Tíminn - 19.03.1971, Page 6
J
TIMINN
FÓSTUDAGUR 19. marz 1971
MNGFRÉTTIR
Þingsályktunartillaga 3ja þingmanna Framsóknarflokksins um:
FLUTNiNG RÍKISSTOFNANA FRÁ
HÖFilÐBORGARSVÆÐINU
Tillaga frá Steingrími Hermannssyni:
T veggja kreyfla ftug
vé/ til sjúkrafiugs
fyrir Vestfirðinga
— Athugun fari fram á því hvort hagkvæmt reynist aS
leysa slíkt sjúkraflug með rekstri vel búinnar vélar.
EB-Reykjavík, fimmtudag.
Þrír þingmenn Framsóknar
flokksins hafa lagt fyrir sam-
einað Alþingi tillögu til þings-
ályktunar þess efnis að kosin
verði milliþinganefnd, er geri
athugun á, og tillögur um,
hvaða ríkisfyrirtæki og ríkis-
stofnanir, sem nú eru stað-
settar á þéttbýlissvæðinu við
Faxaflóa, mætti flytja til
staða annars staðar á landinu,
byggðinni þar til stuðnings og
jöfnunar.
í greinargerð með tillögunni
segja flutningsmenn, þeir Kristján
Ingólfsson, Steingrímur Hermanns
son og Gísli Guðmundsson:
„Öllum er kunn hin mikla til-
færsla byggðar, sem átt hefur sér
stað á landi hér síðastliðna ára-
tugi.
Til Reykjavíkur hefur leið þús-
unda og tugþúsunda legið, ungra
og gamalla. Fæstir þeir, er utan
af landsbyggðinni koma og afla
sér- sérmenntunar eða sérþjálf-
unar, eiga afturkvæmt til heima-
byggða. Leiðin liggur þangað, sem
þörf er fyrir slíka kunnáttu.
Staðsetning valdstjórnar í Rvík
hefur efalaust átt mikinn þátt í
hinum byltingarkennda vexti
hennar. í námunda. við helztu
valdamenn þjóðarinnar hefur á
umliðnum áratugum risið upp í
höfuðborginni fjöldi ríkisstofnana
og opinberra fyrirtækja. Fjöldi
starfsmanna þessarar opinberu
sýslu og starfrækslu skiptir þús-
undum. í rauninni hefur hér orð-
ið ofþróun og byggðin hnyklazt
saman á einn stað án þjóðfélags-
lega hagrænna forsenda.
Starfsemi á vegum ríkisins í
Reykjavík og næsta nágrenni er
eðlilega af ýmsum toga spunnin,
því að kröfur nútímaþjóðfélags
Umræður um
ian vegna fram
kvæmda-
áætlana
KBUcykjavík, fimmtudag.
Magnús Jónson, fjármálaráð-
herra, mælti í dag á fundi 1 cfri
deild, fyrir frumvarpi ríkisstjórn-
arinnar um lán vegna fram-
kvæmdaáætlunar 1971.
Auk hans tóku til máls þeir
Einar Ágústsson og Steingrímur
Hermannsson. Verður ræðna
þeirra getið hér á síðunni I blað-
inu á morgun, laugardag.
Kristján Ingólfsson
fyrir þjónustu á ýmsum sviðum
aukast sýknt og heilagt. Þær kröf-
ur ná ekki á sama hátt út um
landsbyggðina, hvað starfsemi
hins opinbera snertir. Víða eru
heil landssvæði, sem ekki hafa
öðrum sérmenntuðum starfsmönn
um opinberum á að skipa en sýslu
marini, Íækni, prestum og nokkr-
um kennurum. í -tækniheimi nú-
tímans og veröld sérþekkingar er
hér um að ræða stöðnun.
Viðurkenna ber, að þjóðfélag
nútímans þurfi á fólki með marg-
háttaða kunnáttu að halda, til þess
að unnt sé að annast starfsrækslu
framkvæmdavaldsins.
En að þetta fólk og stofnanir
þær og fyrirtæki, er það starfar
við, sitji svo til allt á einum og
sama stað, eins og hér gc-lst, það
getur varla talizt nauðsynlegt, ef
betur er að gáð. Hér er þó um að
ræða þjónustu fyrir þjóðarheild-
ina, en ekki takmarkaðan lands-
hluta.
Það mundi þvi verða til að auka
jafnvægi í byggð landsins og þjóð
félagslega hagræna búsetuskipt-
ingu, ef ýmsar þær stofnanir, sem
nú eru ií Reykjavík, yrðu fluttar
til annarra landshluta.
