Tíminn - 07.03.1971, Síða 10
10
SUNNUDAGUR 7. marz 1971
TIMINN
Framsóknarvist
Næsta framsóknarvist Framsóknar-
félags Reykjavíkur verður baldin
að Hótel Sögu fimmtudaginn 18.
marz nk. Spilakvöldið í apríl verð-
ur 15. apríl. Nánar auglýst síðar.
Loðnan
Framhald af bls. 1
þetta snerti og ekki væri vitað um
neina kæru. Loðnubátarnir hefðu
sennilega allir vcrið ofhlaðnir mið-
að við þau lög, sem um þá gilda.
Það væri ekki ný saga. En slíkt
væri látið liggja í þagnargildi svo
Iengi sem ekkert kæmi fyrir. Enn
hefði sem betur fer ekkert komið
fyrir, en ef eitthvað hefði verið að
veðri í gær og fyrradag, liefði ver-
ið hætta á að drekkhlöðnum bát-
unum hefði hlekkzt á. En slíkur er
sjómannshugurinn, þegar vel v'eið-
ist.
Þégar við komum til Keflavíkur
um sjöleytið í gær, föstudag, var
verið að landa loðnu úr Árna
Magnússyni, sem var með rúm 200
tn. Við höfðum tal að skipstjóran-
um, Þorsteini Áirnasyni frá Kefla-
vik og skipverjum hans. Þeir höfðu
fengið loðnuna 15 mílum vestan
við Eyjar, en þar hafði verið
óhemju veiði, og loðnan á mikilli
ferð vestur með landinu. Vest-
mannaeyjabátar hefðu landað þrisv
ar á sólarhring nú í vikunni, sögðu
þeir. Þorsteinn vildi ekki fjölyrða
um veiðiskapinn á Árna Magnús-
syni, þar sem þeir hefðu orðið sein-
ir fyrir. Þetta væri þriðji túrinn
,=;ðan skipið hefði hafið veiðar á
sunnudagnn var.
Hinir bátarnir, sem lönduðu í
Keflavík í gær og nótt, voru Harpa,
Birtingur og Seley.
Tregur afli hefur verið á línu
og net undanfarið, hjá bátum, sem
landa á Suðurnesjum. í gær var
landað þorski úr 23 bátum í Kefla-
vík. Afli bátanna var allí niður í
2 tn. Hæstu bátarnir voru Nonni
frá Keflavík, sem er á línuveiðum,
með 10y2 tn., Helga frá Reykjavík
með 9 tn. og Venus frá Hafnar-
firði með 9y2 tn. Helga og Venus
eru á netaveiðum.
10 milljónir
Framhald af 1 síðu.
erindin lágu þar frammi sem op-
inber plögg:
„1970 átti ég tal við hagsýslu
stjóra um að liann veitti samþykki
sitt til að bílar Rer, 4 að tölu, yrðu
merktir „Orkustofnun, Rafmagns
eftirlit ríkisins“, en ekki eingöngu
„Orkustofnun“ eins og ákveðið
hafði verið.
Þetta virtist vera mun torsótt
ara mál, en búast mátti við í
fljótu bragði, því að fyrst varð
ég að fara til Bílanefndar, sem
í engu vildi sinna þessu máli og
taldi að þessu yrðj ekki breytt
nema með samþykki hagsýslu-
stjóra. Ég hafoi aldrei séð þann
mann fyrr en hann tjáði mér að
það væri ekkert til, sem héti Raf-
magnseftirlit ríkisins, því að það
væri búið að strika það út af
fjárlögum, og spurði hann hvort
mér væri virkilega ókunnugt um
að svo væri, sem ég játti.
