Tíminn - 09.03.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.03.1971, Blaðsíða 1
BLAÐ II — Þriðjudagur 9. marz 1971 — Toni Burgess, sem dó 50 sínnum fyrstu fjóra mánuSi lífs síns. Hér sést hún frisk og fjörug á Rush Greens sjúkrahúsinu, þar sem hjúkr- unarkonur og laeknar héldu henni afmælisveiziu á 2ja ára afmælinu. Er í dag frfek og f|örjug W I A |/ iAj{i Hún dó fimmtíu sinnum Fyrir tveimur árum var Toni Burgess minnsta barn Englands. Þegar hún fæddist var hún tæplega 29 sentimetrar á lengd og vóg að- eins 588 grömm, þ.e. rúmar tvær merkur. Á fjóru fyrstu mánuðum lífs síns dó liún 50 sinnum, en læknunum tókst ávallt að lífga hana við aftur. Og í dag er Toni fullfrísk og fjörug eins og hvert annað tveggja ára barn. Toni fæddist fjórum mánuð- um fyrir tímann á Rush Greens sjúkrahúsinu í Romford í Essex. Móðirin, Rose Burgess, sem var 27 ára að aldri, var sagt: „Dóttir yðar hefur mjög lifla möguleika að lifa.“ Það, sem gerzt hefur síðan, er kraftaverki líkast,- Toni dó 50 sinnum á fyrstu fjórum mánuð unum. Læknarnir vöktu hana aftur til lífsins í öll skiptin, enda stóðu þeir og hjúkrunar- konur yfir henni dag og nótt. í hvert sinn sem hún dó, kitluðu þeir hana — það var það eina, sem þurfti til þess að fá hjartað til að slá að nýju. Ástandið var alvarlegast tveim vikum eftir fæðinguna. Toni, sem fékk næringu gcgn- um sérstaka leiðslu, var orðin 504 grömm, hálft kíló að þyngd. En þegar hún var loks færð móður sinni hafði hún bragg- azt verulega og var orðin 2,25 kíló, eða níu merkur. Henni hafði verið bjargað. Frá þeim degi hefur Toni verið fullfrísk eins og hvert annað smábarn. — Við erum mjög hreykin af henni, segir móðirin. Og hjúkrunarkonurnar > og lækn- amir á Rush Greens sjúkra- húsinu eru einnig hreykih af henni, og hún er velkomin þegar hún kemur í reglu- búndna skoðun á sjúkrahúsinu. Og þegar hún varð tveggja ára á dögunum, var haldin afmæl- isveizla fyrir hana á sjúkrahús inu. — EJ Skoðanakönnun í Svíþjóð: Neikvæi afstaða tii fjölskyldunnar Hugsanir Maos betri en ísskápar Kenningar Maós formans eiga samkvæmt áreiðanlegum fregnum frá Peking, að halda tómötum og káli mun betur fersku en nokkur kæliskápur, tilkynnir fréttaritari Reuters í Hong Kong. Heimspekilegar kenningar for- mannsins hafa verið gagnlegar á mörgum sviðum, en þetta er það nýjasta. Þótt Kína sé kjarnorkuveldi og hafi sent gervihnetti á braut um jörðu, á almenningur í landinu bókstaflega ekkert af þeim raf- magnstækjum, sem allir á Vest- urlöndum eiga. Úr þessu var að miklu leyti bætt með hugmyndaflugi, hæfi leika, sem Mao formaður metur mikils í ritum sínum um sjálfs- traust og nægjusemi. Undir áhrif- um þessara kenninga Maos hafa starfsmenn ávaxtaheildsölu í Peking fundið aðferð til að halda nýju grænmeti fersku, skrifaði blaðið „Nýja Kína“. Sérstaklega er aðferðin góð við geymslu á tómötum, hvítkáli og lauk. Offramleiðsla grænmetis á uppskerutímanum og skortur á því, aðra hluta ársins, er alvarlegt vandamál í Kína. Á uppskerutim- anum er til allt of mikið af tómöt- um, sem vandi er að geyma. Samkvæmt „Nýja Kína“ reyndu verkamennimir geisla á tómötun- um, en það dugði ekki, þótt þeir væru geislaðir 30 sinnum. Svo komust þeir að raun um, að þrír tómatar, sem dóttið höfðu á gólf- ið í neðanjarðarhýsi, vora í mun betra ástandi eftir heilan mánuð, en þeir tómatar, sem geymdir voru í kössum. Eftir að hafa svo lesið kenninga kver