Tíminn - 25.02.1971, Blaðsíða 6
6
i
TIMINN
FIMMTUDAGUR 25. febrúar 1971
!>ðvum fólksflóttann
með þ A' . IVI aö f lytji ) nýjar
wmm fÉÉl^ m ir inn í sveitirnar
VeSráttan og kalið
Samkvæmt veðurathugunum
er 30 ára tímabilið frá 1931—
1960 hið hlýjasta á þessari öld.
Þriðji áratugurinn var einnig
góður. Tveir vetur kvöddu þá
með fyllsta sauðgróðri, 1923 og
1929. Voráfelli komu þó bæði
árin í byrjun maí, en sakaði
ekki, svo var gróauðinn mikill.
Undanfarin ár hefur veður
kólnað til muna. Það er mjög
örlagaríkt fyrir landbúnaðinn,
þegar meðalhitinn lækkar um
eina gráðu. Slíku hitafalli fylg
ir kal nærri undantekningar-
laust. Þar sem landbúnaðurinn
byggist nær eingöngu á gras-
rækt, valda kalárin bændum
þungum búsifjum og þeim mun
meiri sem ræktunarlöndin eru
stærri. Áður fyrr bjargaði
eng j aheyskapur, þegar tún
voru kalin. Nú líta fáir bænd-
ur við engjum. Á undanförnum
árum hafa einstaka framtaks-
samir bændur sótt engjahey-
skap meira að Segja um langa
vegu, jafnvel landshorna milli,
með allgóðum árangri. Slíkt er
þakkar- og virðingarvert. Sann-
ast að segja er ekkert hag-
fræðilegt vit í að forsmá góð
engjalönd séu þau nærtæk og
véltæk. Gras, sem sprettur án
alls tilkostnaðar, er fundið fé
og gott og hollt fóður. Hér
verður ekki rætt um orsakir
kalsins, slíkt stórmál, sem það
er. Bændur renna vonaraugum
til vísindamanna í því vanda-
máli. En vafalaust hafa bænd-
ur eitthvað til mála að leggja
á þessu sviði og er sjálfsagt
þess vert að hlusta á þeirra
mál.
Mestöll ræktunin var gerð á
góðæristíma, þegar öll jörð
kafspratt, sem fékk nægilegan
áburð. Það kemur á daginn, að
þegar kólnar í ári, að til rækt-
unarinnar hefur ekki verið
vandað sem skyldi. Framræsl-
unni er víða ábótavant og yfir-
borðsvatnið laust og frosið
liggur á túnunum langtímum
saman og ógnar öllum gróðri.
Bjargráðasjóður
Um allar aldir urðu bændur
að standa undir veðurfarsáföll-
um af eigin rammleik. Fram-
sýnir menn sáu í byrjun þess-
arar aldar, að við svo búið
mátti ekki standa og stofnuðu
Bjargráðasjóð íslands með lög
um 1913. Sjóðurinn var að von
um lengi ósjálfbjarga fjárhags
lega og því lítið meira en nafn-
ið eitt. Hann hafði mjög litl-
ar tekjur og varð því lítt til
bjargar. Upphaflega var aðal-
hlutverk hans að koma til
hjálpar, þegar náttúruhamfar-
ir geysuðu, sem urðu mönnum
til mikils tjóns. En þrátt fyrir
það, að hinar tvær upphaflegu
deildir sjóðsins, Sameignadeild
og Séreignadeild, sýslu- og
sveitarfélaga, eru fyrir alla
landsbyggðina, bæði þéttbýlið
og sveitahéruðin, þá hafa bænd
ur notið sjóðsins fyrst og
fremst.
Það er aðallega síðustu 20
árin, sem sjóðurinn hefur ver-
Ræða Þorsteins Sig-
urðssonar, formanns
Búnaðarfélags ís-
lands við setningu
Búnaðarþings
ið nokkurs megnugur. En aðal-
þáttaskilin í starfi hans urðu,
þegar lög hans voru endursam-
in og aukin af stjórnskipaðri
nefnd 1965. Nefndin Lagði
mikla vinnu í þessa lagabreyt-
ingu, sendi meðal annars einn
nefndarmanna til Norður-
landa, bæði til Noregs og sér-
staklega til Svíþjóðar til að
kynna sér bótakerfistrygging-
ar fyrir hvers konar uppskeru-
bresti, sem þá.var nýlega tekið
til starfa þar. Það kom á dag-
inn, að þetta kerfi var að dómi
nefndarinnar svo viðamikið, að
það var okkur ofvaxið a@
koma því á fót og er meira að
segja fullstrembið fyrir Svía.
