Tíminn - 09.03.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.03.1971, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 9. marz 1971 TÍMINN á olíumengun í höfnum og við olíubirigðastöðvar, stundum frá olíuskipum eða vegna mistaka við losun eða lestun. Mengun í höfnum verður stundum fyrir vangá eða hugsunarleysi. Slík olíumengun frá notaðri smur- olíu véla. eða austri úr véla- rúmum skipa ætti að vera óþörf, því að olíufélög, se.m selja smurolíur eru reiðubúin að taka við notaðri smurolíu í land. Ef um verulegt magn af olíu- sora úr skipum er að ræða. þá verður vandinn meiri, því *ð móttökusskilyrði fyrir olíu- mengaðan sjó eru víðast hvar mjög takmörkuð og varla nokk ur til utan Reykjavíkursvæðis- ins. í janúar og febrúarmánuði árið 1968, varð einhver mesta olíumengun, sem vitað er um hér við land, í Axarfirði, á Tjörnesi og á Melrakkasléttu vestanverðri og olli hún mikl- nm fugladauða á þessu svæði. Talið er fullvíst að olía þessi hafi komið úr brezkum togara, sem talið er að hafi farizt ein- hvers staðar nálægt Mánareyj- nm. Togari þessi var olíukyntur gtrfutogari, og olía sú sem þeir nota, er yfirleitt þykk, svört brennsluolfa. Diesel- skip nota þynnri brennsluolíu. Diesel-olía er þó nokkuð mis- munandi, og þung diesel-olía getur einnig valdið fugladauða, auk óþrifa. Eins og áður var getið þá nær alþjóðasamþykktin í sinni npphaflegu mynd ekki til þess, ef losun olíu er nauðsynleg vegna öryggis skips eða fram- kvæmd í þeim tilgangi að koma í vcg fyrir skemmdir á skipi eða farmi, eða til þess að bjarga lífi þeirra, sem eru í sjávarháska. '' f Axarfirðinum mun þannig sjóslys hafa valdið olíumeng- nninni. Vegna þessarar mengunar fór ég ásamt dr. Finni Guð- mundssyni, fuglafræðingi þang að norður til að kynnast nánar þeim mikla fugladauða, sem þar varð. Gengum við þar um ákveðna strandlengju og töld- um og skráðum alla dauða fugla, setn fundust. Með því að áætla heildarlengd strand- svæðisins, sem mengað var, var siðan lauslega áætlað að þarna ahfi farizt milli 15000 og 20000 fuglar. Áberandi mikill fjöldi af Stuttnefju virðist hafa far- izt, og telur dr. Finnur að það gefi bendingu um að olían hafi upphaflega verið allfjarri landi, þar sem þessi fugl held- ur sig. Eins og kunnugt er deyfir olían öldurót, og fuglinn sæk- ir í lygnari svæðin, einmitt þar sem olían er. Þegar olían sezt í fjaðrirnar klessast þær saman, einangrunin hverfur, og fuglinn flýr til lands. Hann skríður helzt upp sandfjörur, fremur en við grýtta strönd, en hann getur enga björg sér veitt, er dauðadæmdur á ströndinni. Fuglinn getur þannig komið dauðvona upp á ströndina, áður en olíublett- irnir sjálfir hafa náð landi. Ég er sannfærður um það, að þeir sem einu sinni hafa séð «and- strönd þéttsetna af dauðum fugli, munu ávallt gera sitt til þess að hindra af fremsta megni olíuóhreinkun sjávar. Augljóst er að algert bann við að setja olíu í sjó á öllum höfum verður nauðsynlegt. Þótt risa-olíuflutningaskipin sigli ekki nálægt íslands-strönd um, þá sýnir olíuóhreinkun Axafjarðar okkur hver vandi er hér á ferðum. Af olíumengunarhættu, sem vitað er um að kann að verða hér á landi, má nefna „Has- kell“, sem sökk í Hvalfirði með um 200 tonn af þungri olíu fyrir allmörgum árum. Þótt olíubátur þessi sé nú eflaust sokkinn í leir að miklu leyti, getur fyrr eða síðar tærst gat á stálgeyma bátsins, þannig að olía geti sigið út. Sennilega fer þetta þó hægt í fyrstu, þannig að olíubrák verði sjá- anleg á staðnum áður en veru- legt útstreymi hefst. Ráðstaf- anir hafa verið gerðar af Olíu- félaginu, sem hefur flotslöng- ur og annan viðbúnað til taks til að hindra dreifingu olíunn- ar um Hvalfjörðinn. 