Tíminn - 19.03.1971, Side 4

Tíminn - 19.03.1971, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 19. marz 1971 TIMINN Sf-ffff Lárétt: 1) Æstur 5) Kall 7) Elska 9) Hól 11) Bókstafur 12) Eins 13) Bors 15) ílát 16) Hljóðfæri 18) Stjómar. Krossgáta Nr. 762 Lóðrétt: 1) Kærir 2) Beita 3) Tónn 4) Hár 6) Hindrar 8) Verkfæri 10) Ýta fram 14) Sverta 15) Söngfólk 17) Á beima. Lausn á krossgátu nr. 761: Lárétt: 1) Ofsjón 5) Æja 7) Jól 9) Rek 11) Ar 12) La 13) Rif 15) Öll 16) Álf 18) Stilli. Lóðrétt: 1) Ofjarl 2) Sæl 3) JJ 4) Óar 6) Skalli 8) Óri 10) Ell 14) Fát 15) Öfl 17) LI. Við velium minfel —— U H. , ? þaS borgar sig .:: ■ • • ...... fwrasl... of NAR H/F. Síðumúla 27 . Reykjavík Símar 3-55-55 c có 2* SÓLNING HF. SIMI 84320 Það er yðar hagur að aka á ve) sóluðum hjói börðum. Sólum allar tegundir af hjólbórðum fyrir vöru og áætlunarbifreiðir. SOLNING H.F. — Sími 84320. - Pósthólf 741 Eldhúsinnréttingar Fataskápar Komum í heimahús og mælum, teiknum og skipu- leggjum að kostnaðarlausu eldhúsinnréttingar og fataskápa. Skipuleggjum einnig eftir húsateikning- um Gerum fast verðtilboð í eldhúsinnréttingar. með eða án stálvaska og raftækja. fataskápa, inni- og útihurðir, sólbekki og fleira. Bylgjuhurðir. — Greiðsluskilmálar. — Eina sérverzlun með íbúðainnréttingar. Margra ára reynsla. Verzlunin ÓSinstorg h.f., Skólavörðust. 16. Sími 14275. — Kvöldsimi 14897. FRIMERKIÐ SEM SAFNGRIPUR (2) Sem dæmi um geysilegt verð mæti eins frímerkis, má geta þess, að einhver verðmætustu merki í heimi munu vera eins ccnts merki frá brezku Guineu brúnt að lit og 3 skildinga merki frá Svíþjóð, gult að lit. Er aðeins eitt merki þekkt af hvoru. Sem dæmi má nefna að 1 cents merkið var selt á 280.000 dollara, síðast er það var selt sumarið 1970. Sænska merkið var selt seinast 1952 fyrir litlar 200.000 sænskar krónur. Þetta eru se: í sagt dæmi er gera ljóst hversu útilokað það er fyrir meðalsafnara að ætla sér að safna öllum heiminum og ná öllum merkjum, sem út hafa verið gefin. Engu að síður fyrirfinnast þeir safnarar er reyna slíkt og einhver sá þekktasti mun vera maður að nafni Burrus, en sá er Evrópumaður. Hann lét á sínum tíma það boð út ganga að hann vildi selja safn sitt, en þá aðeins í heilu lagi, því að svo mikið hafði hann haft fyrir því að ná því saman á einn stað, að honum fannst sem eðlilegt var, ekki rétt að fara að dreifa því aftur út um hvippinn og hvapp- ■ : • inn. Fór meðál annars sérfróður maður frá Bandaríkjunum á fund hans og skoðaði safnið og sagðist honum svo frá, að hann hefði aldrei séð annað eins. Burrus tjáði honum að hann vildi selja safnið, en þá fyrir tíu milljónir dala gegn stað- greiðslu helzt. Myndi hann fá góð sölulaun ef salan tækizt, þótt þetta væri raunverulega gjafverð fyrir safnið, sem satt var, því að það var að verðmæti samkvæmt verðskrá, á um tvö- földu þessu verði. Hvern fýsir svo að minnsta kosti hér á landi að fara út í heimssöfn- un? Þrátt fyrir þetta eru ör- fáir menn hér á landi, sem eru það sem kallað er „General- safnarar" eða safna öllum heim inum, og hafa margir þeirra eignazt dágóð söfn. Eitt er víst. Hver sá er frí- merkjum safnar og kaupir merkin ný á nafnverði, getur verið viss um að þau lækka aldrei í verði niður fyrir nafn verðið. Hitt er svo allt undir upplagi og eftirspurn komið, hvort merkið á eftir að hækka mikið eða lítið. Algengt er að selja dýr frí- merki á sérstökum uppboðum erlendis, og á síðari árum hafa slík uppboð oft fært eigendum safna háar upphæðir, jafnvel svo nemur milljónum. Þessi aðferð til sölu frí- merkjs var snemma notuð og gerðist margt sögulegt á slík- um uppboðum. ekki aðeins það að sjaldgæf merki væru á boð- stólum og hátt verð boðið, held ur gerðust þar oft hreinir brandarar. T.d. var eitt sinn þýzkur rakari og bóksali, sem átti mjög verðmætt safn þýzkra merkja og vildi selja þau á uppboði, einnig voru þarna á boðstólum nokkur sjaldgæf frí merkjasett. Uppboðið var haldið í her- bergi inn af búð hans í Höfða- borg og voru þar mættir ríkir safnarar og drengir í einni bendu til að reyna nú að ná í eitthvað af góðum merkjum. Segist einum drengnum svo frá að viðstaddir eldri safnar- ar hafi verið svo gráðugir í þýzku merkin, að þeir hafi hrint drengjunum frá, er far- ið var að bjóða í þau. Uppboðið stóð lengi dags og Framnald á bls. 10 KVE RNELAN D S J ARÐ VIN NSLUT ÆKI ®rá Kvemelands Fabrikk í Noregi útvegum við margar tegundir og stærðir af plógum og diskaherfum. Kvernelands verksmiðjumar eru nú stærstu framleiðendur búvéla á Norðurlöndum og hafa tækin oft hlot- ið viðurkenningar á sýningum, auk þess sem Kvernelands plógamir hafa lang oftast skipað fyrsta sess í plægingakeppni. Nánari skýringar í upp- lýsingariti Globus. Þvi ætti að kaupa það næstbezta þegar það bezta er fáanlegt fyrir sama verð? Plógar og herfi væntanlegt í marz. Pantið strax.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.