Tíminn - 29.04.1971, Qupperneq 16

Tíminn - 29.04.1971, Qupperneq 16
Seint gengur að greina flenzusýnin SJ—Reykjavík, miðvikudag. Cmgangsveiki sú, sem gengiS héfur hér í nágrenninu er nú í rénum. Veikin hefur lítið breiðzt út á landsbyggðinni, en þó hafa Margréti Guðnadóttur, prófessor, borizt sýni úr sjúklingum á Akur eyri, Djúpavogi og í Stykkishólmi. Svo virðist jafnvel sem um fleiri en eina tegund umgangsveiki sé að ræða, þar sem allir, sem veikj ast kenna ekki sömu sjúkdómsein kénna. Að sögn lækna eru aðaleinkenni veikinnar hár hiti, mikill höfuð- verkur og eymsli í hálsi. Sumir vérða hásir og ekki er óalgengt að börn fái útbrot. Þá vitum við um fólk, sem fengið hefur maga kveisu samfara umgangsveiki þess ari, aðrir fá mikið kvef, en sum ir ekki, heldur höfuðverk, bein- verki og eymsli í hálsi. Margrét Guðnadóttir, sérfræð- ingur í veirufræði við tilrauna- stöðina á Keldum sagði í dag, að ekki hefði gefizt tími til að ljúka við að greina sýnin, sem borizt hefðu. Um daginn hefði eitt sýni verið greint og reyndist hafa að geyma veiru, sem veldur veiki, sem er lík hvotsótt. Greiningu annarra sýna verður ekki lokið fyrr en eftir um viku, en Margréti virtist ekki ólíklegt að um fleiri en einn sjúkdóm væri að ræða. — Ekkert bendir þó til að um inflú ensu sé að ræða, sagði Margrét. fVfaður á hjóli lenti á bíl landi í dag með 100 rauðmaga og 350 grásleppur. Það er kannski vegna þessa góða afla, sem Hafnfirðingarnir eru ekki eins dýrt seldir á rauðmagana, miðað við Reykvíkingana á Grímsstaðarholtinu. f Hafnar- firði kostar rauðmaginn nefni lega ’ÍO^kfónur á bryggjunhi, en á Grímsstaðarholtinu hef- ur hann kostað 50 kr. fram undir þetta í vörinni við Skerjafjörð. Grímur Ársælsson í Hafnar- firði sagðist vera með 20 tross ur eða 60 net í sjó, og sagði hann að þau væru í um 20 mín útna siglingu frá Hafnarfirði. Ilann kvað nógan markað fyr- ir rauðmagann, enda 20 krón um ódýrari en á Grímsstaðaholt inu, og hrognin úr gráslepp- unni kvaðst hann salta sjálfur, og sömuleiðis herða gráslepp una sjálfur. Grímur sagðist hafa komið með svipað afla- magn í gær, og veiðin væri því góð, sem og mátti sjá í bátnum hjá honum, sem var í orðsins fyllstu merkingu drekk hlaðinn. Grásleppuveiðimenn og aðr- ir trillueigendur í Hafnarfirði hafa fengið góða aðstöðu í Hafn arfjarðarhöfn. Gamli Hótel Víkingur þjónar þar sem fyrir taks flotbryggja fyrir trillurn ar, og af bryggjunni og upp á garðinn er svo landgangur sem hreyfist til eftir flóði og fjöru. Aðalkosturinn við flotbryggj- una er auðvitað sá, að gott er að landa úr trillunum á bryggj una, en að vísu verður svo að bera aflann upp á garðinn. Grímur Arsælsson kemur að landi með drekkhlaðinn bát í Hafnar- firði í gaer. (Tímamynd Gunnar) ) GVA-Reykjavík, miðvikudag. Hrognkelsaveiðimenn í Hafn arfirði virðast afla vel þessa dagana, ef marka má aflann yf- irleitt eftir aflabrögðum hjá Grími Ársælssyni, sem kom að RAUÐMAGINN 20 KR. DÝRARI í REYKJAVÍK EN í HAFNARFIRÐI OÓ—Reykjavík, miðvikudag. 25 ára gamall maður ók á fleygi ferð á mótorhjóli norður Súða- vog í gærkvöldi. Sjónarvottar biðu með öndina í hálsinum, er þeir horfðu á eftir honum, og slysið lét ekki á sér standa. Maðurinn ók á hlið jeppa, sem ók út á götuna. Var bíllinn kom- inn hálfur út á götuna þegar bíl- stjórinn sá til ferða piltsins á hjólinu. Ætlaði hann að reyna að bakka, en gafst ekki tími til þess. Ók maðurinn á hjólinu á hlið bílsins. Hemlaför eftir hjól- ið voru 40 metrar. Skemmdir urðu bæði á hjólinu og jeppan- um. Ökumaður mótorhjólsins meiddist á hnjám og olnboga, en mesta ferðin var farin af hjólinu þegar áreksturinn varð. HMA SOTT ÞÁGU TIL SiLDVEIDA OÓ—Reykjavík, miSvikudag. Nokkrir bátar hafa sótt um undanþágu til aS veiða síld suður af Reykjanesi og er blaðinu kunnugt um að enn fleiri muni sækja um undan- Framsóknarkonur, Reykjavík Félag framsóknarkvenna heldur fund að Hallveigarstöðum fimmtudaginn 6. maí, kl. 20:30. Fréttir frá flokksþinginu, tízku- sýning og fleira. