Tíminn - 19.03.1971, Síða 10
10
TIMINN
FÖSTUDAGUR 19. marz 1971
Sennilega hefði mátt bjarga
meiru ef ekki hefði verið
reynt að slökkva eldinn
— segir húsmóði
SB—Reykjavík, fimmtudag.
Eins og sagt var frá í Tím-
anum í dag, brann íbúðarliúsið
að Krossnesi í Árneshreppi á
Ströndum til kaldra kola í gær.
Erfitt var í gær að fá nákvæm-
ar upplýsingar um brunann, en
í dag tókst blaðinu að ná tali
af húsfreyjunni í Krossnesi,
Sigurbjörgu Alexandersdóttur,
en hún, maður hennar, Eyjólfur
Valgeirsson og börnin tvö, sem
heima voru, dveljast nú hjá
bróður Eyjólfs, að Norðurfirði.
— Ég fann reykjarlykt og
hélt, að kviknað hefði í einhv.
niðri, sagði Sigurbjörg, en þeg-
ar ég kotn niður, sá ég að reyk-
ur kom upp á milli fjalanna í
gólfinu. Klukkan var eitthvað
rúmlega eitt, þegar þetta var.
Við vorum öll heima og fórum
að athuga málið og sáum fljót-
lega, að reykurinn kom úr eldi-
viðarskúrnum, sem er viðbyggð-
ur húsinu að norðan. Norðan
hvassviðri var og 10 stiga frost.
Við fórum strax í símann og
gerðum aðvart og menn af
næstu bæjutn komu á vettvang,
ýmist á hestum, skíðum eða
rin að Krossnesi
gangandi, því hér er allt á kafi
í snjó og ófært öllum farar-
tækjum. Mjög erfitt er að ná í
vatn hér. Uppspretta er hérna
skammt frá húsinu, en það er
lítið vatn í henni í svona miklu
frosti.
Reynt var að moka snjó á
eldinn, en við erum þeirrar
skoðunar, að ef ekkert hefði
verið reynt að slökkva, hefði
verið hægt að bjarga meira af
innbú'nu. Það var aðeins lítils-
háttar, sem náðist út úr eldhús-
inu. Fjósið stendur rétt við hús-
ið og þar voru 5 gripir inni, en
hægt var að verja það. Húsið
sjálft var fallið eftir 2—3 títna.
Að endingu sagði Sigurbjörg,
að Eyjólfur hefði brennzt á
höndurn við slökkvistarfið, en
þó ekki meira en svo, að þegar
við vorum að ræða við Sigur-
björgu, var hann úti í Kross-
nesi að sinna skepnunum.
íbúðarhúsið og innbúið var
lágt tryggt og er því tjónið
mikið.’Fjölskyldan dvelst fyrst
um sinn í Norðurfirði, en Sig-
urbjörg sagði, að alveg væri
óráðið, hvað þau hjón hyggð- \
ust gera. }
Mæltu með frumvarpi
um verkfræðiráðunaut
EJ-Reykjavík, miðvikudag.
Á fundi stjórnar Fjórðungssam
bands Vestfirðinga, sem haldinn
var á mánudaginn, lá fyrir erindi
frá allsherjamefnd neðri deildar
Alþingis, þar sem óskað var um-
sagnar stjórnar Fjórðungssam-
bandsins um frumvarp til laga um
vernir, preyra i bdki r
DOSI belfin hafa eyft
þraufum margra.
ReyniS þau.
EMEDIA H.F.
LAUFÁSVEGI 12 - Síml 16510
VERÐL.AUNACR1P1R
fÉEACSMERKl
Magnús E. Baldvlnsson
Uug.v.gl 12 - Slfnl 2 28 04
verkf. æðiráðunauta ríkisins á
Vestur-, Norður-, Austur- og
Suðurlandi ,sem flutt er af Ágústi
Þorvaldssyni og fleiri. Stjórnin
mælti eindregið rocð téðu frum-
varpi og tók fr .m í samþykkt
sinni, að hún álit.i, að hér væri
um að ræða mikilvægan þátt varð
andi nauðsynlega dreifingu stjórn
sýslu landsins út um landsbyggð-
ina.
