Tíminn - 24.02.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.02.1971, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 1971 TIMINN f öðru vatnsglasinu hér á myndlnni er heitt vatn, og hinu kalt. Má greini- lega sjá, hversu gruggugt kalda vatniö er. (Tímamynd Gunnar) Kolmórautt vatu í fjölbýlishúsi SJ-Reykjavík, þriðjudaig. íbúarnir í sambýlishúsinu nr. 26, 28, 30 við Háaleitisbraut hafa að sögn átt vi&' sikort á köldu vatni að stríða undanfarin ár. Lirf ur skorkvikinda hafa hvað eftir annað fundizt í drykkjarvatni, og vatnið, sem inn í húsið kemur er stundum kolmórautt. íbúum finnst Vatnsveita Reykjavíkur lítt hafa sinnt kvörtumim sínum. í fyrra tók starfsmaður heilbrigðiseftirlits ins sýnishom af kvikindum, sem þá voru í vatninu. Voru þau send til rannsóknar á Tilraunastöd*ina á Keldum og reyndust vera regn- mýslirfur og bjöllulirfur. Sigrún Jónsdóttir og Halldór Pálsson, sem búa á efstu hæð á númer 30 við Háaleitisbraut, sögðu, að starfsmenn Vatnsveitunnar hefðu þá hreinsað út úr vatnsleiðslunni úti í götunni, en ekiki hreinsað út úr inntakinu í húsið. Hafa þau og aÖrir íbúar í húsinu hvað eftir annað kvartað um lítið kaldavatns rennsli í húsinu og um óhreinind in í vatninu, en þeim kvörtunum hefði Vatnsveitan í engu sinnt. Síðast á sunnudag fann Sigrún kvikindi í vatninu. í dag höfðu þau samband við Vatnsveituna og Skrifstofu borgarlæknis, en á hvorugum staðnum var aðstoð að fá. AUir starfsmenn voru öðru að sinna. Fengu þau hjónin þá Guðmund Friðþjófsson, pípulagn ingamann, til að hreinsa út inn- takið í húsið. Höfðu ósköpin öll af moldarkenndu efni komið með vatninu, sem hann hleypti út, þeg ar blaðamaður og ljósmyndari Tímans komu þangað í dag. Sagð ist hann hafa hleypt fleiri tonn um af vatni og gruggi út úr inn- takinu. „Ég tel, að vatnió' í borg inni hljóti að vera óhreint", sagði Guðmundur. „Þetta er ekki ein- angrað við eitt hús.“ Guðmund ur hefur kynnzt ýmsu áður i sam bandi við vatnsveitu borgarinnar en hann fann fyrir nokkru heilan 3ax úr vatnsleiðslu í húsi í Hlíða hverfinu. Þóroddur Th. Sigurðsson sagði í viðtali við blaðið í dag, að engin kvörtun hefði borizt til sín, og þekkti hann því ekki til mála- vaxta. Á skiptum milli þrýsti- svæða í vatnsveitukerfi borgarinn ar myndast hins vegar botnlangar og þar gæti safnazt fyrir kísilgúr, sem veró'ur brúnleitur af ryði. Eins væru gömul setlög og sand ur í kerfinu, sem gætu losnað, slíkt kæmi alltaf fyrir öðru hverju. Þetta væri þó ekki skýr ing á litlum þrýstingi á vatninu, en hann hefði ekki heyrt um slíkt á þessu svæði í borginni. Þóroddur fullyrti að hins veg ar væru engin óhreinindi í vatns bóli borgarinnar, sýnishorn af vatninu í þeim væru nú að jafn aði tekin tvisvar í mánuði eftir að brunnunum hefc/i verið vandlega lokað og þeir afgirtir. Þórhallur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits in§, sagði, að starfsmenn eftirlits ins tækju strax og kvartanir bær ust um drykkjarvatn, sýnislhom í viðkomandi húsi og tveim þeim næstu. Hann vissi ekki til að kvörtun hefði borizt frá þessu húsi við Háaleitisbraut, en málið yrði kannað og gæti hann gefið fyllri svör á morgun. GAF BORGARNESHREPPI STÓRTMÁL VERKASAFN EJ-Reykjavík, þriðjudag. Hallsteinn Sveinsson, smiður í Reykjavík, aflienti nýlega Borgar- neshreppi að gjöf málverkasafn sitt. í safninu eru urn 100 málverk eftir 40 málara. Þar á mcðal eru ýmsir þekktustu málarar landsins, svo sem Gunnlaugur Scheving, Framsóknarvisl á fimmtudag Framsóknarvist Framsóknar- félags Reykjavíkur verður að Hótel Borg n.k. fimmtudagskvöld kl. 8,30 síðdegis. Að vistinni lokinni flytur Bald- j ur Óskarsson, 4. maður á fram- j boðslista Framsóknarflokksins í j Reykjavík, ávarp. Markús Stefáns I son stjórnar framsóknarvistinni. Glæsileg kvöldverðlaun. Hljóm- sveit Ólafs Gauks leikur fyrir