Tíminn - 29.04.1971, Side 10

Tíminn - 29.04.1971, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 29. apríl 1971 TÍMINN ROBERT MARTIN: BYSSA TIL LEIGU 21 það að komast að því, hver væri að skjóta riffilkúlum á eftir AU- good, en að lokinni ráðningu til þess starfa hefði hann fengið ann að verk að vinna, sem sé hjá Pete Donati. Griffith hlýddi alvörugefinn á tal hans, og þegar Jim hafði lok- ið máli sínu, hóf hann máls: — Eins og gefur að skilja, hlýt ur þetta að vera allóþægilegt fyr- ir Sam. En hafið þér komizt að nokkurri niðurstöðu? — Ég hygg, að þar eigi hlut að máli hálfsturlaður bóndi nokkur, sem heitir Lem Fassler, svaraði Jim og útskýrði svo, hvernig land areign hans lægi að golvellinum og hve umhyggjusamur Fassler væri vegna maísakra sinna. — Ef ég gæti á einhvern hátt veitt aðstoð, skuluð þér gera mér viðvart, sagði Griffith. — Gætum við ekki snætt hádegisverð sam- an? — Því miður ekki nú, því að ég er boðinn í mat hjá Allgood, sagði Jim, og svo urðu þeir sam- ferða út. Hector Griffith leit á hina ljóm- andi framhlið Snyrtistofnunar Ar- mands og stundi við, er hann mælti: — Ég verð að vinna í kvöld. Ef Marianne bregður á það ráð að selja eins fljótt og auðið er, verður bókhaldið að vera i full- komnu lagi. Hann tók örlítið í hattbarðið og gekk af stað yfir torgið. Klukkan var tíu mínútur gengin í sjö. Jim gekk að bílnum og ók beina leið heim að húsi Allgoods. Þeg- ar hann nam staðar, sá hann hvergi rauða „drekann" mála- færslumannsins, en þjónustu- stúlkan Jenny opnaði fyrir hon- um. — Frú Allgood kemur eftir andartak, herra Bennett. Herra Allgood er ekki kominn heim enn. Jim gekk inn í hina rúmgóðu stofu og að útvarpsfóninum. Plata með Strauss-valsi lá á skífunni. Hann setti fóninn í gang og lagð- ist svo á bak aftur í hægindastól, til þess að njóta hinna velþekktu hljóma. Eftir örstutta stund heyrði hann að sagt var: — Hafið þér ánægju af Stx-auss, herra Bennett? Hann opnaði augun. Katherine Allgood stóð frammi fyrir honum. Hún var í óbrotnum, svörtum kjól, svo flegnum, að heita mátti, að hálsinn væri nakinn og axlirnar með. Ekki var alveg laust við, að hún væri föl, en hún brosti og virtist vera i vinsamlegu jafnvægi, þrátt fyrir hið kveljandi uppi- stand kvöldið áður. Hún hélt á tómu vínglasi. Jim ætlaði að standa á fætur, en hún stjakaði vingjarnlega við honum. — Nei, sitjið þér bara kyrr, umfi-am allt. Þér lítið svo þreytu- lega út. Hann hallaði sér aftur að stól- bakinu og brosti. — Já. Ég hef þó nokkrar mæt- ur á Sti’auss, hinum eldri. Og svo er ég annai's alveg óþreyttur. — Ég sætti mig einnig ágæt- lega við Strauss og ennfremur al- vai'legri tónlist, til dæmis — — — Við skulum láta alvöruna lönd og leið, gi’eip hann fram í. — Gæli ég ekki blandað yður drykk? Ég fæ orð fyrir að geta blandað samilega góðan „Mart- ini“. — Uh, ha, — nei, þakka yður fyiúr, sagði hún og hrukkaði nef- ið. „Max’tini" — það er eftir- lætisvíntegund Sams, þ.e.a.s. að morgni dags. Á kvöldin drekkur hann allt hugsanlegt, vískí, koníak öl. . . En af hverju ættum við að fara að tala um manninn minn og drykkjuvenjur hans? -— Það voi’uð þér sjálf, sem byi’juðuð. — Nú, jæja. Gleymum því þá. Nei, það, sem mér fellur lang- bezt í geð, er góður „Manhattan“. Ég vei-ð að játa, að ég fékk mér einn á meðan ég hafði fataskipti, og nú hygg ég, að ég vilji gjarn- an láta í mig annan í viðbót. Hún snex-i <15 og gekk að hinni hthi heimilisvmstúku. — Það er öruggt mál, að þú ert búin að drekkja meira en einn „Manhattan“, ljúfan mín, hugsaði Jim. Þegar hún var búin að hella í glasið, sneri hún sér við, glopraði