Tíminn - 29.04.1971, Qupperneq 13

Tíminn - 29.04.1971, Qupperneq 13
HJHMTTJÐ'AGUR 29. aprfl 1971 ÍÞRÓTTIR TÍMINN JÞRÓTTIR 13 Reykjavikurmeistararnir í elztu flokkunum á unglingamótinu í badminton. TaliS frá vinstri: Jón Gíslason, Stein- gnn Pétursdóttir og Sigurður Haraldsson, sem varð þrefaldur meistari. Gott mót Góðir leikir — Á Unglingameistaramóti Reykjavíkur í badminton Reykjavikurmót unglinga í bad- minton, var haldið í Laugardals höllinni í síðustu viku. Keppendur á mótinu voru milli 30—40 tals ins, og háðu þeir góða og skemmti lega keppni og var mótið gott í alla staði. Keppt var í flokki pilta, sveina, drengja og stúlkna og einnig í tvenndarkeppni sveina og meyja. Úrslit í einstökum flokkum urðu þessi: Einliðaleikur pilta: Sigurður Haraldsson, TBR sigraði Jón Gíslason, TBR 15:&=J.5;1. Einliðaleikur sveina: Jóhann Kjartansson, TBR sigraði Ottó Guðjónsson, TBR 11:9 — 10: 12 — 11:7. Einliðaleikur drengja: Gestur Valgarðsson, KR sigraði Hrólf Jónsson, Val 11:6 — 3:11 — 11:6. Einliðaleikur stúlkna: Steinunn Pétursdóttir, TBR sigr aði Sigríði M. Jónsdóttur, KR 11:6 — 9:11 — 11:6. Tvíliðaleikur pilta: Sigurður Haraldsson og Jón Gísla son, TBR sigruðu Ragnar Ragnars son og Helga Benediktsson, Val, 15:9 — 15:4. Reykjavíkurmótið KR-Fram í kvöld klp-Reykjavík. í kvöld leika í Reykjavíkurmót inu KR og Fram á Melavellinum og hefst lcikurinn kl. 20.00. Þetta er fimmti leikurinn af fimmtán, sem fram fara í mótinu, og jafn- framt einn sá þýðingamesti. Bæði liðin hafa leikið einn leik og bæði borið sigurorð af and- stæðingnum. Fram sigraði Vík- ing 1:0 og KR sigraði Val 3:2. Það er hald manna að Fram eigi eftir að gera það gott í knattspyrn- unni í sumar, eins og s. 1. sumar. Liðið hefur þegar sýnt forsmekk inn með því að sigra í „Meistara keppni KSÍ“ þar sem það m. a. vann ÍBK 5:0 og ÍA 8:1 á úti- völlum. KR-ingar komu mjög á óvart með góðum leik gegn Val á dög unum, og hinir ungu leikmenn liðsins sýndu baráttuvilja og góða knattspyrnu, sem fróðlegt verður að vita hvort þeir sýni aftur í leiknum gegn Fram í kvöld. Tvíliðaleikur drengja: Jónas Þ. Jónsson og Gestur Val garðsson, TBR sigruðu Einar Kjartansson og Hrólf Jónsson, Val 15:10 — 13:15 — 15:1. Tvíliðaleikur sveina: Jóhann Kjartansson og Sigurður Kolbeinsson, TBR sigruðu Ottó Guðjónsson og Jóhann S. Möller, TBR 15:7 — 15:5. Tvíliðaleikur stúlkna: Steinunn Pétursdóttir og Guðrún Pétursdóttir, TBR sigruðu Sigríði M. Jónsdóttur og Kristjönu Bergs dóttur, KR 15:6 — 15:12. Tvenndarleikur (piltar—stúlkur) Sigurður Ilaraldsson og Steinunn Pétursdóttir, TBR sigruðu Jón Gíslason og Guðrúnu Pétursdótt ir, TBR 15:11—15:9. Tvenndarlcikur (sveinar-meyjar) Broddi Kristjánsson og Kristín Kristjánsdóttir, TBR sigruðu Guð mund Adólfsson og Margréti Adólfsdóttur, TBR 15:1 — 15:2. ViSar Halldórsson, fyrir miðju, hampar verðlaunagripnum, sem hann vann til eignar í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar á dögunum. Fóthvati Hafnfirðingurinn ætlar að hlaupa fyrir KR klp—Reyk j avík. Viðar Halldórsson, Hafnfirðing urinn fóthvati, sem hefur sigrað í öllum flokkum í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar, frá því það var cndurvakið, varð annar í drengjahlaupi Ármanns, sem fram fór s. 1. sunnudag. En þar varð hann aðeins sjónarmun á eftir Ágústi Ásgeirssyni, ÍR, mun hann að öllum líkindum æfa og