Tíminn - 09.03.1971, Side 6

Tíminn - 09.03.1971, Side 6
18 TIMINN ÞREDJUDAGUR 9. marz 1971 Haukur Ragnarsson: ÆTTBOK OG SAGA íslenzka hestsins á 20. öld eftir Gunnar Bjarnason, Hvanneyri. Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gaf út Ái íorlagsins hálíu er bók þessi eins vel gerð og bezt verður á kosið. Vandaður papp ír, gott letur og frágangur all- ur ágætur. Auk formála, eftinnála og nafnaskráa, skiptist ritið í eft- irfarandi kafla: Af mönnum og hestum 1940—1950, félags- annálar og Ættbókin 1. Stó8- hestar Nr. 1—Ö64. Ættbókin sjólf með nafnaskrá yfir stóð- hesta er 210 síður, eða rúm- lega helmingur bókarinnar. Hinn hlutinn kemur ættbók ekkert við og er fyrst og freanst sjálfsævisaga höfundar, en ekiki hestsins á 20. öld. Þennan hluta bókarinnar verða þeir, sem áhuga hafa á ættbókinni, að kaupa dýrum dómum ásamt henni sjálfri. Nú spannar þessi hluti ævi- sögu höfundar aðeins yfir 10 ár, svo að dýr hlýtur öll ævi- sagan að verða, áður en yfir lýkur. Nú eru liðnir nokkrir mán- uðir frá útkomu bókarinnar, og enn hefur enginn fagmaður stungið niður penna til þess að skrifa um þessa bók. Af hverju? Hefur tímaritum um landbúnað ekki verið send bók in til umsagnar, eða þykir hún ekki þess virði? Þó er það aug- Ijóst mál, að sé eitthvað gagn- rýnisvert við þessa bók, þá er rétt að það komi fram nú. Verði villur og missagnir eklci leiðréttar nú, þá verða þær heilög sannindi eftir 10—15 ár. Þess vegna sezt ég nú nið- ur til þess að skrifa þessar linur um ýmislegt, sem mér finnst athugavert við bókina og jafnvel hrossaræktarmálin í heild. Bókmenntagagnrýnendur blaðanna hafa ritað um bók- ina, og er svo að sjá, að þeim. þyki sjálfsævisagan merkilegar bökmenntir. Ekki skal ég leggja neinn dóm á það, né heldur hitt, hvert sannleiks- og heimildargildið er. Þó finnst mér, aö það mætti gjarna vera siðferðileg skylda dagblaðanna að fá fagmenn til þess að rita um fagbækur. í lok formála segir höfund- ur, eftir að hafa lýst helztu málum, sem notuð eru í sam- bandi við lýsingu hesta. „Að öðru leyti hygg ég. að hinar skráðu upplýsingar séu auð- skiljanlegar hverjum hesta- manr>i‘' KH'i Ag alveg viss um það. T.d. Oíu '’«star f’óWk- aðir á sýningum eftir r-ínn. verðlaunaðir, sem kaúað er Þessi veróláun, sem hér er um að ræða, eru einskonar eink- unnagjöf. Framan af ættbók- inni virðast hestar fá 1., 2. og 3. verðlaun. Síðan verður skyndilega sú breyting, án þess að nokkuð sé um það get- ið, að hestar fá 1. verðlaun A, B eða C, 2. verðlaun A, B eða C og svo koma 3. verðlaunin. Áhugasamur lesandi reynir auðvitað að lesa í málið, en hann verður engu nær. Við skulum taka sem dæmi nokkra hesta. Nr. 229 fær þessa lýsingu: Brúnn, meðalreistur, hlutfalla- góður, góðir fætur. Hann fær 3. verðlaun. Nr. 233 fær þessa lýsingu: Jarpur, meðalreistur, hlutfalla- góður. góðir fætur. Hann fær 1. verðlaun. Eini muniurinn virðist vera liturinn, og er þá helzt að ætla, að jarpi liturinn sé göfugri en sá