Tíminn - 30.03.1971, Page 6
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 30. marz 1971
Heildarendurskoðun allra skatta
laga er orðin óhjákvæmileg
Nefndarálit Þórarins Þórarinssonar og Vilhjálms Hjálmarssonar, við skattalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.
EB-Reykjavík, mánudag. — Þórarinn Þórarinsson og Vil-
jálmur Hjálmarsson — fulltrúar Framsóknarflokksins í fjár-
agsnefnd neðri deildar — skiluðu séráliti við skattalaga-
umvarp ríkisstjórnarinnar. Þá skilaði Lúðvík Jósefsson
innig séráliti og flutti breytingartillögur við frumvarpið, er
anga í sömu átt og skattalagafrumvörp þau, er framsóknar-
íenn hafa lagt fram á þessu þingi. — Fer hér á eftir nefndar-
!it þeirra Þórarins og Vilhjálms:
„Hinn 25. apríl 1969 skipaði
ármálaráðherra nefnd embættis-
íanna, sem var falið að athuga
cattgreiðslur fyrirtækja með til-
ti til þess, að skattgreiðslur
eirra yrðu ekki hærri eða a.m.k.
ipaðar og I öðrum þátttökuríkj-
m Fríverzlunarbandalags Evrópu.
ér var um sjálfsagða athugun
ð ræða, sem leiddi af fyrirhug-
ðri aðild íslanðs að bandalaginu.
Nefnd þessi skilaði skýrslu til
Vðherra í marz 1970. Nefndin
ifði þá aðeins lokið þeim hluta
erkefnis síns, er náði til tekju-
g eignarskattslaganna. í sam-
æmi við það hafði hún samið frv.
m breytingu á þeim lögum, sem
ngöngu snerti skattlagningu fyr-
tækja. Þetta frv. var lagt fyrir
lþingi í fyrravetur og náðist ekl>i
imkomulag um afgreiðslu þcás.
stæðan til þess var ekki sízt sú,
ð Alþingt leit i svo át að athuga
;tti skattamál atyinnufyrirtækj-
nna í heild, þ.e. öll gjöld, sem
tvinnuvegimir greiða til ríkis,
veitarfélaga og annarra opinberra
tofnana, þ.á.m. almannatrygginga.
•á mun og mörgum þingmanni
afa fundizt, að aðalefni frum-
arpslns fjallaði meira um mál
ilutabréfaeigendanna en sjálfra
yrirtækisins, eins og síðar verð-
r vikið að.
rumvarpið sætir mikilli
nótspyrnu
I framhaldi af þessu setti fjár-
íálaráðherra embættismanna-
efndinni nýtt erindisbréf, dagsett
4. maí 1970, þar sem „nefndinni
var falið að framkvæma heildar-
athugun á skattalögunum með því
markmiði annars vegar að gera
skattakerfið sem einfaldast og
hins vegar að gera þær breyting-
ar á ákvæðum laga um tekju- og
eignarskatt varðandi skatta ein-
staklinga, er nefndin telur sann-
gjarnar og eðlilegar.“ Hér var
verkefni nefndarinnar vissulega
fært inn á rétta hraut, þ.e. að
stefna að alhliða endurskoðun
skattakerfisins með það fyrir aug
um að gera það einfaldara, eðli-
legra og sanngjarnara, bæði með
tilliti til einstaklinga og fyrir-
tækja.
Af ástæðum, sem 1. minnihluta
er ekki fullkunnugt um, hefur
enn ekki orðið neitt úr því, að
embættismannanefndin ynni að
endurskoðun skattalaganna á þess
um grundvelli, en hins vegar hef-
ur-hún lagt íniklá virinú í að end-
urskoða frumvarp það, sem hún
hafði samið á fyrra ári og dagaði
uppi á síðasta þingi, um breyting-
ar á tekju- og eignarskatti fyrir-
tækja. Þetta endurskoðaða frum-
varp nefndarinnar lagði ríkis-
stjórnin svo fram sem stjómar-
frumvarp I s.l. mánuði. Það sætti
nær samtímis harðri mótspyrnu
af hálfu forvígismanna helztu sam
taka atvinnufyrirtækja, sem töldu
mörg ákvæði þess óhagstæð at-
vinnurekstrinum og lögðu jafn-
framt á það megináherzlu, að öll
skattamál fyrirtækja yrðu endur-
skoðuð í heild. í umsögn um frum
varpið, sem fjárhagsnefnd barst
frá formönnum fimm stærstu at-
vinnurekendasamtakanna, þ. e. Fé
----------—--
Löggjöf væntanieg um
námsstyrkjakerfi
EB-Reykjavík, mánudag.
