Tíminn - 20.04.1971, Side 8

Tíminn - 20.04.1971, Side 8
f r <• SÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. aprfl 1971 9 mðrk í — Og Akurnesingar fengu sína verstu útreið í knattspyrnu í mörg ár — töpuðu fyrir Fram 8:1 RUNAR GISLASON — fslandsmeistari í lyftingum, skor- a@i tvö ef átta mörkum Fram i leikn- om viS Akranes. Bikarmeistararnir í knaUspyrnu Fram, hömruðu lieldur betur á ís lamlsmeisturunum frá Akranesi á heimavelli hinna síðarnefndu í „Meistarakeppni KSÍ“ á laugardag inn. Þeir sigruðu þá 8:1 og er það ein versta útreið, sem Akurnes- ingar hafa fengið í knattspyrnu lcik liér á landi í mörg ár. Þegar leikurinn fór fram var bandvitlaust veður, og stóð vind urinn, sem mældist milli 8—9 vindstig beint á annað markið. Var mjög erfitt að leika eittbvað sem líktist knattspyrnu í því veðri enda á köflum varla stætt á vell inum. Skagamenn fengu að leika ttnd KOPAVOGSMENN SÓTTU OF STÍFT ) — og Keflvíkingar náðu að skora á móti vindi Annar leikurinn í litlu bikar- keppninni í knattspyrnu, var leik- inn á laugardaginn í Keflavík, og áttust þar við Keflvíkingar og Kópavogsbúar. Var leikið við mjög crfiðar aðstæður, hávaða rok og þungan og blautan völl, sem að mestu var undirlagður af krapi. Keflvíkingar léku undan vindi í fyrri liálfleik og skoraði hinn bráðefnilegi leikmaður Gísli Torfa son, (bróðir Magnúsar Torfason- ar), fyrsta markið í leiknum, en skömmu síðar bætti Gunnar Sig- tryggsson, öðru markinu við fyr- ir Keflvíkinga, og var staðan þann ig í hálfleik. í síðari ' hálfleiknum minnkaði Guðmundur Þórðarson, bilið í 2:1. Við það hljóp mikið kapp í Kópavogsmenn, sem gerðust heldur sókndjarfir, þannig að Keflvíkingar náðu upphlaupi gegn vindinum, sem lauk með skoti frá Ólafi Júlíussyni, í stöngina, en þaðan hrökk knötturinn fyrir fæt ur Birgis Einarssonar, sem sendi hann í netið. Skömmu fyrir leikslok skoraði svo Gunnar Þórarinsson, fyrir Kópavog 3:2 og urðu það loka- tölur leiksins. Fyrstu umferðinni í Litlu bik- arkeppninni ér nú lokið, en Önn ur umferð verður leikinn n. k. fimmtudag. Þá leika á Akranesi, heimamenn og Kópavogsmenn, og í Keflavík leika Keflvíkingar við Hafnfirðinga. Allt útlit er fyrir að Hafnfirð ingar og Kópavogsbúar verði að leika alla sína leiki á útivöllum. Á hvorugum þessum stöðum eru vellir í almennilegu ásigkomulagi, og er það óhæft aðy jafn stór bæjarfélög og þarna er um að ræða, geti ekki séð knattspyrnu mönnum sínum fyrir sæmilegiú aðstöðu. — klp. />0/Tv;jruveT,V Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 — sími 11783 POSTSKN DUM an vindi í fyrri hálfleik, og tókst þá aðeins einu sinni að koma knettinum alla leið í markið hjá Fram. Var það Andrés Ólafsson, sem skoraði markið. Framarar náðu tvívegis að berjast gegn vindinum og komast í dauðafæri, og i annað skiptið tókst þeim að koma knettinum í netið. Þar þar að verki hinn nýji „sterki“ útherji liðsins, Rúnar Gíslason, sem er margfaldur íslands- og Reykjavík urmeistari í lyftingum. Á t. d. fs landsmetið í Léttvigt 281 kg, en hann er einnig mjög góður knatt spyrnumaöur. í siðari hálfleik þegar Framar ar léku undan vindinum, hófu þeir þegar stórskotahrið á mark Skaga manna, og úr þeirri árás höfðu þeir sjö skot í mark. Þau skot, sem ekki fóru í netið, eða var bjargað í námunda við markið, fóru langt út í fjöru og munaði ræki stundum lillu að knöttinn til hafs. Rúnar Gíslason, skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik, en síðan skoraði Eriendur Magnússon, 3:1, Marteinn Geirsson, 4:1 (úr víta- spyrnu) Kristinn Jörundsson, 5:1 Jón Pétursson, 6:1, Jóhannes Atla son, 7.1 og Kristinn Jörundsson, skoraði síðasta markið í leiknum 8:1. Fram er nú efst í mótinu með 5 stig úr 3 leikjum og hefur skor að 13 mörk gegn 1. Tveir leikir eru nú eftir í