Mér varð hugsað til orkulaga
og ákvæðis 38. gr. sem segir m.
a. „Rafmagnseftirlit ríkisins skai
rekió sem fjárhagslega sjálfstæð
stofnun með sérstöku reiknings-
haldi“. Ég skýrði orkumálastjóra,
skrifstofustjóra og öðrum við-
stöddum frá samtali mínu við
hagsýslustjóra og lýsti undrun
minnj yfir þessu. en þeir lögðu
ekkert til þessara mála og taldi
ég í einfeldni minni að þetta
mundu þeir leiðrétta, en svo reynd
ist ekki vera, og er einn þing-
manna gerði um þetta fyrirspurn
til fjármálaráðherra við afgreiðslu
fjárlaga, fékk hann þau svör að
þetta heíói verið gert að ósk orku
málastjóra og væri sjálfsagt að
leiðrétta þetta. Erfitt hefur ver
ið að fylgjast með fjárm.álum
stofnunarinnar. Því að reikningar
hafa ekiki verið birtir undanfarin
4 ár, en hægt hefur verið að fá
slitróttar upplýsingar um tekjur
og gjöld.
Um starfsaðstöðu stofnunarinn
ar sagCi Jón m. a. „að öll hefur
starfsemin á bá&a bóga verið í
mikilli niðurlægingu og víðs
fjarri því,. sem reglugerð mælir
fyrir um.“ Gerir hann síðari grein
fyrir þessu og segir m. a.:
„Þá er fyrst að geta þess að
nær öll starfsemi Rer er ófull-
nægjandi og þjónusta þess við
rafveiturnar, innflytjendur, raf-
verktaka og allan almenning. Marg
ar veitur hafa kvartað undan því
að eftirlitsmenn kæmu of sjald
an á veitusvæðin og staðareftirlits
mönnum er mikil nauðsyn og
styrkur að því a& hafa sem nán
ast samstarf við eftirlitsmenn
Rer. Ástæða þessa er að verkefnið
er mun stærra en sá mannafli,
sem ætlað er aZ, gera því skil.
Landið er stórt og of mikill tínri
fer til ferðalaga á milli staða, en
það er skipulagsatriði."
Ennfremur:
„Rafmagnseftirlftsriienn '• hafa
verið of fáir og skort tilfinnanlega
verkfæri og mælitæki til þess að
rækja störf sín á fullnægjandi
hátt. Auka þarf menntun þeirra
og kunnáttu og alltaf verður að
gera meiri kröfur til rafmagnseft
irlitsmanna Rer en annarra eftir
litsmanna, því að þeir eiga að
vera fræðandi og leiðandi í þess
um störfum.
Vegna ónógra starfskrafta hef
ur ekki verið unnt að skipuleggja
störf eftirlitsmanna nægilega vel. !
og afmarka verksvið þeirra nema I
á pappírnum. Þessir menn hafa
þurft að hlaupa í skörðin og lyfta
undir bagga hver með öðrum, vi&
hin ólíkustu og óskyldustu verk
efni oft á tíðum, þegar þörf hef
ur kallað.
Þá er komið að Raffangaprófun
inni. Til þess að ræða um hana,
þarf maður helzt að byrja á því
að svæfa alla metnaðarkennd og
skammast sín niður fyrir allar
hellur, áo'ur en hugurinn er leidd
ur að þeirri mikilvægu hlið raf
magneftirlitsins. I
Húsnæðið sem stoínunin er f,
er allsendis ófullnægjandi og
svarar engan veginn þeim lágmarks
kröfum, sem gera þarf til slíkra
ar stofnunar í dag. Það vantar
iBreyting á byggingar
1 sambykkt Reykjavíkur
EB—Reykjavík, laugardag.
| Á borgarstjórnarfundi sl.
1 fimmludag var samþykkt hreyting
; á 11. gr. hyggingarsamþykktar
I Reykjavíkur, þar sem sagt er
| hverjir hafi rétt til að leggja hús-
tcikningar fyrir hyggingarnefnd.
Gerir nýja samþykktin ráð fyrir
eins árs slarfsreynslu arkitekta og
byggingarverkfræðinga, en tveggja
og hálfs til fimm ára starfsreynslu
byggingartæknifræðinga og bygg-
ingarfræðinga.
FERÐAÁÆTLUN fyrir Heklu og Herðubreið
5.3. til 17.4. 1971:
5.3 föstud.
10.3. miðvikud.
13.3 laugard.
20.3. laugard.