En vitneskjan um þetta bóta-
kerfi Svíanna varð þó til þess,
að nefndinni þótti augljóst, að
nauðsynlegt væri að færa út
starfssvið sjóðsins, vegna sér-
stöðu bændanna, með því að
stofna þriðju deild sjóðsjns,
Afurðatjónadeild til að bæta
bændum það tjón, sem bú-
stofnsmissi veldur þeim af völd
um sjúkdóma. Fjárhagslegur
grundvöllur Afurðatjónadeild-
arinnar er sá, að bændur
leggja henni til '4% af afurða
sölutekjum sínum, gegn jöfnu
framlagi úr ríkissjóði. Því skal
skotið hér inn í, að jafnframt
var Bændahallargjaldið lækk-
að, sem þessu nam. Hinn helm
ingur þess umdeilda gjalds fer
nú til Lífeyrissjóðs bænda. Þar
með er Bændahallargjaldið að
fullu afnumið og fer nú beint
til þarfa bænda, eftir þeim leið
um, sem hér er greint frá. Þyk
ist og mega fullyrða að ekki
verði vegið í þann knérunn
aftur.
Hér að framan hefur verið
sagt frá Afurðatjónadeildinni,
að vísu í mjög stuttu máli, ann-
ars er ekki kostur á þessari
stundu tímans vegna. Að því
hefur verið fundið, munnlega
af einstaka mönnum, að Bjarg-
ráðastjórn hafi ekki augiýst
sjóðinn, svo að margir bændur
viti varla um starfsemi hans.
Samt hefur lánastarfsemi hans
verið auglýst, bæði í dagbiöð-
um, sem ætla má að flestir
bændur kaupi og Frey. Það má
vera meira en lítið sinnuleysi,
ef bændur vita ekki deili á
þessari hjálparstofnun, sem er
búin að ausa út til bænda um
allt land hundruðum mill.ióna
króna. Eins og lagaákvæðin
eru um Afurðatjónadeild, þá
eru þau þannig, að aðeins ber
að lána vegna dauða búpenings
af völdum smitandi sjúkdóma,
en stjórnin hefur séð í gegn
um fingur við menn og lánað
út á tjón, sem orðið hefur
vegna mikillar vangæslu og er
þá vægt að orði komizt.
Mest er lánað vegna lamba-
láts og kúadauða. Það skal sér
staklega tekið fram, að þegar
sóttir koma f búpening er það
skylda að vitja strax dýra-
læknis og ber honum að fylgj-
ast með sjúkdómnum, svo að
hann geti gefið öruggt læknis-
vottorð, sem er eitt af skilyrð-
um fyrir lánum. Vottorð frá
oddvita, að rétt sé frá skýrt, svo
og ábyrgð hans fyrir hönd
hreppsins er ófrávíkjanlegt skil
yrði fyrir láni eða annarri fyr-
irgreiðslu.
Ég hef í höndum ítarlegt yf-
irlit yfir starfsemi sjóðsins, í
stórum dráttum þó, í s. 1. 15 ár.
En því miður er ekki tími til
að flytja það allt hér. Frá því
skal þó sagt hér, að á um-
ræddu tímabili, hefur sjóður-
inn lánað bændum aðallega úr
Afurðatjónadeild kr. 153.820.
118.00 og greitt í styrkjum kr.
33.719.042.00, samtals kr.
200.274.582.00. Af þessari fjár-
hæð hefur verið lánað og
styrkt á s. 1. 4 harðindaárum,
sem hér segir: Lán kr. 141.833.
600.00 og í styrkjum kr. 23.116.
580.00, samtals kr. 165.050.280.
00.
Til þess að geta innt þetta
af höndum hefur sjóðurinn orð
ið að taka lán handa Afurða-
tjónadeildinni sem hér segir;
Hjá Jarðeignasjóði
ríkisins kr. 20.000.000.00
Hjá Seðlabanka
fslands — 47.500.000.00
Hjá Landsbanka
íslands — 18.750.000.00
Til
fjölmargra
hluta
Nytsamlegar
-ÓDÝRAR -
BRIGGS&STRATTON
MILWÁUKEE. WIS . U.S.A.
