Tíminn - 25.02.1971, Blaðsíða 9
ÍTMMTUDAGUR 25. febrúar 1971 TIMINN 9
j—itwritm—
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKBRINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og
Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Rit-
stjórnarskrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif.
stofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasími:
19523 Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00
á mánuði innanlands. í iausasölu kr. 12,00 eint — Prentsm.
Edda hf.
28 stiga ránið
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta koma til fram-
kvæmda það ákvæði nýrra laga, sem voru knúin með
miklum hraða gegnum þingið, að fyrstu sex mánuði
þessa árs megi innheimta fyrirfram upp í væntanlega
skatta þessa árs 60% af sköttum síðastl. árs, en sam-
kvæmt fyrri lögum mátti ekki innheimta fyrirfram nema
50% af gjöldum næsta árs á undan.
Samkvæmt þessu verða skattgreiðendur að borga fyrri
helming þessa árs verulega meira í skatta en orðið hefði
að óbreyttum lögum. Þessi hækkun verður þó vart nema
brot af því, sem skattgreiðendur mega eiga von á siðari
hluta ársins, ef fylgt verður ákvörðun ríkisstjórnarinnar
um skattvísitölu þessa árs. Þá mun skattgreiðsla síðari
hlpta ársins aukast mörgum sinnum meira en fyrri hluta
ársins. Verði skattvísitölunni ekki breytt á Alþingi, er
nokkum veginn augljóst, að skattþegar munu margir
hverjir greiða 40—50% meiri skatta á þessu ári en í
fyrra, og þó einkum þeir, sem hafa miðlungstekjur og
lægri.
Þessi mikla skattahækkun stafar af tvennu. í fyrsta
lagi því, að ríkisstjórnin hefur ákveðið skattvísitöluna
168 stig eða 28 stigum lægri en hún ætti að vera, ef
fylgt hefði verið framfærsluvísitölu. í öðru lagi stafar
þetta svo af því, að launafólk fékk kjaraskerðingu
undanfarinna ára bætta með talsverðri kauphækkun
á síðastl. ári. Sú kauphækkun mun hjá langflestum
lenda í 48—57% skatti (tekjuútsvar og tekjuskattur
samanlagt), ef skattvísitölunni verður ekki breytt frá
því, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið hana.
Þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda, var það eitt
höfuðloforð hennar, að hún myndi ekki skattleggja al-
mennar launatekjur. Alþýðuflokkurinn þakkaði sér alveg
sérptaklega þetta fyrirheit. Nú blasa við þær efndir á
þessu loforði, að ákveðið hefur verið að ræna launþega
28 skattvísitölustigum og knýja þannig fram, að láglauna-
fólk verði í flestum tilfellum skattlagt eins og um há-
tekjumenn væri að ræða.
Á það mun væntanlega reyna áður en þingi lýkur,
hvort stjórnarflokkarnir halda fast við þennan ásetning.
Alveg sérstaklega mun fylgzt með því, hver afstaða Al-
þýðuflokksins verður þá. Hann bar einu sinni hag lág-
launafólks fyrir brjósti. Hér mun m. a. fást úr því skorið,
hvort hann er í einu og öllu horfinn frá fyrri stefnu
sinni.
Þeir eru í náðinni
Stjórnarflokkarnir hafa með ákvörðun sinni um skatt-
vísitöluna sýnt, að þeir ráðgera að svipta launafólk og
aðra skattgreiðendur 28 skattvísitölustigum. Ætlun
þeirra er þó ekki, að hér sitji allir við sama borð. Ríkis-
stjórnin hefur lagt fram á Alþingi skattafrumvarp. Höf-
uðefni þess er að gera arð af hlutabréfum skattfrjálsan
að verulegu marki. Jafnframt á að þvinga fyrirtækin tjl
að greiða meira fé í arð en áður Hlutabréfaeigendur
eru þó áreiðanlega langflestir sæmilega efnum búnir.
Samt ætlar ríkisstjórnin að hlynna að þeim meðan
þrengd eru kjör allra hinna. Hlutabréfaeigendur eru
vissulega í náðinni hjá forustumönnum stjórnarflokk-
anna.
Ótrúlegt er annað en slík mismunun verði mörgum
eftirminnileg. — Þ.Þ.
GEORGE McGOVERN öldungadeildarþingmaður:
Afstaðan til Kínverja hefur
byggzt á algerum ósannindum
Bandaríkin verða að taka upp gerbreytta stefnu.
