Tíminn - 22.04.1971, Qupperneq 9
FHHMTUDAGUR 22. aprfl 1971 TIMINN
Vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúta hefur gjörbreytt samgöngum við Ólafsfjörð, enda þótt snjóþyngsli séu oft
mikil í Múlanum. Myndin var tekin á dögunum, og þá var faert þar fyrir alla bíla. (Tímamynd Kári)
ég fékk mér far með Sigurði
Aðalsteinssyni flugmanni, var
hann birinn að fara áður til
Norðfjarðar þann sama dag frá
Egilsstöðum, en ferðin tekur
ekki nema um stundarfjórðung,
og ef margir eru saman, er þessi
ferðamáti ódýrari, en hristast
með bílum alla leið frá Egils-
stöðum, en vegalengdin er 74
kílómetrar. Ég var svo heppinn
að aaginn sem ég þurfti að fara
frá Norðfirði, var Oddsskarð
rutt, svo greiðfært var í bíl til
Eskifjarðar, en þegar þangað er
komið, er oftast skotfæri til
Reyðarfjarðar, en síðan er það
Fagridalurinn aftur, sem getur
orðið tafsamur í snjóalögum.
Cessnan breytir miklu
Flugvélin á Egilsstöðum er
eiginlega alveg kapítuli út af
fyrir sig, og illa er ég svikinn,
ef sú starfsemi á ekki eftir að
dafna og blómgast. í>að er
lireint ótrúlegt hvað ein lítil
flugvél getur breytt ýmsum
viðhorfum fólks, og ég held
það líti bjartari augum á lífið,
þegar svona nærtækur mögu-
leiki er til að rjúfa einangrun
heils byggðarlags á örfáum mín
útum. Flugvél þessi er eign
Austui-flugs, og heldur uppi
póst og farþegaflutningum við
marga staði á Austur- og Norð-
austurlandi. Sá staður sem
einna helzt þyrfti að njóta flug
vélarinnar, er án efa Seyðis-
fjörður. Er nú mikill hugur
í mönnum þar eystra að gerð
verði lítil flugbraut í Seyðis-
firði, og hefur helzt komið til
greina, að brautin yrði fyrir
utan bæinn sunnan fjarðarins.
Frá Húsavík og austur
Ef við snúum okkur nú að
ferðalaginu um Norð-austur-
land, þá skulum við hefja það
á Húsavflc, og halda í austur.
Austur í Kelduhverfi eru
nokkuð góðar samgöngur, og
það jafnvel að vetrarlagi.
Mjólkurbfllinn fer þrisvar í
viku úr Kelduhverfi, og póstur
inn tvisvar út á Húsavík, og
fer hann síðan alla leið austur
í Leirhöfn á Sléttu. Þá eru
vöruflutningabflar Kaupfélags
Norður-Þingeyinga oft á ferð-
inni, bæði sunnan úr Reykja-
vík, og eins er flutt mjólk frá
Húsavík og allt austur á Rauf-
arhöfn. Pósturinn er á nýjum
lengdum Land-Rover, og ef
menn hitta á hann, fá menn
fljóta og góða ferð austur um.
Mjólkurbílarnir, bæði þeir sem
flytja mjólk frá bændum í
Kelduhverfi, og eins sá, sem
fer með mjólkina til Raufar-
hafnar, taka ekki nema einn til
tvo farþega í ferð, en þetta eru
sem sé ferðirnar, sem er um að
ræða til Norð-austurlands,
fyrir utan tilfallandi ferðir. —
Á sumrin heldur svo Kaupfélag
Norður-Þingeyinga uppi sér-
leyfisferðum frá Akureyri og
allt til Raufarhafnar. Leiðin
fyrir Sléttu getur orðið seinfar-
in, enda minnist ég þess ekki
að stórframkvæmdir í vegamál-
um hafi átt sér stað þar, þau
11 ár síðan ég fór að fara
þarna um. Raunin er líka sú, að
oft koma tíuhjóla trukkar KNÞ
sér vel þegar þarf að fara með
nauðsynjar til Raufarhafnar í
kaupfélagsútibúið þar. Þessir
bílar komast oftast á leiðar-
enda, og svo var einnig þegar
ég fékk að fljóta með þeim,
fram og til baka, í mjólkur-
ferð.
Ekkert áætlunarflug til
Kópaskers
Þegar komið er rétt út fyrir
Kópasker, er farið fram hjá
flugvellinum, þar sem oft var
mikið um að vera á sfldarár-
unum, en nú er ekkert áætl-
unarflug þangað, og verða því
íbúar Kópaskers og nágrennis,
annað hvort að fara til Raufar-
hafnar í veg fyrir flugvél til
Reykjavíkur, eða Húsavíkur,
sem fleiri munu kjósa. Til Rauf
arhafnar er flogið einu sinni í
viku, og þá um leið farið til
Þórshafnar. Er flug þetta á
sunnudögum. Raunin varð nú
sú með mig, að ég fór alla leið
til baka til Húsavíkur land-,
leiðina frá Raufarhöfn, og
þaðan áfram til Akureyrar, til
að taka flugvélina til Þórs-
hafnar.
Milli Húsavíkur og Akureyr-
ar eru 117 kílómetrar, þegar
farin er leiðin um Dalsmynni
og Kinn, en það er sú leið sem
farin er þegar Vaðlaheiði er
lokuð yfir veturinn, og er þessi
leið 25 kílómetrum lengri en
um Vaðlaheiði. Flogið er til
Húsavíkur tvisvar í viku yfir
vetrarmánuðina, en aðra virka
daga fer áætlunarbíll frá Húsa
vík til Akureyrar snemma á
morgnana, og eru það hinar
almennu samgöngur milli stað-
anna.
