Tíminn - 03.04.1971, Síða 8
8
TIMINN
LAUGARDAGUR 3. april 1971
ÆTLUÐU AÐ
STELA....
IMNGFRÉTHR
. ..... .... ' 11 ■■■■-
Löginum Kennaraháskóla
endurskoöuð effir tvö ár
Hér á eftir fer ræcSa er Einar
Agústsson flutti í gær í efri deild,
þegar hann mælti fyrir breyting-
artillögu þeirra Páls Þorsteinsson-
ar, þess efnis að lögin um Kenn-
araháskólann skuli enduðskoðuð
eigi síðar en að tveim árum liðn-
um eftir gildistöku þeirra, en eins
og sKyn var frá í blaðinu í gær,
var breytingartillagan samþykkti
„Menntamálanefnd hefur ekki
skilað sameiginlegu áliti um þetta
mál, frumvarp um Kennarahá-
skóla íslands, og gæti það bent
til þess að í nefnd hefði ríkt tak-
mörkuð hrifning yfir því, sem hér
stendur til að gera.
Ég stend, ásamt háttv. 1. þing-
manni Austfjarða, að nefndaráliti
á þingskjali og vil nú leitast
við að skýra afstöðu okkar.
Eins og kemur fram f nefndu
þingskjali höfum við reynt að
kynna okkur mál þetta eftir föng-
um. Bæði höfum við átt þess kost
á fundum menntamálanefndar að
hitta einn af höfundum frumv. og
forvígismönnum nemendasamtak-
anna í Kennaraskólánum. Utan
þessara funda höfum við átt mörg
samtöl við ýmsa menn, sem láta
sig þessi mál skipta og fram-
kvæmd þeirra varðar öðrum
fremur, menn úr hinum ýmsu
kenarastéttum skólastiganna, allt
frá háskólaprófessorum ti^hama-
kennara.
Við þessa athugun hofum við
látið sannfærast um að sú megin-
stefna, sem frumvarpið boðar, sé
rétt. Það er því samkvæmt okkar
áliti rétt að kennaramenntun sé á
háskólastigi. Vaxandi fjöldi ís-
lenzku þjóðarinnar lýkur nú stúd-
entsprófi eða hliðstæðu námi og
sá hluti þjóðarinnar, sem velst
til að kenna ungmennum og börn-
um á að vera úr þeim hópi. Þau
störf eru að okkar dómi svo þýð-
ingarmikil að menntun til þeirra
ber að vanda. Lagasetning sú, sem
hér um ræðir, er spor í þá átt.
Síðan málið var til meðferðar í
neðri deild og afgreitt þaðan, hafa
2 umsagnir um það borizt, sem
vert er að athuga. Önnur þeirra
er frá '■"— ’"tor Háskóla
íslands skipuöi liinn r
aðar, til þess, eins og ■ ■= '
að gefa umsögn um frumvarp ti
Kennaraháskóla íslands. í nefnd-
inni voru 4 prófessorar og einn
lektor og urðu þeir sammála um
umsögn, scm m.a. hefur verið
'■vrt I blöðum, en niðurstaða henn-
ar er svofelld: Þeirri stefnu ber
að fagna, sem lýsir sér í frumv.
um Kennaraháskóla íslands að
bæta menntunarskilyrði þeirra,
sem óska að búa sig undir kenn-
arastarf. Nefndinni virðist þó, að
óljóst sé kveðið á um nokkur
atriði, sem verða að teljast mikil-
væg fyrir tilhögun kennaramennt-
unar og árangur af starfi Kenn-
araháskóla. Málið er í heild svo
þýðingarmikið, að ýmis veiga-
mikil atriði þarf að kanna betur
áður en frumvarpið er lögfest.
Nefndin leggur því til, að frumv.
til laga um Kennaraháskóla ís-
lands verði tekið til endurskoð-
unar á þann hátt, sem hinu háa
Alþingi og hæstv. menntamála-
ráðherra þykir viðeigandi."
Hér lýkur þessari tilvitnun óg
’--fi rnér að ræða
hana vii ég minna á álitsgerð um
sama efni, sem ráðstefna F.H.K.
sendi frá sér um mál þetta þann
21. f.m.. Þar segir með leyfi for-
seta:
Ráðstefnan fagnar þeirri meg-
inhugsun frumvarpsins að auka
þurfi menntun kennarastéttarinn-
ar. Hins vegar telur ráðstefnan
ýmis framkvæmdaratriði frum-
varpsins orka tvímælis. Með til-
liti til mikilvægis þessa máls þarf
að kanna slík atriði nánar, áður
en frumvarpið verður lögfest.