svolitlu af hinum gullnu veigum á gólfið og gekk síðan að fón- inum, til þess að leggja á hann nýja plötu, þar eð sú sein- asta hafði nú verið leikin til enda. — Það mætti segja mér, að hér væri eitthvað fyrir yður. Hlustið bara á. Seinfært, hamrandi, en þó naumast heyranlegt hljóðfall upp- hafskaflans í Bolero eftir Ravel hljómaði um stofuna. Styrkur hljómflutningsins óx og varð sí- fellt meii'a öi'fandi og æsandi, á meðan sjálft stefið endurtók sig hvað eftir annað, en bumburnar sáu um fjarhljóminn. Katherine Allggod leit á hann og sagði skýrt og rólega: — Hvað kom til þess, að þér vilduö ekki kyssa mig í gær- kvöldi. — Hlustið á. Þetta er dásamleg tónavíxlun, sagði Jim og gaf sig ekki að því, sem henni varð að orði. Hún gaut hornauga til hans, brosti og hvíslaði: — Já. Hún er yndisleg. Alveg eins og ástarlot, — fyrst róleg, alvarleg, viðkvæm, — og þá koma trumburnar. Blíðubrögðin snú- ast svo yfir í aftaka ástriðu, — maður getur heyrt hjarta sitt hamra villtar og villtar, hæiTa og hærra — Hún þagnaði og di'akk út, en Jim laumaðist til að líta á úrið, hálfórólegur. Vantaði tíu mínútur í sjö. Hver dj........var orðinn af Sam Allgood? Var hann allt- af með Marianne Donati? Jim varð þess var allt í einu var, að hann var orðinn fjúkandi vondui’, án þess að geta fullkomlega gert sér grein fyrir, hvað skapbi'igðun- um ylli. Hvar voru þau stödd nú? Sátu þau kannski inni í bílnum hennar í einhverjum skugg- sælum hliðarstíg? Voru þau kannski uppi á skrifstofu All- goods, eða þá bai’a heima lijá henni sjálfri? < — Mér viröist þér ekki bein- línis hafa hugann við að hlýða á Ravel, sagði Katherine Allgood. — Jú, jú. Ég var bara hálft í hvoru að hugsa um, hvað væi'i orðið af Sam. — Við skulurn ekkert vera að hugsa um hann, sagði hún hrað- mælt. — Fáum okkur heldur eitt glas í viðbót. — Það er ágætt, mælti hann, stóð á fætur og ætlaði að ganga að vínskápnum. Hún stöðvaði hann og kom við handlegginn á honum. — Ég — ég verð að biðjast af- sökunar fyrir Sam. Hann símaði til mín um tvöleytið og sagði, að þér kæmuð til síðdegisverðar. En það kemuf oft fyrir, að hann sé síðbúinn heim, ef hann þá á ann- að borð kemur nokkuð heim, bætti hún við, dálítið beisklega. — Nú, jæja. Klukkan er ekki alveg orðin sjö enn. Hann vex'ður kominn eftir andartak. — Nei, nei, svaraði hún með óttakenndum hreim. — Verið ekki að reyna að bera í bætifláka fyrir Sam. Til þess þekki ég minn kæra eiginmann alltof vel. Hann kemur ekki heim — ekki í kvöld. er fimmtudagurinn 29. apríl Árdegisháflæði í Rvík kl. 09.09. Tungl í hásuðri kl. 17.39. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan I Borgarspítalan- um er opin allan sólarhringinn. Sími 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr ir Reykjavík og Kópavog sími 11100. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði sími 51336. stöð Reykjavíkur á mánudögum kl. 17—18. Gengi? inn ,frá B0r ónsstlg, yfir brúna Kvöld- og hclgarvörzlu apóteka i Reykjavík vikuna 24. til 30. apríl annast Lyfjabúðin Iðunn og Gai'ðs Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 29. apríl annast Jón K. Jóhannsson. SIGLINGAR Skipaútgerð ríkisins. Hekla er á Vestfjai’ðahöfnum á suð urleið. Herjólfur fer frá Reykja- vík kl. 21,00 í kvöld, til Vestmanna- eyja. Herðubreið er á leið frá ísa- firði til Reykjavíkur. Skipadeild S.Í.S. Ai'narfell er í Reykjavík. Jökuifell er í Ostend. Eer þaðan til Ant- wei-pen. Dísarfell fór frá Svend- borg í gær til Reykjavíkur. Litla- fell er í 'Rottei'dam. Helgafell los- ar á Noi'ðurlandshöfnum. Stapafell er í Þorlákshöfn. Fer þaðan til Hornafjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Mælifell er í Álborg. Fer þaðan til Valkom. Knud Sif losar á Aust- fjörðum. Ole Sif losar á Noi'ður- landshöfnum. Martin Sif fór 22. þ. m. frá Finnlandi til íslands. GENGISSKRÁNING Nr. 39 — 28. apríl 1971. 