Tíminn - 29.04.1971, Page 9
FIMMTUDAGUR 29. aprfl 1971
TIMINN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
FramlkTæmdastjóri: Kristján Bemedlktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriðl G. Þorsteinsson og
Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Rit-
Etjómarskrifstofur i Edduhúsinu, símax 18300 — 18306. Skrif-
ítofur Bamikastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími:
19523. Aörar sikrifstofux simi 18300. Áskriftargjald kr. 195,00
á mánuði, innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm.
Edda hf.
Klofinn flokkur
Skiljanlegt er, að lítil athygli beindist að landsfundi
Sjálfstæðisflokksins að öðru leyti en því, að menn fýsti
að vita, hver úrslit varaformannskjörsins yrðu. Vegna
kosninganna hafði náðst samkomulag um það fjrir
fram, að fresta öllum öðrum átökum innan flokksins
um menn og málefni. Slíkt samkomulag náðist hins
vegar ekki um varaformannskjörið, því að fylgismenn
Gunnars Thoroddsens vildu ekki sætta sig við þau áform
flokksforustunnar og Morgunblaðsklíkunnar, að Gunn-
ar yrði alveg settur til hliðar, bæði sem formaður og
varaformaður.
Flokksforustan og Morgunblaðsklíkan gátu hins vegar
ekki til þess hugsað, að Gunnar Thoroddsen kæmist til
mikilla áhrifa á ný. Þessir aðilar gerðu sér ljóst, að
með Gunnari myndu hefjast til aukinna áhrifa ýmsir
menn, sem flokksforustunni og Morgunblaðsmönnunum
hefur verið í nöp við, og jafnframt niyndu þá þokast til
hliðar ýmsir gæðingar, sem þessir aðilar bera fyrir
brjósti.
Undanfama mánuði hefur flokksforustan og Morg-
unblaðsklíkan heldur ekki látið neitt ógert til að vinna
að sem glæsilegustum sigri Geirs Hallgrímssonar og
mestum ósigri Gunnars. Þessir aðilar töldu sig líka vera
búnir að koma ár sinni þannig fyrir borð, þegar lands-
fondurinn hófst, að Geir myndi sigra glæsilega og Gunn-
ar myndi sjá þann kost vænstan að draga framhoð sitt
tiL baka. Gunnar sat hins vegar fastur við sinn keip,
enda úrslitin honum miklu hagstæðari en nokkur hafði
átt von á fyrirfram. Hann fékk 328 atkvæði, en Geir
375. Þótt Gunnar tapaði, geta þessi úrslit ekki talizt
annað en stórsigur fyrir hann eftir allan hinn gífurlega
áróður, sem flokksforustan og Mbl.-klíkan voru búin að
reka gegn honum. Jafnframt eru þessi úrslit stórfelld-
ur ósigur fyrir flokksforustuna og Mbl.-klíkuna. Þessi
úrslit eru ótvíræð sönnun þess, að Gunnar Thoroddsen
er sá foringi Sjálfstæðisflokksins, sem hefur mest per-
sónulegt fylgi innan flokksins, þar sem minnstu mun-
aði að hann sigraði 1 varaformannskjörinu, þrátt fyrir
sameiginlega mótspyrnu flokksforustunnar og Mbl.-
klíkunnar og sameinaðan liðsafla þeirra Geirs Hall-
grímssonar og Jóhanns Hafsteins. Kjör Jóhanns Haf-
steins sem formanns breytir þessu ekki, þar sem Gunn-
ar og Geir höfðu ákveðið að keppa ekki við hann vegna
kosninganna. En ekki aðeins Gunnar, heldur einnig Geir,
munu fylgissterkari í flokknum en Jóhann.
