Tíminn - 18.04.1971, Qupperneq 7
_ . <p
Útgefancti: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framfkwæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórariim
Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og
Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Rit-
stjómaiskrifstofur í Eddiuhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrff-
stofur Rainkastræti 7. — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasimi:
1Ö523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00
á mánuði, innanlaiids. f lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm.
Edda hf.
Grundvallarstefna
Framsóknarflokksins
flmmi yfirgripsmiklu setningarræðu sinni á 15. flokks-
þingi Framsóknarmanna, ræddi Ólafur Jóhannesson,
formaður flakksins, m.a. um þann áróður, sem and-
stæðingai héldu uppi um að grundvallarstefna Fram-
sóknarfiokksins væri ekki nægjanlega skýr og hug-
myndafræðileg undirstaða hans ekki nægjanlega trausL
Þetta væru auðvitað vísvitandi blekkingar. Vitnaði Ólaf-
ur til ummmæla Eysteins Jónssónar, fyrrverandi for-
manns flokksins, um þetta efni, þar sem sagði, að Fram-
sóknarflokkurinn vildi byggja upp á íslandi sannkallað
frjálst lýðræðis- og menningarþjóðfélag efnalegra sjálf-
stæðra manna, sem leysa sameiginleg verkefni eftir
leiðum samtaka, samvinnu og félagshyggju. Þjóðfélag
þar sem manngildið er metið meira en auðgildið og vinn-
an, þekkingin og framtakið er sett ofar og látið vega
meira en auðdýrkun og fésýsla,
Ólafur sagði, að í þessu fælist kjami Framsóknar-
stefnunnar. Framsóknarflokkurinn vill umfram allt varð-
veita stjómarfarslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Hann vill
Island fyrir íslendinga. Hann vill vinna að efnalegu
sjálfstæði þjóðar og þegna. Hann vill, að þjóðfélagið sé
byggt á lýðræðislegum gmndvelli, ekki aðeins í orjðj, „
heldur og á borði. í því felst ekki aðeins krafa um al-
mennan kosningarétt, heldur og andlegt frelsi, fullkom-
ið tjáningarfrelsi og óhjákvæmilegan gmndvöll þess.
Hann vill að í þjóðfélaginu riki réttar-, atvinnuöryggi og
félagslegt öryggi. Hann vill leysa efnahagsleg vandamál á
grundvelli samvinnu, félagshyggju og skipulagsstefnu.
Hann telur nauðsynlegt að hugkvæmni og heilbrigt ein-
staklingsframtak fái notið sín. Hann vill stuðla að jafn-
rétti og jafnvægi í þjóðfélaginu, bæði á milli einstaklinga,
kynja, atvinnustétta og byggðarlaga. Hann vill skipa
vinnunni, jafnt líkamlegri sem andlegri, í öndvegi. Fjár-
magnið á að vera þjónn en ekki herra. Stjóm atvinnu-
fyrirtækja á ekki eingöngu að vera í höndum fjármagns-
eigenda, heldur eiga og starfsmenn þeir, sem við þau
vinna að hafa þar hönd í bagga. Hann viðurkennir, að
menn lifa ekki af brauði einu saman og að mennt er
máttur og þekkingin dýrmætasta eignin.
