Tíminn - 24.02.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.02.1971, Blaðsíða 2
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 1971 iHMSinrnös í STUTTU MÁLI oo o 18 i DSI Jón Sigurbjörnsson í hlutverki Hannibals. Síðasta sýningin á Herför Hannibals Fiimntudaginn 25. febrúar verður síðasta sýning á Her- för Hanníbals eftir Robert Sherwood í þýSingu ' Ásgeirs Hjartasonar. Herför Hanní- bals fjallar á gamansaman hátt um þann sögufræga at- burð, er hinn yfirburða snjalli hershöfðingi Hanníbal frá Karthagó sneri frá Róm, þeg- ar svo virtist sem hinn lang- þráði sigur væri framundan. Leikstjóri Herfarar Hanní- bals var Helgi Skúlason og leiktjöld gerði Steinþór Sig- urðsson. Leikendur eru fjöl- margir en í veigamestu hlut- verkum eru Helga Bachmann, Jón Sigurbjömsson og Stein- dór Hjörleifsson. Aðalfundur Danskennara- sambands íslands var haldinn sunnudaginn 31. jan. s. I. Á'kve'ð ið var að halda hinar árlegu sýningar D.S.f. dagana 28. marz og 4. apríl að Hótel Sötgu, en Danskennarasamibandið hef ur genigizt fyrir slíkurn skemmt unum s. 1. 4 ár. Á síðasta ári var ákveðið að D.S.Í. útskrifaði í framtíðinni danskennara, en nefndir höfðu verið skipaðar til að undirbúa prófverkefni. í maí s.l. luku tvær stúlkur fyrri hluta þessa prófs. Danskennarasamband fs- lands hefur nú starfacJ í 7 ár og eru meðlimir þess 18. Stjóm D.S.Í. Skipa nú: Ingitojörg Jó- hannsdóttir, Ingibjörg Bjöfns- dóttir, Guðbjörg Pálsdóttir. Unnur Arngríimsdóttir og Iben Sonne Bjarnason. -★-★- Breti kynnir sér mál hundavina á íslandi SB—Reykjavík, föstudag. Hundavinafélagið hélt aðal- fund sinn á miðvikudaginn að Hótel Sögu. Fjölmenni var á fundinum og þar kom fram, að þegar undirskriftasöfnun nm takmarkað hundahald fór fram í vetur, hafi um 6 þúsnnd manns skrifað undir. Rætt var á fundinum, að leita aðstoðar hundavinafélaga í nágrannalönd um og fram kom, að væntan- legur er brezkur maður, sem þar hefur ræktað ísl. hunda. Ætlar hann að kynna sér mál hundavina hér. í fréttatilkynningu frá Hunda vinafélaginú segir: „Fundurinn vottaði Dýra- verndunarfélagi Reykjavíkur þakklæti sitt og alveg sérstak- lega formanni þess, Marteini M. Skaftfells fyrir skelegga og einarða baráttu fyrir málstað hundavina. Jafnframt sam- þykkti fundurinn einróma að víta stjórn Dýraverndunarsam- bands íslands fyrir þá fudðulegu afstöðu, sem hún tók í umsögn sinni tU borgaryfirvalda varð- andi hundahald. En sú umsögn skilst ekki á annan veg en þann, að það skuli teljast til dýra- verndar að drepa alla þá hunda, sem fólk hefur á heimilum sín- um og annast af kostgæfni og alúð. Slík samtök sem hér um ræðir ætbu að vera minnug orða dr. Konrad Z. Lorenz, sem manna mest hefur rannsakað atferli og sálarlíf dýra, en álit hans á hundahaldi í þéttbýli er eftirfarandi: „Þér skuluð ekki halda að ómannúðlegt sé að hafa hunda í borgum. Hamingja hundsins er framar öllu undir því komin, hve mikið þér getið verið samvistum við hann, og hve oft hann getur fylgt yður á gönguferðum . . .“ Hunda- vinafélagið telur einmitt hlut- verk sitt vera það, að vinna að slíku sambandi manns og hunds og vernda það samband.“ Stjóm félagsins skipa nú: formaður Óli Páll Kristjánsson ljósmyndari, varafonnaður Jakoto Jónasson læknir, ritari Guðmundur Hannesson Ijós- myndari, gjaldkeri Álfheiður Guðmundsdóttir húsfrú og með- stjómendur Sigurður Þ. Guð- mundsson læknir og Ásgeir Hannes. Eiríksson. s - ★ -★ - Námskeið f greiðslu- áætlunum á vegum Junior Chamber SB-Reykjav£k, þriðjudag. Junior Ohamber í Reykjavfk, var stofnað 14. nóvember 1967 og 8. desemtoer sama ár. var Landssamband Junior Chamb er á fslandi stofnað. JC-hreyf ingin starfar í 80 þjóðlöndum og félagar em um