25.3. fimmtud.
26.3. föstud.
31.3. miðvikud.
7.4. miðvikud.
13.4 þriðjud.
8.3 mánud. Herðub. vestur til ísafj.
18.3. fimmtud.
22.3. mánud.
23.3. þriðjud.
3.4. laugard.
29.3. mánud.
8.4. fimmtud.
(skírdag)
17.4. laugard.
16.4. föstud.
— — hringferð
Hekla austur í hringferð
Herðub. vestur til ísafj.
Hekla austur í hringfcrð
Herðub. vestur til ísafj.
— — hringferð
Hekla austur í hringferð
Herðub. vestur til ísafj.
SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS
alla aðstöðu til starfrækslunnar,
bæði heppilegra og nægjanlegt
húsrými, aukinn mannafla og
tæki til frumstæðustu prófana á
þeim lágmarkskröfum, sem gera
verður til slíkra stofnunar. Þetta
orsakar ósamkvæmni í störfum,
slæma umigengni og lélega nýtingu
starfsfólks, handahófsleg vinnu-
brögð, hroðvirknislega afgreiðslu
mála.“
Um a&stöðu stofnunarinnar til
raffangaprófunar lögum oig reglu
gerðum samkvæmt sagði Jón m.
a.:
„Tækjabúnaður á raffangapróf
un er sérstaklega lélegur, sé mið
að við það sem prófuninnj er
ætlað að gera samkvæmt reglu
gerð. Sem dæmi verða hér talin
upp nokkur tæki, sem sérstök
vöntun er á, en verða a& vera
til, til að skera úr um ástand hlut
ar.
1. Ekkert tæki er til að skera
úr um það, hvor't raftæki eða
búnaður raftækja trufli móttöiku
útvarps, en samkvæmt reglugerð
má ekki leyfa sölu á tækjum eða
búnaði sem veldur útvarpstruflun
urn.
2. Á seinnj árum hafa verið flutt
ir inn ofnar til braðhitunar mat-
væla, ofnar þessir geta verið
stórhættujegir heilsu mannj ef
þeir geisla ut of miklu magni af
örbylgjum, sem þeir vinna á.
Tæki tií nákvæmra mælinga er
ekki til.
3. Til prófunar á þéttleika raka
varins efnis eru ekki til þau tæki
sem til þarf og aðstaða er engin
til að gera slíkar prófanir.
4. Til prófana á útleysingu
sjálfrofa og lekastraumsrofa eru
ekki til nákvæm tæki, og ekkert
oscillograf eða - skóp er til, er
sýnir roftíma eða straumrof í
tækjum eða til athugana.
5. Fallhamrar af ýmsum styrk
leika eru ekki til, en þeir eru
meðal annarra hluta notaðir til
að prófa efniseiginleika á búnaði
og tækjum.
6. Tæki vantar til prófunar á
eldþoli oig íkveikjuþoli efnis.
7. Mörg önnur mælitæki lantar
til almennra prófana á tækjum
svo sem voltmæla og ampermæla
og töflu, búna nauðsynlegum tækj
um ásamt spennubreytum með
mismunandi spennu.
8. Aöstaða til smíði próftækja
er mjög léleg. lítið verkstæði er
hér búið nokkrum einföldum verk
færum til járnsmíða, en aðstaða
er þar mjög léleg vegna þrengsla.
Bæði er herbergið lítið og stóran
hluta þess þurftu að taka undir
pappírsgeymslu. Aðstaða til smíða
á tréverki er engin, en er þó
mjög nauðsynleg, þar sem allmik
ið er unnið við smíði tækja og
að umbúnaði um prófhluti, sem
byggðir eru í tréverk.“
Margt fleira en hér hefur ver
ið nefnt raktj Jón Á. Bjarnason,
rafmagnseftirlitsstjóri, í erindi
sínu, sem sýna í hvilíkri niður-
lægingu rafmagnseftirlit ríkisins
er, en of langt mál væri a& rekja
hér að þessu sinni. Niðurstaða
þessa furidar Sambands ísl. raf-
veitna varð líka fyrst og fremst
áskorun til ríkisvaldsins um efl-
ingu rafmagnseftirlitsins og að
stofnunin verði gerð algerlega
sjálfstæð stofnun. sem heyri beint
undir ráðherra.