brúni. Við skulum taka annað dæmi. N’ '’?] ei iýit þannig: Rauð ur, fríður vel, meðalreistur og hlutfallagóður, góðir fætur, reiðhestslegur fær 1. verð- laun. Nr. 241: Brúnn, vel meðai- reistur, hlutfalíagóður, ágætir fætur. Hesturinn er rösklegur og reiðhestslegur. Hann fær 2. verðlaun. Hér virðist það vera liturinn, sem ræður úrslitum. Rauði liturinn talinn göfugri en hinn brúni. Sem sagt, lýs- inigar segja ekki það, sem við þurfum að vita. Hvers vegna hefur hesturinn fengið þau verðlaun sem hann fær? Gott hefði verið, að ýmis lýsingar- orð væru skýrgreind. T.d. lýs- ingarorðið „hlutfallagóður", sem notað er um allflesta, sem ættbókarfærðir eru eftir 1939. í formála getur Gunnar Bjarnason þess, að í upplhafi ættbókar hafj Theódór Am- björnsson ritað: „í byrjun tek ég aðeins þá hesta, er hlotið hafa 1 og 2. verðlaun, fjögra vetra og eldri. Síðar má bæta við lægra verðlaunut/um hestum er góðir stofnar spretta af þeim, því svo er víst langt þangað til ættbók þessi verði prentuð, að þeir geti komið þar á réttan stað, einnig hestum, sem eikki hafa verið sýndir, ef ástæða þykir til þess“. Ég fæ ekki betur séð, en , Theódór heitinn hafi fylgt þessari reglu, meðan hans naut við. Síðar hefur þessum reglum greinilega verið breytt, en ég álít, að síður en svo hafí verið ástæða til þess þá, því aö þá var búið að vinna að ræktuninni svo langan tima< að heldur hefði átt að herða þær reglur heldur en hitt Ef við nú athugum ættbök- arfœrslu G-B. lauslega, þá kem ur í ljós, að hann hefur ætt- bókarfært 369 hesta á tímabil- inu 1940—1960. (Nr. 193—Nr. 561). Af þeim hafa ca. 46% fengið i. verðlaun, ca 17% hafa fengið 2. verðlaun, ca 6% fengið 3 verðlaun og svo eru um 31% af hestunum, þar sem ekki er getið um nein verð- laun. Sennilega er um helming ur síðasta flokksins sýndur í heimahúsum. Af þessum 369 hestum virð- ast 71 var teknir í ættbók 3ja vetra. 30 2ja vetra og einn er greinilega tekinn í ættbók fæð ingarárið. (Nr. 406, Gammur frá Hvanneyri, sennilega þá í eigu G.B.). Alls eru því á þessu tímabili ættbókarfæro'ir rúmlega hundrað hestar yngri en 4. vetra, eða meira en fjórð ungur ættbókarfærðra hesta. Ekki er getið nm verðlaun nærri allra þessara hesta, en allmargir hafa fengið 3. verð- laun. Einna hæsta einkunn þessara hesta fær Nr. 508. Hann fær 1. verðlaun B og þessa lýsingu: „Rauðhöttóttur, vel meðalreistur, vefjaþurr, reiðhestslegur, fætur ekki veigamiklir. Faðemið óvist og því hesturinn ekki álitlegur kyn- bótarhestur". Annars má nefna það, að af þessum 369 sem G.B. hefur ættbókfært, eru 18 föð- urlausir og þeim til viðbótar eru 10, sem upplýsingar vant- ar um báða foreldra. Yfirleitt hafa þessir hestar fengiO 1. verðlaun. í öðrum greinum þú- fjárræktar þykir ekki rétt að verðlauna ættlausa gripi, nema þá ef til vill mjög lágt, fyrr en afkvæmin hafa sannað kyn bótagildi þeirra. Þetta er auð- vitað í samræmi við löngu upp- götvað erfðalögmál, en virðist sem sagt hafa gleymzt í hrossa ræktinni