Tíminn - 16.03.1971, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.03.1971, Blaðsíða 4
TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 16. marz 1971 2 i ■ m í B * 1 q lo |/> /J /V , P W * /7 P wT á . r h Lárétt: 1) Meira sykruð 5) Borð- haldi 7) Stafur 9) Álít 11) Friður 12) Röð 13) Verkur 15) Fæðu 16) Egna 18) Karldýr. Krossgáta Nr, 759 Lóðrétt: 1) Sót 2) Dropi 3) Hasar 4) Bók 6) Partur 8) Rugga 10) Borða 14) Ást- fólgin 15) Virti 17) Svín. Lausn á krossgátu nr. 758: Lárétt: 1) Noregs 5) Ern 7) Tef 9) Ýsa 11) At 12) Ós 13) Raf 15) Hik 16) Ári 18) Stakur. Lóðrétt: 1) Nýtari 2) Ref 3) Er 4) Gný 6) Vaskur 8) Eta 10) Sói 14) Fát 15) Hik 17) Ra. BÍIASKODUN & STILLING Skúlagötu 32 MÓTORSTILLINGAR HJÓL ASTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR LátiS stilla i tíma. 4 Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0 Komum í heimahús og mælum, teiknum og skipu- leggRim að kostnaðarlausu eldhúsinnréttingar og fataskápa Skipuleggium einnig eftir húsateikning- um Gerum fast verðtilboð i eldhúsinnréttingar. með eða án stálvaska og raftækia. fataskápa. mni- og útihurðir. sólbekki og fleira Bylgiuhurðir. — Greiðsluskilmálar — Eina sérverzlun með íbúðainnréttingar Margra ára reynsla Verzlunin óðinstorg h.t.. SkótavörSust. 16. Simi 14275. — Kvöldsimi 14897. Lán fyrir tóbaki Vi'ð íslendingar fyllumst jafn an réttlátri reiði, þegar illa er um okkur talað, eða grín að okk ur gert, á erlendum vettvangi. Ég veit ekki, hvort við erum viðkvæmari end aðrair þjóðir, eða kannski er það aðeins smæð okkar, sem veldur því, a'ð við þolum mjög illa gagnrýni af hendi útlenzkra. Stórþjóðirnar mega þola það, að næstum öll heimsbyggðin tali illa um þær og gagnrýni allar athafnir þeirra, jafnt í ut- anríkis- sem innanríkismáluim. Þannig er það í tízku núna að gagnrýna Ameríkanann fyrir flest, sem hann aðhefst. Sumir segja, að það séu reyndar Am- eríkanar sjálfir, og þá sérstak- lega unga fólkið, sem ýtt hafi undir þessa gagnrýni á erlend- um vettvangi. Hér vestan hafs eru aðgerðir yfirvaldanna mjög miki'ð gagn- rýndar. Nixon, forseti þjóðatr- innar, kvartaði yfir því á blaða- mannafundi í síðustu viku, að sjónvarpsfréttamenn héldu uppi stöðugum áróðri á móti stefnu stjórnarinnar í Indó Kína. Svo munið þið eflaust eftir árásum Agnúa, varafocrseta, á frétta- flutning fjölmiiðlunartækjanna. Það er nefnjlega svo skrícið hérna í henni Ameríku, að stjórnin hefur ekkert málgagn. Stjórnmálaflokkarnir halda ekki út blöðum og eiga ekki sjón- varps- eða hljóðvarpsstöðvar. Vitanlega taka mörg blöðin af- stöðu, en þá oftast fyrir kosn- ingar, og mæla þá með vissum frambjóðendum við lesendur sína. Sum blöð eru álitin hægri sinnuð en önnur vinstrisinnuð. Samt er þetta ekki einhlítt, og er erfitt fyrir almúgann að átta sig á því. Sá flokkur ,sem stjórn ræður á hverjum tíma, verður því að koma skoðunum sínum á fram- færi með öllum hugsanleguin ráðum. A undanförnum árum hefir sjónvarpið verið einna mikilvægast í þessu tilliti. En sá böggull fylgir þar skammrifi. að samkvæmt landslögum eru sjónvarpsstöðvar skyldar til að láta stjórnarandstöðunni í té jafnlangan tíma og stjórnar- mönnum. Til dæmis má