dansi til kl. 1 e.m. Miða má panta í símum 12323 og 24480, og er fólk hvatt til að tryggja sér miða í tíma, þar sem færri komast að en áður vegna húsnæðisins. Baldur Markús Svavar Guðnason, Sverrir Haralds son, Nína Tryggvadóttir, Jóhann Briem og margir fleiri. Er þetta hið verðmætasta safn, og óvíst að annað sveitarfélag eigi slíkt mál- verkasafn nema ef vera skyldi Reykjavík. Húnbogi Þorsteinsson, sveitar- stjóri í Borgamesi, tjáði blaóánu í dag, að listaverkum þessum hafi Halisteinn safnað á rúmum þresm ur áratugum. Auk málverkanna í safni þessu eru nokkrar afsteyp ur eftir Ásmund Sveinsson, mynd höggvara, en hann er bróðir gef andans. Safnið verður varðveitt í safna húsinu í Bongarnesi og er áform- að að halda á því sýningu í vor. Hallsteinn Sveinsson er Dala- maður að ætt, fæddur á Kolstöð- um í Mýrdölum, en dvaldist lengi í Borgarfirði. Yngvi Þorstejnsson magister hlaut 70 þúsund kr. styrk Aðalfundur styrktanmanna Minn ingarsjóðs uan Ármann Sveinsson fór fram á Hótel Sögu í gær. Á fundinum var Ingva Þorsteinssyni magister veittur 70 þús. kr. styrk ur, sem viðurkenning fyrir árang ursríkt starf á 3100*1 landverndar mála og til þess að semja ítarlega greinargerð um þróun og ástand landeyðingar og uppfoks og á grundvelli þess að gera grein fyrir líklegum leiðum til að sigrast á vandamálinu. Nokkur hluti málverkagjafarinnar. ((Liósmynd El) 3 50% hækkun eining- Iarverðs útflutnings en verð innflutnings hækkað lítið Þegar efnahagsþróunin síð- asta áratug og tekjuuppgrip þjóðarinnar þetta tímabil eru skoðuð ofan í kjölinn, kemur í ljós, að það er ekki metafli ár eftir ár, sem þyngst vegur þar, heldur er það verðlags- þróun í viöskiptalöndum, sem mestu hcfur ráðið. Stjórn efna hagsmála á íslandi hefur engin áhrif á verðlagsþróun í Amer- íku og Evrópu. f erindi, sem Erlendur Ein- arsson, forstjóri, flutti í við- skiptaráöi Lundúna um íslcnzk efnahags- og atvinnumál, sagði hann m.a.: „Eins og þegar hefur komið fram er það ekki aukið afla- Imagn, scm fyrst og fremst hef- ur staðið undir vaxandi þjóðar framleiðslu síðustu árin. Mest- an þátt í hagstæðari þróun s.L áratug er hækkað verð á fisk- afurðum á erlendum mörkuð- um. Einingarverð útflutnings- ins eru að meðaltali 50% hærri á árinu 1970 en þau voru árið 1960, en á sama tíma hafa einingarverð innflutnings ins hækkað tiltöiulega lítið.“ Otfærsla landhelg- innar Um landhclgismálið sagð! Erlendur: „fslendingar hafa vissulega aukið sókn sína á fiskimiðin kringum landið og það hafa aðrar þjóðir gert líka, þannig að veiðihlutfall íslendinga hef- ur ekki vaxið. Á síðustu 25 ár- um hefur þetta hlutfall í þorsk fiski verið 47—53%. fslending- ar hafa miklar ál yggjur af vax- andi sókn erlendra fiskiskipa á niiðin við ísland. Það er al- menn skoðun, að fiskistofnum sé nú mjög mikil hætta búin vegua ofveiði. Þcssi mál eru nú mjög á dagskrá á íslandi og munu cflaust verða ofar- lcga á lista í kosningabarátt- unni, en alþingiskosningar fara fram í júní n.k. AUir póli- tísku flokkarnir virðast sam- mála um, að tímabært sé að gera ráðstafanir í þessum mál- um fyrr en seinna. Nauðsyn- legt cr talið að tryggja for- gangsrétt íslendinga til fisk- » veiða við ísland, þar sem þeir 1 cinir eiga líf sitt undir þeim rétti. Verður þá um það að 3 ræða að stækka fiskveiðilög- g söguna út fyrir 12 mílur og tak | markið er að íslendingar ráði >, yfir öllu landgrunninu.“ I 10 fp.lt hærri | fjárfesting I fyrir hvert starf Um stóriðju- og iðnaðarmál- I in sagði Erlendur m.a.: ’f „Árið 1969 tók til starfa ál- bræðsla á vegum Alusuisse, sem notar nálægt hehninginn ; af allri raforku, sem framleidd er í landinu. Stækkun álvers- ? ins stendur nú yfir. Á árinu | 1970 nam útflutningsverðmæti | álbræðslunnar um 13% af Framhald á bl: '4,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.