Tíminn - 22.04.1971, Síða 8
TIMINN
................... • ;.'
«V;^V;iV:íí:vK:;v:v.:X<^&wy<"ic*^v.vrtv;";v;\s%w:vsN^>;vsV<^.v.v.-.v.v.v.-.vX-.:'.:-*:-v-<<>>.v».\Nw.-.v.-.-.-.s\-.\w>.<vw.>A'iNSN'S.--v*.:S<í^-.\í-.\-í.v.-.w.\v\s:;\^
•e«a er eitt aðalfarartaeki Seyðfirðinga yfir vetrarmánuðina, snjóbíllinn sem heldur uppi ferSum yfir Fjarðarheiði nær alla daga vikunnar.
(Tímamyndir Kári)
Dreifbýlisferðalag
GT/OTIIÍA ÍÍÍ
Meira en helmingur íslend-
inga býr hér á suð-vesturhomi
landsins, en fæst af því fólki er
þó fætt þar eða uppalið — held-
ur hefur það borizt hingað suð-
ur af ýmsum ástæðum. Á sumr
in leggur margt af þessu fólki
leið sina í átthagana, og á aðra
staði á landinu, og fara slík
sumarferðalög sífellt í vöxt.
Aftur á móti þekkir fæst af
þessu fólki landið sitt að vetrar-
lagi, og er það að mörgu leyti
miður, því bæði fer það á mis
við marga fagra sjón, og svo
kynnist það ekki lifnaðarháttum
fólksins í dreifbýlinu, á þeim
timum sem harðærið er þar
mest. Fr> h»1d -1 bað væri fróð-
legt fyrir niarga, Á leggja land
undir fót á íslandi að v-i ;i,
og til þess að gefa svolitla inn-
sýn í slíka ferð, ætla ég að
stikla á nokkrum atriðum úr
tveim vetrarferðum, sem ég hef
nýlega farið, um svæðið frá
Homafirði, norður og vestur
um til Ólafsfjarðar.
Tll Hornafjarðar og
Djúpavogs
Reyndar voru þetta tvær
ferðir. Hófst sú fyrri á þriðju-
degi, og var heitið til Homa-
fjarðar. Samkvæmt flugáætlun
átti að fljúga þangað um hádeg-
isbilið, en reyndin varð nú sú,
að ekki var farið í loftið fyrr en
kl. sjö, og hafði þannig tapazt
heill dagur á Homafirði. Þaðan
var svo ætlunin að halda til
Djúpavogs, en á þeirri leið er
torfæran mikla, Lónsheiði. Sem
betur fer hafði heiðin verið
rudd þennan umtalaða þrjðju-
dag, svo allar líkur voru á að
hún mynúi vaiöa fær eftir tvo
daga, cf ekki færi að skafa. Nú,
ef færi að skafa, þá yrði maður
að axla sína tösku og tilheyr-
andi, fá með sig bíl frá Homa-
firði eins langt og fært væri, og
annan á móti, en ganga síðan
yfir háheiðina, þar sem tíðum er
ófært. Ekki kom þó til þess, en
þétta mun ekki vera óalgengur
samgöngumáti á milli þessara
staða. Á öðrum degi í Horna-
firði var ég svo stálheppinn að
einn góðbóndinn úr Álftafirð-
inum, Bragi Björnsson á Hofi,
átti leið til Hafnar, og með hon-
um fékk ég far að Geithellum,
en þangað hafð; év f'ngið Hjört
Guðmundsson á Djúpavogi til
að koma á móti mér. Það gekk
því nokkuð vel að komast á
milli þessara tveggja staða,
}. ' ui* og Djúpavogs, eftir allt
saman — en áhyggjulaust var
það ekki.
Næsti áfangi var e. t. v. öllu
erfiðari, eða frá Djúpavogi og
til Breiðdalsvíkur. Aftur var ég
heppinn, því Hjörtur kaup-
félagsstjóri þurfti að koma
skjölum í Landsbankann á Eski
firði, og í stað þess að eyða
tveim dögum í þá ferð, vildi
hann gjaman vinna það til að
aka mér fyrir Berufjörð og til
Breiðdalsvíkur, en þangað eru
um 75 kílómetrar. Það eru
kannski margir, sem hafa bölv-
að veginum fyrir Berafjörð að
sumarlagi, og víst er hann alls
ekki góður þá, en verri er hann
að vetrarlagi, og er þó ekki
snjónum fyrir að fara. Þessir
tugir sakleysislegra smálækja.
höfðu breitt úr sér og myndað
klakabólstra með stuttu milli-
bili meðfram öllum firðinum,
en á sléttum firðinum voru
rækjubátarnir á hinum ný-
fundnu rækjumiðura, og Hafþór
var eitthvað að hringsnúast þar
lika.
