Tíminn - 29.04.1971, Blaðsíða 11
FTMMTUDAGUR 29. apríl 1971
TIMINN
11
LANDFARI
Hendurnar í vösum
þegnanna?
Fyrir nokkru, e3a nánar til-
tekið þann 17. marz s.l., varð
ég undirritaður fyrir áþreifan-
legri reynslu um hið fastmót-
aða skattheimtukerfi vort, sem
ekki væri úr vegi að ábyrgir
aðilar gæfu viðhlítandi skýr-
ingu á.
Ég hefi um áratugi haft
mikinn áhuga á öllu sem snert
ir Grænland, sem og fleiri fs-
lendingar. og reynt af naum-
mn lífstekjum að verða mér
úti um þann fróðleik, sem ég
hefi getað komizt yfir þar um.
— Hefi ég í þessu skyni eink-
um reynt að afla mér nokkurs
bókakosts, sem bæði dönsk og
grænlenzk útgáfufyrirtæki
hafa á boðstólum um þessi
efni.
f grænlenzku blaði, sem ég
er áskrifandi að, sá ég nýlega
auglýsingu um danskar bæk-
ur eftir ýmsa höfunda um
grænlenzk vandamál, sem mig
fýsti að kynna mér. Taldi ég
mér fært að verja nokkurri
upphæð til þess að eignast
þær, ef ég gæti fengið þær
með því verði, sem auglýsing-
in bauð upp á. — Ég sótti því
um gjaldeyrisleyfi fyrir sex
hundruð dönskum krónum
hjá Útvegsbanka íslands, sem
mér var fúslega veitt á ís-
lenzku gengi: 11.780.10. — Ég
sendi svo þessa , flpphæð í
ávísun tíl „Det Grönlandske
Forlags Boglade" í Godtháb
í Grænlandi og bað um að mér
yrðu sendar þær bækur sem
ég óskaði eftir. Forlagið brá
skjótt við og sendi mér átta
bækur í flugpósti ásamt bréfi
og reikningsnótu yfir verð
þeirra. Var sú verðmesta á
243 krónur danskar. Póstgjald
ið undir þetta nam 89 krónum
og 55 aurum dönskum. Og þar
með varð reikningurinn sam-
tals kr. 632.80, danskar.
Söluskýrsla
og tollskýrsla
Þann 17. marz s.l. beið mín
tilkynning frá Tollpóststof-
unni, þegar ég kom heim í há-
deginu, um að ég ætti þessa
sendingu í póstinum. — Eftir
hádegið þegar ég hafði ráð-
stafað verki, sem ég hafði með
höndum, brá ég mér niður
eftir til að sækja sendinguna
og kom við í Tollstöðinni til
þess að fullvissa mig um að ég
væri hér að taka á móti „toll-
frjálsri" sendingu, en var þá
tjáð að mér bæri að greiða af
þessu 12.1% í söluskatt, reikn-
aðan í íslenzkum krónum. —
Með þessar upplýsingar fór ég
á Tollpóststofuna og afhenti
afgreiðslumanni tilkynninguna
og sýndi honum reikningsnót-
una frá grænlenzka forlaginu,
þar sem verð bókanna var
skrifað, svo og burðargjalds-
upphæðina. Ekki krafðist hann
að fá þennan reikning, en fór
með sendinguna inn í annað
herbergi, þar sem einhverjir
reiknuðu út verðið á söluskatt
inum“ og hafa sennilega tekið
bækumar úr umslögunum, því
þegar ég tók þær sjálfur úr,
voru kápumar á tveimur dýr-
ustu bókunum rifnar. — Ég
spurði þennan mann hvort
ekki yrði sleppt burðargjald-
inu frá útreikningi á söluskatt
inum, sem ég sagði honum að
mér fyndist ranglátur, þar sem
ég væri ekki að fá þessar bæk-
ur til þess að selja þær. En
hann svaraði því til að það
yrði einnig að taka „söluskatt“
af því, því hann væri tekinn
af „sif“-verði vörunnar (hvaða
íslenzka sem það er nú).
Nú varð nokkuð löng bið
hjá mér, svo að ekki bólaði á
sendingunni eða „tollskýrsl-
unni“ um hana, en ég var mjög
tímabundinn vegna verka sem
ég átti að sjá um. — Innti ég
þá afgreiðslumanninn eftir
hvort ekki væri hægt að hraða
þessu, það ætti ekki að vera
svo erfitt a'ð reikna þetta út. .
Ég yrði að fara ef ég ekki
fengi sendinguna. (Reyndar
var hverri bók pakkað sér í
umslag, svo pakkarnir vom
átta — eins og bækumar —
en skráð á tvö innflutnings-
númer). — Loks kom „skýrsl-
an“ hjá gjaldkera, og var mér
þá gert að greiða í söluskatt
af þessum dönsku 632 krónum
og 80 aurum 1.815 — eitt þús-
und átta hundmð og fimmtán
íslenzkar krónur!
