Tíminn - 16.03.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.03.1971, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. marz 1971 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR 9 LANDSLIDID TIL AFRiKU? Ákveðið hefur veHS að lands liðið í knattspyrnu leiki lands- leik við Noreg í Osló þann 26. maí n.k. og til greina kemur a'ð liðið fari til Afríku og Kanarí- eyja í apríl. Þetta ’kom fram hjá formanni KSÍ Albert Guðmundssyni, eft ir æfingaleik landsliðsins við Þrótt á sunnudaginn er hann ræddi við landsliðshópinn. Leikurinn við Noreg er fjórði landsleikurinn í knattspyrnu, sem hefur verið ákveðinn á þessu ári. Hinir eru leikirnir tveir við Frakkland í undan- keppni Olympíuleikanna í Miin- chen og við landsliS Bretlands hé: á landi. Ekki er nema rétt mánuður í fyrri leikinn við Frakkland, sem á acJ fara fram hér þann 12. maí n.k. En síðan kernur leikur- inn við Noreg, sem var ákveð- irin í síðustu viku. Ferðin til Afríku er ekki end anlega ákveðin, en verður í apríl — ef af henni verður. í þeirri ferð er ráðgert að leika í Marokko og jafnvel á Kanarí- eyjum, en aðallega mun hug- myndin vera sú að liðið verði í æfingabúðum á þessum stöð um og leiki jafnframt nokkra leiki við heimamenn þar. klp. Hver verður kjörinn „Handknattleiksmaður ársins Alf — Reykjavík. — Að venju efnir íþróttasíSa Tímans til skoðanakönnunar rneðal lesenda sinna um bezta hand- knattleiksmann ársins. Tvívegis áður hefur íþróttasíðan efnt til slíkrar skoðanakönnunar og hlaut Geir Hallsteinsson, FH, sæmdarheitið „Handknattleiksmaður ársins" 1969 og 1970. Hlaut hann mikinn meirihluta atkvæða. En margt bendir til þess, að um tvísýnni úrslit verði að ræða að þessu sinni. Keppnin í 1. deild hefur sjaldan verið eins jöfn og spennandi og koma því fleiri leikmenn til álita. Einnig er rétt. að það komi fram, að leikmenn 2. deildar koma einn ig til greina í þessari skoð- anakönnun. Skoðanakönnunin, sem hefst í blaðinu í dag, mun standa 15 ÁRA UNGLINGUR SIGRAÐI í VÍÐAVANGSHLAUPI UMSK Víðavangshlaup Ums. Kjalar- nessþings fór frarn í Kópavogi sl. sunnudag 14. marz. Er þetta í fyrsta sinn sem UMSK gengst fyr ir vWavangshlaupi, þá fer fram árlega víðavangshlaup skóla á sam bandssvæðinu á vegum UMSK. Þetta fyrsta hlaup, sem var rösk ir 2000 m vann kornungur piitur úr Umf. Breiðabliki, Einar Óskars son, aðeins 15 ára. Hlaut hann bikar sem Rörsteypan h.f. í Kópa vogi gefur til keppni í þessu hlaupi. Ágúst Ásgeirsson ÍR keppti sem gestur í þessu hlaupi, en úr- slit í því urðu þessi: mín. 1. Einar Óskarsson, UBK 6.21.3 2. Ágúst Ásgeirsson. ÍR 6.24,0 3. Gunnar Snorrason, UBK 6.29.3 4. Ragnar Sigurjónss.,UBK 6.30,5 5. Eysteinn Haraldss., Stjarnan , 7.06,8 6. Steinþó. Jóhannss.. UBK 7.09,8 SKÚLAMQTIÐ klp—Reykjavík. Skólamóti KSÍ í knattspyrnu var haldíð áfram s.l. laugardag á Háskólavellinum. Voru þá leikn- ir tveir leikir og voru þeir báðir spennandi og jafnir, sérstaklega þó fyrri leikurinn, milli Háskól- ans og Verzlunarskólans. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan jöfn 1:1. Var þá fram- lengt í 2x15 mín., en hvorugu liðinu tókst að skora mark. Hófst þá vítaspyrnukeppni, en henni lauk einnig með jafntefli, 4:4. Þá var varpað hlutkesti og var heppnin með stúdentum, því Framhald á bls 11. yfir til 11. apríl. Verður saimi háttur hafður á og áður. Les- endur fylla út sérstakan kjör- seðil. Á hann skrifa þeir nafn þess handiknattleiksmanns, er þeir kjósa. Nafn sendanda ver& ur einnig að fylgja, svo og heimilisfang hans og símanúm- er. Öllum er heimil þátttaka í kosningunni, en það skal sér- staklega tekið fram, að eng- um er heimilt að senda fleiri en einn kjörseðil til blaðsins. Skoðanakannanir Tímans um bezta knattspyrnumanninn og bezta handknattleiksmann- inn hafa mælzt vel fyrir. Það sést bezt á hinni gífurlegu þáftt töku í kosningunni. Er það von okkar, að þátttakan núna verði ekki minni en áður. Og hér fylgir fyrsti seðill- inn, en hann mun fylgja viku lega fram til 11. apríl. Keppendur i Víðavangshlaupi UMSK leggja af stað. Sigurvegarinn, Einar Óskarsson, er þessi hái i miðjum hópnum, (Ljósm. S. Géird.) Stór hindrun úr vegi KR — í baráttunni um sigur í 2. deild í handknattleik. Sigraði bæði Þór og KA á Akureyri klp—Reykjavík. — H.T.