Strætisvagnaferðir
í Mývatnssveit
Einn staður er það á þessu
svæði, sem samgöngur hafa
alveg stórbatnað við á síðustu
árum, og er það Mývatnssveit.
Klukkan sex á morgnana fara
Kísiliðjubílarnir frá Húsavík
og eru í ferðum fram á kvöld.
Eru þannig oft allt upp í sex
ferðir á dag á milli Húsavíkur
og Mývatnssveitar, og getur
fólk notfært sér þessar ferðir
til að ferðast á milli staðanna.
Bæði hefur leiðin stytzt að
miklum mun, og svo eru sam-
göngurnar eftir Kísilveginum
algjör bylting.
Maður verður að eiga það
undir góðviljuðum mönnum að
komast frá Húsavík til Akur-
eyrar síðari hluta dags, og í
hlutverki góðviljaða mannsins
gagnvart mér var Sigtryggur
Albertsson, hótelhaldari á
Húsavík.
Næst á dagskrá á þessu
ferðalagi mxnu var Þórshöfn,
og samkvæmt áætlun átti að
fljúga þangað á sunnudags-
morgni, en flugið var fellt nið-
ur, en tvo daga áður hafði verið
flogið þangað með fólk og
vörur, og því ekki mikið við
niðurfellingunni að segja. Á
mánudagsmorgni var svo ferð-
in farin á áætlun, en varla
hefur sú ferð borgað sig fyrir
Flugfélagið. Til Raufarhafnar
voru 5—6 farþegar auk varn-
ings, en til Þórshafnar aðeins
3, og álíka margir til baka.
Það er ekki vegalengdunum
fyrir að fara á milli Raufarhafn
ar og Þórshafnar eða eitthvað
tæpir 70 kílómetrar, en samt
sem áður verða íbúar á þess-
um stöðum að sætta sig við, að
ófært sé á milli þessara staða
nær allan veturinn og eru þó
báðir staðirnir í sömu sýslu,
og eiga því margt sameiginlegt.
Vonandi rætist úr þessu bráð-
um, því ætlunin mun vera að
halda áfram uppbyggingu veg-
arins næsta sumar, eða þá sum-
arið 1972.
Flogið úr tveim áttum
til Vopnafjarðar
Mun betri samgöngur eru á
milli Þórshafnar og Vopnafjarð
ar, en Þórshafnar og Raufar-
hafnar, og drjúgan þátt í því
____________________________25
á það sjálfsagt að læknirinn
sem þjónar Þórshöfn, situr á
Vopnafirði, og fer oítast íanu-
veg þar á milli, þótt hann noti
líka flugvélar til ferðalaga
milli þessara staða. Þegar ég
var á ferðinni á Þórshöfn og
ætlaði til Vopnafjarðar, var
vegurinn á milli staðanna ófær.
Tryggvi Helgason flugmaður á
Akureyri var með áætlun frá
Akureyri til Vopnafjarðar
þennan dag, og kom við á Þórs-
höfn og flutti mig á nokkrum
mínútum til Vopnafjarðar. —
Tryggvi hefur nú í nokkur ár
haldið uppi ferðum á milli
Vopnafjarðar og Akureyrar, og
hefur það gjörbreytt viðhorf-
um Vopnfirðinga til sam-
gangna. Flogið er tvisvar í
viku á þessari leið. Þá hafa í
vetur verið fastar póstferðir
frá Egilsstöðum til Vopnafjarð
ar og hefur Sigurður Aðal-
steinsson flugmaður, sem að-
setur hefur á Egilsstöðum, ann
azt þær með eins hreyfils
Cessna vél. Getur Sigurður tek-
ið farþega í þessum ferðum, og
auk þess skýzt hann oft til
Vopnafjarðar og flytur fólk
þaðan í veg fyrir Flugfélags-
vélina frá Egilsstöðum, eða
flytur fólk frá Egilsstöðum.
Eru því Vopnfirðingar mun bet
ur settir í samgöngumálum nú,
en oft áður, og það er ekki
nema veður hamli flugi, að þeir
eru einangraðir. Sigurður flutti
mig í Cessna-vél sinni frá
Vopnafirði til Egilsstaða í veg
fyrir flugvélina til Akureyrar.
Sérstaða Ólafsfjarðar
Mér finnst rétt að enda
þetta ferðalag á Akureyri,
höfuðstað Norðurlands, þangað
sem allra leiðir liggja á Norð-
urlandi, og sem er áningarstað
ur allra ferðamanna, sem fara
til eftirsóttasta ferðamanna-
svæðis á íslandi — Mývatns-
sveitar. — í 'venjulegu árferði
v eru samgöngur til og frá Akur-
eyri greiðar, en þó kemur allt-
af af og til fyrir að flugvöllur-
inn þar lokast í einn til tvo og
jafnvel þrjá daga. Er það þá
annað hvort vegna snjóalaga
á vellinum eða þá að flugskil-
yrði eru ekki góð, og er það
mun algengara.
Einn staður er það við Eyja-
fjörð, sem hefur dálitla sér-
stöðu hvað samgöngur snertir,
og það er Ólafsfjörður. Það er
ekki langt síðan Ólafsfirðingar
urðu algjörlega að treysta á
samgöngur á sjó að vetrarlagi,
Fratnhald á bls. 30.
xar Flugfélagsins halda uppi samgöngum til margra staSa á landinu, og hér er Fokker Friendship skrúfuþota félagsins á flugvellinum vi3 Þórs-
fn á Langanesi. ÞaS er kirkjustaSurinn SauSanes, : «■»•!«•«*