hálf millj- ón á aldrinum 18—40 ára og er þetta fjöimennasta hireyfing ungra manna í heiminum. Juni or Ohamber er hagsmunafélag, sem styður ekki góðgerðar- eða framfaramál með f jársöfnun. Junior Ohamber-hreyfinigin var stofnuð í Bandairikjunum árið 1915, og alþjóðasamtoandið 1944. Tilgangur Ihreyfingarinn ar er að gefa ungu athafna- fólki kost á auknum kynnum, samstarfi og stjórnþjálfun. JC í Reykjavík hefur frá stofnun þess lagt ríka átoerzlu á kennslu í fundarsköpum og ræðumennsku. Undanfarin 3 ár hafa verið haldin stjórn þjiálfunamámskeið innan fé- lagsins og hafa sótt þau bæði yngri og eldri félagar. námskeið hefur verið haldið á þessu ári og um mánaðamotin hefst nýtt námskeið í fundar sköpum oig í marz verður nám skeið i greiðsluáætlunum, því mieiri hluti félagsmanna er úr verzlunarstétt. Al'.t starf JC |||| fer fram í nefndum og eru nú 6 nefndir starfandi, sem allar vinna að ákveðnu verikefni. Hádegisverðarfundir eru : haldnir hálfsmánaðarlega og mikil áherzla er lögð á, að á hverjum þeirra sé góður ræðu , j rnaður, sem heldur fróðlegt er-|" ' indi. A fundinum. sem haldinn var í dag í f>j ótTleikhús'kj allar anum, talaði Óttar Möller, for stjóri um samgöngumiál og svaraði fyrirspurnum fundar- manna. Landssamband JC félaga hér lendis hefur aðsetur í húsa- kynnum Verzlunarráðs íslands, Laufásvegi 36 Reykjavík. ★ — ★ mm ★ - Ruth Reese KYNNIR NEGRATON LIST OG LJÓÐLIST FB—Reykjavík, þriðjudag. Norræna húsið hefur fengið hingað til lands þekkta sörug konn, Ruth Reese. Húm er af bandarískum uppruna, en er gift norsfcum manni og er bú- sett i Noreigi. Ruth Reese hef ur árum saman litið á það sem hlutverik sitt að miðla upplýs inginn uim forfeður sína og þau menningarfomi, sem sköpuðust meðal þeirria, eftir að þeir stigu á land í Ameríku sem ánauðugir þrælar. Hefur hún því ferðazt um með tónlistar- rabbið „Tónlistarsaga banda- rískra blökkumanna í 360 ár“ og kirfcjutónleikaefnisskráma ,,Ævi Jesú í ijósi negra- sálma.“ Ruth Reese mun koma þrí vegis fram opintoerlega á með- an hún dvelst hér. Fimmtudag inn 25. febrúar kl. 20,30 rekur hún tónlistarsögu blökkumanna í Bandaríkjunum i 360 ár í Norræna húsinu. Á sunnudag- inn, 28. fetorúar kl. 20.30 helá ur Ruth Reese kirkjutónleika í Háteigskirkju, og á efnis skránni er Ævi Jesú í ljósi negrasálma. Söngkonan hefur samið inngangsorð og skýring ar, sem Gunnar Bjömsson, stud. theol flytur. Þá má geta þess, að söng- konan hefur samið nýja efnis skrá, sem hún vonar að eigi jafnmiikið erindi á leiksviðið og í hljómleikasalinn. /Er þar um að ræða negratónlist, ljóðalest ur úr verkum nokkurra hlökku manna, sem eignazt hafa sess í bandarískri bókmenntasögu, t.d. Paul Laurences Dunbars, James Weldons Johnsons og Langstons Hughes. Á ménudag inn, 1. marz, kl. 20,30 mun Ruth Reese koma fram í Iðnó syngja negrasöngva og lesa úr verkum blökkumannanna, und irleik annast Carl Billich. Miðar að tónleikunum í Nor ræna húsinu og í Iðnó eru seldir í aðgöngumiðasölu Iðnó kl. 14 til 20:30 daglega. Það er allkunna að læfcnar eru þöglir um starf sitt o>g hafa eflaust aMtaf verið, enda vitnað títt í gamla venju sem minnir á trúnað kaþólskra presta við sóknarbörn, sem skrifta. Þveröfugt á þennan trúnað ko-rna svo krossferðir nútímans gegn sjúk-1 dómum í áikveðnum líffærum, sem fá á sig kynjaúiyndir í meðförum fjöimiðla og leikmanna, sem vilja l'áta gobt af sér leiða. Nú er í vænd- um ein uppáfcoma í þessum efnum, sem nefnist hjartavika Evrópulanda. Samciningin um Evrópuhjartað er slíkri einlægni bundin, að jafnvel Rússland hefur boðað þátttöku, og afturúrlönd eins og Túnis og Aigier. Sjónvarpsmynd um hjartað er ‘aiin eiga að ná tii 300 milljóna manna. Þar er réttilega