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. — Stjórnin. þágu. Eins og er hafa aðeins tveir bátar leyfi til veiðanna, Örfirisey og Hafrún, en þeir bátar hafa báðir landað síld, sem veidd var vestan Vest- mannaeyja. Ekki hafa enn verið veittar fleiri undanþág ur og mun óráðið enn hvort yfirleitt verður leyft að veiða þessa síld, sem er mögur sumargotssíld. Heildarfita þeirrar síldar, sem Hafrún veiddi er 8.2% og meðal- búkfita 6.2%. Meðalstærð síldar- innar er 29.5 cm. Síldin sem Ör- firisey veiddi fékkst nokkuð aust ar. Heildarfita hennar er 8.3%, en meðalbúkfita nokkuð hærri eða 9.5%. Sú síld er smærri, með alstærð er 28.5 cm. Meira vantar eldri árganga í þá síld. Komnar eru að minnsta kosti þrjár umsóknir til viðbótar til að veiða þessa síld, og fleiri eru á leiðinni. Er verið að athuga hvort leyfa eigi að veiða síldina. Blaðburðarfólk óskast Hvernig er ástandið í refsimálum unglinga ? Innbrot í skóla látin óátalin VÍÐS VEGAR UM BORGINA Uppiýsingar á afgreiðslu Tímans, Bankastræti 7, SÍMI 1 23 23. SJ—Reykjavík, miðvikudag. í nótt var brotizt inn í Voga skóla og stungin upp hurð á her bergi símaafgreiðslu. önnur spjöil voru ekki unnin í skólanum og ckki virtis sá (eða þeir), sem þarna var að verki hafa verið að leita að einhverju» fémætu. Síð an fór innbrotsmaðurinn inn á kennarastofuna og gæddi sér þar á eggi og innihaldi mjólkurhyrnu, sem hann fann þar. Innrásarmaðurinn mun hafa Komizt inn í skólahúsnæðið úr nýbyggingu, sem verið er að gera við skólann. Menn voru að vinnu skólanum,.til rúmlega 12 aðfara nótt miðvikudags, og mun innbrot ið hafa verið framið eft.ir þann Framhald á bls. 14. ÞÆRAKA VÖRUBÍL OGRÚTU SJ—Reykjavik, miðvikudag. Tvær íslenzkar konur vinna nú við þungaakstur svo vitað s» og ef til vill hafa fleiri af „veikara“ kyninu tekið upp þessa starfs- grein. Ung stúlka, Þuríður Salóme Guðmundsdóttir, er vörnbílstjórí hjá verktakafyrirtækinu ístak uppi við Þórisvatn. Hénni fellur starfið vel og ætlar að vinna við virkjunarframkvæmdir við ÞóriS' vatn í sumar. Önnur kona, Guð- laug Þórarinsdóttir, hefur ekið áætlunarbifreið að staðaldri í tvð ár og raunar lengur í ígriptmi. Guðlaug cr einnig ánægð með sitt starf, og hún hefur sannar- lega heppnina með sér, þvi það hefur aldrei sprungið hjá henui í áætlunarakstri. Guðlaug ekur ásamt eiginmanm sínum á áætlunarleiðunam Reykjavík — Grindavik og Reykjavík — Þingvellir. Á sumr- in hefur hun ekið dagíega á þess- um leiðum, en á vetuma er ró- legra þegar ferðir eru strjálli. Erfiðasti hluti starfsins fyrir Guð- laugu er að taka við þungum far- angri. Ferðir til Grindavikur eru 1—3 sinnum á dag, en 1 sinni í viku til Þingvalla. 1. júní hefst sumaráætlunin og þá er farið dag lega til Þingvalla og um helgar fleiri en ein ferð á dag. Við töluðum við Þuriði Salóme í síma fyrir skömmu en hún var þá tímabundin, var að fara á vakt að aka steypu við suðurenda Þórisvatns. En vörubílstjóramir hjá fstak vinna 12 tima vaktii í einu og eiga jafnlangt frí á milli í hálfan mánuð í senn, en fá þriggja daga helgarfri é tveggja vikna fresti. Um 120 starfsmenn frá fstak verða rið Þórisvatn í sumar og um 200 manns frá verktakafyrirtækinu Þórisós h.f., auk fólks frá Orku- stofnun, Landsvirkjun og e.tv. fleiri aðilum. — Mér fellur ágætlega hér, sagði Þuríður, — en annars finnst mér þetta ekkert frétt- næmt. Þuríður Salóme tók meira próf bifreiðastjóra fyrir 5 ámm. Hún er frá Akri á Rangárvöllum og starfaði áður í benzínskála, sem hún rekur eftir sem áður. Starfsmenn fstaks eru að Framhald á bls. 14. 5000 KALLINN AÐ KOMA Föstudaginn 30. apríl mun Seðlabankinn setja í umferð 5000 króna seðil. Fer hann sam tímis í umferð í Reykjavík og víða úti á landi. Seðillinn hefur sömu lengd og breidd og 1000 króna seðill inn þ.e. 160x70 mm og er aðal litur hans brúnn. Á framhlið hans er mynd af Einari Benediktssyni, skáldi, auk- myndar frá Soginu, frá íra fossi og Ljósafossi. Vatnsmerki er til hægri á framhlið af Sveini Björnssyni, fyrsta for- seta lýðveldisins. Á bakhlið seðilsins er mynd af Dettifossi. { C- ...--------------

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.