Tíminn - 19.03.1971, Side 2
TÍMINN
Sveitarstjórar V-ísafj. senda þingmönnum Vestfj.kjördæmis áskorun
Myndarlegt fjárframlag
verii lagt í Hrafnseyrarheiði
EJ-Reykjavík, mánudag.
__ Fimm sveitarstjómir í Vestur
ísafjarðarsýslu hafa sent hing-
mönnurn Vestfjar'ðakjördæmis
áskorun, þar sem þær „beina
þeim eindregnu tilmælum til
þingmanna Vestfjarðakjördæm-
is, að þeir beiti sér fyrir því
við endurskoðun vegaáætlunar
í vetur á Alþingi, að veitt
verði myndarlegt fjárframlag
til endurbóta á veginum yfir
Hrafnseyrarheiði, þannig að
hægt verði að vinna að þeim
og helzt ljúka næsta sumar“.
Sveitarstjómirnar em hrepps-
nefndir Auðkúluhrepps, Mýra-
hrepps, Flateyrarhrepps. Þing-
eyrarhrepps og Mosvalla-
hrepps.
Með tillögunni senda sveitar-
stjórnirnar stutta greinargerð.
svohljóðandi:
„Heita má. að á undanförn-
um árum hafi alls ekkert verið
unnið að lagfæringum á vegin-
um yfir Hranfseyrarheiði. Er
þessi heiðarvegur nú orðinn
versti farartálminn á leiðinni
Reykjavík — ísafjörður haust
og vor, séu vegir á annað borð
opnir vegna snjóa. íbúar
V-ísafjarðarsýslu og byggðar-
laganna þar í kring, eiga hér
hagsmuna að gæta. þar sem
ætla má, að ef áðurnefndur
vegur verður lagfærður mynd-
arlega, verði lengur hægt að
halda uppi samgöngum á landi
við aðra landshluta, og jafnvel
í snjóléttum vetruim halda veg-
inum opnum öðm hvoru.“
ÁRNI GESTSSON FORMAÐUR
FÉL. ÍSL. STÓRKAUPMANNA
Aðalfundur Félags íslenzkra
stórkaupm. var haldinn að Hótel
Sögu. laugardaginn 13. marz s.l.
og var fundurinn fjölsóttur. For
maður var kjörinn Árni Gestsson,
Globus h. f.
Björgvin Schram, fráfarandi
formaður félagsins hefur ver-
ið formaður undanfarin tvö kjör
tímabil, en samkvæmt lögum fé-
lagsins má ekki kjósa formann
oftar en tvö kjörtímabil í röð. Á
fundinum var honum þakkað fyrir
framúrskarandi störf í þágu fé-
lagsins á undanförnum árum.
Meðstjórnendur vom kjörnir
þeir: Jóhann J.‘ Ólafsson, Kristján
Þorvaldsson, Aðalsteinn Bggerts
son, Gunnar Kvaran, en fyrir í
stjórn vora þeir: Ingimundur Sig
fússon og Sverrir Norland. Pétur
O. Nikulásson gekk úr stjóm fé-
lagsins og gaf ekki kost á sér til
endurkjörs og voru honurn þökk
uð prýðileg störf í þágu félags
ins.
Al'þýðumaðurinn á Akureyri, 9em
þeir Friðjónssynir stjórnuðu hér á
árum áður, hefur upp á síðkastið
vakið á sér athygli fyrir sérlegt orða-
val. Skal ebki um það sagt hvort
með þvi sé verið að reyna að halda
við ímynd þingeyskrar orðkynngi
þeirra bræðra, eða hvort pólitík Al-
þýðuflokksins hefur tekið þeim breyt
ingum að undanförnu, að yfir hana
dugi ekkert minna en ný heiti, svo
að landsmönnum megi skiljast gildi
hemnar og inntak. Kennir nokkurs
sjálfræðistóns í blaðinu, alveg eins
og stefnumál félaganna fyrir sunnan
komi því ekki við. Einkum er þetta
áberandi þegar liður að kosningum.
