Tíminn - 18.04.1971, Page 6

Tíminn - 18.04.1971, Page 6
TÍMINN ■iiiWi.iiiii.iriw.. i——i...... . — ...................— SUNNUDAGUR 18. aprfl 1971 Flokksþingin og framboð leikritahöfunda Flokksþingin Þa8 hefur verið venja tveggja aðalflokka landsins að halda flokksþing nokkrum mánuðum fyrir kosningar. Tilgangur þess- ara þinga er að marka endanlega stefnu flokksins á næsta kjör- tímabili, og láta það ekki verða verk fámennrar flokksstjórnar, heldur fjölmargra kjörinna full- trúa að leggja þar síðustu hönd á plóginn. í samræmi við þetta, hefur fimmtánda flokksþing Framsókn armanna nú hafið störf sín og mun það starfa í 5—6 daga, eftir því hve greiðlega störf þess ganga. Þetta ætti að vera nægur tími til starfa, enda þótt störf fjölmennra þinga vilji oft verða helzt til þunglamaleg, því að skoðanir geta verið mismunandi um einstök dægurmál eða starfs- aðferðir, þótt samkomulag sé um mcginstefnu. Landsfundur Sjálfstæðisflokks ins mun svo hefja störf sín fJjót- lega eftir að flokksþingi Fram sóknarmanna lýkur. Ótvírætt er, að þessi tvö þing munu vekja mikla athygli, þar sem kosninga- baráttan mun fyrst og fremst verða háð milli þeirra tveggja aðalflokka, sem að þeim standa. Undanfarnar vikur hefur farið fram kjör fulltrúa á flokksþing Framsóknarmanna og landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þessar kosn ingar hafa farið fram með mjög ólíkum hætti. Kosningarnar í flokkssamtökum Framsóknar- manna hafa farið fram, án þess að þar yrði vart klíkuskapar eða flokkadrátta, og sízt af öllu, að þar kæmi fram nokk- ur vottur þess, að flokksforustan reyndi að hafa áhrif á val full- trúa. öðru máli gegnir um val fulltrúa á landsfund Sjálf- stæðisflokksins. Þar hefur af hálfu flokksforustunnar verið rekinn skipulagður áróður til að útiloka sem mest alla svonefnda Gunnars-menn. Utan Reykjavík- ur hefur þetta verið gert með heimsóknum sérstakra erind- reka, því að svo vill til, að fram kvæmdastjóri flokksins er Gunn ars-maður, og var honum því að sjálfsögðu ekki treyst til að ann- ast þetta verk. Einna mest var þó þetta áberandi við kjör lands fundarfulltrúa í Reykjavík. Þar hefur verið fylgt þeirri venju, að stjórnir félaganna gerðu til- lögu um mestan hluta fulltrú- anna, og hefur fulltrúaráðið, sem endanlega kýs fulltrúana, yfirleitt farið eftir þessari til- nefningu félagsstjórnanna. Nú var brugðið út af þessari venju. Stjórn Varðarfélagsins hafði óviljandi gert þá skyssu, að til- nefna aðallega Gunnars-menn. Þetta olli miklu fjaðrafoki í her- búðum flokksstjórnarinnar og munu aðstandendur Mbl. ekki hafa komið þar minnst við sögu. Svo fór líka, að flestir Gunnars- manna voru felldir með einum eða öðrum hætti. Kom nú m.a. í Ijós, hvers vegna Jóhann Haf- stein og Geir Hallgrímsson beittu sér harkalega gegn því á aðalfundi fulltrúaráðsins í vet- ur, að verkfræðingur, sem var grunaður um að vera Gunnars- maður, yrði kosinn formaður fulltrúaráðsins. Gunnar og Geir Sá var hugur mjög margra Sjálfstæðismanna, þegar Bjarni Benediktsson féll óvænt frá, að Jóhann Hafstein gegndi forsætis- ráðherrastörfum aðeins til bráða birgða, en við því tæki síðar annar hvor þeirra Gunnars Thor oddsens eða Geirs Hallgríms- sonar. Hófust þá þegar mikil átök milli fylgismanna Geirs og Gunnars. Eftir milligöngu ýmissa manna, sem óttuðust þessi átök, varð samkomulag um, að Jóhann skyldi vera áfram forsætisráð- 'herra og formaður flokksins, en Geir og Gunnar skyldu keppa um varaformannssætið. Það þótti áhættuminna, að keppt yrði um varaformennskuna en sjálfa for- mennskuna. Formennskuna lilaut .Tóhann vegna þess, — þótt hann hefði minnst fylgi, — að hann átti færri harðskeytta