Frá því umræður fóru fram
í neðri deild fyrir nokkrum dög
um um námskostnaðarfrvarp
þeirra Sigurvins Einarssonar
og Ingvars Gíslasonar, hefur
það gerzt að ríkisstjómin hef-
ur fallizt á að skipa milliþinga-
nefnd er undirbúi löggjöf um
[ námsstyrkjakerfi til að jafna
j aðstöðumun æskufólks til
i menntunar. Verða fulltrúar
J allra þingflokka í nefndinni,
auk tveggja fulltrúa frá ríkis-
! stjóminni. Á nefndin að skila
[ áliti fyrir næsta þing.
Þessa yfirlýsingu ■ flutti
menntamálaráðherra á Alþingi
í dag. — Sigurvin Einarsson
lýsti þá yfir, fyrir hönd þeirra
flutningsmanna eftirfarandi:
„Að fenginni þessari yfirlýs-
ingu frá menntamálaráðherra
um skipun milliþinganefndar
til að undirbúa fyrir næsta
þing löggjög um námsstyrkja-
kerfi, teljum við svo sterkar
líkur fyrir því, að slík löggjöf
verði sett á næsta þingi, að
úr því sem komið er, getum við
sætt okkur við þessa lausn í
málinu að þessu sinni“.
Þórarinn Þórarinsson.
lags ísl. iðnrekenda, Landssam-
bands iðnaðarmanna, Landssam-
bands ísl. útvegsmanna, Verzlun-
arráðs íslands og Vinnuveitenda-
sambands íslands, segir m.a. á
þessa leið;
„Samtökin telja nauðsyn á, að
endurskoðun laganna um tekju-
skatt og eignarskatt og laganna
um tekjustofna sveitarfélaga fylg
ist að. Frá sjónarmiði fyrirtækis-
ins er tekjuútsvar og tekjuskatt-
ur raunar sami skatturinn, en ráð-
stöfunin aðeins misjöfn. Þetta mál
tengist svo spurningunni um
verkaskiptingu ríkis og sveitar-
'félaga og á hvern hátt fullnægja
eigi tekjuþörf þeirra síðarnefndu.
Það snertir svo aftur álögur að-
stöðugjalda og fasteignaskatta, en
þessi gjöld til sveitarfélaganna
skipta fyrirtæki almennt miklu
meira máli en tekjuskattur til
ríkissjóðs. Er því lagt til, að mál-
ið verði afgreitt í einni heild.
Þá er á það bent, að aðalákvæð-
um frumvarpsins er ekki ætlað
að koma til framkvæmda fyrr en
við álagningu á árinu 1972. Sýnist
því ekki brýn nauðsyn að ljúka
afgreiðslu þess á því Alþingi, sem
nú situr“.
Nefndin unnið eftir fyrir-
mælum ríkisstjórnarinnar?
Þessi viðbrögð af hálfu forustu-
manna atvinnurekenda, voru síður
en svo óeðlileg. Með frumvarp-
inu var ekki stefnt að því að bæta
stöðu atvinnufyrirtækjanna
sjálfra, nema síður væri, heldur
að tryggja auknar arðgreiðslur til
hluthafa og gera þær skattfrjáls-
ar að mestu leyti. Hér fékkst jafn
framt skýring á því, að embættis-
mannanefndin hefur frestað að
„framkvæma heildarathugun á
skattalögunum með því markmiði
annars vegar að gera skattakerfið
sem einfaldast og hins vegar að
gera þær breytingar á ákvæðum
laga um tekju- og eignarskatt
varðandi skatta einstaklinga, er
nefndin telur sanngjarnar og eðli-
legar“. f stað þess hefur hún
snúið sér að því verkefni á und-
an öllum öðrum að gera þær breyt
ingar á tekju- og eignarskatti fyrir
tækja, að hlutabréfaeigendur gætu
fengið sem mest fé skattfrjálst úr
rektrinum. Ólíklegt er, að nefndin
mmgfrCtiir
hafi hagað störfum sínum á þenn-
an veg nema í beinu samráði við
rilíisstjórnina, og sennilegast eftir
fyrirmælum hennar.
Höfuðatriði frumvarpsins
Segja má, að aðalefni frum-
varpsins sé þetta:
1. Felld niður heimild fyrir-
tækja til að borga skattfrjálst í
arð 10% af hlutafé eða stofnfé
og að leggja 25% af hagnaði skatt
frjálst í varasjóð. Skattfrjáls vara
sjóður alveg lagður niður, en í
hans stað kemur arðjöfnunarsjóð-
ur. Af fé því, sem fyrirtækið
greiðir í arð eða leggjur í arð-
jöfnunarsjóð, greiðir það 15% í
skatt. Framlag, sem er lagt í arð-
jöfnunarsjóð, verður skattskylt að
nýju eftir 5 ár, ef það hefur ekki
verið borgað út sem arður eða
tap, og verður skatturinn þá 20%.