fjallað um kransæð- stífluna, og nefnist myndin Plóga tuttugustu aldarinnar. Nú er margt á reiki um ástæður fyrir hjartakvill- um og þess vegna getur verið erfitt um vik að benda á eitt einstaikt at- riði, sem t.d. veidur kransæðastíflu. Öðru máli gegnir um tiivik eins og iungnakrabba, þar sem sannað t -,ð reykingar eru valdar að honum. Þó skiptir þesfcta ebki meginmáli, reldur hitt, að hin almenna umræða um sjúkdónia leysir efcki annan vanda en þann að benda fóllki á að gæta ' heiLsunnar. Hitt vegur þungt, að j fóllk er nært á óttanum við óum- j flýjanleg endalok, sem er dauðinn ' sjálfur, friðsamur eða erfiður eftir atvikum. Eflaust hefur siðvenjan um að læknar töluðu sem minnst um sjúkdóma nema í sínum hópi, sprott- ið af þeirri fullvissu, að óttinn lækn- ar engin mein. i Græða á þvi að selja dnuðann. En liátum gott heita, fyrst lærðir menn vilja eyða tíma sínum i að áiminna fólk um heillbrigt iiferni. Kínverjar mega gjöra svo v»l að hlaiupa út í húsagarða sina á morgn- ana og iðka morgunæfingar sér tii heilisu'bótair. Sú aithöín er tenigd eins- konar samiblandi af föðuriandsást og pólitískri trú. Þessu tvennu er beitt fyrir viaigninn til að fá fólfcið tíl að hlýða kialfli heiltorigðinnar, Hér á Vesturlöndum, þar sem Evrópuhjart- að sleer, mundi sú rfkisstjóm vera álitin vitlaus, sem skipaði þegnunum að sprifcl'a sér til heiisubótar í svo sem tíu minútur á hverjum morgni. Það væri talin skerðing á frelsi ein- stakilingsins o.s.frv. Nú hafa lætkn- ar margsinnis ben,t á ýmislegt athæfi í fari manna, sem leitt getur þá til dauða áður en eðlilegir hrörnunar- sjúlkdómar ná að vinna verk sitt En þeir aðilar, sem gætu skipuiagt and- stöðuna við ótímabæran daui' r'kis- vaildið sjálft, virðist vera þess alls ómegnugt að koma læknum tíl hjálp- ar. Læknasamtök ýmiskonar verða því að fara venjulega leið á upplýs- ingamarkaðinn og hamast þar sem áróðursmenn fyrir sjálfsögðum hlut- um, og láta síðan ráðast hverjir hlýða. Sagt er að menn Koluimbusar hafi skipl á syfilis og lóbaki Þar borgaði hver fyrir sig. Síðan hefur þótt sjállfeagt að liæfcna kynsjvikdóm- inn, en tóbafcsnautnin hefur orðið gróöavegur, sem hefur skilað ó- mæidu fé í rfkissjóði ótelijandi lianda. Og nútímaþjóðfélög ballia á enn fleiri nautnir, sem flestar eru lifshættu- legar i breiðri merkingu þess orðs. Ef einhver alvara fylgdi máli væri áróðurskaileiiburinn tekinn frá lækn- um. Sanmað hefur verið að tóbakið er manninum einna mestur bölvald- ur fyrir utan óhóflegt áfengi. Slík- um morðingja mætti vísa úr landi, eða leggja hann niður við trog. Þá sæist einhver áramgur. Til að sýna lit er verið að burðast við að banna auglýsingar á tóbaki, sem er hlægi- leg lausn, þegar haft er í huga, að tóbak er líklega það eina sem fæst næstum allan sólarhringinn víðast hvar. Ef ríkisstjórnin bannaði inn- flutning á tóbafci, þá mætti telja að barátta læbnanna hefði einhvern áramgur borið. Em þá taia peningarn- ir, og þeir tala hærra en allir læknar heimsins samanlagt. Lækmar geta þvi ekki annað en haldið áfram að hamra á ýmiskonar lífshættu með orðalagi, sem hæfir færustu •’uglýs- endum. A eftir hjartaviku Evrópu- landa rnætti vel hugsa sér að fram- takssöm samtök íslenzk auglýstu eitthvað, sem héti lungnamánuður Norðurlands eða gallblöðrudaigur Suðurlands, að ekki sé talað um skeifugarnavilku Reytkvíkinga. N Svarthöfði. Skákkeppnin Svart: Taflfélag Akureyrar: Jóhann Snorrason og Margeir Steingrímsson. vaD0380H ’&itílS^II 8 A r r y ' - £ ug ^ 05 o> ém * !V:í. - fm, mm m ii&pAi ■ abcdepgb Hvítt: Taflfélag Reykjavíkur: Gunnar Gunnarsson og Trausti Björnsson. 21. leikur svarts: De7—£8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.