—Akur- eyri. KR-ingar ruddu erfiðri hindrun úr vegi í keppninni um sigurinn í 2. deild í handknattleik karla um lielgina, er þeir sigruðu bæði Akureyrarliðin KA og Þór fyrir norðan. Eiga KR-ingar nú eftir Þróttur lék í stað ÍBV Önnur tilraun landsliðsins í knattspyrnu til að komast til Vest manneyja í æfingaleik við heima- menn mistókst um þessa helgi. Og verða því Eyjaskeggjar að bíða enn um sinn til að geta klekkt á „landsliðinu úr landi“. LandsliðiS fékk þó æfingaleik um helgina, því Þróttarar hlupu undir bagga með lið og völl, en þeirra völlur er eini boðlegi knatt spyrnuvöllurinn um þessar mund- ir í Reykjavík. Leiknum lauk með yfirburða- si’gri landsliðsins 6:2. í hálfleik var stao'an 4:0. Af þessum 6 mörkum landsliðs ins sikoruðu nýliðamir í hópnum 3 mörk — Baldvin Baldvinsson, KR 1, Skúli Ágústsson, ÍBA 1 og Guðgeir Leifsson, Víking 1. Hin 3 mörkin skoruðu Jóhannes Eð- valdsson, Val og Jón Gunnlaugs- son, ÍA og eitt var sjálfsmark. Bæði mörk Þróttar skoraði Hel-gi Þorvaldsson, og var annað þeirra ' fallegasta mark leiksins — þrumu skot af 25 til 30 metra færi, efst í markhornið. I einn leik, við Þrótt sem fer fram í þessari viku. En Ármenningar, sem einnig berjast um sigurinn í deildinni eiga eftir þrjá leiki, þar af báða leikina fyrir norðan, og við Þrótt, en sá leikur fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Fyrri leikur KR á Akureyri var við Þór á laugardaginn. Fyrri hálf leikurinn var mjög jafn, en hon um lauk með jafntefli 7:7. í síð- ari hálfleik tóku KR-ingar á hon- um stóra sinum bæði í vörn og sókn og sigruðu í leiknum 22:12. Sigruðu þeir því í síðari hálf- leiknum 15:5. Leiikiurinn við KA var mjög spennandi. Hilmar Björnsson. landslió'sþjálfari gengndi því hlut verki í leiknum að taka félaga sinn og nemanda í landsliðinu, Gísla Blöndal úr umferð. Gekk það ekki sérlega vel, því Gísli skoraði 7 mörk í leiknum þar af 1 úr vítakasti. Markvarzlan í leiknum var góð hjá báðum liðum. Emil Karls- son í KR markinu varði vel hvað eftir annað og í marki KA gaf Viðar Kristmundsson honum lítið eftir. KR hafði yfir í hálfleik 8:7, og hélzt leikurinn jafn framan af í siðari hálfleik, en þá fór út- haldsleysið að segja til sín hjá norðanmönnum og KR-ingum tókst aó' komast 5 mörkum yfir og sigra 20:15. Karl Jóhannsson var bezti maður KR í þessum leik og var mi'kill kraftur í 'honum allan tím- ann. Tveir aðrir ieikir voru leiknir í 2. deild um helgina og fóru þeir báðir fram í íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi. Þróttur sigraði Breiða blik 31:20, í heldur bragðdaufum leik og Grótta sigraði Breiðablik 38:24. Gróttumenn eru mjög fundvísir á netin, þegar þeir leika á sínum heimavelli, en þeir fá líka mikið af mörkum á sig. Er þetta fjórði leikur þeirra á skömmum tíma, þai sem skoruð eru um og vfir 60 mörk — eða rúmlega mark á mínútu. Á síó’asta getraunaseðli var eng inn með 12 rétta, en fjórir voru með 11 reíta og fá í sinn hlut um 85 þúsund krónur hver. Með 10 rétta voru sextíu og tveir og fær hver um 2400 krónur, en „Pott- urinn" var svipaður og síðast eða um % milljón króna. 12 réttir og úrslit í 1. deild í Englandi á laugardag urðu þessi: Leikir 18. marz 1971 i X 2! Blackpool — Leeds X / - / Coventry — Liverpool / 1 - 0 Crystal Palace — Arscnal 2 O - z Dcrby — Manch. City X 0 - o Everton — Stoke / 2 - 0 Huddersfield — Burnley 2. 0 - 1 Ipswich — Newcastle i 1 - o Man. Utd. — Nott’m For. i 2 - 0 Southampton — W.B.A. i / - 0 Tottenham — Chclsea i 2 - l Wolves — West Ham i 2 - 0 Swindon — Leicester X o - I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.