Tíminn - 29.04.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.04.1971, Blaðsíða 1
FUGLINN DREPST: ENGIN RÁÐ FUNDIN 00—Reykjavík, miðvikudag. Ekki er búið að ákveða, hvað gert verður til að bjarga brezka togaranum Cesari af strandstað, eða ná olíunni úr honum. í dag fór Hjálmar R. Bárðarson, sigl- ingamálastjóri, ásamt Finni Guðmundssyni, fuglafræðingi, og fulltrúa norsks björgunarfyr- irtækis, vestur til að athuga björgunarmöguleika og hvað hægt verður að gera til að koma í veg fyrir olíumengun úr tog- aranum. í dag fóru fyrrgreindir aðilar um borð í skipið ásamt fulltrúa frá tryggingafélagi togarans og fulltrúa eigenda hans, en engin ákvörðun var tekin um aðgerðir. Hjálmar R. Bárðarson sagði Tímanum, að þeir hefðu gert tilraunir í dag með vökva til að eyða olíu. Var skipið olíuatað og var efninu sprautað á olíuna, en magnið sem þeir voru með, var allt of lítið, en að öðru leiti gekk tilraunin vel. Efni þetta hreinsar olíuna, en ekki er vitað, hvort þetta efni í raun- inni eyðir henni eða bara sökkv- ir henni. En auðvelt er að hreinsa skipið sjálft, en það leysir að sjálfsögðu engan vanda. Siglingamálastjóri sagði, að hann hefði farið niður í vélar- rúmið, sem er hálffullt af sjó. A yfirborðinu er 1 til 1,5 cm. lag af olíu, sem flýtur þar inni, en í vélarrúminu er flóð og fjara. Virðist þarna aðallega vera um að ræða dieselolíu og smurolíu, en lítið af þykkolíu. Virðist olían, sem þarna flýtur ekki geta komizt út, því gatið er á botninum og sjórinn lekur þar inn og lyftir olíunni upp. Skipið liggur alveg á stjóm- borðshliðinni og virðist bak- borðshliðin alveg heil. Er verið að athuga hvað hægt er að gera í sambandi við björg- un, sagði Hjálmar. Það er alla Framhald á bls. 14. Sauðhurður hefst senn um allt land Þessi mynd var tekin uppi hjá Elliðavatni í gær. Þarna var allt bjartleitt og fótfrátt í vorsóiinni, (Timam. Gunnar) FB—Reykjavík, miðvikudag. Sauðburður er hafinn á stöku stað, þó aðallega í þéttbýli, þar sem fólk hefur sauðfjárræktina meira sér til gamans en sem atvinnu- rekstur. f sveitum hefst sauðburð- ur almennt fyrst í lágsveitum sunn- anlands og undir Eyjafjöllum og þar um kring. Vona menn almcnnt að veðráttan verði ekki til þess að gera sauðburðinn erfiðari en þörf krefur að þessu sinni, því gömul trú segir, að veðrið fari gjarnan eftir því, hvernig fyrsti sunnudagurinn í sumri er hverju sinni, og hann mun hafa verið með bezta móti að þessu sinni. Árni G. Pétursson, sauðfjárrækt- arráðunautur, sagði í viðtali við blaðið, að sauðburður hæfist ekki fyrr en um 10. maí víðast hvar. Hann væri þó að byrja á stöku stað í þéttbýli, til dæmis í ná- grenni Reykjavíkur, þar sem fólk hefur sauðfé meira til gamans en að það líti á það sem atvinnurekst- ur. Einnig sagði Árni, að sauðburð- ur hæfist heldur fyrr en ella, þar sem kindur hefðu verið sæddar. Færðist það stöðugt í vöxt, að kind- ur væru sæddar, og að þessu sinni hefðu þær verið um 9000 talsins. Sagði Árni, að miklar líkur væru til þess, að það ætti etm eftír að aukast mikið, því á þennan hátl væri hægt að fá fram betra fé, og Framhald á bls. 14. FORSETIISLANDS TIL NOREGS 0G SVIÞJÓDAR 3. TIL 8. MAÍ Síldarleit hefst um miðjan