Tíminn - 16.03.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.03.1971, Blaðsíða 7
X ÞMÐJUDAGUR 16. marz 1971 TÍMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN F'ramkvæmdastjóri: Kristján Bernediktsson. Riitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Heiigason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Rit- stjómarskrifstofur í Bddiuhúsinn, símar 18300 — 18306. Síkrif- stofur Baníkastræti 7. — Afgreiðslusimd 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 105,00 á mánuði, innanlands. í lausagölu kr. 12,00 eint. — Prentsim. Edda hf. Meðan beðið er eftir landhelgisnefndinni í landhelgisnefndinni, sem ríkisstjórnin skipaði á síðastliðnu ári, hefur ríkt samkomulag um, að vegna nýrra og breyttra aðstæðna, væri nauðsynlegt að Al- þingi markaði skýrt og greinilega stefnu þjóðarinnar í landhelgismálinu áður en þessu þingi lyki. Síðasta ályktun þess í landhelgismálinu er frá 1959, en margt hefur breytzt síðan. Þá var verið að vinna að því að fá 12 mílna útfærsluna viðurkennda og var eðlilegt, að ályktun þingsins miðaðist við það. Nú eru tólf mílumar viðurkenndar og þörfin orðin brýn fyrir nýja sókn. Við það hlýtur ályktun Alþingis nú að miðast fyrst og fremst. Það varð að samkomulagi í landhelgisnefndinni í janú- armánuði síðastliðnum, að einstakir flokkar flyttu ekki tillögu um málið á Alþingi fyrr en fullreynt væri, hvort ekki gæti náðst samkomulag þeirra allra um sameigin- lega tillögu. Fulltrúi Framsóknarfl. studdi það mjög ein- dregið, að þessi samkomulagsleið yrði reynd til þrautar og var það í samræmi víð þá stefnu, sem formaður flokks- ins, Ólafur Jóhannesson, hefur mótað. Hann hefur á mörg- um þingum flutt tillögu um, að sikipuð yrði sameiginleg nefnd flokkanna til að vinna að undirbúningi og fram- gangi landhelgismálsins. Það var fyrst á síðastl. ári, að ríkisstjórnin félst á þessa tillögu. Landhelgismálið er SVO mikilvægt mál fyrir þjóðina, að nauðsynlegt er að hafa þar sem víðtækasta samstöðu, ef mögulegt er. í framhaldi af áðumefndu samkomulagi í landhelg- isnefndinni, lögðu stjórnarandstöðuflokkamir fram til- lögur sínar í byrjun febrúar síðastl. Ríkisstjómm og flokkar hennar hafa síðan haft þær til athugunar, en formlegar tillögur hafa enn ekki verið lagðar fram af henni eða flokkum hennar, en vissum hugmyndum þó hreyft. Nú era ekki eftir nema fáar vikur af þingtím- anum, þar sem ljúka á þinginu fyrir páskana, og verð- ur því að teljast eðlilegt, að úr því verði skorið allra næstu dagana, hvort samkomulag næst í landhelgis- nefndinni eða ekki. En meðan beðið hefur verið eftir niðurstöðum þessa máls í landhelgisnefndinni og flokkarnir því ekki gert nema takmarkaða grein fyrir afstöðu sinni, hefur það komið glöggt í ljós, hver vilji þjóðarinnar er. Þjóðin vill að ekki verði lengur dregið að hefja nýja sókn í landhelgismálinuL Þannig hefur stjóm Farmanna- og fiskimannasambands íslands skorað á þing og ríkisstjóm að hefjast strax handa um útfærslu fiskveiðimarkanna í 50 mílur. Útgerðarmenn og sjómenn á Patreksfirði, Bíldudal og Tálknafirði hafa sent Alþingi áskoran um að færa fiskveiðilandhelgina út í 50 mílur. Vaka, annað aðal- félag háskólastúdenta, hefur gert ályktun, sem gengur í sömu átt. Þannig hefur verið að skapast eins konar þjóð- areining í landhelgismálinu meðán beðið hefur verið eftir stefnumörkun frá landhelgisnefndinni. Mbl. og Ólafur Forastugrein Mbl. á sunnudaginn fjallaði um það, hve bjart væri nú framundan í efnahagsmálum þjóðarinnar og hve miklu góðu gengisfellingarnar 1967 og 1968 hafi áorkað. Færasti hagfræðingurinn í Sjálfstæðisflokknum, Ólafur Bjömsson prófessor, er hins vegar á öðru máli. Hann líkir því viðhorfi, sem blasir framundan eftir kosn- ingamar við hrollvekju, og varar sérstaklega við nýjum gengisfellingum. Lof Mbl. um gengisfellingamar 1967 og 1968 sýnir bezt til hvaða „úrræða“ verður gripið eftir kosningarnar, ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að ráða. Þ.