Tíminn - 29.04.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.04.1971, Blaðsíða 8
8 TIMINN FIMMTUDAGUR 29. aprfl 1971 HEINZ BARUSKE: Þýzk rödd um íslenzkar nútímabókmenntir lli Rúmlega tuttugu árum yngri z en Þórbergur og Gunnar er Guðmundur Daníelss. (f. 1910), } sem hefitr auk leikrita og smá sagna skrifað 15 skáldsögur, þar á meðal bænda-skáldsögu, „Á bökkum Bolafljóts", sem vakti mikla hrifningu á ís- landi. Verk þetta, sem er í tveim bindum, kom út 1940. Það er mjög raunsæ saga um bændur á suður-hluta eyjunn- ar í landslagi, þar sem flestar skáldsögur höfundarins gerast. ; í skáldsögu þessari sýnir skáld ’ ið sterka tilfinningu fyrir nátt j úrunni og hinn miskunnarlausa ! leik örlaganna að lífi fólks. j Bezta verk Guðmundar til þessa er líklega hin stutta j skáldsaga hans „Blindingsleik- ' ur“, þar sem hann lýsir ungri ■, stúlku, sem ætlar að leita sér j nýs heims. Þessi bók kom út j 1955. Síðan sendir Guðmundur ! árið 1961 frá sér verk, sem markar þáttaskil á rithöfundar ferli hans fram til þessa. Það er skáldsagan „Sonur minn Sinfjötli", Völsunga-Saga færð í nútímabúning með hinu sí- gilda efni, baráttunni milli til- finningar og skyldu, ástar og hefndar. Skáldið Hlynur mælir þar þau orð, sem verða megin- inntak allrar bórkarinnar. Orð- in eru ætluð Sigmundi Völs- i ungssyni, sem hefur í bókarlok náð fram hefndum, en misst af þeim sökum föður, bróður, systur svo og son sinn, sem hann elskaði ofar öllu. „öll látum vér sonu vora fala ef í móti kemur það gjald sem mest leikur hugur á: hefnd yf- ir óvini vorum, gullið, valdið eða frægðin", segir skáldið við föðurinn, sem misst hefur son sinn. Og hann hvetur hann til að snúa baki við Óðni: ,„ . . þegar þeir guðir eru dauðir, sem á blóðfórnum nær- ast barna sinna, en sverð okk- ar brotin öll, og söngharpan ein við lýði, þá fyrst munum vér, gamlir menn, fá að halda sonum vorum og gleðjast við þeirra líf.“ Með skáldsögunni „Húsið“ snýr skáldið aftur til suðurstrandarinnar, en þar hefur núna margt breytzt. En þessi bók, sem kom út 1963, er samt lakari en sú næsta á und- an. Hið sama á við um skáld- söguna „Tuminn og teningur- inn“, sem kom út 1966 og er sem næst framhald af „Hús- inu“. Gerist hún á milli heims- styrjaldanna beggja í borg einni, sem hefur vaxið upp úr verzlunarmiðstöð. Enda þótt Guðmundur beiti annarri tækni, tekst honum ekki held- ur í þessari skáldsögu að móta sannfærandi skáldverk, en ástæðunnar er vafalaust að leita í persónusköpun hans, sem er oft óljós og losaraleg. > * Tímabilið 1930—1940, þeg- i ar ísland breytist úr bænda- þjóðfélagi i iðnaðarþjóðfé- lag, verður að frjórri jarðvegi fyrir skáldskap, sem bindur sig við samtíð sína, en nokkurt annað tímabil í seinni tíð. í þessu sambandi er sérstak- lega skylt að geta tveggja skálda: Stefáns Jónssonar (1905—1966) og Indriða G. Þorsteinssonar (f.1926). Stefán var þegar orðinn kunnur og mikils verður unglingabókahöfundur, þegar hann hóf að skrifa skáldsögur, en sú fyrsta þeirra, „Sendibréf frá Sandströnd“, kom út 1960. Skáldsaga þessi á margt sameiginlegt með „Turninum og teningnum" eftir Guðmund Daníelsson, einnig að því leyti að hún hefur galla. Þá má lík- lega skýra fyrst og fremst með því, að aðalpersóna bókarinn- ar, en atburðarás bókarinnar er fléttuð við myndun borgar einnar, er mótuð svo óljóslega, að því er varðar uppruna hennar og athafnir og að höf- undurinn reynir að gefa tvö- falda lýsingu í bók sinni-. á þróun borgarinnar og örlögum söguhetjunnar, Þorvalds. Sú aðferð virðist hafa verið röng, sem Stefán hefur beitt til að fella bæði þessi viðfangsefni í eitt verk og reynist ekki unnt að ræða hana liér'náriar. Hon- um