Það fór vitanlega eins og vænta mátti, að þeir Gunn-
ar og Geir tókust í hendur eftir að úrslit varaformanns-
kjörsins voru kunn. Fram yfir kosningar mun allt verða
gert til að láta kjósendur halda, að full eining ríki í
flokknum. En að kosningum loknum munu átökin hefj-
ast að nýju, harðari og óvægnari en áður. Gunnar Thor-
oddsen sýndi það í forsetakosningunum 1952, að hann
lætur hvorki formann né varaformann beygja sig. Hann
tekur áreiðanlega ekki meira tillit til Jóhanns Hafsteins
og Geirs Hallgrímssonar eftir það, sem nú hefur gerzt,
en hann tók til Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar
1952. Að baki honum stendur líka mjög öflug sveit
dugandi og framgjarnra manna, sem ekki una því, að
gæðingar Jóhanns, Geirs og Mbl.-klíkunnar sitji einir
að kjötkötlum flokksins. Um margt er Gunnar líka ósam-
mála flokksforustunni — og þó sérstaklega Mbl.-klík-
unni, varðandi stefnutúlkun og vinnubrögð, þótt hann
láti það kyrrt liggja fram yfir kosningar. Hvað sem
líður öllum yfirlýsingum fyrir þær, er það staðreynd,
að Sjálfstæðisflokkurinn er nú í fyrsta sinn verulega
klofinn og það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
'\ftir kosningarnar. Þ.Þ.
9
ERLENT YFIRLIT
Park hélt velli, en hét því
að bjóða sig ekki fram aftur
Bandaríkjaher er á förum frá Suður-Kóreu
EF PARK deyr skyndilega,
hættir sólin þá að skína? Þetta
var eitt helzta vígorð Kim
Dae Jung, frambjóðanda
stjómarandstöðunar í forseta-
kosningunum, sem fóm fram
í Suður-Kóreu síðastl. þriðju-
dag. Á þennan hátt, taldi
Kim einna heppilegast að
svara þeim áróðri, að allt
myndi fara í kaldakol og
kommúnisminn flæða yfir
Suður-ICóreu, ef Park hætti að
stjóma, en því var óspart hald
ið fram af fylgismönnum
hans. Kim bætti því oftast
við, að það væri ætlun Parks
að stjórna ævilangt og feta
þannig í fótspor Kim il Sung,
einræðisherra Norður-Kóreu.
Svo virðist sem sú fullyrðing
hafi fundið góðan jarðveg, því
að Park talddi ráðlegast að
svara á þann veg, að hann
myndi ekki gefa kost á sér
aftur, heldur draga sig í hlé í
lok næsta kjörtímabils eða á
árinu 1975.
Eins og búizt var við, hef-
ur Park borið sigur úr býtum,
en sigurinn virðist hins vegar
ætla að verða meiri en spáð
hafði verið. Þegar búið var að
telja 75% atkvæða hafði hann
fengið um eina milljón at-
kvæða umfram Kim. Kim
hvatti þá til. að talningu yrði
hætt, því að augljóst væri, að
fylgismenn Parks hefðu beitt
svo miklum mútum að kosn-
ingin væri ógild.
VAFALAUST er margt rétt
í þessum ásökunum Kims, en
hitt er þó viðurkennt af hlut-
lausum áhorfendum, að Kim
og stuðningsmenn hans hafi
fengið óhindrað að koma skoð-
unum sínum og ádeilum á
framfæri og mörg helztu
blöðin studdu hann. Þrátt fyr
ir það, var talið, að meirihluti
kjósenda myndi ekki vilja
skipta um. Þeir vildu heldur
halda í það, sem þeir höfðu, en
óljósa von um eitthvað betra.
Einkum mun það hafa verið
óttinn við kommúnismann,
sem réði hér úrslitum.
Það er lika viðurkennt, að
á ýmsan hátt hafi stjórn Parks
reynzt vel, þegar hún er bor-
in saman við stjórn annarra
Asíuríkja, að Japan undan-
skildu. Framfarir hafa orðið
miklar á sviði atvinnulífs og
samgangna þau 10 ár, sem
Park hefur farið með völdin.
Þjóðarframleiðslan hefur auk-
izt mikið og kjör fólks heldur
batnað. Ótvírætt er talið, að
lífskjörin séu stórum betri í
Suður-Kóreu en Norður-Kóreu.
Park hefur síðustu árin feng-
ið allmikið fjármagn frá Japan
og Vestur-Þýzkalandi til ým-
issa framkvæmda og því orðið
Bandaríkjamönnum minna
háður en áður. Þess vegna hef-
ur hann t.d. getað ráðizt í
mikla vegagerð, sem Alþjóða-
bankinn hafði neitað um að
veita lán til.