George McGovem, öldunga-
deildarþingmaður frá Suður-
Dakota, er fyrsti leiðtogi
demokrata, sem hefur gefið
kost á sér til að vera í fram-
boði fyrir þá í forsetakosn-
ingunum 1972. McGovem hef
ur þegar hafið baráttuna fyr-
ir framboði sinu af miklu
kappi og hefur haldið ræð-
ur víða um Bandaríkin und-
anfamar vikur. Ilann hefur
í ræðum sínum lagt mikla
áherzlu á, að Bandaríkin
flyttu sem fyrst allt herlið
sitt frá Víetnam og ger-
breyttu afstöðu sinni til
Kína. Þessi málflutningur
hans virðist hafa fengið góð-
ar undirtektir. New York
Times birti nýlega þann út-
drátt úr einni ræðu hans,
sém hér fer á eftir.
ÝMISKONAR óskýrleiki og
skröksögur hafa villt um fyrir
okkur undangengna tvo áratugi
og truflað framkomu okkar við
Kína á meginlandinu og afstöðu
okkar til þess. SögusagnLr þess-
ar og óttinn, sem þær hafa vald
iO, kunna að vera háskalegustu
og dýrustu ósannindin, sem
álirif 'hafa‘ haft’ á 'oípiribera
stpfnu Bandaríkjamanna.
!ÞeS§frfð&finiridi l'Kafá,iráðiðí
tnestu um einangrun 800 millj-
óna þjóðar, meira en fjórðung
alls mannkyns. Þær hafa einnig
valdið því, að Bandaríkjamenn
íafa tekið allt aðra afstöðu og
brugðizt á annan veg við en mik
ill og stækkandi hluti almenn-
ings annars staðar. Þau hafa
ennfremur hindrað verzlunar-
vi'ðskipti, stjórnmálaviðurkenn-
ingu og önnur eðlileg samskipti,
sem eiga að setja svip sinn á
sambúð þroskaðra þjóða.
ÞESSI ósannindi hafa knúið
Kínverja til að tortryggja
Bandaríkjamenn og vera þeim
fjandsamlegir. Þau hafa gert ná-
lega ókleift að koma á heil-
brigðu og eðlilegu ástandi, sem
ríkisstjórn Nixons viðurkennir
jafnvel að hljóti þó og vexði að
komast á að lokum, og þar
stendur þó við stjórnvöl sá, sem
miklu hefur ráðið um ruglun
okkar.
Ósannindin valda því einnig,
að við snúumst öndverðir gegn
illri þjóðernislegri framsækni
hvarvetna í Asíu, og hafa knúið
Bjkkur til bandalags við rikis-
itjórnir, sem forsmá grundvall-
irkenningar lýðfræðis, frelsis og
ijálfstæðis, en á þeim grunni
>r þó tilvera okkar sem þjóðar
Ipinmitt reist.
Þessi ósannindi hafa tvívegis
att okkur út í umfangsmikla
styrjöld og 100 þúsund Banda-
ríkjamenn hafa fallið í Kóreu
og Vietnam. Þessi tala heldur
sífellt áfram að hækka og eyði-
leggingin virðist aldrei ætla að
enda.
VIÐ verðum umsvifa- og tafa-
laust að brjótast undan oki
þeirra ósanninda, sem hafa
fjötrað hugsun okkar jafnlengi
og raun ber vitni og komið jafn
MCGOVERN
miklu illu til leiðar og ásannazt
hefir.
Við litum svo á árið 1949, að
valdhafarnir í Peking hefðu
sölsað undir sig völdin í land-
inu um stundarsakir, og stefna
okkar er enn í dag byggð á þess
ari skoðun. Við erum enn að
bíða væntanlegrar endurkomu
.. Chiang Kai-sheks eða eftirkom-
enda hans. Við virðumst gera
a3(pá® fyxir, að hjujn og tvær piillj-
ónir fylgismanna hans á Tai-
wan nái þá og þá með einhverj-
um undarlegum hætti yfirráð
um yfir mannmergðinni á meg-
inlandinu, en hún hrakti hann
á burt fyrir mörgum árum.
Þetta er blátt áfram sagt ekk-
ert annað en hrein fjarstæða.
Við stofnuðum SEATO (So-
utheast Asia Treaty Organiza-
tion), við réðumst inn í Viet-
nam og erum þar enn. Þessu
olli annar misskilningur, eða sá,
að Kínverjar ætluðu að leggja
nágranna sína í Asíu undir sig
og gætu drottnað yfir þeim.