tókst betur upp í skáld- sögu sinni, „Vegurinn að brúnni“, sem kom út 1962 og er, svo mikil sem hún er að vöxtum, eiginlega þríleikur (trilogia). í fyrsta hluta þess- arar bókar er að finna frá sál- fræðilegu sjónarmiði ágæta lýsingu á bræðrunum tveimur, Guðmundur Daníelsson SnoiTa og Kormáki, og koma þar fram þau frábæru tök Stef- áns á unglingasálfræði, sem hann hafði þróað með sér sem unglingabókahöfundur. í öðr- um hluta skáldsögunnar hafa báðir bræðurnir flutzt til höf- uðborgarinnar Reykjavíkur, og jafnframt víkkar svið skáld- sögunnar og verður að al- mennri lýsingu á tímabilinu 1930—1940, en við það fara hin dramatísku einkenni skáldsögunnar að miklu leyti forgörðum. Þriðji hlutinn seg- ir síðan frá því hvernig eldri bróðirinn, Snorri, vex inn i þjóðfélagið. Sú mynd, sem Stefán dregur upp af ytri að- stæðum, og að sumu leyti pers- ónulýsingar hans, bera vott um mikla kunnáttu höfundar, en samt eru, að þvi er varðar samsetningu, margir gallar sjá- anlegir, sem valda því, að verk þetta hefur ekki orðið heil- steypt. Bezta skáldverk Stef- áns er líklega smásagnasafn hans, „Við morgunsól“, sem kom út 1966. Indriði G. Þorsteinsson kom fyrst fram á sjónarsviðið með hinni stuttu skáldsögu sinni „79 af stöðinni". Efni hennar er sem hér segir: Bóndasonur verður leigubílstjóri í Reykja- vík og fellir ástarhug til giftr- ar konu, en eiginmaður henn- ar er á taugahæli í Danmörku. Þegar hinn ungi maður frétt- ir um samband hennar við ameríska hermenn í herstöð- inni í Keflavík, flýr hann og ætlar að snúa aftur heim, ekur út af veginum og deyr. Skáldsögu þessari, sem er heilsteypt og samanþjöppuð og mögnuð dramatískri spennu, var sérlega vel tekið á íslandi. Vissulega má yið nána athugun á þessu verki greina áhrif Hemingways. En efni sögunnar var efst á baugi um þær mundir á íslandi og hefur höfundurinn mótað úr því, þrátt fyrir hina bók- menntalegu fyrirmynd, sjálf- stætt verk, sem býr fyrir reisn og miklum táknkrafti. Árið 1963 kom út önnur bók Stefán Jónsson, rithöfundur Indriða, „Land og synir", verk sem er nánast forsaga að fyrstu skáldsögunni; því að þar sem „79 af stöðinni" gerist í Reykjavík fimmta áratugsins, fjallar Land og synir hins veg- ar um árin milli 1930—40, hið mikla umbrotatímabil. Sögu- hetja þessarar bókar heitir Einar. Hann býr á einmanaleg- um, hrörlegum sveitabæ með gömlum föður sínum, Ólafi, sem misst hefur konu sína. Nokkrar kýr eru í fjósi og það sauðfé, sem er á afrétti, nægir vart til þess að Einari geti virzt nokkrir þolanlegir fram- tíðarmöguleikar á þessum bóndabæ. Að föður sínum látn- um lógar hann reiðhesti sín- um og mælir sér mót við stúlku eina, dóttur nágranna hans, um að þau yfirgefi sam- an heimahagana. Stúlkan, sem er orðin ástmey hans um haustið, kemur ekki til brott- fararstaðarins, en heldur kyrru fyrir á bæ foreldra sinna og verður þannig að tákni heima- haganna. Þetta hljómar allt mjög einfalt og hefði getað orðið efni í sveitasæluskáld- sögu. En hvað hefur Indriði gert úr þessu? Hann hefur samið þróttmikið skáldverk, sem skipar veglegan sess í ís- lenzkum bókmenntum síðari ára. í stuttorðum stíl tekst höfundinum í persónum föður og sonar að íklæða lífi muninn á fortíðinni og þeirri veröld, sem er í mótun umhverfis hann. Hér er dæmi um það: „Síðan opnaði hann hurðina. Einar heyrði skruðninginn í falllóðinu þegar hurðin dró það upp og einnig meðan hún var að íokast, unz hún féll með nokkrum skell að stöfum. Sýsl föður hans frammi í eldhúsinu barst til hans gegnum þunnt panelþilið. Þegar ekkert heyrð- ist lengur vissi hann að kaffið beið hans. Hann gekk berum fótum yfir að stólnum, þar sem hann hafði lagt fötin sín, og