Tíminn - 07.03.1971, Síða 7
SUNNUDAGUR 7. marz 1971
TIMINN
WBMani
7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvaemdastjóri: Kristján Benediktssonj Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriói G. Þorsteinsson og
Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Rlt-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif-
stofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi:
19523 Aðrar skrifstofur simi 18300. Askriftargjald kr. 195,00
á mánuði tnnanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm.
Edda hf.
Er þetta hægt?
Eitt mesta vandamálið í sjúkrahúsamálum okkar nú er
skortur á hjúkrunarfólki. Við umræðu um þingsályktun-
artillögu Einars Ágústssonar og Sigurvins Einarssonar í
fyrradag, um að Alþingi álykti að skora á ríkisstjómina
að gera þegar í stað raunhæfar ráðstafanir til þess að
ráða bót á skorti hjúkrunarfólks, gerði ráðherra heil-
brigðismála sig að hreinu viðundri.
í framsöguræðu sinni fyrir tillögunni minnti Einar
Ágústsson á, að er heilbrigðismálaráðherra, Eggert Þor-
steinsson, hefði svarað fyrirspum frá sér um þetta mál
á Alþingi í októbermánuði sl., hefði hann lýst yfir, að
hann hefði ákveðið að setja á laggimar nefnd, sem hefði
það hlutverk að semja lög um námstilhögun og starfs-
réttindi hjúkmnarfólks.
Eggert G. Þorsteinsson sagði við umræðuna í fyrra-
dag, að hann hefði aldrei gefið fyrirheit um, að nefnd
yrði skipuð til að semja lagafrumvarp um þessi mál,
heldur aðeins lofað því, að málið yrði rannsakað.
Einar Ágústsson greip þá til skjala Alþingis og las
upp ummæli ráðherrans frá þvi í október, þar sem sagði
meðal annars orðrétt: „í sambandi við skort annars sér-
menntaðs fólks og starfsliðs fyrir sjúkrahús, þá hefur
ráðuneytið nú ákveðið að setja á laggimar nefnd, sem
hefur það hlutverk að semja lög um námstilhögun og
starfsréttindi slíks fólks og er þess að vænta, að nýtt
lagafrumvarp verði lagt íyrir þetta Alþingi.“
Ráðherrann svaraði því til, að hann hefði gleymt
þessu og baðst afsökunar á gleymsku sinni og kvaðst
vona, að hann yrði ekki talinn minni maður af að við-
urkenna hana. Heilbrigðismálaráðherrann sagði, að fé
skorti ekki til þessara mála í fjárlögum, þar eð það væri
ekki fullnýtt, og ekki skorti skólahúsnæði, þar sem
Hjúkmnarskólinn væri ekki full setinn — og ekki skorti
hjúkrunarkennara, þótt þeir virtust ekki vilja kenna við
skólann. í þessu máli væri því vandinn sá að finna
vandann.
Það kom fram í ræðu Einars Ágústssonar, að ekki
væri þetta ástand í hjúkmnarmálunum að kenna dræmri
aðsókn að Hjúkrunarskólanum. Aðsókn væri svo mikil
að skólanum, að forstöðumenn skólans neituðu að af-
henda þeim, sem hug hafa á hjúkrunamámi, umsóknar-
eyðublöð. Skólinn getur tekið á móti 90 nemendum, en
aðeins 60 er veitt skólavist. Sýnist því augljóst, að eitt-
hvað er bogið við þetta og ærin þörf að leysa úr þeim
vanda sem fyrst.
En síðan í október hefur ráðherrann greinilega ekki
verið önnum kafinn við að glíma við þann vanda að
finna vandann. Hann var alveg búinn að gleyma málinu.
Mundi ekki eftir því í byrjun marz, að í október hafði
hann gefið um það yfirlýsingu, að hann hefði ákveðið
að skipa nefnd til að semja lagafrumvarp um hjúkmn-
amám og réttinda hjúkrunarfólks og þá talið Alþingi
trú um að hann hefði fullan hug á því að það mál yrði
afgreitt á þéssu þingi, sem skammt lifir nú af. Hér var
þó um það mál að ræða, sem öllum ber saman um að
brýnast er nú-að leysa í íslenzkum heilbrigðis- og sjúkra-
húsamálum! Ráðherrann gleymdi því óvart!
Höfum við efni á að hafa slíkan heilbrigðismálaráð-
herra ?
Er þetta ekki enn eitt dæmið um það, að ráðherrar
núverandi ríkisstjórnar eru orðnir þreyttir, væmkærir
og úrræðasnauðir og það sé orðið meira en tímabært
að hleypa nýjum lífsanda í landstjómina með nýjum
mönnum, nýjum viðhorfum og raunhæfum úrræðum?