Þá er eins og Holtavörðuheiðin
standi þvert í gegnum Alþýðuílokk-
inn, og norðankratar vilji enga
ábyrgð bera á gjörðum sunnankrata,
sem sitja yfir kjötkötlunum og ráða
stefnunni. Nú er enn einu sinni lið-
:ð að kosningum og Alþýðumaður-
inn er byrjaður á fyrri iðju sinni að
stríða sunnankrötum á þeim pólit-
íska óllfnaði að sitja í náðarrikri
stjórnarsamvinnu við íhaldið og
leggja því til sínar beztu hugsjónir.
Gengur Alþýðumaðurinn þar þvert
á þá boðun í Morgunblaðinu að hið
í upphafi aðalfundarins, minnt
ist Björgvin Schram látinna félags
manna, þeirra: Ólafs Hauks Ólafs
sonar og Ólafs Gíslasonar. Risu
fundarmenn úr sætum og vottuðu
hinum látnu virðingu sína. Á fund
inuim hélt Bjarni Bragi Jónsson,
forstjóri Efnahagsstofnunarinnar
erindi um tekjumálastefnu og við
horf í verðlagsmálum. Á fundin
um tilkynnti Björgvin Schram, að
stjórn félagsins hefði ákveðið að
gera eftirtalda fjóra menn að
heiðursfélögum F.Í.S.: Guido Bern
höft, Friðrik Magnússon, Karl
Þorsteins og Valgarð Stefánsson.
Aðalfúhdúrinn sámþykkti áll-
rnargar ályktanir m. a. að talið sé
aðkallandi að félagssamtök verzl-
unarinnar kanni til hlítar mögu-
leika á áð öll starfsemi þeirra
komist í sameiginlegt húsnæði,
bæði vegna hagræðingar og spam
aðar í rekstri. Þá taldi fundurinn
mjög óeðlilegt og óhagkvæmt, að
einn aðili, Grænmetisverzlun land
unaðsríka samilíf eigi að vera algjört
einfca- og trúnaðarmál.
Pólitík Alþýðu-
flokksins orStekin
Hinn 4. marz sl. er pólitík Alþýðu-
flokksins orðtekin £ Alþýðumannin-
um með þeim glæsibrag, að Orða-
bókarnefnd Hásfcólans væri full-
sæmd af. í Alþýðumanninum segir:
„Það hefur verið sagt um sænska
kommúndstaflokkinn að hann iegði
sænskum krötum til mörg helztu bar-
áttumál og er vafalaust mikið til í
því. Enda má sjá árangurinn í þeirri
skynhelgi, og fratpólitík sem þeir
hafa rekið (þ. e. sænskir kratar). Dá-
lítið svipað má ssrgja um AJþýðu-
flokkinn íslenzka. Hann hefur lagt
erkifjanda sínum, íhaldsflokknum, til
mörg vopn í hendur og málefni til
að berjast fyrir. En sökum uppbygg-
ingar flokksins hlýtur framkvæmd
stefnumála jafnaðarmanna ævinlega
að mistakast í höndum íhaldsins."
Þá er sem sagt komið endanlegt
heiti á pólitfk Alþýðuflokksins. Mað-
ur hugsar svo varlia þá hugsun til
enda hvernig fratpólitíkin á eftir að
tengjast tignarheitum innan flokks-
ins; orðum eins og ráðherra og þing-
maður. Svarthöfði
Árni Gestsson
búnaðarins, annist allan innflutn-
ing á nýju grænmeti, kartöflum
og lauk. og beindi þeim tilmæl-
um til ríkisstjórnarinnar, áð inn-
flutningur þessara vara verði gef-
inn frjáls hið bráðasta, svo að eðli
leg samkeppni myndist, sem. leiða
myndi til aukins vöruvals og hag-
stæðara verðlags. Um Innkaupa-
stofnun ríkisins ályktaði fundur-
inn, að rekstrarformi hennar verði
breytt á þann hátt, að hún hætti
að annast sjálf bein innkaup á
vörum erlendis frá, en sjái að-
eins um útboð á vörum fyrir rík-
isstofnanir og vinni úr tilboðum,
sem berast. Þá fagnáði fundurinn
því, að einkasala á iknvötnum og
hárvötnum var lögð niður s. 1. ár,
og skorar á afnám ein'kasölu á
tóbaki og eldspýtum.