Þ. Magnús H' Gíslason, Frostastöðum: TRÚIN Á BLEKKINGA Þriðjudagsgrein 10 og hálíur Fyrir alþingiskosningasrnar 1967 óttaðist ríkisstjómin það mjög að missa meirihlutaaðsltöðu sína. Var það að vonum. Ferill hennar hafði frá upphafi verið ófagur á flesta lund. Við upp- haf gaf stjórnin þjóðinni niörg og fögur fyrirheit, en efndímar lentu I útideyfu. Mátti ætla, að þjóðin þættist hafa gefið ríkis stjórninni nógu rúman frest til efnda á þeim loforðum, sem jafngömul voru orðin áraitugn um. Vora því góð ráð dýr, Og þá var fundið upp á efnahagsað gerðum, sem gefið var nsifnið „verðstöðvun". Skyldi nú Ibrot- ið blað og í einu vetfangi bætt fyrir drýgðar vanrækslusyindir. Loksins leit þá dagsins Ijós „pennastrikið“ fræga. Ef til vill hefur einhver beig ur bærst með ráðherrunum yfir því, að þjóðin tæki orð heirra með einhverjum afslætti oj; því var sjálfur höfuðpostuli verð- bólguvísindanna á fslandi seðla bankastjórinn, leiddur frsim á sviðið og látinn vitna um það, að ekkert væri því til fyrinstöðu að „verðstöðvunin“ gæti orðið varanlegt bjargráð, aðehas ef stjórnin fengi frið fyrir óbil- gjarnri og óþjóðhollri st,jórnar andstöðu. En þrátt fyrir sitSferðis vottorð seðlabankastjórans ríkis stjórninni til handa og þrátt tyr ir boðskap hans um vananleik ,,verðstöðvunarinnarí‘, ef virtum mönnum og framsýnum yeði fal in framkvæmd hennar, varu þó margir vantrúaðir. Hinir trúuðu reyndust þó ívið fleiri og tstjórn in hékk áfram. Og þar me:ð var ævintýrið úti. Ekki var langt um liðið frá kosningum, þegar Gylfi toarlinn birtist í sjónvarpinu og sajfði nú ekki gott í efni. Efnahagsöng- þveitið væri miklum mun meira en nokkurn hafði grnnað fyrir fáum vikum. Einu mætti þó treysta: Ekki yrði gripið til gengisfellingar, enda væii hún skottulækning einber. Svo líða heilir tveir mánuðir. Þá kemur ný tilkynning frá ríkisstjóra- inni og nú um að gengiíii skuli fellt. „Verðstöðvunin" runnin út í sandinn og ekkert rtlð til nema skottulækningin. Bðt var þó í máli, að þetta var alveg „sérstaklega vel undíírbúin“ skottulækning, sögffu ráðlierrara ir. Þrauthugsað úrræði, sem mundi endast „langt frarn í tim ann“, bættu þeir við. Og því til áherzlu voru landsmenn gladdir með því í jólamánuðinmm, að vegna gengisfellingarinnjir væri unnt að lækka tolla ram 250 millj. kr. o'g skyldi sú liressing koma nm áramótin. En mundi nú ekki réít einn sinni detta einhver ódcingun í útgerðina, svo að hverfai þurfti að uppbótarkerfinu einn sinni enn, og snara út einum litlum Magnús H. Gíslason. 320 millj., svo að fiskiskipaflot inn kæmist úr liöfn. Langtíma gengisfellingin dugði sem sé ekki nema I um það bil 6 vikur. „Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár“, sagði Matthías, þótt í öðru sambandi væri. Tollalækk unin sem lofað var um áramót, kom að vísu ekki fyrr en í febrú ar, en hitt var þó lakara, að gengi loforðsins reyndist ekki síður valt en gengi krónunnar, 250 milljónir nrðu nefnilega að 150 millj. í marz þótti Magnúsi ískyggi legt borð komið á rikiskassann. Var þá tvennt til ráða: Hækka verð á áfengi og tóbaki og spara. Frestað skyldi greiðslu á framlögum tU ýmissa fram- kvæmda, s. s. skóla og sjúkra- húsa, en tekið i þess stað lán tU þeirra. Risnufé rikisstjórnar innar skyldi lækkað um200þús. kr., svo að allir mættu sjá, að ekki væri stjórnin að hlífa sjálfri sér við hnífnum. Hitt var svo auðvitað eins og hvert annað óhapp, að þegar upp var stað- ið hafði risnan aldrei reynzt myndarlegri en einmitt þetta ár. Líklega