1 Bandar. dollar 87,90 88,10 1 Sterlingsp. 212,65 213,15 1 Kanadadollar 87,10 87,30 100 Danskar kr. 1.173,10 1.175,76 100 Norskar kr. 1.233,80 1.236,60 100 Sænskar kr. 1.703,34 1.707,20 100 Finnsk mörk 2.107,42 2.112,20 100 Franskir fr 1.593,80 1.597,40 100 Belg. frankar 177,10 177,30 100 Svlssn fr. 2.043,60 2.048,26 100 GyHini 2.4440,00 2.445,50 100 V-þýzk mörk 2.418,00 2.423,42 100 Lírur 14,12 14,16 100 Austurr. sch. 340,40 341,18 100 Exeudos 308,40 309,10 100 Pesetar 126,27 126,55 100 Reikningskrónur — Vöruskiptalönd 99,86 100,14 1 Reikningsdollar — Vöruskiptalönd 87,90 88,10 1 Reikningspund Vöruskiptalönd 210,95 211,45 FLU GÁÆTL ANIR Flugfélag íslands hf. Millilandaflug: Gullfaxi fór til Osló og Kaupmanna hafnar kl. 08:30 í morgun. Væntan- legur þaðan aftur til Keflavíkur kl. 16:55 í kvöld. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:30 í fyrramálið. Innanlandsflug: I dag cr áætlað að fljúga til Ak- ui-eyi'ar (3 fei'ðir), til Vestmanna- eyja (2 fei'ðir), til ísafjai'ðar, Fag- ui'hólsmýi'ar, Hornafjai’ðar og til Egilsstaða. A moi'gun er áætlað að fljúga til Akureyi-ar (2 ferðir), til Vestm,- eyja, Húsavíkur, isafjai'ðar, Pat- reksfjai'ðai', Egilsstaða og til Sauð- árkróks. FÉLAGSLÍF Den Danskc Kvindeklub i Island afholder kvindaklubbens 20 árs f0d selsdag i Átthagasalnum pá Hotel Saga, Mandag kl. 19. Bestyrelsen. Kvenfélag Laugaruessóknar heltíur fund mánudaginn 3. maí kl. 20,30, í fundarsal kii'kjunnar. Sýnd- ar verða myndir frá afmælishóf- inu. Rætt um sumarstarfið. Stjórn- in. Kvenfélag Iláteigssókuar hefur sína árlegu kaffisölu í Tóna- bæ laugai'daginn 1. maí, og hefst hún kl. 3. Bæjarbúar fjölmennið og njótið veitinganna. Kristniboðsfélag kvcnna hefur kaffisölu í Betaniu, Laufás- vegi 13, laugai'daginn 1. maí. Hús- ið verður opnað kl. 2,30. AHur ágóði í'ennur til kristniboðsins í Eþíópíu. Tekið á móti kökum í Bet aníu föstudagskvöld og laugai'dag, fyrir hádegi. Kvcnnadeild Slysavarnafélagsins. Afmælisfundur vei'ður fimmtudag- inn 29. apríl í Slysavai'nahúsinu við Grandagarð. Hefst með boi'ðhaldi kl. 7,30. Fjölbreytt skemmtiski'á: Ornar Ragnarsson og Heiðar Ást- valdsson skemmta. Aðgöngumiðar seldir í Skóbúðinni, Þingholtsstx'æti 1. — Stjórnin. LÓNI \T HORSa BELOfiGS BE/NS/PE, TOA/TO./ / Almennar npplýsingar um lækna- þjónustu i borginni eru gefnar ) simsvara Læknafélags Reykjavík ur, simi 18888. Tannlæknavakt er 1 Heilsuverndar- stöðinnl. þar sem Slysavarðstoí- an var, og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 5—6 e. h. — Simi 22411 Fæðingarheimilið i Kópavogl, Hlíðarvegi 40, simi 42644. Rópavogs Apótek er opið virka daga kl. 9—19. laugardaga k'. 9 —14, helgidaga kl. 13—1S. Keflavíkur Apótek er opið virka daga kL 9—19, laugardaga kl 9—14, helgidaga ki 13—1S. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka dag frá fcl 9—7, á iaugar dögum kl 9—2 og á sunnudög- um og öðrum helgidögum er op- ið frá fcl. 2—4. Rlrpnnsóftarbólusetnins fvrit fiill orðna fer fram i Heilsuverndar- — Það er sama hver á þennan liest, við verðum að halda áfrani Tonto. — Heldur þú að cigaiidinn hafi ekki orðið var við okkur. — Við fimiuni lít hvers vegna hann hefur ekki heyrt i okkur. .. . eu þegar þeir liefja innförina. ^ you WOULPTH/Nt/, , H/M HEARUS F? R/DE UP / J7 ^//VP OUT /YE/y/r'E

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.