Enn fremiur voru samþykktar
ályktanir um verðlagsmál, skatta-
mál, verzlunarmenntun, gjaldeyr-
isréttindi Verzlunarbanka íslands
h.f. og nokkur önnur atriði.
Tónleikar
Lúðrasveitar
verkalýðsins
SB-Reykjavík, fimmtudag.
Lúðrasveit verkalýðsins efnir til
tónleika í Austurbæjarbíói, laug-
ardaginn 20. marz kl. 14,15. Á
efnisskránni eru fjölmörg verk í
útsetningu fyrir lúðrasveit, m.a.
eftir Bruckner, Wagner, Johann
Strauss o.fl. þekkta höfunda. —
í Lúðrasveit verkalýðsins eru nú
28 hljóðfæraleikarar. Stjórnandi
er Ólafur L. Kristjánsson. Að-
gangur að hljómleikunum á laug-
ardaginn er ókeypis.
FÖSTUDAGUR 19. marz 1971
Þrjár bækur frá Erni og Örlygi
Foreldrar
og táningar
— uppeldishandbók eftir Dr.
Haim G. Ginott, höfund bókar
innar Foreldrar og börn
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf.
hefur nýlega sent á markað upp-
eldishandbókina Foreldrar og tán-
ingar eftir Dr. Haim G. Ginott,
höfund metsölubókarinnar For-
eldrar og böm. Það er Björn
Jónsson skólastjóri. sem þýtt hef-
ur bækurnar.
Á bókarkápu segir m. a.: „Við
erum foreldrar, við þörfnumst
þess að aðrir þurfi á okkur að
halda og leiti til Okkar. Þeir em
táningar, þeir þarfnast þess að
standa á eigin fótum og að þurfa
ekki á okkur að halda. Togstreita
þessara andstæðna er augljós.
Hún er daglegur förunautur okk-
ar. Þetta er örlagastund, á henni
getum við risið hæst. Að sleppa
taki og láta laust þegar okkur
langar til að halda sem fastast,
lætur þeim einum, sem eiga ást
og örlátt hjarta í brjósti.
Bókin Foreldrar og táningar
bendir á lausnir ýmissa vanda-
mála, sem kunna að verða á
gelgjuskeiðinu, tekur fyrir app-
reisn og yfirsjón, togstreitu og
stríð, sérstæði og sjálfstæði.
Efni bókarinnar skiptist í tólf
kafla: 1. Þeir og við, 2. Uppreisn
og viðbrögð. 3. Aðgát skal höfð,
4. Græðandi orð, 5. Gagnrýni með
nýju sniði, 6. Reiði án móðgunar,
7. Hrós með nýju sniði. 8. í aug-
um bama okkar, 9. Félagslíf:
frelsi 'og takmörk, 10. Kynlíf tán-
inga og mannleg gildi, 11. Akst-
ur, áfengi, fíknilyf, 12. Að læra,
vaxa og taka breytingum.
Uppeldishandbókin Foreldrar
og táningar fæst bæði bundin
og heft. Hún er sett og prentuð í
Lithoprent hf. en bundin hjá
Bókbindaranum h.f. Verð bókar-
innar er kr. 494,00 í bandi og kr.
394.00' heft.