Ég greiddi þetta strax vegna
þess að ég var kominn í tíma-
þröng, en hafði orð á því við
afgreiðslumanninn að mér
þætti þetta mjög sein af-
greiðsla á tollfrjálsri sendingu,
svo væru þetta það miklir pen
ingar, að mér fyndist likt og
þjófur hefði lætt hendi sinni
í vasa minn um hábjartan dag.
— „Já, þú skalt bara tala um
það við hann Magnús,“ svar-
aði maðurinn. — Ég mátti
ekki vera að því að spyrja
hann um það hvaða Magnús
hann ætti við. —
leiðrétta mistökin, nema að
fá nótuna. —
Óþægindi
og fyrirhöfn
Slæm þjónusfa
Þegar ég svo kom á fund
vinnufélaga minna og fór að
athuga „tollskýrsluafritið"
betur, sá ég að „tollvirðið"
hafði verið reiknað: kr. 15.000,
00 íslenzkar, og fannst mér nú
danska krónan vera farin að
hækka í verði. — Ég hringdi
því niður á Tollpóststofuna og
bað um deildarstjórann til við
tals og sagði honum frá mála-
vöxtum. — Hann tók máii
mínu vel og taldi þetta auðsjá-
anlega vera mistök, sem yrðu
leiðrétt, ef ég kæmi aftur með
„tollskýrsluafritið".
Daginn eftir, þann 18. marz,
fór ég á sama tíma niðureftir
til þess að fá þetta leiðrétt.
— Hitti ég að máli ávarpsgóð-
an mann og sýndi honum og
verðnótuna frá grænlenzka for
laginu ásamt afritið af „toll-
skýrslunni”. — Furðaði hann
sig á þessu og sagði að það
ætti að vera auðvelt að laga
þetta. — En þá kom þar að
annar vörpulegur maður, sem
virtist hafa meiri ráð, og krafð
ist þess að ég léti af hendi
reikningsnótuna frá forlaginu,
sem ég átti aðeins í einriti,
því annars gæti hann ekki leið-
rétt „tollskýrsluna", (af hinni
„tollfrjálsu vöru, sem daginn
áður hafði enginn vandi verið
að setja ágizkunarverð á). —
Ég sagði honum að ég gæti
ekki misst þessa nótu, því hún
væri það eina sem ég hefði í
höndum um viðskipti mfn við
forlagið. En ég gæti leyft hon
um að taka ljósrit af henni,
hvort þeir hefðu ekki ljósrit-
unartæki. Hann kvað nei við,
og svo væri það í ólagi, að mér
skildist.
Ég spurði nú manninn hvort
hann ætlaði ekki að leiðrétta
þessi mistök án þess að baka
mér meiri fyrirhöfn. En hann
kvað þvert nei við þvf, hann
yrði að fá nótuna. Ég sagði að
mér þætti þetta nú nokkuð
hart, þar sem þeir hefðu getað
verðlagt þetta á fimmtán þús-
und krónur út í bláinn. diginn
áður, þó ég hefði sýnt þeim
nótuna einnig þá. Ég teldi að
þetta væri slæm þjónusta, sem
ég ætti heimtingu á að fá
bætta, því þeir væru engu síð-
ur mínir þjónar og annarra
viðskiptamanna, en þess opin-
bera og ættu að inna siörf
sín rétt af hendi. — En þetta
hefði ég líklega ekki átt að
segja, því ég fann að þetta
féll ekki í smekk mannsins,
og neitaði hann nú alveg að
„Þú sérð þó tölurnar og að
ég fer með rétt mál“, sagði
ég.
„Það er alveg sama,“ svar-
aði hann.
„Jæja, þá ætla ég að fá til
baka afritið af „tollskýrsl-
unni“, því ef þú trúir mér
ekki, þá get ég ekki trúað þér.
Ég verð þá að fara og hafa
fyrir því að láta ljósrita fyrir
mig verðnótuna, því ég sé að
þið ætlið ekki að leiðrétta
þessi mistök. sem eru þó ykk-
ar verk, nema fyrirhöfn mín
verði sem mest, og rengið mig
um að ég hafi rétt fyrir mér.“
Þá vildi hann fara að draga
í land, en ég sagði honum að
ég skildi íslenzku mætavel,
þ.e. þau orð sem hann lét
falla.
Síðan varð ég að fara inn á
Hverfisgötu til þess að fá
reikningsnótuna ljósritaða.
Ekki get ég sagt að hlaupið
væri á móti mér, þegar ég kom
aftur, til þess að greiða mér
til baka það sem af mér hafði
verið rænt. — Varð ég að
ganga fast eftir þessu og gerði
það þá annar maður, sem ekki
hafði blandað sér neitt í mál-
in áður, því hinn fyrri lét
ekki sjá sig. — Fékk ég
greiddar til baka 909.00 krón-
ur af þessum kr. 1.815.00, sem
ég greiddi daginn áður. —
„Tollurinn", sem í þessu til-
felli er kallaður „söluskattur"
af þessum „tollfrjálsu" bókum
sem með flutningsgjaldi (sem
var d. kr. 89,55) kostuðu
ekki nema 632 krónur og 80
aura danska, varð því 911 krón
ur íslenzkar eftir reikningi
þessarar stofnunar.
