Tíminn - 16.03.1971, Blaðsíða 1
[
62. tbl.
Þriðjudagur 16. marz 1971 —
55. árg.
Bergþóruqote 3
Símar. 19032 — 200»
XkftÁ h~f
UnttMUU. HAFNARSnum 3X t*m itaw
Sönn frétt
eða bara
danskt grín?
SJ—Reykjavík, mánudag.
Danska blaðið Aktuelt skýrði
frá því 10. þ.m. að salan á
geirfgulinum til íslands hefði
vakið áhuga meðal safnara,
einkum vegna hins háa verðs,
sem greitt var fyrir hann á upp
boðinu hjá Sothbys. Hefði safn
ari nokkur í Bretlandi nú látið
sérvcrzlun í Lundúnum hafa
tvo uppstoppaða geirfugla og
13 geirfuglsegg í umboðssölu.
Tíminn hafði í dag samband
við dr. Finn Guðmundsson
fuglafrœðing vegna fréttar þess
arar, sem var einnig í íslenzka
útvarpinu í dag. Sagði hann
að sér þætti fregnin áikaflega
ótrúleg. „Ég veit ekki til að
geirfuglar séu til í einkaeign,
og sómu skoðunar voru sérfræð
ingar British Museurn," sagði
Finnur. „Ég veit um mann í
Wales, sem á 12—13 geirfugls
egg, en ég vissi. ekki til að
hann ætti geirfugT og _ mér
finnst ótrúlegt að hér sé um
hann að ræða.
Það væri fróðlegt að fá sönn
ur á hvort einhver fótur er
fyrir þessari frétt eða hvort
þetta á að vera einhvers kon
ar danskt grín hjá blaðinu. En
eitt er víst, eins og fram hef
ur komið í skrifum Politiken,
að Danir sáu eftir áð missa
geirfuglinn úr landi.“
' - ——--------
Útvarpsumræður frá
Alþingi í kvöld
EB—Reykjavík, mánudag.
Útvarpsumræður frá Alþingi um
þá tillögu Magnúsar Kjartansson-
ar og Geirs Gunnarssonar að
hreinsitæki verði sett upp í ál-
hræðslunni í Straumsvík, fara
fram annað kvöld, þriðjudags-
kvöld, og hefjast kl. 20.
Af hálfu Framsóknarflokksins
tala þeir Eysteinn Jónsson, Þórar-
inn Þórarinsson og Jón Skafta-
son. — Pétur Sigurðsson og Jó-
’nann Hafstein tala fyrir hönd
Sjálfstæðisfl. Lúðvík Jósepsson
og Magnús Kjartansson tala af
Framhald á 11. síðu.
íslendingaþættir
koma út á morgun
„Handknattleiks-
maður ársins“
- Kosningin hefst
í dag
Sjá bls. 13
„Ég hef alltaf unnih of
metnaði fyrir ísl. bændur"
sagði Þorsteinn Sigurðsson, er hann sleit 53. búnaðarþingi
í gær og lét af formannsstörfum
AK, Rvík, mánudag. — 53. bún-
aðarþingi lauk í gær og hafði þá
staðið í þrjár vikur og afgreitt
um 50 mál. Mörg mikilvæg mál
hafa legið fyrir þinginu, og lief-
ur sumra þegar verið getið, en
annarra verður getið næstu daga.
— f þinglokin var kjörin ný stjórn
Búnaðarfélags íslands. Þorsteinn
Sigurðsson, sem verið hefur for-
maður félagsins sJ. 20 ár. gaf nú
ekki lengur kost á sér lil stjórn-
arkjörs. í stað hans var kjörinn
í stjórnina Iljörtur E. Þórarins-
son bóndi á Tjörn í Svarfaðardal,
en endurkjörnir með honum Ás-
geir Bjarnason og Einar Ólafs-
son. Stjórnin mun síðan skipta
I með sér verkum, væntanlega á
fyrsta fundi sínum í dag.
í varastjórn voru kjörnir Magn
ús Sigurðsson bóndi á Gilsbakka,
Siggeir Bjömsson í Holti og Jón
Helgason bóndi í Seglbúðum. í
hússtjórn Bændahallarinnar voru
kjörnir Þorsteinn Sigurðsson og
Ólafur E. Stefánsson.