Kæmist mál þetta til fram-
kvæmda, yrði það efalaust til að
sporna að einhverju leyti gegn
flutningi landsmanna til Reykja-
víkursvæðisins, sem hvorki getur
talizt jákvæður fyrir byggðarlög
þar né annars staðar á landinu
í þeirri mynd, sem hann hefur
verið undanfarna áratugi.
Um þessar mundir eru Svíar að
framkvæma í sínu landi það, sem
þessi þingsályktunartillaga legg-
ur til að gert verði hér. Þeir ótt-
ast ofvöxt Stokkhólms og hinnar
opinberu þjónustu þar, og er þó
ójíku saman að jafna hlutdeild
höfuðborga íslands og Svíþjóðar
í mannfjölda þjóðanna tveggja.
Því er hér eigi síður um að
ræða stórmál fyrir okkur íslend-
inga, sem Alþingi væntanlega sér
ásl__j til að veita brautargengi
með samþykkt þessarar tillögu".
EB-Reykjavík, fimmtudag.
Steingrímur Hermannsson
hefur lagt fyrir efri deild Al-
þingis tillögu til þingsályktun-
ar þess efnis, að jafnframt því
sem deildin lýsi stuðningi sín-
um við framkomna tillögu í
neðri deild um atliugun á
sjúkraflugi á Vestfjörðum með
læknamiðstöðvar eru. Einnig
er oft nauðsynlegt að flytja
sjúklinga í fullkcnnnari sjúkra-
hús, t. d. í Reykjavík, með
mjö'g litlum fyrirvara.
Á ísafirði er nú staðsett lítil
eins hreyfils vél með takmark-
aða möguleika til flugs í lé-
legu veðri. Þó hefur dugmikl-
þyrilvængju, álykti deildin að um flugmanni vélarinnar tekizt
fela ríkisstjórninni að láta jafn að koma sjúklingum í sjúkra-
framt athuga hvort hagkvæm- hús við hin erfiðustu skilyrði.
ara reynist að leysa slíkt sjúkra Möguleikar til slíks mundu hins
flug með rekstri vel útbúinnar vegar stórum batna með full-
tveggja hreyfla flugvélar, sem kominni vél. Þeir menn. sem
staðsett verði á Vestfjörðum og
styrkt af opinberu fé, og þeirri
fjölgun og endurbótum á sjúkra
flugvöllum, sem nauðsynleg
reynist.'
umrædda flugvél reka, hafa
fullan huig á því að afla sér
annarar og fullkomnari vélar.
Þó verður að ætla, að þeim
verði rekstur slíkrar vélar of-
raun án opinberrar aðstoðar.
f greinargerð með tillögunni Hins vegar er sjálfsagt, að hið
segir Steingrímur Hermanns- opinbera styrki sjúkraflug mjög
son m. a.:
„Undanfarið hefur að vonum
mikið verið rætt um skort á
góðri heilbrigðisþjónustu í
dreifbýlinu. Mörg hénuð lands-
ins eru án lækna.
Helzt er rætt um að leysa
þennan vanda með læknamið-
stöðvum. Sú hugmynd er að
ýmsu leyti athyglisverð. Þar
geta starfað fleiri læknar en í
verulega. Því virðist ágætur
grundvöllur til samstarfs við
þessa aðila um lausn sjúkra-
flugs á Vestfjörðum, ef sú at-
hugun, sem hér er lagt til að
gerð verði, bendir til þess, að
slíkt sé hagkvæmt.
Sjúkraflugvellir eru allmarg
ir á Vestfjörðum, en víða þarf
að endurbæta þá og á nokkr-
um stöðum að gera nýja. Kostn
einstökum héruðum og jafnvel aður við slíkt yrði hins vegar
sérfræðíngar á ákveðnum svið- aðeins hluti af kaupverði þyril-
11„ ___x.......... • __1. i___ ___
um. auk þess sem telja verður
sjálfsagt. að aðstaða í slíkum
læknamiðstöðvum verði mjög
góð. Slíkar stöðvar- koma hins
vegar að takmörkuðum notum,
ef læknar komast ekki stóran
hluta ársins til hinna ýmsu
staða, sem á svæði viðkomandi
vængju, auk þess sem slíkir
flugvellir yrðu hinir þörfustu
fyrir fólksflutninga almennt.
Jafnframt þvi sem rekstur góðr
ar flugvélar er athugaður, er
því nauðsynlegt að kanna, hvar
endurbæta þarf sjúkraflugvelli
eða gera nýja.
Þingsályktunartill aga framsóknarmanna:
Hraðað verði undirbiiningi
og framkvæmdum vegna um-
bóta í hraðfrystiiðnaðinum
EB—Reykjavík, fimimtudag.
