Tíminn - 16.03.1971, Blaðsíða 5
ÞBfö.TUDAGUR 16. marz 1971
TIMINN
MEÐ MORGUN
KAFFIMU
Borða'ðu nú Pétur, svo þú verðir stór strákur.
:°áll Eggert Ólafsson byrjaði
.gur að vinna á Landsbóka-
safninu. Það var í tíð Jóns Jac-
obssonar, landsbókavarðar.
Jón sá strax, hver dugnaðar-
og afkastamaður Páll var við
störf sín og bauð honum nokkr-
um sinnum til drykkju með
sér, en Páll var tregur til afl
drekka með yfirmanni sínum.
Loks lét Páll þó til leiðast.
Þegar áhrifin fóru að segja
til sín, segir Páll: — Þú ert
gáfaðasti maður, sem ég hef
talað við, Jón Jacobsson.
Til að launa Páli lofið, segir
Jón: — Og þú ert fallegasti ung-
lingur, sem ég hef drukkið með.
— Jæja, nú verðum við að
fara, það er orðið framorðið.
Siglfirðingur nokkur, sem
þótti sopinn góður, gekk í
stúku.
Kunningi hans einn hitti hann
á götu, daginn eftir, og var þá
búinn að frétta tíöindin. Vatt
hann sér að honum og sagði:
— Svo að þú ert kominn í
stúku. Það þýðir þá líklega ekki
að bjóða þér í staupinu?
Þá varð hinum að orði:
— Ojá, í stúkuna er ég kom-
inn, en maður er nú ekki svo
fanatískur að maður þiggi ekki
einn lítinn.
TBÍlB ÖÍJiri>íli (
Maður nokkur fór í skemmti-
ferð til Reykjavikur og dvaldist
honum þar í nokkra daga. —
Stuttu eftir að hann kom heim
fór hann í heimsókn á nágranna-
bæ sinn og þá segir einhver við
hann:
— Jæja, hvað segir þú í frétt-
um úr henni Reykjavík?
— í fréttum, segir maðurinn.
— Ég held það sé nú lítið í frétt
um þaðan, nema ég held, að all-
ir hafi verið frískir.
DENNI
DÆMALAUS!
— Nú er Tommi orðinn sjö
ára og þá ættum við eiginlega
að kalla hann Tómas hér eftir.
Þá er það tízkan rétt einu
sinni og nú er París búin að
boða, hvernig konur eiga að
klæðast í vor og sumar, ef
þær ætla að fylgjast með.
Stuttbuxur eru mjög ráðandi,
ýmist einar, eða innan undir
opnum síðpiltum, eða gagn-
sæjum síðbuxum. Brjóstahald-
arar virðast vera alveg horfn-
ir og nú á að vera í gegnsæj-
um blússum, að minnsta kosti
ungu dömurnar. Þær, sem eldri
eru, virðast eiga að klæðast
fötum, sem voru í tízku 1930
—40. Stoppaðar axlir, djúp V-
hálsmál og kragar með hvöss-
um hornum, sem ná út á axlir.
Litirnir eru hressilegir, sól-
gult, rautt, fjólublátt og mik-
ið hvítt. Höfuðfötin eru ann-
að hvort eins og sundhettur
eða vagnhjól, lítið þar á milli.
Skórnir eru með miklu af
reimum og böndum, hælarnir
háir og sverir og tærnar breið-
ar, en þó mjórri, en þær hafa
verið. Háu stígvélin ætla að
halda velli enn um sinn. Hérna
látum við fylgja með klæðnað
eftir Paco Rabanne, sem hugs-
ar mest um táningana. Það
fylgdi myndinni, að þetta gæti
hvort sem er verið göngubún-
ingur á sólbjörtum sumardegi
og glæsilegur kvöldfatnaður í
fínu samkvæmi.
— ★ — ★ —
Danski ferðaskrifstofu-millj-
ónamæringurinn Simoni Spies,
hefur um árabil sagt, að hann
græði um það 'bil 150 'krónur
á hverri ferð, sem ferðaskrif-
stofan hans selur. Fólk hefur
trúað honum, líklega af því að
ferðirnar eru fremur ódýrar.
Sannleikurinn mun hins vegar
vera sá, að Spies græðir ekki
150 krónur. heldur tíu sinnum
meira, og þá skilur maður bet-
ur hvernig stendur á því
að maðurinn hefur efni á
að eyða alveg sjálfur um 150
þúsund krónum á dag.
Vasapeningar veslings
mannsins eru aðeins um 20
milljónir á ári en þar fyrir
utan fara um 40 milljónir i
rekstrarkostnað, sem er skatt-
frjáls.
Konur eru stór hluti af lífi
Spies — og þær eru auðvitað
ekki ókeypis. Hann hefur
fjóra einkaritara, sem eru til
taks fyrir hann allan sólar-
hringinn, hvort sem um er að
ræða að skrifa bréf, eða opna
kampavínsflösku og borða
ostrur. Einkarjtararnir ganga
í minkapelsum og með dem-
antsskartgripi. Auk þess fá
þær há laun og fæði og hús-
næði frítt. Þær endast venju-
lega ekki nema árið og þá end-
urnýjar Spies þær og setur þær
á „eftirlaun“. Þá er vanalegt
að þær séu um tvítugsaldur-
inn.
Bílar kosta líka dálítið.
Spies á tvo Mercedes 600, Cadil
lac og Aston Martin. Allir eru
þeir innréttaðir sérstaklega,
m.a. með síma og barskáp: Hús-
ið hans Spies er einstakt í sinni
röð, sérstaklega, hvað útlitið
varðar. Það er kringlótt og allt
innan í því cr líka kringlótt.
Það hangir einhvernveginn ut-
an í kletti við sjóinn og par
safnar Spies saman milljóna-
verðmætum af listaverkum.
Húsið eitt er metið á röskar
25 milljónir ísl. króna. Auðvit-
★ —
að þurfa menn eins og Spies
að vera vel klæddir og talið er
að hann eigi í fataskáp sínum
föt fyrir um 4 miíljónir. Þess
má geta, að inniskórnir hans
eru úr ekta hlébarðaskinni.
Spies verður fimmtugur á
næstunni og hann er búinn að
bjóða öllu starfsfólki sínu, sem
flest eru stúlkur milli ferm-
★ -
ingar og 18 ára, í mikla reisu
suður á Mallorca í einkaflugi
vél sinni, í tilefni afmælisins.
Þar kemur áreiðanlega ekki til
að skorta nokkurn hlut af þeim
lífsins gæðum, sem föl cru fyr-
ir peninga. Meðfylgjandi mynd
er tekin fyrir skömmu af
Spies og einum einkaritara
hans í næturklúbbi.
1 • -