því, og er sá fyrri n. k. laugardag, en þá mætast Fram og ÍBK á Melavellinum. Sigri Fram í þeim leik er liðið þar með búið að sigra í mótinu. Ef ÍBK sigrar í leiknum og sið an í síðasta leiknum við ÍA í Keflavík annan laugardag, er ÍBK sigurvegari, en ÍA á enga möguleika lengur. Litla bikarkeppnin Akranes Keflavík Kópavogur Hafnarfjörður 1 1 0 0 5-.0 2 1 1 0 0 3:2 2 1 0 0 1 2:3 0 1 0 0 1 0:5 0 Markhæsti maður: Björn Lárusson, Akranesi Næstu leikir: Fimmtudaginn 22. apríl. Akranes—Kópavogur Kef la vík—Haf narf j örður Meistarakeppni KSÍ Fram ÍBK ÍA 3 2 10 13:1 5 2 10 1 4:8 2 3 0 1 2 4=12 1 Markhæstu menn: Kristinn Jörundsson, Fram 5 Jóhannes Atlason, Fram 2 Eyleifur Hafsteinson, ÍA 2 Rúnar Gíslason, Fram 2 Marteinn Geirsson, Fram 2 • \ Næstu leikir: Laugardaginn 24. apríl Fram—ÍBK Laugardaginn 1. maí ÍBK—ÍA. Vonbrigði fyrir Leeds — en Arsenal stefnir að meistaratitlinum meS jafnmörg stig og Leeds, en hefur leikið tveimur leikjum færra MÖGULEIKAR Arsenal á að hljóta Englandsmeistaratitilinn 1971 jukust að mun á laugardag. Leeds tapaði heima gegn West Brom. — og Arsenal sigraði.New Castle, einnig heima. Leikmenn og áhangendur' Léeds hljóta að vera mjög súrir í bragði yfir ósigrinum gegn West Brom., sem auk þess að minnka mögu leika Leeds á að sigra í deild inni, var fyrsti útisigur WBA síð an í september 1969. Fyrsta mark leiksins skoraði markhæsti leik- maður 1. deildar, Tony Brown í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik rak hver atburðurinn annan. Mark Mick Jones, Leeds, var dæmt af — Allan Clarke, Leeds, brugðið innan vítateigs, en ekkert dæmt. Að lokum var það svo rúsínan í öllu saman — sigurmark WBA. Sókn á Leeds-markið og annar línuvörðurinn veifar Colin Suggett WBA, rangstæðan — varnarmenn Leeds hika og Jeff Astle nær boltanum og skorar. Við þetta mark uppliófust mikil ólæti. Ahorfendur þustu inná völlinn og annar línuvörðurinn fékk höfuð högg í miöjum slagsmálunum. Hafsteinn fær aðstoð! Eins og við höfum áður sagt frá óskaði Hafsteinn Guð- mundss. „einvaldur“ landsl. í knattspyrnu, eftir því að fá að- stoð við að fylgjast með leikj- um og lcikmönnum í sumar. En hann hefur einn haft meir en nóg að gera að fylgj- ast með undanfarin tvö ár. Eftir ársþing KSÍ, kom til tals, að Hörður Felixsson yrði ,,aðstoðareinvaldur“, en hann J hafnaði því boði, og hefur IIaf-[ steinn nú fengið þrjá menn \ sér til aðstoðar. Eru það} þeir Árni Agústsson, Ilrciðar} Ársælsson og Gunnar Péturs- ( son, en þeir skipa allir ung-[ Iinganefnd KSÍ. — klp. Eftir fimm mín. var þó búið að ryðja völlinn og þegar f jórar mín. voru eftir skoraði Clarke eina mark Leeds, sem úr þessu hafði ekkert að segja. Dómarinn þurfti aðstoð fhá ‘ lögreglunni eftir leik- inn. Leikur Arsenal og Newcastle bauð ekki uppá neitt sérstakt. Frank McLintock, fyrirliði Arsenal átti þó enn einn af sínum stjörnu leikum — en maðurinn sem kom mest við sögú í leiknum var hinn ungi og efnilegi Charlie George, sem nú orðið er reyndar orðinn meira en bara efnilegur. Auk þess að vera bókaður skoraði hann sig urmark leiksins mjög skemmtilega með vinstra fæti. 48 þúsund manns komu til að sjá leikinn. Urslitin í 1. deild á laugar dag: Arsenal—Newcastle 1:0 Blackpool — Nott. F. 2:3 Coventry—Burnley 3:0 Crystal Pal.—Manch. Utd. 3:5 Derby—Everton 3:1 Ipswich— Huddersfield 2:0 Framhald á bls. 10. Mikil blóðtaka hefur það verið fyrir leikmenn og áhangendur Leeds a3 tapa báðum stigunum í leiknum við West Bromwich Albion á laugardag — enda var óánægja óspart látin í Ijós og um tíma logaði allt í siagsmálum á sjálfum leikvellinum. Hér á myndinni sjáum við markvörð Leeds, Gary Sprake, sitjandi vellinum, eftir að boltanum hafði verið komið framhjá hon- um og i netið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.