— TK
í
DAVID HALBERSTAM, New York Tímes:
Bandaríkjamenn gleyma því, að
Vietnam er ættland óvinanna
Því ráða hugsjónir, en ekki vopn, úrslitunum.
Höfundur þessarar grein-
ar, David Halberstam, var
um alllangt skeið fastur
blaðamaður hjá New York
Times og skrifar enn öðru
hverju greinar í blaðið, en
aðallega skrifar hann nú
greinar fyrir Harper's Maga
zine. Honum var fyrir nokkr
um árum vísað frá Póllandi
vegna berorðra frétta það-
an. Síðar fór hann á vegum
New York Times til Viet-
nam og sendi stríðsfréttir
þaðan. Fyrir þær hlaut
hann Pulitzer-verðlaunin,
sem þykja mikil viðurkenn-
ing.
JÆJA, þá er komið að Laos.
Svona gengur þetta í það ó-
endanlega.
Hvern gat órað fyrir að við
tæki ný jarðgöng. einmitt þeg
ar við áttum von á að sjá
örla á skimu við enda jarð
gangnanna, sem við vorum að
brölta í? Við höfum áður heyrt
röksemdirnar, sem nú óma í
eyrum okkar: Flýtum styrjöld-
inni, hröðum heimflutningi her
sveita okkar, verndum líf
Bandaríkjamanna, eflum sið-
ferðilegan styrk ríkisstjómar-
innar í Suður-Víetnam, sýnum
forustunni í Hanoi svart á
• hvítu, að okkur sé full alvara
að ná því marki, sem við höf
um sett okkur.
Þrátt fyrir þetta læðist að
okkur grunur um, hverju við
eigum von á í Laos: Eigi sömu,
gömlu rökin við í Laos hlýtur
okkur að gruna sama, gamla
misskilninginn og sömu blekk
ingarnar og áður.
FYRST ber að telja þá trú,
að þegar við hefjumst handa
eigi óvinirnir ekki um neitt að
velja, enga möguleika til gagn
árásar. Þetta er ef til vill at-
hyglisverðasta blekkingarendur
tekning styrjaldarinnar. Við
getum rakið feril hennar allt
aftur til ársins 1946. Reynslan
hefir ávalt leitt í ljós, að her
sveitir kommúnista í Vietnam
eiga dýpri rætur í þjóðlífinu
en önnur öfl. og hermenn
þeirra eru fúsari til að fórna
lífi sínu en aðrir. (Af þessu
stafaði misskilningurinn á valda
árum Kennedys, þegar hug-
myndin um takmarkaðar hem
aðaraðgerðir var í tízku. Við
heyjum því takmarkaða styr
jöld, en óvinimir, sem voru
og eru færri, máttarminni og
að öllu verr búnir, heyja skefja
lausa styrjöld).
Okkar mesta skyssa er að
gleyma því, að þetta er þeirra
heimaland. Tíminn verður þeim
ætíð hliðhollur. Þeim þarf
aldrei að liggja á. (Stjórnmála
sérfræðingurinn Henry A. Kiss
inger sagði endur fyrir löngu,
meðan hann gagnrýndi styrjald
arótö<kin og áður en hann hóf
starf við skipulagningu þeirra,
að skæruliðarnir bæm tvímæla
laust sigur úr býtum ef þeir
i væru ekki sigraðir).
; SKÆRULIÐARNIR geta
ávalt haft í fullu tré við okk-
ur, hvað svo sem við tökum
NIXON
— sömu skyssurnar og
hjá Johnson
okkur fyrir hendur. Við ger
um loftérásir á Norður-Víet
nam og Norður-Víetnamar
senda aukið lið á vígstöðvamar
í suðri. Við sendum hersveitir
á vettvang í suðri og þá senda
þeir enn fleiri menn að norð
an. Við ráðumst á bækistöðvar
þeirra í Cambodíu og þá leggja
þeir aukna áherzlu á styrjaldar
átökin þar og í ljós kemur, að
þeir eru okkur öflugri þar sem
annars staðar. Við tökum þann
kost að ráðast inn í Laos, bæði
her Suður-Víetnama og banda
rískar hersveitir. Getur nokkr
um, sem fylgzt hefir með gangi
hinnar hryggilegu styrjaldar,
dottið í hug í alvöru, að óvin
irnir eigi þess ekki kost að
koma fram á enn nýjum stað,
þar sem við erum veikir fyrir
en þeir öflugir?