nefna, þá er Nixon kemur fram fyrir samein- að þing og reyndar alþjóð, því atburðinum er jafnan sjónvarp- að. Hann skýrir frá ástandi og horfum og stefnu stjórnarinnar, jafnt í innan- sem utanríkismál- um. Demókratar fá á eftir, vana legast strax næstu viku, tima í sjónvarpi til að „svara“ ræðu forsetans og skýra frá stefnu- málum sinum. Sumir hörðustu gagnrýnend- ur Banlarikjannna ganga svo langt að líkja Nixon við Hitler e'ða Stalín. Ilvernig skyldi þeim einræðisherruim hafa gengið, ef þeir hefðu orðið að leyfa and- stæðingum sínum afnot af ríkis- útvarpinu til að gagnrýna stefnu stjórnarinnar og túlka skoðanir sínar? Hver hefði orðið gangur sögunnar, ef Hitler og Stalín hefðu orðið að búa við frétta- flutningskerfi, sem sífellt hefði verið reiðubúið til að gagnrýna allar gerðir þeirra? Það er langt frá því, að ég sé að leggj-a blessun yfir alla stefnu Nixons og stjórnar hans. Ég er aðeins að reyna að skýra ykkur frá þessu undarlega kerfi, sem ég hætti spint að verða hissa á. Þetta er víst kallað málfrelsi eða fréttafrelsi. Ég byrjaði þennan dálk á því að tala um það, hve hörundsárir við íslendingar værum, þegar um okkur væri ritað eða talað erlendis, án þess að um hól eða skjall væri að ræða. Við fyll- umst, að því er okkur finnst, réttlátri reiði. Svona fylltist ég um daginn. Ástæðan var lítil umsögn í ritstjóa’nardálkum hins útbreidda blaðs, „The Wall Street Journal“. Greinin birtist 23. febrúar. Hér var reyndar um að ræða það, sem ég var að tala um hér að ofan, gagnrýni á bandarísku stjórnarvöldin, en víð aumlngj- arnir vorum dregnir inn í slag- inn. Höfundur skensar stjórnina fyrir tvískinnungshátt í sígar- ettumálum, og segir hana tala tungum tveim. Á annan bóginr berjist hún gegn sígarettureyk- ingum, en á hinn bóginn styðji hún bæði tóbaksræktun og sígarettusölu. Stjórnarvöldin hafi um ára- bil varað fólk við skaðsemi reyk inga og haldið uppi skelegg- um áróðri. í nokkur ár hafi framleiðendur vindlinga mátt prenta viðvörun á hvem pakka. Um síðastliðin áramót hafi svo gengið í gildi lög um bann við sígarettuauglýsingum í útvarpi og sjónvarpi. En svo er það hin hliðin, sem greinarhöfundur virðist ekki vera vel ánægður með. Hann sakar landbúnaðanráðuneytið um að styðja og styrkja tóbaks- ræktendur, og reyna eftir fremsta mætti að hjálpa vind- lingaframleiðendum til að auka útflutning á sígarettum. Til stu'ðnings máli sínu nefnir hann eftirfarandi: „Það (land- búnaðarráðuneytið) hefir aug- sýnilega ’gengið svo langt, að veita íslandi $1.374.000,00 lán með vægum kjörum til kaupa á bandarískum sígarettum fyr- ir þegna sína. Þetta nemur um $7,00 á hvern mann, konu og barn á íslandi." Ég veit, að nú eruð þið líka orðin full af réttlátri reiði. Þið skuluð fara beint upp í Tóbaks- einkasölu og krefjast ykkar $7,00 virði af sígarettum, sem ykkar réttmæta hluta af þessu höfðinglega láni Bandaríkja- manna! Þórir S. Gröndal SANSO PA-112 sjálfvirkar, fyrirferðarlitlar, JAPANSKAR VATNSDÆLUR með innbyggðum rafmótor og þensiu- kút. Verð kr. 5.812,00. RAFGEYMAR Framleiðsla: PÓLAR H.F. ALLAR STÆRÐIR RAFGEYMA í DRÁTTAR- VÉLAR FYRIR- LIGGJANDI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.