Tíminn - 07.03.1971, Qupperneq 2
2
TÍMINN
SUNNUDAGUR 7. marz 1971
Nú er kominn tími til aS athuga
höggdeyfana fyrir vorið og sumarið
STILLANLEGIR
höggdeyfar sem hægt er að
gera við, ef þeir bila. —
Nýkomnir KONI höggdeyf-
ar í eftirtalda bíla:
Opel Kapitan
Rambler American
Rambler Classic
Renault
Skoda Octavia
Skoda 1000 M. B.
Toyota Crown
Toyota Corona
Toyota Corolla
Toyota Landcrusier
Vauxhall Victor
Vauxhail Viva
Volvo, fóiksbifr.
Willis jeep
Opel Record
Útvegum meö tiltölulega stuttum fyrirvara
KONI-höggdeyfa í hvaSa bíl sem er.
KONI-höggdeyfarnir eru í sér gæðaflokki og end-
ast ótrúlega vel. Þeir eru einu höggdeyfarnir,
sem seldir eru á íslandi með ábyrgð og hafa
tilheyrandi viðgerða- og varahlutaþjónustu.
KONI-höggdeyfar endast, endast og endast.
S M Y R I L L - Ármúla 7 - Sími 84450
KOMI
Chevrolet
Chevelle
Bronco
International
Scout
Taunus 17 M (aftan)
Hiilman Imp.
Benz fólksbifr.
Benz, vörubifr.
N.S.U. Prins 1000
Fiat
Moskvitch
Opel Cadet
Opel Caravan
■...................................................................... '
. . . ;
Til foreldra
fermingarbarna
Marz-mánuOur er að verða
mánuður æskulýðsins á íslandi.
Þá er æskulýðsdagur þjóðkirkj-
unnar að biskupsboíi næstum
orðinn að hefð, o.g er það vel,
þar sem allt er vel undirbúið
og guðsþjónustur dagsins fjöl-
sóttar með hljóðlátum helgi-
blæ.
Síú'ustu sunnudaga í marz
hefjast svo fermingar hjá mörg
um söfnuðum hér í borginni.
Þeim þarf að Ijúka í apríl og
margir söfnuðir verða enn að
vera um hverja kirkju, sökum
kirkjuleysis ungu safnaðanna.
Líklega dettur fæstum í hug
annað hér á landi en að ferm-
ing sé nokkurs konar sjálfsagð-
ur þáttur í uppeldisferli barns-
ins, jafnvel takmark, sem verði
vigsla til framtiðar og fullorð-
insára.
Samt er það nú svo, a& hér
er iiokkuð að þakka. Ferhiing-
ardagurinn er mörgum mikil
hátíð, mikil tilhlökkun, mikil
og heilög minningastund.
Samt er það nú svo. að ekki
er ýkja langt síðan farið var
að ferma börn á íslandi. Og
þá er annað líka til íhugunar.
Sums staðar eru fermingar
lagðar niður aö minnsta kosti
í kirkjum. En hins vegar orðn-
ar geysimiklar hópvígslur eða
hátíðir æskufólks haldnar í
stórum samkomuhúsum og
koncertsölum stórborga. Sums
staðar eru þetta nefndar borg-
aralegar fermingar og farið að
tíðkast hér á Norðurlöndum,
en annars æskulýðsvígslur sem
er í rauninni réttara, t.d. í
Þýzkalandi einkum Austur-
Þýzkalandi og er þar gengið
hreinna til verks í orðum. Sagt
er að „fermingar“ þessar eigi
fátt sameiginlegt með þeirri
kirkjulegu helgi, sem ennþá
hvllir viðast hvar yfir kirkju-
legum fermingum.
Vel mættu foreldrar þó fara
að gera ráð fyrir að þessi
tízka nútímaveraldarvizku fær
ist nær, svo að þau yrðu að
gera , það, ppp í hugsun og
framkvæmd, hvort þau ætluðu
að íáta ferma börnin sín í
kirkju eða ekki.