Það væri því mikið fljótræði, að
samþykkja frumvarpið á því Al-
þingi, sem nú situr, án þess að
slík endurskoðun fari fram.“
Eins og fram kemur af hinum
tilvitnuðu orðum í báðum þess-
um álitsgerðum, er talið að hér
sé farið inn á rétta braut, en
bent á að vegna framkvæmdar-
innar væri rétt að láta löigfest-
ingu frv. bíða.
Ég hef reynt að gera mér grein
fyrir þvi hváða ákvæði það eru
sem þessir tveir hópar, annars-
vegar fulltrúar Háskóla íslands og
hinsvegar fulltrúar Félags háskóla
menntaðra manna hafa mestar
áhyggjur af verðandi framkvæmd
laganna, og virðist það vera eink-
um tvennt: Annars vegar staða
kennaranámsins í menntakerfinu
og hinsvegar tengsl kennaraháskól
ans og Háskóla íslands, tvær vissu
lega, mjög: svo þýðihgarmikrar hlið
ar þessa máls. í umsögn H.f. er
á það berit að hagkvæmara sé
bæði fjárhagslega og menntunar-
legu tilliti, að kennarastúdentar
í kröfuhörðum greinum ættu áð-
gang að báðum háskólunum og
frá því skýrt að mör.g dæmi um
slík tengsl og samstarf megi finna
víða erlendis. Sama hugsun kem-
ur fram í þeirri tillögu F.H.K. að
kennsla í ýmsum kennslugrein-
um, sem taldar eru upp í 7. gr.
frumvarpsins skuli fara fram í
Háskóla íslands, ef það þyki hag-
kvæmara, og víðar sjást merki um
þessa hugsun í álitsgerðinni, sbr.
brt. við 11. gr. þar sem lagt er
til að heimilt sé að ráða kenn-
ara að hluta til sLaria við H.f.
og að hluta við K.H.Í.
Um hitt atriðið stöðu K.H.Í. og
manna, sem þaðan úrskrifast í
mer’*fa,*",'f' þjóðarinnar, er t. d.
Pial'.iö í athugasemdum ráðstefn-
EB—Reykjavík, föstudag.
Er frv. um Svartárvirkjun var í
dag til 1. umræðu í efri deild
sagðist Ólafur Jóhannesson taka
undir orð iðnaðarráðherra þess
efnis að frumvarpið næði fram að
ganga á þessu þingi. Það væri
mjög aðkallandi að leysa orku-
þörf í Norðurlandskjördæmi
vestra. Hér væri um að ræða
stærsta mannvirki, sem framkvæmt
hefði verið í Skagafirði og það
væri mikils virði fyrir hvert hér-
að að liafa raforkuframleiðslu inn-
an sinna vébanda. Þá sagði Ólaf-
unnar við 5. gr. frv., þar sem þeir
gera að tillögu sinni að skipu-
leggja skuli námið sem a.m.k.
þriggja ára nám.
Ennfremur í aths. um 1. gr. þar
sem þeir vilja fella niður þá
takmörkun að próf frá Kennara-
háskóla skuli aðeins veita rétt-
indi til að kenna og leiðbeina
ungmennum á skyldunámsstgi.
Frá því ég leit þett frv. fyrst
augum, hefur mér fundizt ósam-
ræmi í því að stofna háskóla,
sem ekki veitti hin æðstu rétt-
indi í viðkomandi grein. Mér
finnst það óeðlilegt og ekki í sam-
ræmi við þá málvenju, sem hér
hefur tíðkazt. Ég held að það
sé ofur eðlilegt að þessi náms-
braut verði felld inn í mennta-
kerfið, en er ekki tilbúinn til að
benda á þær heppilegustu leiðir
til þess, sem til greina koma.
Á hinn bóginn er vitað, að
meðal ýmissa manna í kennara-
stétt og þeirra, sem ákveðið hafa
að gera kennslu að ævistarfi er
mikill áhugi rikjandi á því,
að breyting sú, er í frumvarpinu
felst, nái sem fyrst fram að ganga.
Á það er einnig bent að aðstæð-
ur allar í Kennaraháskólanum séu
nú slíkar, áð starfsemi hans í nú-
verandi mynd geti tæpast haldið
áfram og breytinga sé því þörf.
Einhverjar raddir hafa heyrzt um
loforð menntamálaráðherra um
lagabreytingar á þessu þingi, þær
met ég lítils, því Alþingi setur
ennþá lögin þótt sérfræðingar og
ráðherrar virðist stundum gleyma
því. Hvemig sem því er varið
má ætla, að ýmsar vonir hafi
vaknað um úrbætur í málefnum
kennaranema. Um ástandið í
Kennaraskólanum skal ég ekki
ræða sérstaklega að þessu sinni,
það hef ég gert áður hér á hv.