„Alþingi ólyktar, að hraða beri undirbúningi og framkvæmdum
vegna umbóta á hraðfrystiiðnaði landsmanna, sem vitað er að nauð-
synlegar verða á næstu tveimur til þremur árum vegna þeirra ströngu
ákvæða, sem verið er að lögbinda á erlendum mörkuðum um alla með-
ferð á fiski og fiskafurðum, og samþykkir í því skyni að fela ríkisstjórn-
inni:
1. að útvega á þessu ári 500 millj. kr., sem endurlánist til umbóta í
hraðfrystiiðnaðinu í gegnum Fiskveiðasjóð íslands og Lánasjóð
sveitarfélaga;
2. að koma á fót skrifstofu sérfræðinga, sem í samráði við Tillögu-
nefnd um liollustuhætti í fiskiðnaði veiti hraðfrystihúsum og
sveitarfélögum aðstoð við gerð áætlana, hönnun og annan undir-
búning nauðsynlegra umbóta."
Þannig hljóðar þingsályktunar-
tillaga sú er 4 þingmenn Fram-
sók-arflokksins, — Steingrímur
Hermannsson, Sigurgeir Kristjáns
son, Halldór E. Sigurðson og Ólaf-
ur Jóhannesson flytja í samein-
uðu Aiþingi. — í greinargerðinni
með tillögunni segja þingmenn-
irnir m.a.:
„Eins og fram hefur komið við
ýmis tækifæri, m.a. á ráðstefnu
Sambands íslenzkra sveitarfélaga
ui i umhverfismál, sem haldin var
í Reykjavík um miðjan febrúar
s.l., hefur nefndin safnað ítarleg-
um upplýsingum um þær kröfur.
sem tetla má, að Bandaríkjamenn
geri. Hingað til lands var einnig
fenginn þekktur amerískur ráðu-
nautur í matvælaiðnaði til þess að
líta á íslenzk hraðfrystihús og
benda á það, sem bæta þyrfti. Á
grundvelli slíkra upplýsinga kom
út í i nóvember síðastl. handbók
fyrir frystihús um hreinlætis- og
hollustuhætti.
Að sjálfsögðu eru ýmis hrað-
frystihúsin ágætlega úr garði
gerð, sem betur fer, en afar víða
er þó pottur brotinn. Of langt
mál yrði að telja upp allar þær
umbætur, sem nauðsynlegar eru
taldar. Nægja verður að nefna,
fyrst og fremst sem dæmi, að
umhvc.-i frystihúsanna verður að
bæta stórlega. Meðal annars er
þess krafizt, að götur í næsta ná-
grenni þeirra séu steyptar, mal-
bikaðar eða olíubornar, og sömu
leiðis akbrautir á lóðum frysti-
húsanna. Allt drasl verður að fjar
lægja og lóðir að þekjast annað-
hvort með grasi eða góðri möl.
Frárennsli verða að fara niður í
stórstraumsfjöruborð. Vatn verður
að vera mjög gott, bæði til notkun
ar í frystihúsum og við hafnir til
þess að skola báta og skip. Innan
húsanna verða endurbætur ekki
síður miklar, allt frá fiskmóttöku
til frystigeymslu, a.m.k. í æðimörg
um húsum. Hreinlætisaðstaða fyr-
ir starfsfólk verður að vera afar
fullkomin, hlífðarföt mjög góð
svo og mötuneyti, og fleira mætti
nefna.
Ýmsar kostnaðartölur hafa ver-
ið nefndar í sambandi við nauð-
synlegar umbætur, allt frá 700
mill; kr. upp í hátt á annað þús-
und milljónir. Staðreyndin mun
vera sú, að litlar áætlanir hafa
enn verið gerðar. Að vísu mun
tillögunefndin hafa verið reiðu-
búin til þess og meðal annars
lagt til ,að komið yrði upp skrif-
stofu með þremur sérfræðingum
til þess að veita aðstoð við allan
undirbúning nauðsynlegra um-
bóta og áætla fjárþörf. Fjármagn
mun hins vegar ekki hafa fengizt
til þess að koma á fót slíkri skrif-
stofu.
Á fyrrnefndri ráðstefnu Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga kom
fram, að sveitarfélögin eiga í mikl
ur.. erfiðleikum við undirbúning
heirra framkvæmda, sem þeim
ber að annast. Háar tölur um
kostnað voru einnig nefndar, sem
sveitarfélögin ein verða að bera,
t.d. 50—60 millj. kr. í Vestmanna
eyjum, 514 millj. kr. í Ólafsvík
og 7% millj. kr. á ísafirði, en þó
mun langt frá því, að öll kurl séu
komin til grafar á þessum stöð-
um.
Samkvæmt þeim upplýsingum.
sem tillögunefndin hefur fengið
verður að öllum líkindum veittui
Framhald á bls. 10