Ólafur Jóhannesson sagði, að þeir, sem kynntu sér
sögu Framsóknarflokksins frá öndverðu til þessa dags,
yrðu ekki í neinum vandræðum með að greina þar sam-
hengi og samræmi, samfeUda og greinilega grundvallar-
stefnu flokksins. Hitt væri rétt, að flokkurinn hefði aldrei
verið kreddubundinn. Ný vandamál krefðust nýrra við-
bragða og úrræða, sem engum fyrirfram ákveðnum lög-
málum gætu lotið. Flokkurinn hefði því ekki trú á nein-
um algildum formúlum til lausnar hverjum þjóðfélags-
vanda. Framsóknarfl. styddist ekki við nein erlend
kenningakerfi eða kennisetningar og hafnaði öllum al-
þjóðlegum „ismum“, hverju nafni sem þeir nefndust,
því að Framsóknarmenn væru engir bókstafstrúarmenn,
heldur frjálslyndir og þjóðlegir umbótamenn, sem
treystu bezt á þekkingu, samtök og félagshyggju til að
finna þau úrræði, sem bezt hentuðu íslenz'kum staðhátt-
um og breyttum þjóðfélagsástæðum og þörfum á hverj-
um tíma. Starfsaðferðir og úrræði breyttust að fenginni
reynslu og í samræmi við breytta tíma og það væri
hlutverk hvers flokksþings Framsóknarmanna að end-
urskoða stefnuskrá flokksins og færa hana í þann bún-
ing, sem þeim tíma hæfði og það gerði þingið á grund-
velli þeirrar hugsjónastefnu, sem flokkurinn hefði frá
öndverðu haft að leiðarljósi. — TK
TÍMINN
---- - - - - — ^ A — - . _ .
HARRISON SALISBURY, NEW YORK TIMES:
Ping-Pong — veröur það nýtt
heiti á stjórnmálabragði ?
Borðtenniskeppni í Peking vekur heimsathygli
Bandarískur borötennismaður og kínverskur vörður.
f ORÐABÓK Websters segir,
að Ping-Pong sé „heiti ákveð-
innar gerðar af borðtennis". í
vikunni, sem leið, leit einna
helzt út fyrir, að það gæti einn
ig verið kínverskt heiti á
stjórnmálabragði, eins og
hljómurinn óneitanlega gæti
gefið tilefni til að ætla.
Um daginn var tilkynnt, að
valdhafamir í Peking hefðu
boðið bandarísku bortennis-
liði að koma til Kína og keppa
í íþrótt sinni. Margir Banda-
ríkjamenn undruðust er þeir
heyrðu þetta, en gátu þó ekki
að sér gert að glotta. Opinber-
um embættismönnum kom
hins vegar ekki til hugar að
glotta, enda hafa þeir lengi ró
ið að því öllum árum að hleypa
nýju lífi í samskipti Banda-
ríkjamanna og Kínverja.
STARFSMENN utanrikis-
ráðuneytis Bandaríkjanna
fögnuðu heimboðinu. Það var
í þeirra augum merkur atburð
ur, sem sýndi svart á hvítu, að
þrátt fyrir allar rökræður og
allan áróður, væri Kínverjum
engu síður en Bandaríkja-
mönnum áfram um að hefja
stjórnmálasamskipti milli þess-
ara þjóða að nýju, en þau
' hafa légið niðri riSléga allá’^
stund síðan að ríkisstjóm Mao
Tse-tungs tók við völdum í
Peking 1. október árið 1949.
Ýmsum leikmönnum kann
að hafa þótt skrýtið, að Kín-
verjar skyldu nota heimboð
borðtennisliðs til þess að sýna,
að þeir vildu í alvöru hefja
stjómmálasamskipti. í augum
atvinnumanna í stjómmálum
var þetta hins vegar skemmti-
lega snjall leikur í mjög flók-
inni og erfiðri stöðu á skák-
borði hinna alþjóðlegu stjórn-
mála.
EMBÆTTISMENN í WaS-
hington litu ekki á það sem
neina tilviljun, að Kínverjar
tilkynntu um heimboð sitt
þremur vikum eftir að starfs-
menn utanríkisráðuneytisins
bandaríska afnámu opinberar
hömlur á ferðaleyfi banda-
rískra þegna til Kína. Starfs-
menn ríkisstjórnarinnar í Pek-
ing höfðu ekki áritað banda-
rísk vegabréf meðan ferða-
bannið var skráð í þau. Banda-
rískum þegnum hefir mjög
sjaldan verið leyft að koma til
Kína undangengin fimmtán ár,
en þá sjaldan það hefir verið
gert, þá hefir heimiidin verið
skráð á sérstakt blað, en ekki
í vegabréf komumanna.
