Tíminn - 09.03.1971, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.03.1971, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 9. marz 1971. ÞUSUNDIR SKOÐA GEIR- FUGLINN SJ—Reykjavík, mánudag. Hátt á fimmta þúsund manns skoðuðu geirfuglinn í anddyri Þjóðminjasafnsins á sunnudaginn. Meðal þeirra fyrstu, sem komu að vinða fyrir sér dýrgrip þennan, voru forsetahjónin dr. Kristján Eldjárn og Halldóra Ingólfsdóttir. Fyrr um daginn hafði Valdimar Jóhannesson, framikvæmdastjóri geirfuglssöfnunarinnar, áfhent geirfuglinn Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráðherra. En ráðherr ann fékk fuglinn síðan Náttúru fræðistofnun íslands til varðveizlu og veitti dr. Finnur Guðmunds- son honum viðtöku. Enn hefur ekki allt söfnunarféð borizt á einn stað, en gert er ráð fyrir að það nemi rúinum 2 millj ónum króna. Framkvæmdanefnd söfnunarinnar hefur ráðið endur skoðanda til að fara yfir alla reikn inga hennar og verða þeir birtir ásamt fullnaðartölu yfir söfnunar féð. Dalamenn takið eftir Almennur dansleikur vehffur í Dalabúð 13. riiarz. Hefst hann kl. 9. Félag ungra framsóknarmanna í Dalasýslu. Valdlmar Jóhannesson afhenti menntamálaráðherra geirfuglinn góða, sem safnað var fyrir og keyptur var á upp- boðl í London. Síðan afhenti ráðherrann Náttúrugripasafninu fuglinn, og Finnur Guðmundsson veitti honum við- töku. Myndin er frá athöfninni, (Tímamynd GE) LODNUAFLINN EYKST STÖDUGT OÓ—Reykjavík, mánudag. Fyrsta loðnugangan er nú -kom in allt vestur undir Krísuvíkur bjarg, og enn er sama mokveió'in. Löndunarstöðvun hefur verið í Þorlákshöfn og allar líkur eru á að brátt verði farið að takimanka landanir í Reykjavík og Hafnar firði. í Eyjum er allt að fyllast, þótt þar sé miklu magni ekið á tún »g út í hraun. Samkvæmt skýrslu Fiskifélagsins vcru rúmlega 117 þúsund lestir komnar á land, en fyi'stu loii'nunni í ár var landað 18. febr. s. 1. 60 skip hafa fengið einhvern loðnuafla. Síðustu sjö sólarhringana hafa veiðzt rúmlega 70 þúsund lestir af loðnu. Mesta magnið hefur bor izt til Vestmannaeyja, 46,645 lest ir, og er miðað við sunnudags kvöld. Til Neskaupstaðar hafa borizt 12,700 lestir, til Eskifjarð ar 9,363 lestir. Tæpar 8.000 lestir hafa borizt til Reykjavíkur. í Höfn í Hornafirði var búið að landa 5,890 lestum á sunnudags kvöld og í Þorlákshöfn 4.560 lest um. Aflahæsta skipið á loðnuvertíð inni er Eldborg, sem var búin að fá rúimlega 4,000 lestir á sunnu dagskvöld. Auk Eldborgar hafa tíu skip önnur fengió' yfir 3000 lestir. Þau eru: Örn 3,718 lestir, Örfirisey 3|472 iestir, Gíslj Árni 3,441 lest, Fífill 3,440 lestir, Súl an 3,236 iestir, Óskar Magnússon 3,130 lestir. Grindvíkingur 3,111 lestir, Heirnir 3,104 lestir og Óskar Halldórsson 3,085 lestir. í Reykjavík lönduðu 10 bátar fullfermi af loðnu í dag. Eru þrær fiskimjölsverksmiðjanna að fyllast og ef aflahrotan heldur áfram verður löndunarbið. Til Hafnarfjarðar komu í dag um 1800 lestir. Eru allar þrær þar að fyllast af loðnu. Eldborg mun vera burðaimest þeirra skipa sem stunda loðnuveiðarnar. Kom skip ið til Hafnarfjarðar þann 5. marz með 530 lestir. í gær landaði Eld bongin 570 lestum og var í dag með svipað magn. SKÓLAHÚS í KEFLAVÍK SKEMM IST VIÐ KETILSPRENGINGU Þessl mynd var tekin á æfingu fyr- ir kaupstefnuna um hetglna. OÓ—Reykjavík, mánudag. Mikil sprenging varð í kyndi- klefa barnaskólans við Sólvalla- götu í Keflavík á laugardagsmorg- un. Sprakk annar af tveim kötlum í klefanum, svo og skorstcinninn, og rúður splundruðust. Enginn var í húsinu, þegar sprengingin varð, enda er ekki kennt þar á laugar- dögum, en sprengingin varð um kl. 11. Ekki verður hægt að kenna í skólanum í nokkra daga, en nem- endur fara í tíma annan hvern dag í húsnæði, sem skólinn hefur til umráða, meðan verið er að gera við skemmdir og koma hitakerfinu í lag. Vorkaupstefnan íslenzkur fatn aður hefst