„Ef fært er"
Nú, eftir seinfarna en örugga
ferð, var komið til Breiðdals-
víkur, og enn hófust fyrirspurn-
ir um ferðir á næsta áfangastað
— Stöðvarfjörð. Eru ekki áætl-
unarferðir á milli allra þessara
staða? kynni einhver að spyrja.
Jú, að vísu munu þær vera einu
sinni í viku — ef fært er, en
þessi þrjú orð hef ég oft heyrt
á ferðalögum mínum að undan-
förnu. Nú var að vísu fært, en
ef mig minnir rétt, þá hafðj.
áætlunarbíll farið um morgun-
inn, og færi þá ekki aftur fyrr
en eftir viku. Með hjálp góðra
manna, fréttist af ferð til Stöðv-
arfjarðar, en þangað þurfti EIís
P. Sigurðsson, BP maður með
meira á Breiðdalsvík að
skreppa og ná í sjónvarpstæki
fyrir bát, og fara með kjarnfóð-
ur út á Kambanes í leiðinni.
Framundan voru nú Kamba-
skriður, sem almenningur þekk-
ir kannski bezt af auglýsingum
um að þær séu ófærar vegna
skriðufalla að sumarlagi, og
kjósa því flestir að fara Breið-
dalsheiði, enda er styttra frá
Egilsstöðum og suður í Horna-
fjörð þá leið. En Austfirðingar
og aðrir hafa lítið gagn af Breið
dalsheiði, enda er hún 470 m
yfir sjó, eða 80 metrum hærri
en Holtavörðuheiði. Þetta er
ekki nema örskot verið að fara
á milli Breiðdalsvíkur og Stöðv-
arfjarðar — ef leiðin á annað
borð er fær, og það var hún svo
sannarlega í þetta skipti, Vega-
kortið segir að vegalengdin sé
16 kílómetrar, svo hennar vegna
gætu Stöðfirðingar stundað
vinnu á Breiðdalsvík og öfugt,
rétt eins og fólk í Mosfellssveit
stundar vinnu í höfuðborginni.
Þessi hluti leiðarinnar var
því áhyggjulaus, og reyndar var
sá næsti það líka, því ég var
sannfærður um að Guðmundur
Bjömsson á Stöðvarfirði myndi
finna far fyrir mig, hvað hann
og gerði. Daginn eftir, þegar
leið að því að ég hafði lokið
erindi mínu á Stöðvarfirði, kom
sem sé í ljós, að sjómaður á
Stöðvarfirði þurfti að leita lækn-
is á Fáskrúðsfirði, og tók
Sveinn Aðalsteinsson að sér
hlutverk ökumanns í þeirri ferð.
Mér var sem sagt borgið til
Fáskrúðsfjarðar, þangað sem
komið var síðla dags, en milli
þessara staða eru um 27 kíló-
metrar.
Nú var framundan dálítið erf-
iður kafli, eða frá Fáskrúðsfirði
til Reyðarfjarðar eða Egils-
staða. Þetta var auk þess á
laugardegi síðdegis, og því
minni von um að einhverjir
væru á ferð vegna atvinnufyrir-
tækja eða í vöruflutningum. Það
reyndist líka rétt til getið, að
enginn átti leið, enda færð ekki
sem bezt, og menn ekkert að
leggja í ferð að nauðsynjalitlu
undir nóttina. Endirinn varð því
sá, að ég fékk bil með mig yfir
á Reyðarfjörð þennan 52 kíló-
metra kafla, sem oft getur verið
strembinn á vetram, og á sumr
um er hann heldur ekki alltaf
sem beztur, þótt hann hafi að
vísu farið batnandi með árun-
um.
Það var komið fram á nótt
þegar ég bankaði upp á í Gisti-
húsi KHB á Reyðarfirði, og
skildi við minn ágæta bifreiðar-
stjóra frá Fáskrúðsfirði, sem
•hé’.t til baka, eftir hálf sein-
förnum veginum.