langaði enn að sofa. Hon- um þótti gott að sofa á morgn- ana öfugt við gamla manninn IndriSi G. Þorsteinsson sem alltaf vaknaði snemma og hafði séð morgna £ litabeltum yfir jörð sem var að vakna, og talað um þá með sterkum lýsingarorðum, sem fóru und- arlega í munni svo þöguls manns. Hann varð alltaf mælskur þegar land og himinn og birta var annars vegar, og stundum hafði hann reynt að sannfæra son sinn um tilvist fegurðarinnar í þessu þrennu. Ilann hafði jafnvel brýnt hann til að fara snemma á fætur á kyrrum vetrarmorgnum þegar mjólkurhvít ský flutu um fjallshi-yggina og snjórinn var nýfallinn og hreinn og spor- I laus með öllu. Morgnar Lmarí ekki annað en Jitlaus ( birta eftir vökunætur og hann efaðist alltaf um þeir væru I raun og sannleika eins og gamli maðurinn sá þá“. Sameining föðurins við nátt- úruna og hinar næmu tilfinn- ingar hans gagnvart henni beina huganum að gamalli grænlenzkri sögu. Það er sag- an um Veiðimanninn frá Aluk, þar sem faðirinn vill eigi held- ur flytjast úr landi smu, svo mjög sem sonurinn reynir að telja hann á það. í þessari grænlenzku sögu er faðirinn einnig djúpt snortinn af nátt- úrunni. „Það var ekki að undra, þótt maður ætti erfitt með að yfirgefa Aluk. Sjáðu bara hina mikilfenglegu sól, hvernig hún rís hátt yfir haf- inu og hvernig geislar hennar brotna á jöklinum við sjón- deildarhringinn!“ Þetta eru hinztu orð föðurins, eftir að hann hefur snúið aftur til lands sins. Þessi skáldsaga Indriða kom ekki út á neinu Norðurlanda- málanna og lá einungis fyrir í sænskri þýðingu, sem var nauðsynleg vegna þátttöku skáldsins í san^keppni um bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs árið 1964. Hún kom út í Vestur-Þýzkalandi undir nafninu „Ilejbst uber Island“ (Haust yfir íslandi) og lilaut hagstæða dóma en ekki veru- lega útbreiðslu. Þetta er hryggilegt, en er einkennandi fyrir stöðu Norðurlandabók- mennta síðari ára í Þýzkalandi. Það er ekki hlutverk þessarar ritgerðar að finna orsök þessa eða skilgreina hana. Hér skal aðeins stuttlega minnzt á nokkrar ástæður, sem Otto Oberholzer, sérfræðingur um bókmenntir Norðurlanda í Kiel, hefur bent á. Oberholzer telur meginástæður hins þverr- andi áhuga Þjóðverja á Norð- urlandabókmenntum vera eft- irfarandi 1) hinn mikla fjör kipp í þýzkum bókmenntum eftir 1947. 2) váxandi áhuga á bókmenntum sem lítill gaum- ur hefur verið gefinn til þessa (Suöur-Ameríka, Afríka, grísk- ar og júgóslavneskar nútíma- bókmenntir o.s.frv.), 3) ólík viðhorf í sambandi við pólitíska afstöðu (þjóðfélags- vandamál Norðurlanda eru annars eðlis en hin þýzku, 5 lögð er ólík áherzla á það, sem ! varðar ekki stjómmál. Eins [ og getið hefur verið, verður I ekki unnt að rannsaka, hvort | frekari ástæður megi finna, svo sem t.d. áhrif ,,offóðrunar“ með norrænum bókmenntum m.a. á fjórða tug þessarar ald- ar. Slíkt efni mundi að líkind- um einungis skipta máli fyrir eldri kynslóðina. Að því er varðar „Herbst iiber Island", þá skal gerð sú lokaathugasemd, að annars vegar á það þýzka forlag, sem gaf út bókina í Vestur-Þýzka- landi, að vísu heiður skilinn fyrir að hafa látið hana í prent, en hins vcgar er það undar- leg aðferð að láta ekki þýða hana úr íslenzku, heldur úr sænsku. Og meira að segja þótt íslenzka frumritið hefði verið fyrir hendi síðan 1963, sem sagt komið þremur árum áður en þýzka útgáfan! Þetta er lélegur útgáfuháttur og er ekki ! í samræmi við þýzkar erfða- | venjur. , Ef út.gefendur hefðu, áður ; en hafizt er handa við slfic j verk, satuband við háskóla, bar 1 sem til eru hasnmlaKennarar : eða að minnsta kosti dósentar ! Eramhald a bls. 12 í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.