Jarðeldarannsóknir
Framhald af bls 1
arið 1968 var síðan ákveðið, að
sett yrði umrædd sérfræðinga
nefnd til að athuga málið.
í nefndinni er einn maður
frá hverju Norðurlandanna
nema tveir frá íslandi, en tveir
varamenn þeirra hafa einnig
starfað með nefndinni.
Prófessor Arne Noe-Nygaard
frá Danmörku er formaður
nefndarinnar, Christopher
Oftedahl er í nefndinni af
liálfu Norðmanna og Gunnar
Hoppe af hálfu Svía, en allir
þrír eru þeir jarðeldafræðing-
ar. fslendingarnir í nefndinni
eru prófessorarnir Sigurður
Þórarinsson og Magnús Magn-
ússon, en varamennirnir eru
Trausti Einarsson og Guð-
mundur Sigvaldason. Fulltrúi
Finna í nefndinni er Anneli
Makinen, starfsmaður finnska
menntamálaráðuneytisins.
Bandaríkjamenn
Frarmhald af bls. 7.
hann við það, sem aðrir hugsa
sér, þegar þeir segja „siigur".
ÞETTA er orsök þess, að við
erum á sama stað og við vor
uni fyrir möngum árum, ger
um sömu vitleysurnar og við
gerðum þá og tökum sömu, fá-
víslegu áhættuna.
Þetta er allt ákaflega tilgangs
laust. Árum saman hefir sá
vafi einn leikið á um Víetnam,
hve mikið tjón við gætum unn
ið okkar eigin samfélagi áður
en við sjáum að okkur. Fyrir
hálfu ö&Vu ári komu nokkrir
útlendingar við í skrifstofu
Kissingers og ræddu við hann
, um Víetnam.
Kissinger var aðeins hálfnað
ur að skýra sitt mál þegar einn
útler.dingurinn greip fram í
og sagði, að svo virtist sem
vei’ið væri að endurtaka sömu
skyssurnar og áður. Flestum i
geðjast að gamansemi Kissing
ers, enda hikaði hann aðeins
við áður en hann svaraði: „Við
gerum okkar skyssur á okkar
eigin hátt, og það verða ger
samlega nýjar skyssur" Ákaf
lega viðkunnanlegt tilsvar og
bráðfyndið. En því miður fór
hann þarna með rangt mál.
Búnaðarþing
Framhald af 1. siðu.
fyrir um athugun á möguleikum á j
útflutningi á framleiðsluvörum i
gróðurhúsa. j
í annarri frétt hér í blaðinu er
sagt frá samþykkt búnaðarþings
um hreinsitæki í álverksmiðjuna.
f erindi sínu um landbúnaðinn
og ferðamannastrauminn ræddi
Bjarni Arason fyrst um viðhorf
Norðmanna í bessum málum og
skýrði frá námskeiði um þessi
mál, sem hann var á nýlega á land
búnaðarháskólanum í Noregi.
Hann sagði, að þar í landi og flest
um öðrum löndum væri búizt við
stóraukmim ferðamannastraumi.
Svo vrði einnig hér. Lltlendingar,
Si'fn til landsins koma, vilja flest-
ir sjá landið og náttúrufegurð
þess, og ferðir landsmanna sjálfra
í sama tilgangi, fara sífellt vax-
andi. Þetta snertir bændur mjög.
Þeir eru umráðamenn meginhluta
landsins, og þeim rétti fylgja mikl
ar skyldur.
Dvöl þéttbýlisfólks í sumarbú-
stöðum fcr sívaxandi, og ásókn í
lóðir undir þá vex mjög. í Noregi
eru nú taldir um 170 þús. sumar-
bústaðir og talið. að,sú tala tvö-
faldist á næsta áratug.