Handritin
Framhald af bls. 1
Sigurður m. a.:
— Ég tel, að danska rikisstjórn
in muni sennilega gefa út yfirlýs-
ingu um málið. Þá má gera ráð
fyrir, að fljótloga verði samning-
urinn milli íslands og Danmerk-
ur. sem undirritaður var 1965 af
Gunnari Thoroddsen o.g Per
Hækkerup, staðfestur.
Loks má gera ráð fyrir, að
S. Helgason hf. STEINIÐJA
Einholti 4 Slmar 25577 og 14254
farið verði að undirbúa skipun
nefndar, sem á að skipta handrit-
unum milli Háskóla íslands og
Kaupmannahafnarháskóla, en
hvor háskólinn um sig á að skipa
tvo menn í þessa nefnd. Gert er
ráð fyrir, að afhent verði um 1700
handrit úr Árnasafni og eitthvað á
annað hundrað handrit frá Kon-
unglegu bókhlöðunni, þar á með-
al þessar frægu gömlu skinnbæk-
ur af Sæmundareddu og Flateyj-
arbók.
Um þessi úrslit málsins sagði
Sigurður áð lo-kum:
— í viðtölum við dönsk blöð,
sem hafa spurt um álit mitt á mál
inu, hef ég fagnað þesnari niður-
stöðu og endurtekið þakkir ís-
lendinga fyrir þá afstöðu og göf-
uglyndi Dana, sem birtist í þeirri
ákvörðun að afhenda íslendingum
meginhluta sinna íslenzku hand-
rita. Þetta mun eiga sinn þátt í
að bæta enn sambúð milli þess-
ara náskyldu þjóða. Þó að þessi
málaferli út af handritamálinu
hafi verið danskt innanríkismál,
þá hafa islendingar auðvitað fylgzt
með þeim af miklum áhuga, og
hljóta að gleðjast yfir því, að
endanlega er úr þessu skorið, og
að sá tími nálgast nú óðfluga, að
handritin komi heim.
Blaðið hafði í dag samband við
Jónas Kristjánsson, forstöðumann
Handritastofnunarinnar, eftir að
dómurinn hafði verið kvéðinn
upp.
— Eg er í fyrsta lagi auðvitað
mjög glaður yfir þessum úrslit-
um. og sannfærður um að þetta
á eftir að vera til mikillar bless-
ur.ar fyrir íslendinga og til góðs
fyrir sambúð íslendinga og Dana.
— Hvenær býzt þú við að
fyrstu handritin komi til lands-
ins?
— Hugsanlegt er að bráðlega
verði skilað einu eða tveimur hand
ritum, sem enginn vafi leikur á
að afhenda eigi, til þess að mn-
sigla sáttmálann um afhendinguna
ef svo má segja.
— Ilefur þú þá ákveðin hand-
rit í huga?
— Ég get ekkert sagt með vissu
um það, en hins vegar eru tvö
handrit sérstaklega nefnd í lög-
unum um afhendinguna, það er
Flateyjarbók og Konungsbók
Eddukvæða. að leikur enginn vafi
á, að samkvæmt lögunum eigum
við að fá þessi handrit. Það er
hugsanlegt, að annað hvort þetta
handrit yrði afhent fyrst til tákns
um, að afhending handritanna sé
hafin.
Síðan mun fjögurra manna
nefnd setjast á rökstóla og ákveða,
hvaða handrit eigi að koma heim
samkvæmt lögunum. Starf þeirr-
ar nefndar hlýtur að taka nokk-
urn tíma, og eðlilegt að svo verði,
því að hér er urn lokasamninga
að ræða, þar sem íslendingar
skuldbinda sig til að gera ekki
frekari kröfur síðar. Þess vegna
er eðlilegt, að mjög tryggilega
verði gengið frá afhendingunni,
þannig að ekki komi síðar upp
deilur um, að átt hefði að skipta
handritunum á annan hátt en gert
verður.
— Starf nefndarinnar hlýtur
því að taka nokkra mánuði, og það
gerir ekkert til, því að við erum
búnir að bíða svo lengi hvort sem
er. Það eru tæp tíu ár síðan af-
hending handritanna var sam-
þyfckt í danska þinginu. en það
var í júní 1961. Þá kom sem kunn
ugt er áskorun frá dönskum þing-
mönnum áð fresta málinu þar til
nýkjörið þing gæti fjallað um það.
og dró þessi krafa málið í fjögur
ár, en afhendingin var samþykkt
aftur í danska þinginu 1965. Síðan
fór sjálf afhendingin fyrir dóm-
stólana, og féll hæntaréttardómur
í því máli 1966. Eftir þann dóm
hófst skaðabótamálið, sem nú hef
ur verið til lykta leitt með dómi
Hæstaréttar.