andstæðinga í flokknum en hinir tveir. Eftir þetta satnkomulag hefur hafizt hið harðasta stríð milli Geirs og Gunnars um varafor- mennskuna. Forsætisráðherrann og flokksforustan hefur staðið með Geir í því stríði. Þótt Gunn ar yrði fyrir ýmsum ómjúkum skeytum í forsetakosningunum, og það ekki sízt frá ýmsum flokksbræðrum, hafa þau ekki verið neitt mýkri, sem hefur ver ið skotið að honum nú. Ekki hvað minnst hefur verið talað um frekju manns, sem hafi sjálfvilj ugur dregið sig úr stjórnmál- um til þess að/reyna að hreppa hið mesta tignarsæti, en vilji nú eftir að umrædd fyrirætlun mis- tókst, ýta Geir Hallgrímssyni til hliðar. Landsfundurinn mun skera úr því, hve vel sókn flokks forustunnar gegn Gunnari hefur heppnazt. Skylt er skeggið hökunni Sá, er þetta ritar, birti fyrir fáum dögum hér í blaðinu grein um 24. flokksþing Kommúnista- flokks Sovétríkjanna. í samræmi við efni greinarinnar var komizt svo að orði, að þingið hafi minnt meira á skrautsýningu en alvöru þing. Þetta hefur sært eitthvað vini Sovétríkjanna hér á landi, enda ekki óeðlilegt, þar sem til þingsins var ekki sízt stofnað til að sanna umheiminum, að lýð- ræði stæði föstum fótum í kommúnistaríkjunum. Einkum er það þó Austri Þjóðviljans, sem ekki fær dulið gremju sína. Sannast það hér sem oftar, að skylt er skeggið hökunni. Austri treystir sér þó ekki til að taka upp beina vörn fyrir 24. þing kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna, heldur reynir að gefa í skyn, að flokksþing Framsókn- armanna muni fara fram með líkum hætti. Lýðræðið fyrir austan tjald sé því ekkert lakara eða verulega frábrugðið lýðræð- inu fyrir vestan. Vestantjalds- mönnum sæmi því illa að gera eitthvað lítið úr lýðræðinu fyrir austan. Flokksþing Framsóknarmanna verður sjálft bezta svarið við þessum samanburði Austra. Óþarft er því að ræða meira um það efni að sinni. Feluleikur Það er annars augljóst, að Austra hefur fatazt illilega á „línu-nni“, þegar hann fór að taka upp óbeina vörn fyrir flokks þing rússneskra kommúnista. Ásetningur Austra nú er að þræða vandlega þá „línu“, að hann sé búinn að slíta öll tengsl við félagana fyrir austan og að Alþýðubandalagið sé ekki leng- ur neinn kommúnistaflokkur, heldur miklu fremur borgaraleg- ur krataflokkur, sem hafi m.a. áhuga á hlutafélagsrekstri á ýms um sviðum, sbr. frumvarp Magn- úsar Kjartanssonar um þurr- kvína í Reykjavík. Alveg sér- staklega þykir Austra og félög- um hans mikilsvert að leggja nú kapp á þennan áróður, sök- um samkeppninnar við Hanni- balista. Sumir leiðtogar Alþýðu- bandalagsins renna líka orðið hýrum augum til stjórnarstóla, jafnvel þótt það væri við hlið Jóhanns Hafsteins. Þess vegna hefur formaður bandalagsins. Ragnar Arnalds, lýst yfir því, að afstaðan til NATO verði ekki látin standa í veginum, enda þótt Alþýðubandalagið hafi lýst brottgöngu úr NATO sem mesta hjartans máli sínu. En þrátt fyrir mikinn list- dans á „línunni“ kippist Austri þó öðru hvoru við, þegar óvart er tekið í skeggið, t.d. þegar ekki er rætt nógu virðulega um flokksþingið í Moskvu. Það er erfiður leikur að þurfá alltaf að vera að fela tilfinningar sínar. Héðinn, Finnbogi, Alfreð og Hannibal Það er annars ekki neitt nýtt, að kommúnistar reyni hérlendis að fela stefnu sína með ýmsum hætti. Þetta hófst strax 1938, þegar Kommúnistaflokkurinn var lagður niður og Sameiningar flokkur alþýðu var stofnaður. Þá þótti ekki aðeins nauðsynlegt að breyta um nafn og númer, held- ur einnig að tefla fram forustu- mönnum, sem vitað var að ekki voru kommúnistar. Héðinn Valdi marsson var fyrst fenginn til að gegna því hlutverki. Síðar kom röðin að Finnboga R. Valdimars syni, Alfreð