Alþ., aðeins láta duga að segja
það, að við svo búið getur ekki
stáðið, að 950 nemendur hafist við
í húsakynnum sem ætluð eru fyr-
ir 250 manns, auk þess
sem alla sérkennsluaðstöðu vant-
ar. Hér getur því ekkert hlé orð-
ið á byggingarframkvæmdum,
þótt nafni skólans sé breytt. Þar
verður að halda áfram því starfi,
sem hafið var fyrir einum áratug
en lítið hefur miðað í seinni tíð.
Framhald á bls. 3
ur Jóhannesson, að eftir að frum-
varpið yrði samþykkt mætti ekki
dragast lengi að liefja fram-
kvæmdir. Ólafur sagði að landeig-
endur við Svartá ættu að sjálf-
sögðu rétt á að fá bætur á tjóni
í sambandi við virkjunina. f því
sambandi lagði Ólafur áherzlu á
að liver sá, er síðar kynni að fara
með iðnaðarmál, ætti að fara eft-
ir þeirri yfirlýsingu núverandi
iðnaðarráðherra, að skilyrði Svart-
árbænda yrði uppfyllt. Að lokum
las Ólafur samþykkt þá er hrepps-
nefnd Lýtingsstaðarhrepps hefur
gert um málið.
Framhald af bls. 1
að flokkurinn hefði ákveðið, að
stela dínamiti í Kópavogi og
nota það í þágu alþýðunnar og
launastéttanna. Einnig átti að
hjálpa Mývatnsbændum undan
kúgun íslenzkra stjómvalda og
leppa þeiirra. Einn liðurinn í að
afla byltingarhreyfingunni fjár
var hugmynd um að ræna launa
umslögum Eimskips við höfn-
ina.
RáSgert var að brjótast inn í
Sportvöruhús Reykjavíkur við
Óðinsgötu og stela þar skot-
færum og skotvopnum til efling
ar hugsjónabaráttunni og var
jafnvel ekið að verzluninni, en
einn piltanna orðaði þau um-
svif svo, að það hafi verið vegna
hugleysis, að ekki varð úr inn-
brotinu. En einnig kom til tals,
að sprengja Sportvöruhúsið í
loft upp.
Um allar þessar ráðagerðir
sagði einn piltanna, að „það
þyrfti eitthvað meira en þessa
úreltu verkalýðsbaráttu til að
koma á þjóðfélagshreyfingum“.
Skýrsla eins piltsins er þann-
ig í megindráttum: Ég var
staddur að Laugavegi 53A, í
húsi Fylkingarinnar, kvöld eitt
í febrúarmánuði, þegar einn
félaginn kom inn og bað mig
að koma út í bíl, sem þar var
fyrir utan. Þar voru tveir fé-
lagar fyrir. Mikið var rabbað
í bílnum. Þeir spurðu, hvort ég
treystist til að standast yfir-
heyrslur í langan tíma, ef á
þyrfti a® halda, og hvort ég
ætti hugsjón, sem ég væri til-
búinn að leggja lífið í sölurnar
fyrir, o. fl. þess háttári' Ég jánk-
aði því. Þeir sögðu pjér, að ég
yrði stráx samsekur, ef þeir
segðu mér, hvað þeir hefðu í
hyggju. Kom síðan ráðagerð um
að stofna skæruliðasamtök, en
til þess þyrfti að afla áhalda
og koma sér vel fyrir. Einnig
þyrftu félagarnir að vinna heit
um að leysa aldrei fró skjóð-
unni, jafnvel þótt þeir sætu
inni alla æfi. Ég samþykkti með
því skilyrði, að menn yrðu ekki
drepnir. Sá, sem virtist standa
fremstur í flokki svaraði því
ékki beint, en talaði um að mað-
ur gæti aldrei vitað slikt fyrir-
fram. Ég sagðist ekki vilja vera
með í neinu, sem manndráp fæl-
ist í. Fór ég síðan ásamt hinum
áleiðis í Kópavog að stela
sprengiefni. í leiðinni var komið
við í bragga Flugbjörgunar-
sveitarinnar og brotizt inn og
stolið litlum senditækjum.
Síðan var haldið í Kópavog
og sprengiefninu stolið. Einn
kassa varð að skilja eftir, vegna
þess, að við urðum varir við
mannaferðir. Ég stQaði bréf til
eins starfsmanns Þjóðviljans og
stakk því inn um bréfalúgu í
húsi blaðsins. í bréfinu bað ég
um að lögreglan í Kópavogi yrði
látin vita af kassanum, til að
fjarlægja hann, svo að einhver,
sem kynni aið finna hann, færi
sér ekki að voða.