Ég var sem sagt kominn til
Re.vðarfjarðar landveg frá Höfn,
og hafði gengið betur en nokkur
þorði að vons. Maðalhraðinn
á klukkustund var ekki alltaf
FIMMTUDAGUR 22. aprfl 1971
mikill, þrátt fyrir að færð mætti
teljast góð, enda enginn snjór
að ráði, og allra sízt syðst á
á fjörðunum, þar sem snjóalög
eru aldrei mikil. Framundan
var Fagridalur, sem í vetur hef
ur verið snjóléttur, og er yfir-
leitt haldið opnum dag hvern,
hvernig svo sem viðrar, enda er
vegurinn þama sú æð, sem teng
ir saman Héraðið og firðina.
Þetta var á sunnudegi, þeim
degi vikunnar sem minnstar
samgöngur eru þarna á milli, og
því ekki um annað að gera en
fá sér bfl á milli, en jeppi varð
það að vera.
Snjóbílar á FjarSarheiði
Það fer nær enginn yfir
Fjarðarheiði yfir veturinn nema
fuglinn fljúgandi — og snjó-
bílarnir, sem halda Seyðfirð-
ingum í sambandi við umheim-
inn. Snjóbíllinn fer flesta daga
vikunnar frá Seyðisfirði í veg
fyrir áætlunarflugvélina á
Egilsstöðum, og fargjaldið
þessa 28 kílómetra er fjögur
hundrað krónur, enda tekur bíll-
inn ekki marga í ferð. Eigin-
lega eru það aðallega tveir
snjóbílar, sem eru tengiliðir
Seyðfirðinga, og er annar á veg
um Kaupfélags Héraðsbúa, og
flytur vörar í útibú félagsins á
Seyðisfirði, en Hinn er aðallega
í fólksflutningum, og rekinn á
vegum Stáls h.f. á Seyðisfirði.
Ég fékk far með kaupfélagsbíln
um um hádegið á mánudegi, og
mættum við þá farþegabílnum
á miðri heiðinni. Ferðin til
Seyðisfjarðar tók drjúgan tíma,
enda bíllinn með á þriðja tonn
af vöram, og snjórinn ekki sem
beztur. Sumum finnst nóg um
brattann af Fjarðarheiði niður
í Seyðisfjörð á sumrin, en þeim
hinum sömu myndi þá sjálfsagt
ekkert lítast á brattann í snjón-
um á vetrum. Þrátt fyrir snjó-
bílana, þurfa ýtur oft að jafna
slóðina þannig að ekki sé hliðar-
halli í henni, en hann er einn
versti óvinur snjóbilsins.
Samkvæmt áætlun átti snjó-
bíllinn að fara frá Seyðisfirði
um hálf þrjú daginn eftir, en
einhverra orsaka vegna, þá var
Egilsstaðafluginu seinkað þenn-
an dag, svo bíllinn fór ekki fyrr
en að ganga átta, og það þýðir
því ekki að treysta á að ætla að
vera mættur, einhversstaðar
eftir svo ög svo langan tíma,
því á vetram fara slíkar áætlan-
ir oft úr skorðum. Flugvélin
kom ekki fyrr en um tíu, svo
farþegar til Seyðisfjarðar, hafa
ekki komið þangað fyrr en eftir
miðnætti þennan þriðjudag.
Batnandi samgöngur
við Norðfjörð
Þá var það Norðfjörður, þar
sem aðalsjúkrahúsið á Aust-
f jörðum er, einu prentsmiðjurn-
ar þar eystra, og fleiri stofnan-
ir eru, sem þurfa á greiðum
samgöngum að halda. Odds-
skarðið er hinn mikli þröskuld-
ur þeirra Norðfirðinga, og
reyndar annarra. Segja má þó
að í vetur hafi samgöngur yfir
þann mikla þröskuld gengið með
bezta móti, og kemur þar tvennt
til: Annarsvegar að skarðið hef-
ur verið óvenju snjólétt, og oft
fært yfir á venjulegum bílum. I
öðra lagi hefur snjóbíll haft
fastar ferðir þar yfir i vetur,
þegar ekki hefur verið fært öðr
um bílum og er þetta fyrsti vet-
urinn sem það er. Þá er það
þriðja atriðið, sem orðið hef-
ur þess valdandi að samgöngur
milli Norðfjarðar og annarra
hluta Austurlands hafa verið
með betra móti í vetur, og það
er, að nú er á Egilsstöðum lítill
Cessna flugvél, sem hefur hald-
ið uppi samgöngum við Héraðið
og firðina, og þá kannski ekki
sízt Norðfjörð. Þennan dag sem