Stjórnmálamenn töldu síður
en svo tilviljun, að Kínverjar
skyldu bjóða til sfn banda-
rísku borðtennisliði. Borðtenn
is er sú alþjóðaíþrótt, sem hvað
mest áherzla er lögð á í Kína.
Kínversk lið taka þátt í keppni
í þessarri íþrótt um allan
heim, og hafa þar borið höfuð
og herðar yfir aðrar þjóðir á
alþjóðavettvangi síðasta ára-
tug. Öllum þeim, sem lesa Pek-
ing Review eða önnur kín-
versk rit, er afar vel ljóst, hve
þessi íþrótt er mikilvæg og vin
sæl í alþýðulýðveldinu kín-
verska.
HEIMB08 bandarísks kapp-
liðs í borðtennis er því afar
mikilvægt atriði í augum kín-
verskra áhugamanna um íþrótt
ir. Af þessum sjónarhóli séð
er heimboðið ekki einungis
vináttumerki, heldur einnig
sérstakur virðingarvottur af
hálfu Kínverja. Að þessu leyti
er heimsóknin hliðstæð því, að
Nixon forseti byði kínversku
baseball-liði — ef til væri —
til keppni í Washington.
Satt að segja er ekki gert
ráð fyrir, að bandaríska keppn
isliðið í borðtennis standi sig
til muna betur í keppni í
grein sinni þarna eystra en
kínverskt baseball-lið gerði í
viðureign við lið Senatoranna
í Washington. Þetta atriði dreg
ur samt sem ekki á nokkurn
hátt úr mikilvægi hins kín-
verksa heimboðs.
Allt virtist benda til þess
fyrirfram, að báðir aðilar væru
staðráðnir í að iáta heimsókn-
ina fara sem bezt úr hendi, og
ef sú yrði raunin á, bar Banda
ríkjamönnum sýnilega að
svara £ sömu mynt. Þar lá bein
ast við, að bjóða kínversku
borðtennisliði í heimsókn til
Bandaríkjanna, eða að bjóða
hinni fi-ægu Peking-óperu að
halda sýningu í New York.
FLEIRI munu beina athygli
sinni að borðtennisleikjunum í
Peking en Bandaríkjamenn og
Kínverjar. Engir fylgjast senni
lega með hoppi hvítu kúlnanna
af meiri athygli en valdhafarn
ir í Kreml.
Þegar tuttugasta og fjórða
flokksþingi " Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna lauk í
Moskvu fyrir skömmu gripu
Kínverjar tækifærið til að lýsa
eindreginni andúð sinni á rík-
isstjórn Sovétríkjanna. Þetta
var greinilega gert að vel yfir-
veguðu ráði og af töluverðri
kæireku. Kínverjar notuðu sem
sé 100 ára afmæli Parísar-
kommúnunnar sem tilefni til
birtingar mikillar greinar um
hugsjónafræði, þar sem ráðizt
var á Moskvumenn fyrir að
hafa með öllu sagt skilið við
grundvallarkenningar Marx,
Lenins og Stalíns, jafnframt
voru þeir sakaðir um að reyna
að knýja þjóðir í Austur-
Evrópu og víða í Asíu til að
lúta rússneskri heimsveldis-
stefnu undir forustu „hinnar
borgaralegu svikastjórnar" Le-
onids Brezhnevs.
Kínverski kommúnista-
flokkurinn sendi enga á flokks
þing rússneska Kommúnista-
flokksins og talsmenn rúss-
nesku valdhafanna notuðu
tækifærið til að svara Peking-
mörinum fullum hálsi á flokks-
þinginu.
ENGINN skyldi álykta sem
Framhald á bls. 10.