— Og allt er til reiðu hjá vkk
ur í Handritastofnuninni að taka
við handritunum?
— Já, hér eru komnar upp af-
bragðsgóðar og öruggar geymslur
fyrir handritin, svo að ekki stend-
ur á ofckur.
— Ilvenær má búast við að
handritin verði öll komin heim?
Handritin verða væntanlega
afhent í slöttum á næstu árum,
og afhendingin mun væntanlega
taka nokkur ár, en erfitt er að
segja til hvenær síðasta handrit-
ið kemur heim, sagði Jónas að
lokum.
Frá Alþingi
Framhald af bls. 6.
tveggja til þriggja ára frestur frá
samþykkt laganna til þess að
koma frystihúsum í það ástand,
sem krafizt verður. Af þessu má
vera ljóst, að engan tíma má
missa. Undirbúningur nauðsyn-
legra umbóta verður þegar qð
hefjast. Því er lagt til, að hið
opinbera komi á fót skrifstofu
með a.m.k. þremur sérfræðing-
um, sem veiti frystihúsunum og
sveitarfélögum aðstoð við undir-
búning og framkvæmdir.
Á fundi stjórnar Framkvæmda-
sjóðs íslands í lok febrúar s.l.
lögðu fulltrúar Framsóknarflokks
ins til, að útvegaðar yrðu 500
milljónir króna til endurlána í
gegnum Fiskveiðasjóð fslands og
Lánasjóð sveitarfélaga, vegna
nauðsynlegra umbóta í sambandi
við hraðfrystiiðnaðinn. Meirihluti
sjóðsstjórnar vísaði tillögu þess-
ari frá á þeirri forsendu, að fjár-
þörf í þessu skyni væri ekki
þekkt. Það er að vísu rétt, eins
og áður er rakið, að dregizt hefur
að áætla fjárþörf lengur en eðli-
legt er. Þó er vitað um ýmsar
kostnaðarsamar framkvæmdir,
bæði á vegum frystihúsa og sveit-
arfélaga, sem þegar má hefja,
eins og t.d. frágang umhverfis,
vatnsbora, hreinlætisaðstöðu og
fjölrriargt fleira. Samkvæmt slík-
um upplýsingum, sem fengizt hafa
telja flutningsmenn 500 milljónir
króna sízt of háa upphæð til
þeirra framkvæmda, sem gera má
þegar í ár. Er því lagt til, að
ríkissjóður hafi milligöngu um
útvegun þess fjármagns.
Þess má geta, að eitt af þeim
frumvörpum, sem nú liggja fyrir
Bandaríkjaþingi, fjallar um tækni
lega og f.járhagslega aðstoð við
fiskiðnaðinn þar í landi til þess
að auðvelda honum að fullnægja
þeim kröfum, sem hin væntanlega
löggjöf leggur honum á herðar.
Gerir frumvarpið ráð fyrir, að
„Fiskveiðasjóður“ í Bandaríkjun-
um verði í þessu skyni aukinn úr
sem svarar um 900 millj. kr. upp
í 3150 millj. kr.
Bandaríkjamarkaður fyrir fryst
ar sjávarafurðir hefur verið og er
mikilvægasti markaður okkar fs-
Eililaun
Framhald af bls. 1
aður um 40% fæðingarstyrkur
um ca. 13.3% en fjölskyldubætur
breytast ekki. Auk þess er gert
ráð fyrir auknum bótagreiðslum
öðrum. Er nánar greint frá því
„Á víðavangi" á bls. 3. Hitt frum-
varpi'ð fjallar um eftirlaun aldr-
aðra félaga í stéttarfélögum þess
efnis, að rýmka ákvæði núgild-
andi laga þess efnis að þau taki
ekki einungis til félaga í stéttar-
félögum innan ASÍ heldur einn-
ig til aldraðra félaga í öðrum stétt-
arfélögum. Enn fremur að skil-
vrði um starf í' árslok 1967 falli
brott og verði réttur til ellilífeyr-
is bundinn því skilyrði að hlutað-
eigandi hafi starfað a. m. k. 10 ár
eftir árslok 1954 og eftir að hann
náði 55 ára aldri. Þá er skilyrðið
um að félagi sé hættur starfi fellt
niður gagnvart þeim, sem eru 75
ára og eldri og enn eru í störfum.