maí OÖ—Reykjavík, miðvikudag. Rannsóknarskipið Ámi Friðriks- son mun hefja síldarleit í hafinu fyrir austan ísland um miðjan maí- mánuð. Verður leitað út júnímán- Uð á hafinu milli íslands og Nor- egs, og um leið gerð leit og veiði- tilraunir í sambandi við kolmunna á sömu slóðum. Einnig er gert ráð fyrir að gerð verði leit að síld í Norðursjó einn til tvo mánuði, eft- ir því, sem þurfa þykir. Mun Haf- þór að öllum líkindum leita þar. Eftir að veiðibanninu á síld vestan- lands og sunnan verður aflétt í septembermánuði nk., verður stund uð síldarleit á því svæði, eftir því sem hægt verður til áramóta. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð ingur, sem stjórna mun leitinni á Arna Friðrikssyni í sumar, sagði blaðinu, að höfð verði samvinna við Rússa og Norðmenn við síldajr- leitina í hafinu milli íslands og Noregs í maí og júní. Ekki er búið að ganga frá neinni ákveðinni sam- vinnu við Norðmenn á þessu sviði, en íslenzkir og norskir fiskifræð- ingar hafa um árabil haft sam- vinnu við þessar rannsóknir og verður það að sjálfsögðu gert áfram. Árni Friðriksson er nú í árlegri klössun og verður lagt af stað st.rax að henni lokinni. Verður Hjálmar leiðangursstjóri í leiðöngrunum fyrir austan landið, síðan mun Jak- ob Jakobsson, fiskifræðingur, taka við og stjórna leitinni fyrir sunnan og suðvestan landið í haust. Ályktun 15. flokksþings- ins um fé- iagsmál er á bls. 6-7 Eins og áður liefur verið til- kynnt I fréttum fara forseti ís- lands og forsetafrú í opinbera heimsókn til Noregs og Svíþjóðar dagaana 3. til 8. maí n.k. Dagskrá heimsóknarinnar verður í stór- um dráttum sem liér greinir: Komið verður til Fornebuflug- vallar kl. 11.15 eftir norskum tíma, þar sem Ólafur Noregskon- ungur mun taka á móti forseta- hjónunum. Verður síðan ekið til hallarinnar, þar sem forsetahjón- in munu búa meðan á hinni opin- beru heimsókn stendur. Að lokn- um hádegisvörði í höllinni verð- ur ekið til Akershuskastala, þar sem forseti mun leggja blómsveig á þjóðarminnismerkið yfir fallna Norðmenn. Að því loknu verður ekið aftur til hallarinnar, þar sem forsetinn tekur á móti erlendum sendiherrum, sem búsettir eru í Osló. Um kvöldið halda konungs- hjónin veizlu til heiðurs forseta fslands og lconu hans. “*“n 4. maí verða Munchsafn- ið Folkemuseet skoðuð fyrir há- degi. Forsetahjónin munu sitja há degisverðarboð ríkisstjórnar Nor- egs í Akershuskastala. Síðdegis sama dag hitta forsetahjónin fs- lendinga á heimili Agnars Kl. Jónssonar sendiherra. Um kvöld- ið halda forsetahjónin konungi veizlu á Grand Hotel. Miðvikudaginn 5. maí skoða forsetahjónin Hjemmefront- museet. Að loknum hádegisverði í höllinni verður haldið til Forne buflugvallar og farið þaðan kl. 13.45 til Svíþjóðar. Er þar mcð lokið hinni opinberu heimsókn í Noregi. Komið verður til Arlandaflug- vallar kl. 14.40, þar sem Gustav Svíakonungur mun taka á móti forsetahjónunum. Verður síðan ekið til hallarinnar, þar sem for- setahjónin búa meðan á hinni opinberu heimsókn stendur. Síð- degis sama dag tekur forseti á móti erlendum ser.diherrum, sem búsettir eru í Stokkhólmi. Um kvöldið heldur konungur veizlu Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.