Tíminn - 25.02.1971, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 25. febriíar 1971
ÍÞRÓTTIR
Sören Christensen, t.v. á myndinni varð Unglingameistari
badminton. Sigraði félaga sinn Viggo, t.h. í úrsiitum.
Danmerkur í
Sören sigraði Viggo í
úrslitum DM
Dönsku piltarnir Sören Christen
sen og Viggo Christiaiisen, sem
komu hingað í síðasta mánuði og
vöktu mikla hrifningu og aðdáun
áhorfenda og mótherja í leikjum
sínum, kepptu til úrslita í unglinga
meistaramóti Danmerkur í bad-
minton, sem fram fór um síðustu
helgi.
í badminton
í einliðaleik sigraði Sören
Viggo 15:11 og 15:3, en í tvíliða
leik, þar sem þeir léku saman töp
uðu þeir í úrslitum (13:8—15:7
—15:9). í tvenndarleik varð Sör
en einnig Danmerkurmeistari, en
þar komust Viggo og hans dama
ekki í úrslit.
„UEFA CUP“
— Er nýja nafnið á Borgakeppni Evrópu
Knattspy rnus amb and Evrópu,
TJEFA, hefur nú formlega tekið
við Borgakeppninni í knatt-
spymu, sem stofnuð var af Sviss-
lendingnum Eniest Thommen, ár-
ið 1955. Keppnin mun hér eftir
bera nafnið „UEFA Cup“ og hafa
nýjar reglur verið settar um þátt
töfcu í keppninni.
Verc/ur hér eftir aðeins einu liði
frá hverri borg leyft að taka þátt
í henni, og verður lágmarksfjöldi
frá hverju landi. í lok þessa mán
■fr Svo sem áður er kunnugt, er
golfkennari starfandi á vegum
Golfklúbbs Reykjavikur — Þor-
valdur Ásgeirsson, og kennir hann
í Suðurveri, Stigahlíð 45—47, alla
virka daga eftir hádegi — einnig
á öðrum tímum, eftir samkomu-
lagi. — Nú hefur verið ákveðið
að allir þeir félagar í GR, sem
greitt hafa félagsgjöld sín fyrir
árið 1971, fái frían kennslustíma,
og gildir það frá 15. íebrúar til
15. marz. Ættu því allir þeir, sem
þegar hafa greitt, eða ætla að
gera það á næstunni, að snúa sér
til kennarans. Þorvaldar, í Suður-
veri, sími eftir hádegi 85075, og
tryggja sér tíma. Aðstaða er fyrir
tvo í einu.
■& Nú eru net komin upp til æf-
inga í Golfskálanum i Grafarholti
og geta félagar því æft sig þar
eins og þeir vilja og þegar þcim
hentar. — flafið samband við Þor-
vald í síma 85075 e.h.
/
aðar heldur 7 manna nefnd, sem
UEFA hefur skipað, fund um
fleiri breytingar á fyrirkomulagi
keppninnar, en heyrzt hefur að
þá verði samþykkt m. a. að úr-
slitaleikir verði tveir, og þeir
leiknir bæði heiman og heima.
Fram hefur rétt til að taka þátt
í þessari nýju keppni fyrir ís-
lands hönd, sem lið nr. 2 í 1. deild
en Fram 'hefur einnig rétt til að
taka þátt í Evrópukeppni bikar
meistara, sem bikarmeistari 1970.
Ekki er enn vitað hvora keppnina
Fram velur. Ef félagið velur
„UEFA bikarinn" fer ÍRV í Bikar
keppni Evrópu, en ef Fram veiur
þá 'keppni, fer ÍBK í „UEFA-bik
arinn“, sem lið nr. 3 í 1. deild.
Eftir því sem íþróttasíðan hefur
fregnað hefur Fram haft meiri
áhuga á Borgakeppninni, þar
sem meiri möguleiki er á að fá
þekkt lið frá Bretlandseyjum sem
mótherja. Sá möguleiki minnkar
nú meö hinurn nýju reglum um
takmörkun liða, og má þá búast
við að Fram kjósi heldur að taka
þátt í Evrópukeppni bikanmeist
ara. — klp,
Allt fyrir
kvenfólkið!
Eins og við höfum áður sagt
frá, hefur Ármann stofnað fyrstu
kvennaknattspyrnudeildina á ís-
landi og eru æfingar þegar hafn
ar. Ármenningar láta ekki þar við
sitja, því nú hafa þeir einnig kom
ið af stað æfingum í körfuknatt
lei'k fyrir konur.