Gíslasyni og Hanni- bal Valdimarssyni. Öllum var þeim veifað til sönnunar því, að hér væru ekki eingöngu komm- únistar á ferð, heldur einnig óbyltingarsinnaðir jafnaðar- menn. En allt endaði þetta með ósköpum. Héðinn, Finnbogi, Al- freð og Hannibal voru gamal- þvældir stjórnmálamenn og létu ekki að stjórn. Þeir hrökkluðust allir burtu, þegar þeir fundu að bak við tjöldin voru það harð- línukommúnistar, sem réðu. Þeir vildu ekki lengur láta nota sig sem beitu til að ginna hrekk- laust fólk til fylgis við kommún- ista. Hin rétta fyrirmynd Brottför þeirra Björns Jóns- sonar og Hannibals Valdimars- sonar veldur því, að forustu- mönnum Alþýðubandalagsins finnst nú skipta meira máli en nokkru sinni fyrr, að vel takist að breiða yfir nafn og númer. Fyrst og fremst þarf þó að gera þetta á þann hátt, að nýir fram bjóðendur hafi verið sem minnst bendlaðir við flokkssamtök kommúnista. Þeir mega alls ekki hafa verið í Sameiningarflokkn- um og helzt ekki í Alþýðu- bandalaginu. En jafnframt verð- ur svo að gæta þess, að hér sé ekki um neitt uppreisnargjarnt fólk að ræða eða ráðríkt. Nú á að læra af reynslunni í sambandi við þá Héðin, Finnboga, Alfreð og Hannibal. Þótt einkennflegt kunm a®! þykja, er það Jónas Ámason, sem hefur vísað veginn í þessum efn* um. Helzta áhugamál Jónasar er að semja leikrit, og stjóramálin ' og þingmennskan eru honum einsí konar dægradvöl frá leikritagerð- inni. Jónas gerir þvi hvorki kröf- ur um forustu né áhrif í flokkn um og er flokksforustunni eins meinlaus og verða má. Það full- nægir alveg þingmetnaði hans að fá öðru hvoru að gera fyrirspurn- ir utan dagskrár ef eitthvað ger- ist, sem snertir vamarliðið. Hann verður aldrei neinn uppreisnar- maður eins og Héðinn eða Hanni- bal. Þægileg hirð Jónas Árnason er þannig fyrir- mynd um það fólk, sem hentar Alþýðubandalaginu nú til fram- boðs. 1 samræmi við það hafa líka hinir nýju frambjóðendur verið valdir. Stefán Jónsson fréttamaður hef ur verið valinn eftirmaður Björns Jónssonar í Norðurlandskjördæmi eystra. Stefán hefur mestan áhuga á skemmtilegum útvarps- viðtölum, gamanleikþáttagerð og ' sagnritun. Bezt nýtur hann sín við'. gamanleikþáttagerðina eins og; Jónas. Kæmist hann á þing senp uppbótarþingmaður, myndi þinj>' mennskan verða honum dægra-. dvöl frá aðaláhugamálunum, a!t- veg eins og Jónasi. Ekkert væri honum fjær skapi en að spilla þeirri dægradvöl með því að vera' að óþekktast við Magnús eða LúíS ■ vík. í Ekki myndi heldur Svava Jalc- obsdóttir, sem hefur hlotið sæ t i Jóns Snorra Þorleifssonar ;á Reykjavíkurlista Alþýðubandá - lagsins, verða til að angra þá L’úJ 5 vík og Magnús, ef hún hlyti upiji- bótarþingsæti. Svava er efnile'g og áhugasöm skáldkona, sem m u.n eiga sæti sitt á listanum því ,111. a. að þakka, að nýlega var sýiit eftir hana athyglisvert sjónvar pis- leikrit. Mjög er það ólíklegt, rið jafn starfsöm skáldkona og Svfiim er, fórni skáldgyðjunni til að g< a ra uppreisn, líkt og Björn og Hariiti- bal. Þeir Magnús og, Lúðvík éru þannig stórum klókari í því að velja sér þægilega hirð en Jkúr Brynjólfur og Einar á sínum t'inxa. Jónas, Svava og Stefán munu e :í :ki valda þeim neinum erfiðleik æ m. Hringlið mikla Það er gömul saga um mem ai;ka menn, sem ganga í björg og húa með álfum, að þeir verði al Sdrei hinir sömu eftir að þeir kom ii úr berginu aftur. Þetta virðist jetla að sannast á þeim Birni Jón |g;yni og Hannibal Valdimarssyni e-ft.ir að þeir gengu úr álfaborginn i hjá kommúnistum. Það er engu lík- ara en þeir viti ekki sitt rjúk í tndi ráð síðan. Fyrst á eftir virtist þó sem Jteir Framhald á bls. iV-}'.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.