Maós vandlega einu sinni enn, fundu þeir setningu, eitthvað Framhald á bls. 22. Sjúkrahús greiðir 10 milijónir kr. í bætur: GLEYMDU SKÆRUM í K0NU Stjórn Los Angeles-héraðs hef- ur samþykkt að greiða 110 þús- und dali (tæpar 10 milljónir ísl. króna) í skaðabætur til fjölskyldu konu einnar, sem andaðist eftir að 6 þumlunga skæri höfðu verið skilin eftir í líkama liennar eftir uppskurð. Það er sveitarstjórnin, sem á sjúkrahús það — Harbor General Hospital — sem konan var skorin upp á. Konan, frú Margaret Graig, var skorin upp 14. september síðast- liðinn. Hún lézt 16. október af völdum annars uppskurðar, sem gerður var til að ná skærunuin. — EJ. Afstaða fólks til kynferðismála hefur breytzt og orðið jákvæðari, en um leið hefur afstaðan til hjónabandsins orðið neikvæð, að því er fram kemur í skoðanakönn- un ,sem Gallup í Svíþjóð hefur gert fyrir Aftonbladet þar i landi. Allflestir kvæntir menn eru ánægðir með hjónabandið — og telja að sama megi segja um eig- inkonur sínar. Það mun þó ekki vera rétt, því fjórða hver kona sér eftir að hafa gift sig. Siðferði konunnar hefur breytzt: 9 af hverjum 10 giftum, sænsk- um konum telja, að kynferðislíf- ið sé mjög þýðingarmikið. Aftur á móti eru aðeins 7 af hverjum 10 ánægðar með hjúnabandið. Ekkert komur fram um orsak- irnar til þessa í rannsókn Gallups. Hón sýnir þó, að konurnar búast við meira af hjónabandinu hcldur en karlmennirnir gera. — Jfonuna langar meira til að gifta sig held- ur en karlmanninn — og hún gift- ir sig líka að jafnaði yngri. Mun þetta vera mjög svipuð niður- staða og Gallup-könnunin komst að í Danmörku, þegar rannsókn svipaðs eðiis var framkvæmd þar árið 1961. — Hvað teljið þér heppilegasta giftingaraldurinn? var spurt. Karlmenn svöruðu 25.1 ár, en kon- urnar 22.7 ár. Danska könnunin sagði nokkurn veginn það sama. Fjórða hver kona er gift í Sví- þjóð, þegar hún er 20 ára, og þrjár af hvcrjum fjórum þegar þær eru 25 ára, en aðeins annar hver karlmaður. Orsökin fyrir giftingunni er, að helmingur kvennanna er þungaður. Af eldri rannsóknum má merkja, að kon- urnar hafa minni reynslu í kyn- ferðismálum heldur en karlar, þegar þær giftast. Helmingur stúlknanna giftust fyrsta mannin- um ,sem þær höfðu mök við (að- eins sjötti hvor karlmaður, kvænt- ist fyrstu stúlkunni, sem hann ,,sigraði“). Framboð og eftirspurn ráða mestu um giftingarnar — og það að hitta réttan aðila á réttu augnabliki. Á hjónabandsmarkað- inum gildir sama lögmál og í kjör búðinni. Fólk þarf oft að greiða dýru verði fljótræði — að grípa það fyrsta — það bezta. Árið 1969 spurði danska Gallup- stofnunin: — Ilvar hittuð þér (núverandi) maka yðar? Svörin leiddu í ljós, að nú eins og áður giftist unga fólkið gjam- an „elzta barni“ nágr^nnans. Hjá ungu fólki á aldrinum 20 til 24 ára höfðu 22% hitt maka sinn hjá fjölskyldunni, nágrannanum eða vinum. 20% á veitingastað, dans- leik eða sumarhátíð og 11% höfðu gengið a® eiga „kærastann eða kær ustuna" úr skólanum, leikvellin- um eða úr skátaflokknum. Þeir, sem síðar ganga í hjóna- band, hafa í fæstum tilfellum séð sig meira um í heiminum — því raunin er sú, að það verður stöð- ugt crfiðara að hitta fyrir maka, cftir því sem aldurinn færist yfir fólk. Konur hafa ekki orðið hamingju samari en áður var, síðustu 15 árin. Þæc hafa eignazt meiri frí- tíma — og vita ekki, til hvers Fratnhald á bls. 22. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.