ÆSKA OG
KYNLÍr
— handbók um kynferðismál
fyrir unglinga og uppalendur
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hf. hefur sent á markað bókina
Æska og kynlíf, handbók um kyn-
ferðismál fyrir unglinga og upp-
alendur. Höfundur bókarinnar er
John Takman, læknir æskufólks í
Stokkhólmi. Magnús Ásmundsson,
læknir á Akureyri, þýddi bókina,
en Pétur H. J. Jakobsson prófess-
or fylgir henni úr hlaði með for-
málsorðum og segir þar m. a.:
„Þekking á líffærum líkamans
og lifeðlisfræði þeirra er orðin
svo fullkomin og áþreifanleg, að
það má telja furðulegt að þrátt
fyrir hið umfangsmikla fræðslu-
kerfi okkar skuli ekki enn vera
komin nein tímabær fræðsla í
þeiiri starfsemi líkamans, sem
allt líf snýst um frá upphafi til
æviloka. Hvers vegna öll þessi
leynd yfir því hvernig lífið end-
urnýjar sig, sem er það dýrleg-
asta í fegurð lifsins . . . “
John Takman var læknir æsku-
fólks árið 1949 — einn sá fyrsti í
heiminum. Verkefni hans var að
reyna að leysa félagsleg og geð-
ræn vandamál unglinga í stórborg.
Hann hefur látið fræðslumál mjög
til sín taka, verið aðalkennari við
félagsmálaháskólann í Stokk-
hólmi, flutt fjölda fyrirlestra, auk
hinnar miklu fræðslustarfsemi,
sem fylgir því að vera læknir
æskufólks í fjölda ára.
Magnús Ásmundsson læknir
segir í inngangsorðum sínum, að
bókinni: „Bók þessi er notuð við
kennslu í sænskum gagnfræðaskól
um, en kynferðisfræðsla barna og
unglinga hefur lengi þótt sjálf-
sagður hlutur þar í landi.
Ég rakst á bókina af tilviljun
í safni í Stokkhólmi í fyrravetur,
og fannst hún eiga erindi til ís-
lenzkra unglinga, vegna þess hve
hispurslaus hún er og laus við
allar siðaprédikanir. Þar a'ð autó
hef ég aldrei skilið þá, sem telja
fræðslu á jafnmikilvægu sviði
mannlegra samskipta og kynlífið
er, vera til ógagns.
Það er reynsla mín og margra
annarra, að mikil þörf sé á að
eyða kvíða. öry-ggisleysi og van-
þekkingu í sambandi við kynlífið,
einkum hjá ungu fólki, ekfci sízt
vegna þess hve foreldrar virðast
tregir að fræða böm sín um þessi
mál“.
Bókin Æska og kynlíf fæst
bæði bundin og heft og er frá-
gangur bókarinnar sami og
fyrri handbókum frá Bókaútgáf-
unni Örn og- Örly-gur hf. Bókin
er sett og prentuð í Lithoprent hf.
en bundin hjá Bókbindaranum hf.
Verð bókarinnar með söluskatti
er fcr. 494.00 í bandi en heft kost-
ar hún með söluskatti kr. 394.00.
Vörðuð leið
til Iffs—
hamingju
2. útgáfa komin T bókabúðir
Árið 1965 kom bókin Vorðuð
leið til lífshamingju eftir Norman
Vincent Peale fyrst út hér á
landi. Án efa er bókin frægasta
bók höfundarins. Hún er einhver
mesta metsölubók, sem um getur.
Á fjórðu milljón eintaka hafa
selzt í heimalandi höfundarins, og
hún hefur verið þýdd á fjölda
tungumála. Hér seldist bókin
fljótlega upp og hefur verið ófá-
anleg um nokkurt skeið. Frá því
að fyrsta bók hans kom út hér
hafa tvær aðrar bætzt í hópinn:
Lifðu lífinu lifandi og Sjálfs-
stjórn í stormviðrum lífsins.
Baldvin Þ. Kristjánsson erindreki
þýddi bækurnar. Efni bókarinnar
skiptist í 17 kafla. Bókin er prent-
uð og bundin í prentsmiðjunni
Eddu, en aðalumboð fyrir sölu
bókarinnar hefur Bókaútgáfan
Örn og Örlygur h.f. Verð bókar-
innar með söluskatti er kr. 513.90.
Skákkeppnin
Svart: Taflfélag Akureyrari
Jóliann Snorrason og
Margeir Steingrimsson.
vgoaaJOH
Hvítt: Taflfélag Keykjavfkuri
Gunnar Gunnarsson
og Trausti Björnsson.
31. leikur svarts: a7—a5.