Kim Dae Jung
AF PARK er sjálfum játað,
að það sem honum hafi ekki
fullkomlega tekizt að ráða við,
sé fjárspilling í stjórnarkerf-
inu. Hún sé alltof mikil. Það
var eitt helzta loforð hans
að draga úr spillingunni, jafn-
hliða því, sem unnið yrði gegn
kommúnismanum og reynt að
draga úr fátæktinni hjá þeim,
sem stæðu höllum fæti.
Vegna þess að Park játaði,
að fjárspilling ætti sér stað og
vinna þyrfti gegn henni. fékk
áróður Kims um það atriði
minni hljómgrunn en ella. Það
virðist líka ljóst, að sjálfur
hafi Park ekki reynt að auðga
sig.
Það bar mjög á góma í kosn
ingabaráttunni, að Bandaríkja
menn myndu á næstu árum,
kveðja heim allan her sinn
frá Suður-Kóreu og því yrði
Suður-Kóreumenn að treysta
á eigin varnir innan skamms
tíma. Um þessar mundir er
unnið að því að fækka í her
Bandaríkjanna í Suður-Kóreu
úr 63 þús. manns í 43 þús., og
stefnt mun að því, að síðustu
bandarísku hersveitirnar fari
þaðan ekki síðar en 1975.
Park sagði, að svar Suður-
Chung Hee Park
Kóreu við þessu, væri að
styrkja herinn, sem telur nú
um 600 þús. manns, og að efla
heimavarnarliðið, sem telur nú
um tvær milljónir manna, en
aðalverkefni þess er að vera
á varðbergi gegn skæruliðum.
KIM hélt því hins vegar
fram í málflutningi sínum, að
heimavarnaliðið væri óþarft
og nóg væri að treysta á her-
inn. Kim mun hér hafa reynt
að slá á þá strengi, að það
veldur nokkurri óánægju, að
menn á aldrinum 20—35 ára
eru skyldaðir til þátttöku í
heimavarnarliðinu og verða að
fórna allmiklum tíma til þjálf
unar, án endurgjalds. Jafn-
framt lýsti hann yfir því, að
hann myndi leggja niður leyni
þjónustuna, sem starfar líkt
og leyniþjónusta Bandaríkj-
anna (FBI). Hann taldi, að
hún ræki ósæmilegar njósnir
um stjórnarandstæðinga.
Þá taldi Kim að leysa ætti
vamarmálin að nokkru leyti
á þann hátt, að fá ætti stór-
veldin fjögur, þ.e. Bandaríkin,
Sovétríkin, Japan og Kína, til
þess að taka ábyrgð á landa-
mærunum milli Norður-Kóreu
og Suður-Kóreu.
Báðir lögðu þeir Park og
Kim áherzlu á að auka náms-
laun og tryggingar. Báðir lof-
uðu einnig að reyna að sporna
gegn óeðlilegri fólksfjölgun.
Hún hefur verið mjög mikil á
undanförnum árum. fbúar
Suður-Kóreu eru nú um 30
millj., en landið er heldur
minna að flatarmáli en ís- |
land eða 98 þús. ferkm. Höf- |
uðborgin Seoul hefur þanizt 1
meira út en nokkur önnur |
borð í heimi síðasta áratuginn
og eru íbúar hennar nú á
fjórðu millj., en alls búa um
5 milljónir manna á höfuð-
borgarsvæðinu.
CHUNG HEE PARK, sem
hefur nú verið kjörinn forseti
Suður-Kóreu í þriðja sinn, er
fæddur 30. sept. 1917. Hann
er komin af bændaættum og
var um skeið barnakennari
áður en hann gekk í herinn.
Þar fengu Japanir, sem þá
réðu Kóreu, augastað á hon-
um, og veittu honum ókeyp-
is skólagöngu á helzta her-
skóla Japans. Saga hans er
frekar óljós næstu árin á eft-
ir, en 1948 var hann dæmdur
til dauða fyrir meinta þátt-
töku í uppreisnartilraunum
kommúnista, en félagar hans
í hernum fengu hann náðað-
an. Hann kom svo aftur fram
á sjónarsviðið 1950 og var þá
orðinn mikill andkommúnisti.
í Kóreustyrjöldinnl fcngu
Bandaríkjamenn mikið álit á
honum og var hann á herskóla
í Bandarikjunum um nokkurt
skeið, að styrjöldinni lokinni.
Eftir það hækkaði hann fljótt
í tign. Árið 1961 gerði herinn
Framhald á bls. 14.