á fimmtudaginn og stendur til kl. 18.00 sunnudaginn 14. marz. Sýna þar 21 fyrirtæki framleiðsluvörur sínar og kynna þann fatnað sem á boðstólum verður í vor og sumar. Þetta er í sjötta sinn sem kaupstefnan er haldin. Þess má geta, að s.l. haust fjölgaði gestum á kaupstefn í kyndiklefanum eru tveir katlar og eftir því sem næst verður kom- izt, hefur olía runnið í annan þeirra, en ekki kviknað í olíunni og myndazt gas. Bendir ýmislegt til að elduirinn í hinum katlinum hafi kveikt í gasi, sem myndaðist í skorsteininum, en upptök spreng ingarinnar voru þar, og þrýsting- urinn komið út í katlinum. Hermann Eiríksson, skólastjóri, sagði, að þetta tefði ekki kennslu eins léngi og óttazt var í fyrstu. Verður hægt að gera við ketilinn og tekur það nokkra daga. Er nú kennt annan hvern dag í fjórum kennslustofum, sem emi í öðru húsi. Fær hver bekkjardeild tvær unni um 45% miðað við vorkaup stefnuna 1970. Ákveðið hefur veriö að halda tvær tízkusýningar fyrir almenn- ing í sambandi við kaupstefn- una. Sú fyrri verður fimmtu- dagskvöldið 11. marz að Ilótel Borg, en sú síðari sunnudagskvöld ið 14. marz á sama stað. til þrjár kennslustundir annan hvern dag, meðan á viðgerð stend- ur. Er ekki aðstaða til að kenna nema bóklegt nám og fellur því kennsla í verklegu-m greinum niður. Skorsteinninn skemmdist tölu- vert við sprenginguna. Þá sprakk ketillinn og allar rúður í tveim stórum gluggum á kyndiklefanum brotnuðu og þeyttust út á leikvöll- inn. Ef þar hefðu verið börn, er hætt við að slys hefðu orðið. Hættir Fragt- flug h.f. starf- semi sinni hér? KJ—Reykjavík, mánudag. í dag var unnið að því að búa flugvélar Fragtflugs h. f. til utan ferðar — en ekki með flutning — heldur varahluti í vélarnar. því Fragtflug mun ekki verða meó' neina starfsemi hér á landi á næstunni. Undanfarið hefur Fragt flug barizt fyrir því að geta hald- ið uppi vöruflutningum í lofti milli Islands o? annarra landa. en Framhald á bls. 22. VORKAUPSTEFNA Á FIMMTUDAG 1163 ATVINNU- LAUSIR EJ—Reykjavík, mánudag. Um síðustu mánaðamót voru 1163 íslendingar skráðir atvinnu lausir á landinu öllu. Þar af voru langflestir í kaupstöðunum, eða 752. 58 voru skráðir í kauptúnum meó' 1000 íbúa eða fleiri, en 352 í öðrum kauptúnum. Um næslu mánaðamót á undan voru 1329 atvinulausir, og hefur því tala þeirra minnkað nokkuð. Framsóknarvist í Kópavogi Framsóknarfé- lögin í Kópa- vogi efna til þriggja kvölda spilakeppni. Fyrsta framsók- arvistin verður spiluð föstudags kvöldið 12. marz, kl. 2Ö.30, í Fé- lagsheimili Kópa vogs, efri sal. Björn Sveinbjörns- son flytur ávarp, en stjórnandi framsóknarvistarinnar verður Sig- urður Brynjólfsson. Heildarverð- laun verða ferð til Mallorca, en auk þess verða góð kvöldverðlaun. Aðgöngumiðar verða seldir að Neðstutröð 4, fimmtudag frá kl. 17 til 22 og föstudag frá kl. Í7 til 19 og við innganginn. ..... " ■ 1 ■■ ■■■ ■ ■ ■ i • Karlmað- ur kærði konu fyr- ir árás OÓ—Reykjavík, mánudag. Ungur maður kom á lögreglu stöðina í Reykjavík s. 1. nótt og blæddj mikið úr munni hans. Var honum tregt um mál en gat þó stunið gegnum blóðflauminn að stúlka hefði barið hann. Kærði hann valkyrjuna fyrir líkamsárás. Ilann kvaðst þekkja hana í sjón og hélt sig muna naf* hennar, en ekki föó'urnafn. Framtönn var brotin úr mannin um og gaf hann þá skýringu á áverkanum að stúlkan hafi verið fyrir utan veitingastað og senni lega undir áhrifum áfengis. Mað urinn sat inni í bíl og brá stúlk an sér að honum og spurði hvort þa. væri nokkurt áfengj að fá. Þegar henni var svarað neitandi, gerði hún sér lítið fyrir og lamdi manninn í andlitið með breiðu belti og lenti sylgjan á munni hans og tönn brotnaði. Síðan hvarf árásarkonan og er ekki vitað til að hún hafi misþyrmt fleirj karl mönnum bá nóttina. Vinningaskrá Vöru- happdrættis S.Í.B.S. - sjá bls. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.