Þetta er „domino-kenningin“,
„gula hættan“ hans Deans
Rusks, eða sú framtíð, sem Ag-
new varaforseti lýsir, þegar
hann talar um „flóðölduna frá
Rauðu-Peking, sem svelgir alla
Asiu og suð-austur Asíu“.
ÞAÐ er sannarlega orðið tíma
bært a® við reynum að líta Kína
og Kínverja réttum augum.
Það er nauó'syn vegna þess í
fyrsta lagi, að atferli okkar
sjálfra og afstaða okkar til hins
ímyndaða Kina hefir gert okk-
um sjálfum miklu meiri óleik
en Kínverjar gátu eða gætu
nokkurn tíma gert okkur í raun
og veru. Við verðum í öíru
lagi að gera þetta vegna þess.
að stefna okkar og afstaða býr
til nýjar hættur í stað þess að
snúast til varnar gegn þeim
vandkvæðum og hættum, sem
um er að ræða í veruleikanu„i
Við verðum í þriðja lagi að
gera þetta vegna þess, að nú ei
að hefjast nýtt tímabil, og þá
geta afleiðingar þess, að balda
áfram að reyna að umkringja
Kína, einangra það og lítils-
virða, orðið ef til vill enn hi ttu
legri og dýrari en afleiðingarn-
ar af skyssunum, sem við höf-
um gert til þessa.
ÉG KEMST því ekki hjá að
drepa á nokkur atriði, sem hafa
verður fyrst og fremst í huga
þegar fjallað er um afstöðuna
til Kína.
1 fyrsta lagi eigum við að
hverfa frá öllum fyrirætlunum
um að koma upp eldflaugavarna
kerfi, sem hefði það hlutverk
að gera óvirkan þann kjarnorku-
búnað, sem Kínverjar eru í
þann veginn að koma sér upp.
Við þurfum ekki á að halda
varnakerfi gegn Kínverjum og
uppsetning þess hlyti að stór-
spilla horfunum á samningum
um hetnil á kjarnorkuhervæð-
ingu.
I öðru lagi ættum við að
reyna að afla okkur sömu að-
stöðu til verzlunar við Kín-
verja og við höfum til verzlun-
ar við Sovétmenn og ríki komm
únista i Austur-Evrópu. Við-
skiptabann okkar hefir fyrst og
fremst bitnað á okkur sjálfum.
Þar höfum við misst af mjög
svo miklum sölumöguleikum fyr
ir framleiðsluvörur okkar, en
Japanir og fleiri þjóðir treysta
aðstöðu sína á þeim markaði
meðan við stingum höfðinu i
sandinn og höldum að okkur
höndum.
í þriðja lagi ættum við að
reyna að koma ú ferða- og menn
ingarsambandi við Kínverja,
hefja þegar umleitanir í þessa
átt í viðræðum okkar við kín-
verska fulltrúa í Varsjá. Síðar
ætti að koma á beinum viðræð-
um við ríkisstjórnina í Peking
og gagnkvæmum heimsókmum
kínverskra og bandarískra vís-
indamanna, embættismanna,
blaðamanna og annarra slíkra
hópa.
í fjórða lagi verðum við að
taka aðildina að Sameinuðu
þjóðunum til hispurslausrar at-
hugunar. Bandaríkjamenn ættu
þegar í stað að hefjast handa
og vera búnir fyrir næsta alls-
hérjarþing að tryggja meiri-
hlutafylgi við aðild Kína að
Sameinuðu þjóðunum og
tryggja því jafnframt fastafull-
trúa í Öryggisráðinu.
í fimmta lagi ættum við að
athuga um gagnkvæma viður-
kenningu með svipuðum hætti.
Við getum ekki ákvarðað einir
um réttarstöðu Taiwan. Ég geri
mér vonir um að unnt verði að
fela Sameinuðu þjóðunum
vernd Taiwan, en ef til vill
mætti láta fai’a fram þjóðarat-
kvæðagreiðslu um það á Tii-
wan sjálfri. Við ættum þegar í
stað, hvað sem öðru líður, að
undirbúa opinbera viðurkenn-
ingu hins kínverska ríkis á meg-
inlandinu og reyna að koma á
stjórnmálasambandi við það.
BANDARÍKJAMÓNNUM hef
ir tekizt í tuttugu og firnm ár
að komast hjá styi-jöld við So-
vétríkin. Þetta tímabil hafa
fimm forsetar setið að völdum
í Bandaríkjunum, ýmist demo-
kratar eða republikanar. A
næsta áratug hlýtur að reyna á
það, hvort okkur tekst að halda
friði við annað upprennandl og
óvinveitt kjamorkuveldi.