraun til að stilla sjómönnum o@ útvegsmönnum í tvær andstæðar fyikingar, með því að skerða hlut sjómanna. Jafnframt var svo hlutur útgeró arinnar skertur með lágu fiskverði og síðan með öðrum ráðstöfunum, svo sem verðjöfnunarjóði sjávar- arútvegsins, vafasömu fiskmati o. fl. Viö leyfum okkur að skora á hæstvirt Alþingi að samþylckja framkomið frumvarp þeirra Geirs Gunnarssonar og Jónasar Árna sonar um breytingar á nefndum löigum. Ný höfunda- löggjöf til umræðu EB—Reykjavík, mánudag. Stjómarfrumvarp til höfunda- laga hefur verið lagt fyrir Alþingi og fylgdi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, því úr hlaði á fundi í dag í efri deild. Auk hans tóik Ólafur Jóhannesson til máls. Ver&ur sikýrt frá umrœðunni í blaðinu á morgun. Tillaga Halldórs E. Sigurðssonar og Vilhjálms Hjálmarssonar: 15-25 millj. króna framlag til byggingarsjóðs aldraðra — komi úr ríkissjóði árlega EB—Reykjavík, mánudag. rekstur hans. Skal fulltrúi stjórn ■ Þingmennirnir Halldór E. Sig ar happdrættis D.A.S. eiga tillögu urðsson og Vilhjálimiur Hjálmars- rétt um lán- og styrkveitingar. son hafa lagt til, að breytingar 3. gr. — Framan við 5. gr. veróá gerðar, á frumvarpi því, er laganna bætist: þeir Matthías Bjarnason og Pétur Heimilt er að veita styrki úr Sigurðsson flytja um breytingu á sjóðnum, allt að 50% af árleg lögum um byggingarsjóð til handa öldruðu fólki. Er frumvarp þeirra Matthíasar og Péturs svohljóðandi: 1. gr. — 2. gr. lagann orðist svo: Hlutverk sjóðsins er að stu&la með lánveitingum og styrkveiting um að því, að byggðar verði hent urn tekjum hans, ti! byggingar á hentugum íbúÖum os dvalarheim ilum fyrir aldrað fólk. 4. gr. — Síðari málsgr. 7. gr. laganna (Sbr. 3. gr. laga nr. 23/ 1968) orðist svo: Lán og styrkir, sem veitt eru úr sjóðnum tii byggingar dvalar heimila. mega nema allt að 40% ugar íbúó'ir og dvalarheimili fyrir af kostnaðarverði þeirra, og skulu aldrað fólk. 2. gr. — 4. gr. laganna orðist j svo: Fela skal Tryggingastofnun rík- isins stjórn sjóðsins og daglegan þau tryggó' með veði i heimilun um. Heimilt er að veita lánin á eftir eða samhliða veðlánum ann- ars staðar frá, er nemi allt að 75% af kostnaðarveröl íbúðanna. Að síðustu er svo lagt til (í 5. gr.) að lögin öðlist þagar gildi. Breytingartillögur þeirra Hall- dórs og Vilhjálms eru þessar: i/ Á eftir 1. gr. komi ný gr. (verður 2. gr.), svo hljóðandi: 3. gr. laganna oró'ist svo: Tekjur sjóðsins eru: 1. Ágóði af happdrætti dvalar heimilis aldraðra sjómanna sam- kv. ákvæðum þar um í lögum um happdrættið. 2. Framlag ríkissjóðs 15—25 millj. kr. árlega skv. fjárlögum. 3. Frjáls framlög eða aóVar tekjur, sem til kunna að falla. 4. Vaxtatekjur. fý 5. gr. (verður 6. gr.) orðist svo: Lög þessi öðlast þegar gildi, en veita skal fé úr ríkissjóði í fyrsta sinn skv. fjárl. 1972. TAKA SÆTI Á ALÞINGI Tórnas Árnason. EB—Reykjavík, mánudag. Tómas Árnason, L varaþing- maður Framsóknarflokksins I Austurlandskjördæmi, hefur tekið sæti á Alþingi í stað Ey- steins Jónssonar, og ennfremur hefur Steingrímur Hermanns son, 1. varaþingmaður Fram- lóknarflokksins í Vestf jarðakjör dæmi, tekið sæti á Alþingi í stað Bjarna Gnðbjörnssonar. Steingrímur Hermannsson. Daníel Á'þistínusson, fyrsti varaþingmaður Framsóknar- fL í Vcsturlandskjördæmi, tók í (teg sæti á Alþingi, í stað HaSdórs E. Sigurðssonar, sem verða mun frá þingstörfum um nokkurt skeið. Daníel Ágústínusson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.