Er æfing einu sinni i viku í
Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á
þriðjudögum kl. 22,00 og eru þær
opnar öllum. sem áhuga hafa.
En það eru fleiri sem hugsa
um kvenf'Mkið en Ármenningar.
Fram hefur einnig komið á tímum
í körfuknattleik fyrir stúlkur. Eru
æfingar nú þegar hafnar, og er
æft í Laugarnesskólanum á föstu
dagskvöldum. — klp.
TÍMINN
ÍÞRÓTTIR
13
VALUR 60 ARA
Á ÞESSU ÁRI
kip-Reykjavík.
Þann 11. maí n. k. eru nákvæm
lega 60 ár liðin síðan 12 drengir
sem allir voru félagar í KFUM
hófu að leika sér með knött í porti
KFUM. Stofnu(,*u þeir félag er
þeir nefndu Fótboltafélag KFUM,
en skömmu síðar breyttu þeir nafn
inu í Fótboltafélagið Valur. Af
þessum drengjum, sem fyrir 60
árum léku sér í portinu hjá
KFUM, eru enn 8 lifandi og þeir
geta allir horft stoltir til baka, því
árangur þessa leiks þeirra og
stofnun félagsskaparins hefur
blómstrað í að verða ein stærsta
og virtasta uppeldisstofnun reyk-
vískrar æsku, sem í dag gengur
undir nafninu VALUR.
Valsmenn ætla að halda þetta
ár hátíðlegt og var í október s.l.
skipuð nefnd til að‘ skipuleggja
afmælisárið. Er því nú að mestu
lokið og verður margt um að vera.
Allar deildir félagsins sjá um
framkvæmd kappleikja og móta
í sinni grein. Verða m. a. haldin
hraðkeppnismót í handknattleik
og körfuknattleik fyrir alla flokka.
Keppt verður í badminton, á skíð
um og í knattspyrnu bæði utan-
húss og innan. Afmælishátíð verð
ur haldin að Hótel Borg 3. apríl,
og £ Tónabæ fyrir yngri méðlimi
7. apríl. Á sjálfan afmælisdaginn
verður opið hús að Hlíyarenda,
og margt annað verður um að
vera til að halda upp á þetta
merka aímæli félagsins.
Þegar piltarnir 12 stofnuðu fé-
lagio' fyrir 60 árum, var eini kostn
aðurinn við félagið að kaupa einn
bolta. Nú 60 árum síðar, kostar
um 3 milljónir króna að' reka fé-
lagið. Eignir félagsins eru metn-
ar á 7,5 milljónir, og félagið, sem
ér eina félagið' í Reykjavík er
hefur keypt það land, sem starf
semin fer fram á, á þar 5,9 hekt
ara. Þröngt er orðið um Valsmenn
á þessu svæði, en þeir hafa góð
ioforð fyrir stækkun þess, og í
bígerð er að byggja annao' íþrótta
hús, enda gamia húsið þegar orð
ið of lítið, og vonast Valsmenn til
að geta hafið framkvæmdir vid
það á afmælisárinu.
Svíþjóð 88
Danmörk55
Danmörk og Svíþjóð léku lands
leik i körfuknattleik um síðustu
helgi og fór leikurinn fram í Dan
mörku.
Eftir 12 mínútur höfðu Danir 2
stig yfir, en þá fóru hinir iéik
reyndu Svíar í gang og höfðu 15
stig yfir í hálfleik 39:24, og í síð
ari hálfleik komust þeir 37 stig
um >fir 69:32, en lokatölurnar
urðu 88:55 fyrir þá.
Danir. hugsa vel um framtío'
körfuknattleiksins í Danmörku.
M. a. senda þeir unglingalandslið
(16—17 ára) á alþjóðamót, sem
fram fer í Þýzkalandi á næstunni.
Þar lenda þeir í riðli með Tyrk
landi, Frakídandi, Júgóslavíu, ítal
íu og Bandaríkjunum. Telja Danir
að þar bíði erfið þraut — en
mikið á henni að læra.
VALS-VÉLIN HRUNDI!