Fjórgengis bensínvélar
Stæröir 3-14 hö.
SuðurUndJbraui 16'- Reykja.ik - Slamefni: »VoL»ar* - Slmi 36700
Hjá Búnaðarbanka
íslands — 18.750.000.00
Samtals kr. 105.000.000.00
Væntanlegar lántökur á ár-
inu 1971 kr. 20.000.000.00 =
125 millj. Vextir af þessu fé
eru nokkuð misháir, en sjóður-
inn mun verða að greiða í
vexti á þessu ári fullar 11
millj. krónur. Rétt frá sagt hef
ur sjóðurinn fengið þetta fé
að láni með fyrirgreiðslu ríkis-
stjómarinnar, landbúnaðar- og
fjármálaráðherra. Af þessu
yfirliti mega bændur sjá, að
hér er um mikið fjármagn að
ræða, sem bændur hafa fengið
með vildarkjörum. Þetta fé
þarf sjóðurinn að fá með skil-
um, bændur verða að muna
það og hreppamir að sjá sóma
sinn í að standa við ábyrgðirn-
ar ef lántakendurna ber upp á
sker.
Fiskirækt í vötnum
landsins
Þá vil ég minnast á mál, sem
ég ræddi lítils háttar í fyrra
við setningu Búnaðarþings, en
það er fiskirækt í vötnum og
tjörnum um gervallt ísland.
Stjórnin mun leggja þetta mál
fyrir Búnaðarþing. Flest þessi
stöðuvötn era annað hvort fisk
laus eða fiskilítij, Á sumum
fiskilausum stórvötnum liggja
þau ummæli, að í þeim geti
enginn fiskur þrifizt eins og
t. d. eitt stórvatn hér í grennd,
Kleifarvatn. f það vora látin
seiði fyrir nokkrum áram, sem
nú era orðnir allvænir fiskar.
Þar með er afsönnuð þessi
gamla bábilja um dauðu vötn-
in. En til þess að eitthvað vinn
ist á í þessu máli, þarf Búnað-
arfélag íslands að fá í sína
þjónustu fiskiræktarráðunaut.
Hann á að ferðast um landið
annað hvort eftir pöntun frá
bændum eða eftir áætlun B. f,
rannsaka hvar era beztu skil-
yrðin fyrir slíkri ræktun og
koma henni af stað, þótt í smá-
um stíl sé fyrst, þar sem áhugi
manna er mestur og skilyrðin
bezt. Þetta er tvímælalaust
stórmál fyrir mikinn fjölda ís-
lenzkra bænda. En þetta er
líka geysimikið verkefni. Og
áreiðanlega getur þetta orðið
drjúgur tekjustofn fyrir flesta
bændur landsins, þegar fram í
sækir. Fiskarnir í tjörninni
verða þá nýr bústofn fóðraður
að einhverju leyti eftir vísinda-
legum reglum, og þessi búfén-
aður verður ekki háður vorhret
um eða klakabrynju vetrarins,
sem veldur kali og grasleysi.
Þá verður gott að ganga í veiði
tjörnina eða vatnið og fá það-
an góðan tekjustofn. Það verð-
ur enn betra en að fá harðæris-
lán úr Bjargráðasjóði, þó góð
séu. Til vonar og vara tek ég
það fram, að hér er hvorki um
óraunsæar hyllingar að ræða
fyrir mér eða gamanmál, held-
ur fyllstu alvöra, og ég skal
færa rök fyrir því. En fyrst vil
ég geta þess, til að fyrirbyggja
hugsanlegan misskilning, að ef
einhver skyldi ætla, að Búnað-
arfélag íslands vilji hlaupa
fram fyrir Veiðimálastofnun
ríkisins og Veiðamálanefnd í
fiskirækt. Því fer fjarri. Við
viljum einmitt ganga í lið með
þessum stofnunum og njóta
þeirra leiðbeininga og aðstoð-
ar á allan hátt til þess að þetta
komist í gang. En ég vil leit-
ast við að færa rök fyrir því,
að hér er ekki um neitt hé-
gómamál að ræða. Það lítur út
fyrir að innan skamms verði
stór vöntun á vatnafiskum.
Norður-Ameríka, einkum Kan-
ada, hefur verið vatnafiska-
náma. Og hvernig er nú að
verða umhorfs þar? Þannig að
allur fjöldi hinna geysistóru
fiskivatna era annað hvort orð