keppa í lilaupum fyrir KR í sumar. Viðar vakti á sér athygli þegar hann tók fyrst þátt í Víðavangs- hlaupi Ilafnarfjarðar og meðal þeirra, sem þá hrifust af honum var Dr. Ingimar Jónsson, núver- andi þjálfari KR í frjálsum íþrótt um, og FH í handknattleik. Munu þeir hafa rætt það nokkuð í vetur þegar Ingimar þjálfaði Viðar í handknattleiknum, að hann æfði hlaup í sumar, og mun það hafa orðið úr. KR-ingar fá með Viðari góðan liðstyrk, og verður fróðlegt að fylgjast með honum á hlaupa- brautinni næstu ár. En hann sann aði það í drengjahlaupinu að hann er meðal okkar efnilegustu milli vegalengdahlaupara. Er dómurinn ógildur? Fram ætlj* fá dóminn yfir Kristni Jörundssyni ógilt- an, þar sem Aganefndin hafði ekki leyfi til a3 dæma hann í keppnisbann. — Gleymdist að geta um meist- arakeppnina í Agareglunum? Eins og við sögðum frá í síðustu viku, voru þeir Krist- inn Jörundsson, Fram og Einar Gunnarsson, ÍBK, dæmdir í eins leiks keppnisbann, fyrir að hafa brotið dómaralögin það mikið í fyrri leik Fram og ÍBK í „Meistarakeppni KSÍ“ að dóm ari leiksins vísaði þeim af leik vclli. Fyrir þetta brot dæmdi Aga- nefnd KSÍ þá í eins leiks keppn isbann, og var það í síðari leik Fram og ÍBK í sömu keppni, sem fram fór s. 1. laugardag, sem þeir tóku út dóminn! En nú hefur komið í Ijós, að í reglugerð Aganefndar um þau mót, sem hún á að dæma leikmenn í, er hvergi getið um „Meistarakeppni KSÍ“. Eftir því sem íþróttasíðan hefur fregnað, munu það hafa verið mistök við gerð laganna, sem samþykkt voru á síðasta KSÍ þingi, að nafn „Meistarakeppn innar“ féll úr. Þrátt fyrir það dæmdi Aga nefndin báða þessa leikmenn í keppnisbann, en nú munu Framarar hafa í huga að fá dóminn yfir Kristni Jörunds- syni, ógiltan, þar sem hann get ur átt yfir höfði sér þyngri dóm í sumar ef hann gerist aftur brotlegur við knattspyrnu lögin. —klp. Verður Laugardals- völlurinn opnaður? Frjálsíþróttamenn með undirskriftarlista, þar sem þeir óska eftir því að fá að æfa á vellinum Meðal frjálsíþróttamanna í Reykjavík, gengur nú undir- ■ skriftalisti, sem senda á íþrótta ráði Reykjavíkur, þar sem þess er óskað að reykvískir frjáls- íþróttamenn fái að æfa á Laug ardalsvellinum í sumar. Laugardalsvöllurinn sjálfur hefur verið svo til lokaður stað ur fyrir frjálsíþróttamenn á hverju ári. Þeir koma þangað aðeins til að taka þátt í hinum stærri frjálsíþróttamótum, sem eru örfá á ári hverju. En fá ekki að æfa þar frekar en aðrir íþróttamenn. Á Laugardalsvellinum er bú ið að koma fyrir góðum lyft- ingatækjum, sem koma varla að miklu gagni í sumar, því eng ar æfingar fara þar fram. En á Melavellinum, sem er eini staðurinn, þar sem frjálsíþrótta menn fá og geta æft — ef þar er ekki verið að keppa í knatt spyrnu — eru engin slík tæki til afnota. Ef frjálsíþróttamenn fá leyfi til að æfa á Laugardalsvellin um, verður það til mikilla hags bóta fyrir þá. Þeir koma ekki til með að nota knattspyrnuvöll inn til æfinga, aðeins hlaupa brautirnar, kastsvæðin og sand kassana, og ætti það ekki að skemma mikið af þessu „stolti“ íþróttaæskunnar í höfuðborg- inni“ — klp. STRIGASKÓR MEÐ TÖKKUM NÝKOMNIR — STÆRÐIR 2—7 FÓTBOLTASKÓR HANDBOLTASKÓR TRIMM SKÓR • HANDBOLTAR FÓTBOLTAR — KÖRFUBOLTAR MINNI BOLTAR Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 — sími 11783 POSTSENDUM

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.