Þannig skal tryggt, að allt, sem
verður lagt í arðjöfnunarsjóð,
skuli greitt út sem arður til hlut-
hafa, ef það hefur ekki verið út-
borgað til að mæta tapi.
2. Arður af hlutabréfum eða
stofnfé skal verða skattfrjálst, eða
Vilhjálmur Hjálmarsson
allt að 30 þúsund kr. hjá einstak-
lingi, 60 þúsund kr. hjá hjónum,
sem telja fram saman, og 15 þús.
kr. hjá börnum, sem telja fram
með foreldrum sínum.
Fyrra framangrcint höfuðatriði
frumvarpsins stuðlar að því að
auðvelda arðgreiðslur fyrirtækja,
en hið síðara að því, að hluthafar
fái þær skattfrjálsar og leggi
sökum þess kapp á, að þær verði
sem mestar. Hvort tveggja stefnir
að því, að stórum minna eigið fé
safnast hjá fyrirtækinu en ella.
í staðinn kemur ekki annað en
óviss von um aukna hlutabréfa-
sölu.
Vegna hinnar hörðu andstöðu
atvinnurekendasamtakanna hefur
ríkisstjómin unnið að því síðustu
vikur að breyta ýmsum ákvæðum
frv. Samkvæmt breytingartillög-
um, sem eru komnar fram frá
meirihluta fjárhagsnefndar, verð-
ur t.d. sameignarfélögum leyft að
verða sérstakir skattaðilar áfram,
en frv. gerði ráð fyrir, að þau
yrði svipt þeim rétti. Þó er að-
staða þeirra verulega þrengd Sam-
kvæmt breytingartillögun/m. Þá
er gert ráð fyrir því samkvæmt
breytingartillögunum, að fyrir-
tækin eigi að geta valið á milli
þess, hvort þau hafa heldur vara-
sjóð samkv. núgildandi lögum, eða
arðjöfnunarsjóð samkvæmt fmm-
varpinu. Hlutabréfaeigendur fá
hins vegar ekki skattfrjálSan arð
af hlutabréfum, ef fyrirtækið. kýs
heldur varasjóðsleiðina. Þetta
verður vitanlega til þess, aB hlut-
hafar munu beita sér gegn vara-
sjóðsfyrirkomulaginu. Þróunin
verður því varalaust sú, að Neiri
og fleiri fyrirtæki þvingast inn
á arðjöfnunarsjóðsleiðina og skatt
frelsi hlutabréfaarðsins verður al-
mennt á þann hátt.
Það er álit þeirra, sem að þessu
nefndaráliti standa, að árðjöfn-
u..arsjóðsfyrirkomulagiB, ásamt
skattfrelsi arðs hjá hlutabréfaeig-
endum, verði til þess að draga úr
eigin fjársöfnun hjá fyrirtækjun-
um. Aukin sala hlutabréfa muni
ekki bæta þetta nema þá í fáum
tilfellum. Hér sé um breytingu að
ræða, sem sé óhagstæð fyrir at-
vinnureksturinn.
Þessu til viðbótar verður
það svo að teljast hreint órétt-
læti, að hlutabréfaeigendur
fái sérstök skattfríðindi, með
an ekki fæst fram full leið-
rétting á skattvísitölunnl. Eins
og hún hefur nú verið ákveð-
in af ríkisstjórninni, mun lág-
launafólk verða að greiða
stóraukna skatta á þessu ári.
Meiri hluta þeirrar kaupupp-
bótar, sem láglaunafólk fékk
á síðasta ári, verður það nú
að endurgreiða í tekjuskatt
eða útsvar samkvæmt hinni
nýju skattvísitölu. Meðan
þannig er búið að láglauna-
fólki, er það hreint ranglæti
að veita hlutabréfaeigendum,
Framhald á bls. 10.
Nýju alm. trygginga-
lögin öðlist þegar gildi
EB-Reykjavík, máuudag.
Miklar umræður voru í dag í
efri dcild, er stjórnarfrumvarpið
um almannatryggingar var þar til
2. umræðu. Heilbrigðis- og félags-
málanefnd efri deildar fjallaði um
frv., og lögðu fulltrúar stjórnar-
andstöðuflokkanna í nefndinni, —
Ásgeir Bjarnason, Björn Fr.
Björnsson og Björn Jónsson, —
fram vcigamiklar breytingartillög-
ur við frv. Leggja þeir m.a. til að
þessi nýju lög taki þegar gildi.
Mælti Ásgeir Bjarnason fyrir áliti
minnililutans, en auk hans tóku
til máls Einar Ágústsson, Stein-
grímur Hermannsson, Gils Guð-
mundsson, Björn Jónsson og Jón
Ármann Héðinsson. — Tíminn
mun á morgun gera umræðunni
ítarlegri skil.