á fímmta og sjötta tug aldarinnar. Eitt alvarleg- asta dæmið um þetta er Nr. 304. Hreinn fná Þverá. Hann kemur fram á sýningu 1944, þá fjögurra vetra, talinn föður- laus en fær þó heiðursverð- laun. Hann er kjörinn beztur stóðhesta á Landsmóti 1950, þá einnig föðurlaus. Svo bregður við á Landsmóti 1954, aó' hann er feðraður 14 vetra. Hann stóð þá einnig efstur og sömuleiðis á Landsmóti 1958. Við þetta bætist, að það er mál margra, sem til eiga að þekkja, að móðemið hafi verið óvist. Þarf þá víst engan að undra, þótt varla sjáist nein spor eft- ir þennan hest í hrossaræki- inni. Látum þó vera þessi mis- tök, en að leyfa sér að rekja bæði föður- og móðurætt þessa hests í ættbókinni, án þess a8 geta þess aS vafi hafi leikjð á um faðemi hestsins, það nálg ast hreina ósvífni. Hvemig skyldl þá vera að treysta öðr- um ættemisupplýsingum í þess ari bófc? Hvemig má þá tíl dæmis treysta ættfærslu útflutn ingshrossanna, sem allir ern að tala um í dag? Þegar ættbókin er lesin, þá vekur það oft furðo, að sum- ir hestanna skuli hafa verið teknir í ættbók. Sfculu nokk- ur dæmi nefnd. Nr. 360 er tekinn í ættbók þrevetur. f lofc lýsingar segir „að hann sé óráðinn sem reið- hestur og kynbótahestur". Nr. 423 er líklega tekinn í ættbófc fjögurra vetra. Lýsing: „Brúnn að lit, viljalegur, smá- vaxinn og hnellinn hestur. Hann þótti efcfci álitlegur kyn- bótahestur". Nr. 438. Hvorki greint um ætt né aldur. Lýsing: Gnáskjótt ur, myndarlegur og þreklegur hestur, ekki reiðhestslegur". Nr. 440 er fjögurra vetra. Lýsing: „. .. ffngerðor og frfð- ur hestur eo lundstirður, rað- boginn í v. afturfæti". siðan segir: „Hesturinn var sendur til geldingar eftir sýningu, og næsta ár var hann seldnr til Þýskalands. Reyndist þar fcang- iyndur og hæfíledkalaœ*. Menn geta nú sfcemiwt sér við að lesa bófcina og mmm þá finna ýmislegt, sem efcfci er ósvipað þessu. Oftast er erfitt að gera sér grein fyrir þvi. hvers vegna hestar hafa verið ættbókaðir, en ósjaldan grun- ar lesandann, að það hafi ver- ið vegna þess, að til hafi stað- ið að flytja þá út. IFróðlegt væri að vita, hvers vegna reglum nm ættbókar- færsluna var breytt, en þó mun fróðlegra að vita, hvort breytingin hafi verið til nokk- urs gagns íslenzkri hrossarækt. Nú vill svo til, að getið er um skráð affcvæmi hvers stóðhests í ættbókinni. Hef ég tekið upp fjölda þeirra og raðað saman í eftirfarandi töflu. Annars veg- ar hef ég tekið tímabilið fram til 1940. sem fært var af Theó- dóri heitnum Ambjöms- syni, er hins vegar tímabilið 1940—1955, sem fært er af Gunnari Bjamasyni. Hestar, ættbókarfærðir 1955 og fyrir þann tíma, ættu allir að hafa haft möguleika til þess að eign- ast skráð afkvæmi. Flokkun ættbókarfærðra hesta eftir skráðum afkvæmum. 0 75 39 136 57 1 17 9 36 15 2 20 10 19 8 3—5 30 16 28 11 6—10 23 12 12 5 10—20 10 5 4 2 Fleiri en 20 17 9 4 2 Það sést af töflunni, að af hestum, skrá&um fram til 1940,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.