Bjarni sagði, að íslenzkir bænd-
ur ættu að huga að því að hafa
þjónustu við ferðafólk sem auka-
grein og gæti það styrkt fjárhag
þeirra mjög og auðveldað afkomu
af litlum búum. Nauðsynlegt væri
að setja reglur um byggingu og
staðsetningu sumarbústaða. Bænd
ur gætu leigt lóðir undir sumarbú-
staði, byggt slík hús og leigt eða
selt, gert tjaldstæði með vatns-
bóli og hreinlætisaðstöðu og jafn-
vel tekið sumargesti á heimili
sín. Bjarni minnti og á fjölmarga
aðra þjónusíu, er hægt væri að
láta ferðafólki í té. Slík sam-
skipti sveitafólks við aðkomufólk,
erlent og innlent, mundi hafa já-
kvæð menningaráhrif.
Bjarni sagði, að heppilegt
mundi vera að stofna ferðamála-
nefnd til að greiða fyrir þessum
málum og koma á skipulagi í
hverju héraði landsins. í þessum
málum yrði að gæta verndar lands
ins vel.
Ferðalög um landið aukast sí-
fellt, og hvort sem bændum líkar
betur eða ver og þeir verða að
bregðast við með raunhæfum
hætti.
Menn og málefni
Framhald af bls. 6.
ráðherra, að ísland verði auka-
aðili að Efnahagsbandalaginu.
Það er a.m.k. augljóst, að hér
er stefnt að miklu meira en
viðskipta- og tollasamningi.
Ef hyggilega hefði verið unn-
ið, átti eingöngu að fara fram
á samninga um viðskipta- og
tollamál. Það er það, sem ís-
lendinga var&hr í samskiptum
við Efnaliagsbandalagið. Samn-
ingum um atvinnuréttindamál
átti að halda þar utan dyra.
Það er einnig fljótræðnislegt á
þessu stigi að bjóða strax upp
á sömu töllakjör og samið hef
ur verið um vi&‘ Efta. Áður hefð
um við a.m.k. þurft að fá meiri
reynslu af Efta-þátttökunni, eins
og viðskiptamálaráðherra benti
réttilega á í ummælum um Efta
málið á þingi í fyrra. En hér
virðist eins og ríkisstjórninni
hafi fundizt það skipta aðalmáli
að binda sig sem mest strax í
upphafi.
Þjóðin verður að
fá vitneskju
Þjóðin verður fyrir þingkosning
arnar í vor að fá mi-klu meiri
vitneskju varðandi afstöðu ríkis
stjórnarinnar og stjórnmála-
flokkanna til þessa máls. Þjóðin
verður að fá vitneskju um, hvort
stjórnin eða flokkarnir stefna að
því að semja við Efnahagsbanda
lagið um tolla- og viðskiptamál
fyrst og fremst eða hvort þessir
aðilar ætla að stefna að miklu
víðtækari samningum. Þjóðin
þarf ekki aðeins að fá vitneskju
um afstöðu flokkanna til
aðildar, heldur einnig til auka-
aðildar. Það getur oltið á þessu,
hvort þjóðin heldur sjálfstæði
sínu gagnvart þeim risa, sem
horfur eru ó að Efnahagsbanda
lagið verði, eða hvort hún inn-
limast í það með einu-m eða
öðrum hætti. Þetta er mál sem
of seint verður að taka afstöori
til í kosningunum 1975. Það verð
ur að taka afstö&ri til þess f vor
og marka þá framtíðarstefnuna.
Kjósendur verða að heimta skýr
og undanbragðalaus svör af flokk
um og frambjóðendum um
þetta mál.
í umræðunum um Efta, kom
flestum saman um, að aðild að
því væri smámál 1 samanburði
við aðild eða aukaaðild að
EBE. Svo viðurhlutanrikið er að
gangast undir ákvæði Rómar-
sáttmáians á einn eða annan
hátt. Þessvegna mega kjösend
ur ekki láta þetta mál fara fram
hjá sér í kosningunum, því að
allt bcndir til, að það verði
annað stærsta málið sem leitt
verður til lykta á næsta kjör-
tí.mabili. ásamt landhelgismál-
inu. — Þ.Þ.