Aðra styrjaldarblekkingu
mætti kalla blekkingu hinna
varanlegu og áþreifanlegu
stöðva. Þarna er ýmist um að
ræða ákveðnar leiðir, bækistöðv
ar, kjama ákveðna hersveita,
birgðastöðvar eða verksmiðjur.
Þetta er allt unnt að sjá, taka
af því myndir, bera kennsl á
það og eyðileggja það. Þetta
hefir ávalt verið eitt aðal við-
fangsefnið.
Er þessu stríði þá þannig hátt
að, að varanlegar stöðvar og
áþreifanlegur herstyrkur sé í
raun og vem eins og út lítur
fyrir? Eða er þessu ef til vill
heldur þannig varið, að þetta
sé aðeins tímabundnar og ó-
áreiðanlegar svipmyndir af
búnaði andstæCinganna og að-
stöðu, en hugsjónir þeirra og
ákveðni ráði úrslitum?
STYRJÖLDIN hefir staðið i
tuttugu og fimm ár og fram
vindan hefir sannað betur og
betur, að síðari spurningunni
ber að svara játandi.
„Hve lengi viljið þið Banda
ríkjamenn berjast“, spurði
Pham Van Dong í Hanoi fyrir
fjórum árum. „Viljið þið berj
ast í eitt ár, tvö ár eða tutt
ugu ár? Ofckur er aðeins gleoi
efni að verða við óskum ykk-
r.“
Vestrænir menn, einkum þó
henmenn og hernaðarsérfræð
ingar hafa ávallt haft tilhneig
ingu til að leggja allt kapp á
að glírna við varanlegar stöðv
ar og áþreifanlegan herstyrk
og ofmeta áhrifin af stundleg
um árangri í eyðileggingu
slíkra hluta.
Þetta eykur okkur svartsýni
og okkur getur fundizt, að við
séum staddir nákvæmlega á
sama stað og við vorum fyrir
mörgum árum. Og þá er spum
ingin, hvernig á því stendur?
Fyrst örlaði á skýringu á þessu
í hinni þögulu baráttu árið
1968. Ef Nixon hef&i verið al-
vara að komast með bandaríska
herinn á burt, hefði hann þá
þegar látið þann vilja sinn í
ljós.
S'NEMMA á árinu 1969 gerð
ist það svo, meðan enn ríkti
þögn á æðri stöðum, að Kissing
er lýsti því yfir í viðtölum við
menn hér og þar í Washing-
ton, að árás Cliffords og Harri-
mans‘ á ríkísfetjóm þeirra Thi-
eus og Kys vtfcri alvarlegasta
skyssan, sem ríkisstjóm John-
sons hefði gert. Síðar réðist
Nixon sjálfur á Clifford.
Skömmu síó'ar eða 3. nóvem
ber 1969 flutti Nixon einhverja
mikilvægustu ræðu, sem flutt
hefir verið af hálfu Bandaríkja
stjómar. Þá sagði hann, að her
inn yrði fluttur á burt frá Viet
nam, án allra ávirðinga. Þá
tileinkaðj hann sér þá hugsun
og þau gömlu rök, sem lengst
hafa verið höfð á takteinum í
sambandi við styrjöldina, eða
að lífvænlegt ríki andkommún
ista í Suður-Víetnam væri
bandarískum hagsmunum bráð
nauðsynlegt.
Stefnan hefir síðan orðið
srniátt og smátt skýrari og
ákveðnari: Herskáum verka-
lýðsleiðtpgum hefir verið fagn
að í Hvíta húsinu, Joseph Al-
sop hefir verið heiðraður, frið
arsinnuðum fulltrúa Republi-
kanaflokksins í öldundadeild-
inni hefir verið útskúfað og
varaforsetanum hefir verið sig
að á andstæoinga styrjaldarinn
ar. Svo kom innrásin í Cam-
bodíu og síðan Laos. Don Ober
dorfer, fréttaritari Washington
Post í Hvíta húsinu skrifaði fyr
ir skömmu mjög skarplega lýs
ingu á því. sem gerzt hefir:
„Aðalatriðið er, að forsetinn
virðist trúa því í einlægni, að
Bandaríkjamenn eigi ákaflega
mikið undir því komið, að and
stæðingar kommúnista ráði ríkj
um í Víetnam. Hann virðist
sannfærohr um, að þetta geti
tekizt og er reiðubúinn að
hætta miklu og leggja mikið
í sölurnar til þess að reyna að
ná því marki. „Forsetinn virð-
ist með öðrum orðum trúa því,
að Bandarífcjamenn geti sigr
að í styrjöldinni, eða komist
hjá að bíða ósigur ef menn
vilja heldur orða það svo. Þeg
ar forsetinn segir „fricAir" á
Framhald á 14. síöu.