6. NÝJAR BREYTINGAR ALÞJÓÐASAMÞYKKTAR- INNAR GEGN OLÍUMENGUN- ' Á ÞINGI IMCO 1969 Alþj óðasiglingamálastof nun- in. IMCO, gerði á 6. þingi' sinu ýmsar mikilvægar samþykkt- ir og ályktanir varðandi enn auknar varnir gegn mengun sjávar. Hinn 5. marz 1970 var Al- þjóðasiglingamálastofnuninni afhent aðildarskjal íslands að þessum breytingum, sem gerð- ar voru á þingi IMCO, 21. októ- ber 1969. á alþjóðasamþykkt- inni. Auglýsing um þetta var birt í Stjórnartíðindum C. 3 árið 1970, og með auglýsing- unni er birt á íslenzku og ensku Alþjóðasamþykktin frá 1954 um varnir gegn áhreink- un sjávar af völdum olíu, með breytingum samþykktum af ráðstefnunni 1962 og einnig með síðustu breytingum frá 1969. í þessum breytingum felst m.a. að með því að taka upp hið svonefnda „Load on Top“ (LOT) kerfi, sem felst í því að olíuflutningaskip setja olíumengaðan skolunarsjó úr olíugeymum sínum í sérstakan geymi aftast í tankarými s’/ips ins, dæla hreinasta sjólum undan þegar hann hefur setzt, en oiíumengaða sjónum er síð- an dælt í land í olíuhreinsunar- stöðvunum, í stað þess að dæla þessum olíumengaða sjó í hafið . Á þennan hátt er talið, að olíumengun hafsins minnki alls um 1.500.000 tonn af olíu á ári. Þó er þess að gæta, að þetta kerfi er þegar að nokkru tekið upp, af frjálsum vilja, en þó mun þetta ákvæði minnka olíu mengunina um nálægt hálfri milljón tonna af olíu á ári. Olíuflutningaskip mega, skv. þessum nýju ákvæðum, aðeins dæla í sjó olíumagni, sem nemur 60 lítrum af olíu á hverja siglda sjómílu, og sam- anlagt í hverri ferð ekki meira en einum fimmtán þúsundasta hluta af því olíumagni, sem skipið getur flutt í hverri ferð. Þetta magn gæti farið upp í 100.000 tonn af olíu á ári fyrir öll olíuflutningaskip heims- ins. Flutningaskip önnur en olíu flutningaskip hafa ekki leyfi til að tæma í hafið olíumeng- aðan sjó með meira olíumagni en 100 hlutar olíu í milljón (100 ppm) (parts per million), og þetta verður að vera sem fjarst landi, og auk þess ekki meira en 60 lítrar á hverja siglda sjómflu. Þetta ákvæði ætti því að tryggja örugga vörn gegn mengun hafsvæða frá þessum skipum. Bannsvæðin, sem áður voru í gildi ,eru hins vegar felld úr gildi, nema að þvi er varðar olíuflutningaskip, sem ekki mega tæma olíumengaðan sjó nær laíidi en 50 s.jómílum. Nýjar reglur um olíudagbók- ina, semiber að útfylla í hverju skipi, eiga að gera eftirlit auð- veldara með að þessum reglum sá fylgt. Þessi nýju alþjóðaákvæði taka gildi 12 mánuðum eftir að tveir þriðju hlutar þeirra ríkja, sem staðfest hafa al- þjóðasamþykktina frá 1954 með 1962 breytingum, hafa einnig staðfest þessar breyting- ar. Á þingi IMCO. 1969, var enn fremur gerð sérstök ályktun um þessi mál og er meginefni hennar eftirfarandi: ' Með hliðsjón af skýrslu nefndar Sameinuðu þjóðanna um friðsamlega nýtingu hafs- botnsins, þar sem vitnað er til starfs Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar IMCO, að þess um málum og Ipgt er til að þær alþjóðasamþykiktir, sem IMCO hefur með höndum, verði end urskoðaðar og auknar þannig, - SANDVIK snjónaglar Snjónegldir h|ólbarðar veita öryggi í snjó og hólku. Lótið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þó upp. Góð þjónustá — Variir menn Rúmgott athafnasvæði fyrir alla bíla. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501. — Reykjavík. að einnig verði tekin til með- ferðar mál er varða 1) öryggi á smíði, búnaði og rekstri bor turna, framleiðslu-verkpalla, neuansjávarfarartækja og ann- ars útbúnaðar, sem notaður er við rannsóknir, nýtingu og flutning efna frá hafsbotni, 2) öryggi starfsliðs, sem fæst við vinnu þessa 3) hættu vegna skipa, sem sigla um hafsvæði, þar sem neðansjávarstarfsemi fer fram, 4) mengun frá olíu og öðru eitruðu eða hættulegu efni á hafsvæðum, vegna úr- vinnslu efna frá sjávarbotni. 