Nánari skýringar á þessum frum-
vörpum er að finna á bls. 3 „Á
víðavangi“.
lendinga. Þar hefur verð farið
stöðugt hækkandi á undan?öi.num
mánuðum. Á þessu hefur íslenzk
ur þjóðarbúskapur ekki sízt flot-
ið á undanförnum dýrtíðarárum.
Meðal annars af þeirri ástæðu
rná ekkert til spara til þess að
fullnægja kröfum þessa markað-
ar, þótt hins vegar sé ljóst, að
kröfur um hreinlæti og hollustu-
hætti í meðferð matvæla eru svo
sjálfsagðar, að ekki ætti að þurfa
löggjöf í Bandaríkjunum til þess
að knýja okkur íslendinga til
nauðsynlegra umbóta."
Frimerki
Framhald af bls. 4
þegar fór að skyggja stakk ein
hver upp á því að kveikt væru
Ijós í herberginu, en þarna var
um gaslýsingu að ræða. Gasið
hafði á einhvern hátt lekið út
í herbergið, hvort sem það nú
var sökum leka á leiðslu, eða
þá að einhver hafði skrúfað
frá því of fljótt, þá kom æðis-
leg sprenging um leið og eldi
var brugðið upp. Uppboðshald
arinn sem staðsettur var á stól
uppi á vörukassa, féll um koll
og með honuim borðið, sem frí-
merkin lágu á, en alir þeir sem
í herberginu voru staddir,
reyndu að komaát út um dyrn-
ar í einu. Uppboðið endaði sem
sé í uppþoti, sem vafalítið'hef-
ur leitt til eyðileggingar ein-
hvers af merkjunum.
Uppboð þetta var ekki aðeins
sögulegt að þessu leyti, heldur
var það einnig fyrsta frímerkja
uppboðið í Höfðaborg.
(framhald)
Bandarikin
Framhald af bls. 7
úr samningaviðræðunum. Tak-
markað samkomulag um eld-
flaugavarnir hægði á kapp-
hlaupinu meðan verið er að
reyria að ná- víðtækari samn-
ingum, svo fremi að það næði
einnig til ratsjáa.
Veruleg hætta er á, að við
leitnin til að verjast öllum
hugsanlegum háska, geti komið
í v.g fyrir að samkomulag ná-
ist. Háskann, sem fólginn er í
hvers konar samkomulagi, verð
ur óhjákvæmilega að bera sam
an við þá ægilegu ógn, sem
st "'. r af hömlulausri aukningu
þess hræðilega kjarnorkueyð-
ingarmáttar, sem báðir aðilar
hafa nú þegar yfir að ráða.
Á víðavangi
Framhald al bls. 3.
fellur lífeyrir niður, ef bóta-
þegi dvelst lengur en einn
mánuð á stofnun, þar sem
sjúkratryggingar greiða fyrir
hann. Lagt er til, að lífeyrir
falli niður, ef slík vist hefur
verið lengri en fjórir mánuðir
undanfarandi 24 mánuði.
ir Samkv. gildandi lögum er
ekki gcrt ráð fyrir, að slysa-
tryggingar taki til heimilis-
starfa. Lagt er til, að slík störf
verði tryggð gegn slysum, ef
þess er óskað í skattframtali.
ir Greiðslur slysatryggingar-
innar vcgna ferðakostnaðar slas
aðra eru auknar verulega og
ákvæði um ýmis atriði í sam-
bandi við slysabætur gerð ítar-
legri, og skýrari.
ir Fallið er frá sviptingu bóta
réttar, ef ástand það, sem hann
byggist á, er ofdrykkja eða
deyfilyfjaneyzla, enda vanræki
hlutaðeigandi ekki að fara að
læknisráðum né neiti að hlíta
fyrirmælum um þátttöku í
þjálfun eða starfsnámi, seir
bætt gæti afkomu hans eði
búið hann undir nýtt starf.
— TK