OG ÍR SIGRAÐI MEÐ YFIRBURÐUM, 24:15
— Víkingur í 2. deild
klp—Reykjavík
Ef hægt væri að veita liði
íslandsmeistaratitilinn fyrir
einn leik, ætti.ÍR hann fyllilega
skilinn fyrír léik sinfi' g'é'gn 'Vál
í 1. deildarkeppninni í hand-
knattleik karla í gærkveldi. í
þeim leik sýndi ÍR einhvern
þann bezta Ieik, sem sézt hefur
til liðsins í mörg ár og gjörsigr-
aði Val 24:15.
Ekki var nóg með að liðið
léki frábærlega, heldur var
markvarzlan slík að sjaldan hef
ur annað eins sézt. í Laugar-
dalshöllinni. Guðmundur Gunn-
arsson varði hvert skotið á fæt
ur öðru m.a. 7 vítaköst af 9.
sem Valsmenn fengu — og mun-
ar um minna.
Þegar staðan var 5:3 fyrir
ÍR hófst stjörnuleikur liðsins,
og snerist staðan þá í 13:7
fyrir hálfleik. Valsmenn gátu
aldrei svarað fyrir sig í síðari
háTfleik, ■ og var leikur liðsins
allur í molum — hvar sem á
var litið, og ekki heil brú í
neinu.
Fram fór létt méð sigur yfir
Víking 25:17 (10:8) en sá leik-
ur var heldur leiðinlegur og
illa leikinn af báðum liðum.
Öruggt er aó' Víkingur er fall
inn í 2 .deild. En hver sigrar í
1. deildinni er enn ósvarað. FH
hefur nú meiri möguleika en
Valur, en til' þess verður liðið
að sigra í báðum sínum leikjum
— gegn ÍR og Haukum, en tapi
FH öðrum leiknum, og Valur
sigri Víking, er Valur íslands-
meistari.
Firinakeppní í
1. deildin í Danmörku
Sigrar HG í 6. sinn?
Nú eru aðeins 3 umferðir eftir
í 1. deildarkeppninni í handknatt
leik í Danmörku og er spenningur
mikiU á báðum hæðum deildar
innar
Efterslægten er í efsta sæti með
23 stig eftir 15 leiki, en einu stigi
á eftir koma hinir fimmföldu
meistarar HG, sem á laugardag
inn si’gruðu Helsingör á heima
velli ‘hinna síðarnefndu 15:14. Var
uppselt á þann leik 8 dögum fyrir
og voru um 3000 manns í höllinni.
Um bronsverðlaunin keppa 3
lið þessa stundina. Helsingör, sem
er meó' 19 stig, Stadion, sem er
með 18 stig og Árhus KFUM, sem
er með 17 stig.
Á botninum keppa Skovbakken,
Stjernen og AFG, en milli þeirra
' skilja 2 stig.
handknattleik
Firmakeppni í handiknattleik,
sú þriðja í röðinni. mun væntan
lega hefjast 20. marz nk. í íþrótta
húsinu á Seltjarnarnesi. Þau fyrir
tæki og starfshópar, sem hafa hug
á að taka þátt í þessari keppni,
tilkynni þátttöku til Bifreiðastöðv
i arinnar Bæjarleiða, sem allra
i fyrst.
Gruia sendur til aðstoðar
Partisan Bjelovar frá Júgóslav
íu sigraði Steaua frá Rúineníu í
fyrri leik liðanna í undanúrslitum
Evrópuk. í handknattleik karla
19:14. Fór leikurinn fram i Bel-
rad.
Eftir þennan leik héldu Gruia
og aðrir landsliðsmenn St.eaua til
móts við landsliðið, sem ná er á
kepnnisferöalagi um Norðurlönd
in, og verða þeir með liðinu í
leikjunum. sem'eftir eru. því ógur
leg óánæg.ja varð í Rúmeníu þegar
liðið tapaði fyrir Svíþjóð í fyrsta
leiknum 9:16.
Rúmenska landslió'ið lék annan
leik sinn í ferðinni á þriðjudaigs
kvöldið og inætti þá Danmörku. í
hálfleik höfðu Rúmenar yfir 10:6,
en Danir jöfnuðu þegar 50 sekúnd
ur voru til leiksloka 15:15, og urðu
það lokatölur leiksins.
í kvöld leikur Rúmenía við
Noreg. Þá heldur liðió' til Finn
lands, en síðan aftur til Danmerik
ur og Svíþjóðar, og síðan til ís-
lands. — klp.