í skýrslu sinni sagði þessi
jjiltur, að sá sem átti bílinn og
stjórnaði aðgerðunum, hefði tal-
a® mikið um skæruliðasamtök
og muni hafa gefið öðrum hug-
myndir um slíkt, en vissi ekki
um önnur skipulögð samtök, en
hefur heyrt talað um slíkt á
kaff'húsum og víðar. — Kærði
kvaðst ekki getað gert grein
fyirir neinu ákveðnu í þessu
efni, en það séu þessir „kaffi-
húsakommúnistar“, sem hafi
skæruliðasamtök á ohði.
AðspurSur um hvar sprengi-
efnið hafi verið geymt, sag ’íi
hann, að það hefði verið geymt
í skúr skammt frá Árbæjar-
hverfi, en hvelletturnar í
bragga í Fossvogi, og benti hann
á braggann út um glugga á
skrifstofu dómarans.
Þá sagði strákur, a® bíleig-
andinn hafi logið upp á sig því
hreystiverki að hafa sprengt
upp bragga á Keflavlkurflug-
vell, og bætti við, að hann hafi
sagzt eiga bankahólf, sem væri
fullt af bankabókum og öðrum
verðmætum. Kærði bar, að
hann hafi ekki vita® um fyrri
auðgunarbrot fyrr en eftir
sprengiefnisþjófnaðinn. Sagðist
hann hafa sagt félögum sínum,
að sér litist ekkert á bíleigand-
ann, en þeir sögðu, að hann
væri prýðisnáungi og „þrælrót-
tækur".
„Ég komst fljótlega að þvl,
að hann (þ. e. bileigandinn) ar
enginn sósíalisti, heldur bara
þjófur. Eitthva® var talað um
að styðja Fylkinguna, ef okkur
áskotnuðust periingar, en þjóf-
urinn heldur víst bara þýfinu
fyrir sig og veltir sér sturidum
I peningum."
Að lokum skýrði pilturinn svo
frá, að kjaftæðið um stofnun
skæruliðasamtaka sé búi® að
vera lengi I gerjun, og altalað
meðal „kaffihúsakommúnista”.
En I bílnum, áður en lagtar af
stað I leiðangurinn góða, var m.
a. rætt um, að einhver yrði a®
byrja.
Tekið skal firam, að morgun-
inn eftir dínamitþjófnaðinn
fundu tveir strákar, 11 og 8
ára, kassann, sem skilinn var
eftir utan við áhaldahús Kópa-
vogs, og gerðu föður. sínum,
sem er verkstjóri hjá Kóþavogs-
bæ, aðvart.
Eftirfarandi vi®bótarupplýs,-
ingar eru frá bæjarfógetanum
í Kópavogi:
1) Urskurður um geðheil-
brigðisrannsókn á einum hinna
ákærðu var kveðinn upp 1. apr-
H. Valdi sér réttargæzlumann,
en fresta®i ákvörðun um kæru
úrskurðar.
2) Ekki liggja fyrir upplýs-
ingair um að nema einn hinna
ákærðu hafi, áður en innbrot
var framið I birgðageymslur
Kópavogskaupstaðar, framið
auðgunarbrot.
3) Af gefnu tilefni skal þa®
tekið fraim, að verkstjórar
Kópavogsbæjar kærðu þjófnað-
inn strax til lögreglu, og er það
ekki mál lögreglunnar ef verk-
stjórarnir hafa látið undir höf-
uð leggjast að tilkynna yfir-
mönnum sínum um málið.
Allar þessar yfirheyrslur
byrjuðu með því, að rannsóknar
lögreglan I Reykjavik handtók
mann fyrir að hafa brotizt inn
I Hábæ og stolið þaðan áfengi.
Og komst þannig á sporið, að
strákur hafði einnig brotizt inn
I Handíðaskólann og stolið þa®-
an einhverju af peningum og
bankabókum. — Daginn eftir
reyndi vinstúlka þjófsins að
leysa út peninga úr bankabók-
unum. Hún var gripin og kjaft-
aði frá hver stal bókunum og
sá var handtekinn, og eftir
tveggja daga yfirheyrslu stóð
út úr honum bunan um önnur
afbrot sín, m. a. dínamitþjófn-
aðinn I Kópavogi. Tók nú fógeti
til óspilltra málanna og áraug-
urinn varð sá, að hugsjónaríkir
áhugaunglingar um þjóðfélags-
mál leystu frá skjóðunni og
skýhðu frá öllum sínum hug-
myndum um, til hvers ætti að
nota 24 kfló af dínamiti.
Framkvæmdir mega
ekki dragast
— sagði Ólafur Jóhannesson um virkjun Svartár.
Skilyrði Svartárbænda verði uppfyllt