hefur verið óvenju mikill gcstagangur. Mánuði seinna þurfti svo enn að hækka skatta vegna Vegasjóðs um 190 millj., því nú kom upp úr kaf inu, að gengisbreytingin hafði ekki reynzt honum beinlínis vin veitt. Leið nú bara heUl mán aður, en þá kom í ljós, að sfld veiðiflotinn komst ekki út á veiðar án stórfeUdrar aðstoðar. Litlu sfðar þótti fyrirsjáanleg stöðvun á frystihúsunum. Þau fengu 20 millj. Og í kjölfar þess var lýst yfir, að nú skyldi „mál ið tekið til alvarlegrar athugun ar með tilliti til framtíðarinn- ar“. Og með „tilUti til framtíð- arinnar“ var svo ákveðinn 20% innflutningstollur af öUum inn- fluttum vörum og ferðagjaldeyri. Var áætlað, að þarna krækti stjórnin í 600 millj. Og ioks eftir hina lofsælu og „varanlegu“ verðstöðvun fyrir kosningarnar 1967, hina vandlega undirbúnu gengisfellingu í nóv. sama ár, var svo gengið fellt á ný réttu ári seinna, enda hafði nú „allt málið verið tekið til athugunar með tilliti til framtíðarinnar". Framsóknarmenn héldu bví fram við kosningarnar 1967, að „verðstöðvunin“ væri blekkingin einber, skálkaskjól. Of fáir trúðu því þá. En hvað finnst mönnum að sú saga segi, sem hér hefur verið rakin? Enn eru alþingiskosningar framundan. Og enn þarf að setja upp Potemkintjöld. En nú er hugkvæmni ríkisstjórnarinn- ar um úrræði, — sem raunar hefur aldrei verið fjölskrúðug, — með öllu þrotin. Fangaráðið varð að setja á svið „verðstöðv un“ í annað sinn. Þess þó gætt, að hafa aðdragandann nógn lang an, svo að olnbogarými reyndist fyrir margvíslegar hækkanir á vöruverði og þjónustu, áður en lögin tækju gildi. Og þó, — að- dragandinn dugði ekki, jafnvel ekki fyrir rikisstjórnina. Verð stöðvunarlögin höfðu ekki fyrr verið samþykkt, en farið var að hafa þau að engn og reið rikis- stjórain sjálf á vaðið með dauða dóm yfir þessu afkvæmi sínu, sbr. hækkun á bensíni og. bfla- sköttum. Síðan hafa hækkanir verið daglegt brauð að kaUa, ekki aðeins á innfluttum vörum, heldur og á innlendum neyzlu vörnm og þjónustugjöldum. Er nú svo komið, að enginn tekur þennan leikaraskap lengur alvar- lega. Jafnvcl dyggir fylgismenn stjórnarflokkanna hafa hann að skopi. Sumum þáttum vöruverðs er haldið í skefjum með niður- greiðslum, en milljarðurinn, sem til þeirra á að verja, er þrotinn í ágústlok í sumar. Hvað tekur þá við, verði framlengt nmboð ríkisstjórnarinnar? Gæti ekki saga hinnar fyrri „verðstöðvun ar“, sem þó var sagt að ætti að verða varanleg, gefið nokkurt svar við því? Ríkisstjórninni hefnr verið ein Ust sérstaklega lagin. Það eru blekkingar. En jafnvel í þeirri sérgrein sinni er hún örþrota orðin. „Verðstöðvun“ hennar nú er fullkomin sýndarmennska. Blekkingin er gegnsæ, úrræða- leysið algjört. Það er ekki að- eins þjóðinni fyrir beztu að sUkri stjórn sé veitt lausn frá störfum, heldur og stjórninni sjálfri. Kjósendur fá tækifæri til að vinna það þjóðnytja- og líkn arstarf í komandi kosningum. ÞRIÐJUDAGSGREININ Frá Sakfræðíngafélagi fslands Nýlega var haldinn aðalfundur Sakfræðingafélags íslands. For- maður félagsins, Hallvarður Ein- varðsson, aðalfulltrúi saksóknara ríkisins, rakti starfsemi féhigsins á liðnu starfstímabili. Lagðaic voru fram og samþykktar tillögur stjórn ar um nýjar samþykktir fyrir fé- lagið. Segir svo í hinum nýju samþykktum um markmið félags ins: 1. Að efna til fyrirlestra- og ráðstefnuhalda um sakfræði- leg efni á sem víðtækustum grundvelli. 2. AÖ stuðla að endurbótum á refsilögum og meðferð opin- berra mála svo og refsifram kvæmd, með því m.a. að vekja stjórnvöld og almenn- ing til umræðna og umhugs- unar um vandamál á þessu sviði. 3. Að stuðla að rannsóknum á sakfræðilegum efnum. 4. Að aðstoða einstaka félags- Framhald á bls. 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.