6. þing IMCO lýsti yfir að það geri sér ljósa grein fyrir ábyrgð stofnunarinnar á vett- vangi varna og eftirlits á meng un hafsvæða. þar með talin mengun, sem orsakazt gæti af rannsóknum og nýtingu efna frá hafsbotni. Þess vegna beindi 6. þing IMOO, þeim tilmælum til Sigl ingaöryggisnefndar stofn- unarinnar, að hraða sem mest vinnu að þeim verkefn- um, sem nú er unnið að, með því takmarki, að koma sem fyrst í framkvæmd raunhæf- um aðgerðum til eftirlits og varnar gegn mengun sjávar, og í fullu samstarfi við aðrar al- þjóðastofnanir, sem áhuga hafa á þessum málum. Ákvað Alþjóðasiglingamála- stofnunin, IMCO, að halda ár- ið 1973, Alþjóðaráðstefnu um mengun hafsvæða i þeim til- gangi að setja alþjóðaákvæði um takmörkun á mengun haf- svæða, lands og lofts, frá skip- um og sérhverju fljótandi fari og öðrum útbúnaði, sem not- aður er á, í eða við sjó. 7. HVAÐ UM FRAMTÍÐINA? Hverju er nú hægt að spá um framvindu mengunarmála hafsvæða á komandi árum Verzlunarfloti heimsins er nú allt um 225 milljónir brúttó- rúmlestir að stærð, og talið er að fyrir 1980 muni hann vera orðinn 400 milljónir brúttó- rúmlesta. Árið 1980 hefur ver- ið áætlað að unnin verði úr jörðu alls 4000 milljónir tonna af olíu, og á áratugnum 1970 —1980 verði samtals unnin jafnmikil olia úr jörðu og síð- astliðin 110 ár, eða frá því vinnsla á olíu úr jörðu hófst að ráði. Megnið af þessari olíu verður flutt um heimshöf- in á skipum og árið 1980 er áætlað að samanlögð stærð olíuflutningaskipa heimsins verð iorðin nálægt 300 milljón- ir tonna að burðargetu. Þetta ‘segir sína sögu um aukna hættu á olíumengun sjávar ef fyrir kemur strand, árekstur eða sprenging. Til við bótar þessari hættu kcmur svo olíumengunarhættan frá bor- un á landgrunnssvæðum. Það eina sem ekki stækkar er haf ið sjálft og strendur þe^C. Ná- lægt 6% af olíuframleiðslu heimsins er brennt um borð í skipunum sjálfum. Þetta kann ekki að virðast mikið magn, en er þó nóg til að reykur skip- anna mengar loftið um 3 milljónir tonna af brennisteini á ári. En skipin menga heims- höfin líka með öðru en olíu, jafnvel þótt ekki sé rætt um losun skipa á úrgangsefnum frá verksmiðjum á landi, sem þau haft siglt með á haf út til að „losna við“, í þeirri von að ennþá taki hafið við. Frá skip- um er fleygt fyrir borð sorpi sem áætlað er að nema um 2% kg. á mann á sólarhring. Þetta eru matarleifar .umbúðir, kass ar og plastkútar. Farþegaskip með 1000 manns um borð, áhöfn og far- þegar, skilar í hafið 2% tonni af sorpi hvern dag. Það hlýt- ur að koma að því að skipum verið gert að skylda að mala sorp um borð, pressa saman og setja í land í næstu höfn. Lengi vel tók sjórinn við, en nú er sá tími greinilega liðinn og framundan er krafan um að frá skipum komi engin olía né sorp í sjó og jafnvel að kraf- izt verið hreinsunar á reyk frá þeim, eins og við verksmiðjur í landi. Allt kostar þetta orku og fjármuni, en háværar radd- ir krefjast nú hreins lofts, vatns og hafs, og þegar á allt er litið þá geta þessar kröfur varla talizt órýmilegar. SILFUR HAFSINS 15 tegundir síldarrétta framreiddar í hádeginu alla daga Marineruð síld Sinnepssíld Kryddsíld Rússneskt síldarsalat Rjómasíld Dillsíld Karrysíld Mintsíld Tómatsíld Hvannarótarsíld Appelsínusíld Sardínur i tómat Piparrótarsíld Sardínur í olíu Cherrysíld

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.