Vont gæti þetta orðió' og
erfitt þeim foreldrum, sem
hafa látið börn sín ráða frá
bernsku, en þannig er nú orð-
ið víða. Og margir foreldrar
telja það einmitt nær sjálfsagt,
að börnin ráði hver fermir þau
og hvar þau eru fermd.^.
Líklega væri nær sanni að
HANDAVINNA HEIMILANNA
HUGMYNDABANKINN
Verðlaunamunir úr samkeppn-
inni „Handavinna heimilanna"
verða sýndir um hélgina í
gluggum Gefjunar í Austurstræti.
Auk verðlaunamunanna verða
einnig sýndir aðrir athyglis-
vsrðir keppnismunir.
Sjón er sögu ríkari.
GEFJUN AUSTURSTRÆTI
endurskoða vandlega þá aðferð
og þaó' jafnvel á fleiri sviðum.
Nú er þetta val, t. d.
svo nærri sem í Kaup-
mannahöfn, að verða eitt a'ö
vandamálum í uppeldi æskunn
ar og ákvörðunum foreldra
þeim til handa, sem laridið eiga
að erfa. Vonandi verður bið á
því, að það vandatmál berist
hingað og borgaralegar ferm-
ingar eru varla íslendingum
að skapi, nema þá helzt upp-
reisnargjarnri og óframsýnhi
æsku. En það er ýmislegt ann-
aó', sem foreldrar mættu gjarn-
an taka sem fyrst til athugun-
ar viðvíkjandi fermingum
bama sinna eins og þær eru
nú.
Það fyrst að velja sem bezt
handa þeim undirbúning. Og
þar kemur margt til greina.
En tilgangur allrar þeirrar
fjölbreytni sem nú er til reiðu
í fermingarundirbúningi, allt
frá kvikmyndasýningúm til
bænastunda, þarf að vera sá
að auka virðingu barna fyrir
því sem heilagt er og kenna
þeim að umgangast hið heilaga
og gera þeim ljóst að Krist-
ur og kenningar hans eru upp-
sprettulindir sannrar ham-
ingju og sígilt leiðarljós. Þá
ættu foreldrar að sjá um að
börnin sæki kirkjuna sem bezt,
meðan undirbúningsnámskeið-
ið, svonefndur spurningatími,
stendur yfir. Helzt ættu þau
að fara sem oftast með þeim
sjálf til messu og tala svo við
þau um það, sem þar er sagt
og gert með lotningu og virð-
ingu. Fátt er ánægjulegra í
kirkju en að sjá fallegar. prúð-
búnar fjölskyldur sem fylla
heila bekki. Gætið þess foreldr
ar, hve mikill munur er að
segja við barn sitt ,,komdu“
til kirkju eða ,,farðu“ til
kirkju. Og munurinn á
„komdu“ og ..faróU" er geysi-
Iegur til árangurs eða ósigurs
í öllu uppeldi og í öllum til-
gangi.
Ennfremur er nauðsynlegt
að fylgjast með því, hvort
börnin gera samvizkusamlega
og af trúmennsku og vand-
virknj það, sem presturinn
ætlast til af þeim. Því er oft-
ast mjög í hóf stillt og næsta
litið nú orðið hjá flestum
prestum. En þeim mun meiri
ástæða til að vanda það vel.
Og öll ótrúmennska og svik-
semi á þessu sviði vinnur
beint á móti tilgangi ferming-
arinnar.
Umfram allt, kæru foreldr'
ar, gerið fermingarheitiö og
ferminguna, athöfnina sjálfa
og undirbúninginn að helgi-
dómi í vitund barna ykkar.
Til þess duga hvorki gjafir né
veizlur heldur trúuð hjörtu,
sem slá heit af fórnfýsi og
kærleika.
Árelíus Níclsson.
Skákkeppnin
Svart: Taflfélag Akureyran
Jóhann Snorrason og
Margeir Stelngrimsson.
vaoaaAÐH
Hvítt: Taflfélag Reykjavíkur:
Gunnar Gunnarsson
og Trausti Björnsson.
26. leikur svarts: Dd6—c7