Varið ykkur
á Magnúsi
Þá er komið að bjarna þessa
máls, sem ég vil gera hér að
umtalsefni. — Mig minnir að
Framhald á 14. síöu.
Fimmtudagur 29. aprfL
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir. Tónleikar.
7.30 Fréttir. Tónleikar. 7.45
Bæn. 7.50 Morgunleikfimi.
8.00 Tónleikar. 8.30 Fréttir
og veðurfregnir. Tónleikar.
8.45 Morgunstund barnanna:
Ágústa Björnsdóttir les fram
hald sögunnar „Kátir voru
krakkar“ eftir Dóra Jóns-
son (7). 9.00 Fréttaágrip og
útdráttur úr forustugreinum
dagblaðanna. Tónleikar. 9.30
Tiikynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. Tónleikar.
10.10 Veðurfregnir. 10.25
Við sjóinn; Bergsveinn Á.
Bergsveinsson fiskimats-
stióri talar um meðferð á
fiski. Tónleikar. lí.00 Frétí
ir. Tónleikar. 11.30 í dag:
Enduriekinn þáttur Jökuls
Jakobssonar frá s.l. laugar-
degi.
12.00 Dagskráin Tónleikar. Til-
kvnningar.
12.25 Fréttii ue v 'ðurfregnir.
12.50 Á frívaktinni.
Eydís Eyþórsdóttir kynnir
óskalög sjójmanna.
14.30 Síðdegissagan: „Valtýr á
grænni trevju“ eftir Jón
B1örns=on
Jón Aðils leikari les (3).
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Klass
ísk tónlist:
Pierre Fournier og Kamm-
ersveitin í Stuttgart leika
Sellókonsert í ->-dúr op. 101
eftir Haydn.
Tito Schipa syngur lög eft-
ir Scarlatti og Donzetti.
Parísarkvartettinn leikur
Strengjakvartett í h-moll
eftir Telemann.
16.15 Veðurfregnir. Létt lðg.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
18.00 Fréttir .1 ensku.
18.10 Iðnaðarþáttur (endurtekinn
frá 20. aprfl).
Sveinn Björnsson ræðir við
Harry Frederiksen fram-
kvæmdastjóra um skinna-
og ullariðnað.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöl Isins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Minningar frá bondon-. The
House of Commons.
Birgir Kjaran alþm. segir
frá kyr.num sínum af
brezka pinginu.
19.55 Einleikur á fiðlu: Jascha
Heife— leikur
lög eftir Brahms, Bennett
Suhlmann o.fl.
20.20 Leikrit: „Landslag" efth'
Harold Pinter.
Þýðandi og leikstjóri: Sveinn
Einarsson.
Persónur og leikendur:
Beth: Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir.
Duff: Rúrik Haraldsson.
21.00 Sinfóníuhljómsveit íslands
heldur hljómleika í Háskóla-
níói.
Stjórnandi: Bohdan Wod-
iczko.
Einlcikari á píanó: Rögn-
valdur Sigurjónsson.
a. Polovetsadansar úr óper-
unni „ígor fursta" eftir Al-
ander Borodin.
b. Píanókonsert nr. 2 í
c-moll efttir Sergej Rakh-
maninoft.
21.50 rossgötur.
Baldur Óskarsson les úr
nýlegri jóðabók sinni.
22.00 éttir.
22.15 Veðurfregnir.
Velferðai ríkið.
Ragnar Aðalsteinsson hrl.
og Jónatan Þórmundsson
prófessoi flytja þátt um
lögfræðiieg efni og svara
spuringum hiustenda.
22.40 Létt tónlist.
Jón Múii Arnason kynnir
tóniist úr söngleiknum „Hár-
inu“.
23.35 Fráttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
Suðurnesjamenn
Leitið
tilboða hjá
okkur
Látið ókkur
prenta
tyrirykkur
Hver ert þú.
— Sendiherrann getur sagt þér það.
Ég er leyniskyttan og þú ert Ned, rauð-
hausinn, sem sendi þessa byssumenn til
þess að drepa mig.
— Um hvað ertu að tala. Hér hlýtur
að vera um misskilning að ræða. þetta
er hlægilegt.
— Herra . . ekki vera heimskulegur.
Þessi maður er eins og dýnamit. Það er
betra að segja honum það sem hann vill
vita.
— Þegiðu heimskingi. Ég fæst við þig
síðar.
Fljót afgreiðsta - góð þjónusta
Prentsmiðja
Baldurs HólmgeUrssonar
Pnmnargotu 7 — Keflwlk___