Þorsteinn Sigurðsson kvaddi
búnaðarþingsmenn með snjallri
ræðu þar sem hann leit yfir liðna
tíð í starfi fyrir samtök bænda
og sagði meðal annars, að hann
hefði ætíð unnið að málcfnum ís-
lenzks landbúnaðar með sannan
metnað efst í huga. Hann þakkaði
hinum mörgu samstarfsmönnum
sínum mikil og góð samskipti, sem
ekki bæri skugga á.
Ýmsir búnaðarþingsmenn tóku
til máls og ræddu um hin miklu,
og gifturdrjúgu störf Þorsteins í
þágu íslenzkra bænda, og þökkuðu
honum forystustörfin. Kom þar
meðal annars fram, hve mi'kinn
hlut Þorsteinn hefði átt að bygg-
ingu Bændahallarinnar.
Að lo'kum þakkaði Þorsteinn hlý
orð og góðar óskir í sinn garð,
árnaði búnaðarþingsfulltrúum
góðrar heimferðar og alls velfam-
Framhald b bis. 1L
Þorsteinn Sigurðsson
AK, Rvík. mánudag. — Á Bún-
aðarþingi í dag og s.l. laugardag
urðu miklar umræður um erindi
stjórnar Bændahallarinnar um
stækkun Hótel Sögu. Á laugardag-
inn var flutt frávísunartillaga um
málið, en hún var felld með jöfn
um atkvæðum, 14 gegn 14. f dag
var svo að lokum samþykkt eftir-
farandi ályktun með 13 atkvæð-
um, en tólf sátu hjá:
„Búnaðarþing ályktar_ að fela
stjóm Búnaðanfélags íslands í
samráði við stjórnir Stéttarsam-
bands bænda og Bændahallarinnar
að tryggja lóð fyrir stækkun hús-
rýmis Bændahallarinnar. Ennfrem
ur verði kannaðir möguleikar á að
fá innlent fjármagn til fram-
kvæmda, ef til þeirra yrði stofn-
að. Þá verði gerð kostnaðaráætl-
un um rekstrarafkomu Hótel Sögu,
miðuð við þá stækkun, sem hag-
kvæmust þykir.
Þingið leggur áherzlu á að ekki
komi annað framlag til viðbygg-
ingarinnar af hálfu bænda og
bændasamtakanna en tekjuafgang-
ur af rekstri Bændahallarinnar.
Að lokinni þeirri athugun, sem
að framan greinir, verði þær nið
urstöður lagðar fyrir Búnaðar-
þing til endanlegrar á’kvörðun-
ar.“
Tillaga þessi kom fram frá fjár
hagsnefnd þingsins, og var Jón
Gíslason framsögumaður hennar.
en aðrir flutningsmenn Sig. J. Lín
dal, Sigmundur Sigurðsson, Pétur
Pétursson. Einar Ólafsson, Grirnur
Amórsson og Ásgeir Bjarnason.
Nýkjörin stjórn Búnaðarfélags íslands. F, v, Ásgeir Bjarnason, Einar Ólafsson og 'Hjörtur E. Þórarinsson.
Tekinn í 12. sinn en:
LANDHELGISBROTUM FÆKKAR
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Pétur Sigurðsson, forstjóri
Landhelgisgæzlunnar, sagði í
dag, að síðast li'ðin tvö ár hafi
verið gengið fast eftir að land-
helgissektir væru innheimtar
og hefur landhelgishrotum
fiskibáta stórfækkað síðan.
Þeir skipstjórar, sem dæmdir
eru, vcrða að sctja tryggingu
fyrir sektinni, að öðrum kosti
cru vciðarfærin tekin af þeim.
Nú fyrir áramótin var mikið
greitt af landhelgissektum.
Sýslumenn og bæjarfógetar sjá
um að innheimta skuldirnar.
Sektirnar eru misháar. Fara
þær eftir stærð bátanna og eðli
brotanna. Forstjórinn sagði, að
það hafi greinilega skipt sköp
um í þessum málum þegar far
ið var að ganga eftir með
hörku að sektirnar væru greidd
ar, en áður létu skipstjórar sér
ekki segjast þótt þeir væru
staðnir að landhelgisbrotum
og dæmdir, því þeir gengu að
því sem vísu að ekki yrði geng-
ið eftir að fullnægja dómun-
um. En þeir skipstjórar sem
verið er að taka öðru hverju
eru nær alltaf sömu mennimir,
sem virðast ekki geta haldið
sig utan við fiskiveiðilögsög-
una, þótt það sé vafasamur gróði
að verða dæmdur aftur og aft-
ur fyrir landhelgisþrot, þó að
stundum megi fá imeiri og verð
Framhald á bls. 11